8.8.2013 | 11:04
Nýr kafli hefst hjá sálfræðingnum
Lífið er spennandi, allt að gerast. Hver dagur býður upp á ný tækifæri, nýjar ákvarðanir og áframhaldandi vöxt og þroska.
Nú er ég hætt að vinna vaktavinnu. Starfa nú sem sálfræðingur á Landspítalanum og á Sálfræðistofunni að Klapparstíg 25 - 27. Það er góð tilfinning að eiga sér líf með fjölskyldunni á kvöldin og um helgar.
Ég hlakka til að miðla þekkingu minni og reynslu til þeirra sem áhuga hafa. Þekkingu og reynslu af sálfræði og mindfulness / árvekni sem sumir þekkja betur undir heitinu núvitund eða gjörhygli. Meira um það síðar ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2013 | 17:22
Átt þú þér draum?
Nú er draumurinn minn orðinn að veruleika! Ég hef lokið náminu mínu og er orðinn löggiltur sálfræðingur. Skrítin tilfinning að uppfylla áratuga langan draum! Enginn nýr draumur hefur orðið til. Þetta er afar skrítið svo ekki sé nú meira sagt.
Nú starfa ég sem sálfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi að minnsta kosti til áramóta. Ég hef þó sérhæft mig ásamt sálfræðinni í Mindfulness eða árvekni, gjörhygli eða núvitund. En fólk keppist við að finna réttu þýðinguna fyrir Mindfulness.
Það er sæt tilfinning þegar áralangur draumur manns verður að veruleika en það er líka afar skrítin tilfinning sem ég hef ekki upplifað fyrr.
Átt þú þér draum?
Bloggar | Breytt 8.8.2013 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2008 | 08:26
Mikið er nú gaman að því að spá í hvernig við erum.
Tíminn þýtur áfram á ógnarhraða. Allt virðist gerast á sama tíma. Eftir að ég byrjaði í meistaranáminu hef ég ekki haft tíma til þess að spá í hvernig ég vilji nú nálgast þetta allt saman. Ég hef bara gengið í þau verk sem eru mest aðkallandi.
Það er nú svolítið skondið hvernig maðurinn er (ég gef meér auðvitað það að ég sé eins og fólk er flest hehe). Alveg frá því að eldsta barnið mitt hóf skólagöngu þá hef ég þuft 2 til 3 vikur til þess að komast í gang á haustin.
Núna leist mér ekki á blikuna þegar ég hugsaði til þess. Ég reiknaði með að námið hjá mér myndi byrja 1. sept samkvæmt stundatöflu. En annað kom síðan í ljós. Fyrsti lotukúrsinn mun standa yfir í september og mættum við nemendur á undirbuningsfund síðustu vikuna í ágúst. Mér bauðst að taka að mér fyrirlestur í fyrstu vikunni en frammistaða í honum gildir 35% af heildareinkunn. Ég sló til. Sama dag var 1. prófið úr 12 fyrstu köflum námsefnis.
Ég var ef til vill aðeins of bjartsýn en ég átti eftir að ljúka 2 vöktum á Lansanum á laugardag og sunnudag. Það var nú ekki laust við að ég lenti í smá frústrasjón yfir þessu þar sem mig vantaði að sjálfsögðu 2 vikur til viðbótar til þess að komast í námsgírinn!
Stóri fimmtudagurinn nálgaðist óðfluga og enn átti ég talsvert eftir í undirbúningi. Það var kominn þriðjudagur og streitan vaxandi, svefntími minnkandi og þar að auki var ég komin með facebook-fráhvörf. Svogerðist það á miðvikudaginn að ég hrökk skyndilega í gírinn! Bara eins og gamall lúinn bíll sem er látinn renna í gang og stendur sig síðan bara með hinum mest sóma :)
Ég flutti þennan 55-60 mínútna fyrirlestur minn klukkan 09:10 í gærmorgun. Allt fór að óskum en það frábærast við þetta allt saman er að í ár þurfit ég bara 1 viku til þess að komast í gang. Sannarlega átti ég ekki von á því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2008 | 21:15
Skrítin tilfinning
Á morgun klukkan 14:00 er útskriftin mín. Ég get engan vegin útskýrt hvernig mér líður. Þetta er BARA skrítið! ég sem er búin að vera að stefna á þetta nám á þriðja áratug er nú allt í einu búin með BA í sálfræði.
Margir hafa spurt mig hvort ekki eigi að slá til veislu þegar slíkum áfanga er náð! En nei elskurnar mínar. Það stendur ekki til í ár . ég ætla mér hins vegar að safna í sjóð til að getað haldið upp á væntanlegan lokaárangur minn eftir nokkur ár hehe. Þá verða margir góðir kallaðir til, enda STÓR draumur að rætast. Um að gera að byrja að hlakka til strax í dag hehe....
Fyrir nokkrum dögum fékk ég bréf um að ég væri á biðlista með að komast í Cand Psych, en það er beinasta leiðin í að verða sálfræðingur. Ekki er nú víst að ég komist inn af biðlistanum en það væri nú aldeilis gaman ef svo væri. Þetta skýrist í næstu viku.
Ég sótti til vara um að fá að hefja meistaranám í sálfræði og hef verið samþykkt inn þar. Það er því ljóst að ég get haldið áfram að læra næsta haust :)
Í byrjun júní byrjaði ég að vinna sem ráðgjafi og stuðningsfulltrúi á geðsviði Landspítalans. Ég ætla að vinna þar í sumar.
Lífið er dásamlegt og ég hlakka til morgundagsins. Ég er rík kona, sem á yndisleg börn, einstakan mann sem hefur verið mér þvílíkur stuðningur, alveg ótrúlega tengdaforeldra, dásamlegar systur og vinkonur sem hafa verið mér mikill innblástur. Ekki má ég nú gleyma samnemendum mínum sem eru þvílíku perlurnar og allir kennararnir og starfsfólkið í Háskóla Íslands.
Þegar ég sit ein og horfi út í loftið þá hugsa ég um ykkur. Ég get ekki ímyndað mér hvernig lífið væri án alls þess stuðnings og innblásturs sem allir þeir sem snerta líf mitt eru mér. Ég vona að þið njótið svipaðra lífsgæða og ég, þá erum við nú aldeilis öll í góðum málum.
Þakklæti rennur í blóði mér, þakklæti til ykkar allra, á sama tíma óska ég þér sem lest þessar línur þess að þú megir láta drauminn þinn rætast eins og ég lét minn rætast og að þau lífsgæði og gleði sem fallið hafa mér í skaut megi einnig falla þér í skaut.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 15:57
Hvað á ég NÚ að gera!
Einmitt ?????
Nú erum við Ragna búnar að fá BA-ritgerðina okkar úr prentun og búnar að skila henni af okkur nema til aðal leiðbeinandans hennar Heiðdísar Valdimarsdóttur en hún vinnur í New York og býr í Hollandi alveg einstök kona!
En þetta er nú ekki allt...
Öll PRÓFIN eru búin og ég veit bara ekki hvað ég á af mér að gera (einhver uppástunga?????)
Ég kann þetta bara ekki. Ég byrja ekki að vinna fyrr en 2. júní og nú get ég bara gert næstum því ekki neitt (veitir nú ekki af að taka aðeins til hendinni hér heima ;), en samt ég hlakka til þess að eiga framundan heilt sumar þar sem ég er BARA í 100% starfi en ég man nú bara ekki hvað það er langt síðan það gerðist hum...... ( vonandi er elli-kelling ekki að láta vita af sér) alla veganna þá er ekki opið hús hjá mér fyrir hana það er nokkuð ljóst og þeir sem þekkja mig best vita það. Þannig að "ELLIKELLING" ef þú ert þarna einhvers staðar og varst að hugsa um að skjóta rótum hjá mér þá kemur það bara einfaldlega ekki til greina.
En að alvöru lífsins..... sem verður æðislegra með hverjum deginum
Bara að ég hefði vitað það fyrr að það yrði svona gaman síðar á ævinni þá hefði ég ekki bara getað notið þess heldur hefði ég líka getað hlakkað til .... svona er nú Ísland í dag!
Það er sem sagt allt að gerast en samt of lítið fyrir mig og þess vegna sit ég nú hér og sletti þessum hugsunum mínum inn á mbl.is, vonandi verður engum meint af. Einfalt ráðp frá mér bara að hlakka til framtíðarinnar aldrei að vita nema að hún geymi í sér einmitt það sem þig dreymdi alltaf um!
Í gærkvöldi eftir vinnu fór ég í partý til Ástu Harðardóttur en hún er ein af dugnaðarforkunum sem er að klára sálfræðinámið. Ásta gangi þér rósalega vel með það sem þú átt eftir og takk fyrir æðislega kvöldstund. Þetta var hin besta skemmtun. Flestir nemendanna sem Ásta bauð svo rausnarlega að stíga fæti eða fótum hehe sínum inn á heimili sitt mættu. Að sjálfsögðu var námið rætt í öllum skotum í mismunandi stórum hópum en það er nú eins og Gunnhildur sagði bara eðlilegt þrátt fyrir að öll próf væru búin..... þetta erf nú einu sinni það sem tengir þennan hóp saman.
Mér fannst mjög gaman að hitta þessa samnemendur mína og velta fyrr mér liðinni tíð og velta jafnframt vöngum yfir komandi framtíð sem hver sér með sínu auga. En sjaldan er ein báran stök...... Það er nú reyndar haft um eitthvað erfitt sem kemur upp á og á alls ekki við hjá mér því lífið er dásamlegt og ég lifi því eins og ég vil lalalalallala
Í morgun þegar ég var búin að sitja hér heima í hörkuskemmtilegum rökræðum við ektamakann minn (eins og ég eigi nú einhvern óekta...), en við ræddum um hraða taugaboða og starfsemi heilans og innkirtlakerfisins það var mjög skemmtilegt svona snemma morguns og vaknaði ég vel til lífsins, en ég vildi að sjálfsögðu meira, ekkert verkefni að klára , engin ritgerð að leiðrétta og ekkert próf að læra fyrir..... Mig vantaði eitthvað að gera!!!!!
Síminn þessa dásamlega uppfinning skaust inn í sjónsvið mitt, ég greip hann föstum tökum og byrjaði á listanum..... Hver væri til í að koma með mér á kaffihús bara til að spjalla????? Ég náði sambandi við eina vinkonu mína sem var reyndar á kafi í að skrifa doktorsritgerðina sína en .......jess hún vildi pásu eina himneska pásu og við skelltum okkur á Kaffitár og þar ræddum við allt milli himins og jarðar (eða næstum allt hehe) og engin stund fór til spillis. sálfræðin og líffræðin a´samt félags og mannfræði voru svona helstu sviðin. Þetta var svo gott og.............
FRÆÐANDI en það var það sem mig vantaði svo mikið! Það er ekki auðvelt að hætta að leita sér að nýjum upplýsingum, fræðast meira. Núna er ég búin að að seðja mig í bili, það ætti að duga mér í nokkrar klukkustundir.
Í kvöld ætlum við nokkrar stelpur á öllum aldri að hittast yfir himneskum fiskréttum og njóta þess að vera saman. Leiðir fara að skiljast og það er ákveðinn söknuður í mér. Mikið hafa þessi þrjú ár verið góð og vá hvað það er gaman að láta drauminn sinn rætast!
Ég bíð svo auðvitað spennt eftir að fá einkunnirnar mínar, útskrifast með pompi og prakt 14. júní og halda svo áfram í framhaldsnámi í haust.
Njóttu lífsins eins vel og þú getur í dag og endurtaktu það síðan á morgun... hver veit ef til vill kemst það í vana?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2008 | 16:01
Er rétt að ljóshært fólk sé með lægri greindarvísitölu en aðrir?
Skemmtileg spurning sem ég rakst á á vísindavefnum.
Miðað við alla ljóskubrandarana þá er ég mest hissa á því hvað margar konur og jafnvel karlar eru tilbúin til að lita hár sitt ljóst þar sem að það gæti ef til vill haft áhrif á launakjör.
samkvæmt því sem ég var að lesa þá virðist vera að lágvaxnar ljóshærðar konur fái lægri launa en dökkhærðar eða rauðhærðar og hávaxnari.
Þá er ekkert annað en að kaupa sér háralit og æfa sig í að ganga á hærri hælum áður en sótt er um næsta starf hehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2008 | 21:25
Já einmitt ég er enn á lífi!
Það er allt á fullu. Nú fara ALLAR aukastundirnar í pælingar tengdar BA ritgerðinni sem er hið besta mál. Mættu auðvitað vera fleiri aukastundir. Svo fékk ég nett í magann. Bæði var það nú einhver pest sem herjaði á mig en svo tók nú ekki betra við. Ég fór að skoða umsóknareyðublaðið fyrir framhaldsnámið og fékk þá nýjar pílur í magann.
Ég er að ljúka 3ja árinu í sálfræðináminu og þessi tími hefur bara flogið áfram. Allt í einu stend ég fyrir framan stóra ákvörðun. Það hefði nú líklegra verið skynsamlegra hjá mér að lesa umsóknarblöðin og leiðbeiningarnar tengdar þeim þegar magapestin væri búin að kveðja mig.
Það er áhugavert að lesa um tengslin á milli hreyfingar og námsárangurs sérlega þegar tekið er tillit til þátta eins og þunglyndis, kvíða eða streitu. Um að gera fyrir alla sem geta stundað hreyfingu reglulega að gera það. Taka þá í lífshlaupinu og hafa almennt bætandi áhrif á líf sitt.
Þetta verður meira og meira spennandi eftir því sem ég les meira en hugmyndin er að liggja vel yfir efninu núna um helgina og kynna sér það sem aðrir hafa skoðað um þessi tengsl.
Ég kíki nú stundum snöggt í heimsóknir til bloggvina en hef ekki gefið mér tima til að kommenta. Næsta sumar verður svo fyrsta sumarið mitt í 4 ár sem ég verð bara að vinna en ekki bæðu í námi og vinnu. Það hlýtur að vera spes eða hvað? Ef til vill fer ég þá að hamast meira á lyklaborðinu mínu og skilja einhver brot af mér eftir hér......
Síðustu árin hef ég einbeitt mér stíft að því að ná markmiði mínu og ljúka grunnnámi í sálfræði. Núna þegar ég er að ná því marki þá langar mig auðvitað að læra meira og vona það innilega að mér auðnist það.
En best að hætta að láta sig dreyma og snúa sér að raunveruleika lífsins að lesa.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.1.2008 | 16:32
Láttu ekki þitt eftir liggja - deildu þessu með eins mörgum og þú getur
Eftirfarandi texta fékk ég sendan frá samnemanda mínum og bið þig að deila honum á allan þann hátt sem þér dettur í hug!
Gefðu þér smá stund til þess að lesa þetta:
Bara á eina stofnun - héraðssjúkrahúsið í Vestfold í Noregi - koma að meðaltali 5 sjúklingar á dag með bráða heilablæðingu.
Heilablæðing ( líka nefnd Slag eða Heilablóðfall ) er í reynd þriðja helsta dánarorsök í Noregi og fellir fólk á öllum aldri - þótt aldraðir séu þar í meirihluta - Taktu nú eftir:
Það var veisla og Inga hrasaði og datt. Hún fullvissaði alla um, að allt væri í lagi með sig ( þau buðu henni að hringja í lækni ) hún hefði bara hrasað um stein af því að hún væri í nýjum skóm. Henni var hjálpað við að laga sig til og var færður matur á nýjan disk og þrátt fyrir að hún virtist svolítið óstyrk, hélt Inga áfram að skemmta sér það sem eftir var kvöldsins.
Maðurinn hennar hringdi seinna og sagði frá því að Inga hefði verið flutt á spítalann og kl 6:00 um morguninn hefði hún verið dáin. Hún hafði fengið heilablæðingu í veislunni.
Hefði fólkið vitað hvernig maður getur þekkt einkenni heilablæðingar, væri Inga mögulega enn á lífi.....
Það tekur bara fáeinar mínútur að lesa þetta: Taugalæknir fullyrðir að fái hann sjúkling með heilablæðingu til meðferðar innan þriggja tíma geti hann afmáð allan skaða af völdum áfallsins ... Að fullu og öllu!
Að hans sögn, felst lausn vandans í því að fólk geti borið kennsl á einkennin, fengið greiningu
og komið sjúklingnum undir viðeigandi læknishendi innan þriggja tíma.
Að bera kennsl á Heilablæðingu (Slag)
Nú segja læknar að allir geti lært að bera kennsl á heilablæðingu með því að beita þremur einföldum ráðum:
1. * Biðja manneskjuna að HLÆJA .
>>
2. * Biðja manneskjuna að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM
>>
3. * Biðja manneskjuna að SEGJA EINA EINFALDA SETNINGU
(sem er í samhengi) ( t.d. ...Sólin skín í dag).
>>
Ef viðkomandi á í erfiðleikum með eitthvert þessara atriða -
hringið þá strax í neyðarnúmerið 112 og lýsið einkennunum..
Hjartasérfræðingur segir að ef allir sem fá þennan tölvupóst, senda
hann áfram á 10 aðra, getir þú að minnsta kosti reiknað með því að einu mannslífi verði
bjargað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2008 | 22:00
Lífið er svo spennandi ....
Allt að gerast !
Það eina sem ég vildi breyta er að geta aðeins hægt á hraða tímans. Fjölskyldan og námið hefur átt allan mig hug síðustu mánuðina. Ekki er ég hissa þó að einhver hafi haldið að ég hafi bara sprungið á limminu en nei aldeilis ekki.
Þannig hefur það nú verið undanfarin 7-9 ár að ég hef alltaf fengið kvef og hálsbólgu um jól eða áramót og er það bara orðinn hálfgerður brandari. Ég var farin að halda að ég hefði ofnæmi fyrir grenitrjám eða einhverju öðru sem fylgdi jólahaldinu.
Nú var ég hins vegar heilsuhraust og hef haft hátt um það hvar sem ég hef komið ;)
Búin að komast fyrir vandan og verð líkelga ekki veik aftur á þessum árstíma. En ég var aðeins of góð með mig og hrósaði happi full senmma því að nú ligg ég í kvefinu og hálsbólgunni sem hefur ekki sleppt því að líta við hjá mér um hver áramót!
Ekki að ég hafi nú saknað þeirra og var best að segja drullufegin að vera nú loks laus. En fátt er svo með öllu illt og um að gera að vera bjartsýn. Ég þarf að mæta í eitt próf seinni partinn í janúar og því eins gott að kvefið kom núna en ekki þá eða þannig.
Annars gekk mér vel í prófunum nema helst í sögu sálfræðinnar en sá kúrs er bara ótrúlega skemmtilegur og erfiður að sama skapi. Ég er nú farin að sjá fyrir endann á BA náminu og skil bara ekki hvað þetta leið hratt. BA ritgerðin er stóra verkefni vorannar og svo væntanlega réttarsálfræði svona til að hitta skólafélagana ;)
Ég hitti tvo unga sálfræðinga í Kvíðameðferðarstöðinni sem mér leist mjög vel á. Önnur þeirra Sóley Dröfn Davíðsdóttir útskrifaðist hér á Íslandi 2001 og hin Sigurbjörg Lúðvíksdóttir útskrifaðist í Bergen 2003. Þær reka Kvíðameðferðarstöðina í Lágmúla ásamt tveimur öðrum.
Það var afskaplega gott að koma til þeirra og spjalla við þær um starfið. Eins og nafn stöðvarinnar gefur til kynna þá eru þær að einbeita sér að kvíðaröskunum en til þeirra teljast m.a. allar tegundir af fælni, felmturröskun eða panic og almenn kvíðaröskun. Félagsfælni er eitt af því sem þær hafa sérhæft sig í. Ég hvet alla þá sem vilja, þurfa eða þekkja einhvern sem þarf á aðstoð að halda að kíkja á heimasíðuna þeirra kms.is eða hafa samband við þær í síma 822-0043
Miðvikudaginn 16. janúar munu þær ásamt Þresti Björgvinssyni doktor í sálfræði, en hann hefur sérhæft sig í áráttu og þrjáhyggjuröskun vera með kynningu í Odda stofu 101 klukkan 12:10.
Annars er bara allt hið besta að frétta af mér og mínum fyrir utan nefrennsli, hæsi og hósta.
Vísindi og fræði | Breytt 12.1.2008 kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.9.2007 | 10:35
Aðeins farin að gíra mig niður
Hvernig er þetta er ekki hægt að lengja sólarhringinn aðeins?
Ég hef ekkert breyst með það að hafaaðeins of mikið að gera :) Margt mjög spennandi í gangi. Það er auðvitað allt á fullu í skólanum enda er ég að taka 18 einingar en þar að auki er ég byrjuð að undirbúa BA ritgerðina mína.
Ég og skólasystir mín vorum að leggja fyrir spurningalista í 230 manna hópi í gær. Mér til mikillar ánægju hitti ég tvær ungar konur sem ég þekki til og eru að hefja nám í sálfræði. Þær voru auðvitað meðal þeirra sem fylltu út listann.
Þetta gekk allt saman mjög vel. Í vetur er ég meðal annars að læra klíníska sálfræði sem er mjög áhugaverður kúrs. Í síðasta fyrirlestri var fjallað um rannsóknir á áhrifum hugleiðslu sem hluta af meðferð við kvíða og þunglyndi.
Þetta kveitki nú þvílíkt í mér að nú þarf ég að stilla mína strengi extra vel til að missa mig ekki í sérpælingar á þessu. Ég hef stundað hugleiðslur síðan ´88 og efast ekki um áhrif þeirra á slökun og hvíld en mig langar verulega að kynna mér þessar rannsóknir sem nefndar voru í síðasta fyrirlestrartíma.
Ég fæ ekki betur séð en að lífið sé að komast í fastan farveg núna og hægt að lifa einhvers konar lífi í þokkalga föstum skorðum hehe
þangað til næst ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.7.2007 | 17:54
Til hægri snú ...til vinstri snú ..trallalalalalallala
Já svona er lífið hjá mér þessa dagana. Alls staðar eru verkefni. Nú erum við með gröfumann í garðinum að grafa fyrir heita pottinum og í morgun lék allt á reiðiskjálfi eða þannig þar sem að múrarinn var að vinna í suðurhlið hússins. Oh my God ...þvílíkur hávaði og ég sem hélt að ég gæti lært heima!!!!
Þetta er allt mjög spennandi og ekki auðvelt að halda sig við lærdóminn en meira seinna. Á meðan ég man til hamingju Stefanía systir með afmælisdaginn þinn ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.7.2007 | 10:53
Annasamasta sumar sem ég hef átt í langan tíma ;)
Ég á nú ara ekki orð, enda hefur farið lítið fyrir mér hér í sumar hehe.
Börnin á leikskólanum mínum eru frábær.....börn eru frábær. Það snerti mig þó að haldinn var fjölskyldudagur í leikskólanum í júni og þar voru örfá börn sem ekki fengu að njóta návistar fjölskyldu sinnar.
Ég fann fyrir mikilli samkennd hjá þessum börnum sem biðu þolinmóð eftir þvÍ að amma eða afi, systir eða bróðir, frænka eða frændi eða MAMMA EÐA PABBI KÆMU.
Því miður er það svo að ekki eta allir komið þ´vi við að mæta á fjölskyldudaga í leikskólum og skólum. Þetta varð til þess að ég fór að hugsa um jafnréttið. Hvers eiga þau börn að gjalda sem eiga foreldra sem einhverra hluta vegna geta ekki tekið þátt?
það eru svo margar spurningar sem hafa vaknað hjá mér eftir þessa reynslu mína að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla. Börnin eru eitt af því sem við njótum í lífinu sem inniheldur sakleysi, fegurð, traust og óendanlega möguleika í lífinu. Margar bærkur hafa verið skrifaðar og alltaf heyrir maður speki frá og af börnum en að vinna með þeim er einstök reynsla sem ég vildi óska að allir gætu fengið hlut í.
Það eru þó ekki næginlega margir sem velja sér að vinna þessa vinnu...... enda eru launin lág en ábyrgðin og álagið talsverst. ég er ánægð méð það að hafa ákveðið að vinna með börnum í sumar og hef þ´vi öðlast reynslu sem er ómetanleg að mínu mati.
Fyrir utan vinnuna mína hfur allt verið á fullu. BA ritgerðarefnið hefur átt hug minn upp að vissu marki og vonast ég til að hitta samnemanda minn á næstunni og einnig leiðbeindann. Nú svo á ég mér líf fyrir utan nám og vinnu hehe og þar er margt að gerast.
Ég þyrfti að þrefalda lengd sumarsins til þess að komast yfir þetta allt. Ef til vill er kominn tími til að ég læri að takast á við mátulega mörg verkefni í einu svona miðað við tímann sem ég hef....hahahahahahaha
Alla vegana þá dreymdi mig það í nótt að við hjónin værum að staðfesta heit okkar og gifta okkur aftur..... en við höfðum bara pantað kirkjuna og svo höfðum við bara gleymt öllu hinu sem þarf að gera t.d. að panta prstinn og hljóðfæraleikarana, athuga í hverju við ætluðum að vera og hafa til einhverjar veitinagar fyrir hina fjölmörgu gesti okkar en 07.07.07 áttum við tíma í einni af kirkjum landsins sem nánar til tekið var staðsett í læknagarði hahahahaha
Segiði svo að ég hafi ekki byrjað helgina vel en það allra besta við þetta allt saman var það að maðurinn minn vakti mig með kossi í miðjum draum þannig að ég þurfti ekki að takast á við það að leysa úr vandanum sem var sá að klukkan var orðin 5 mínútur yfir eitt og við áttum tíma í kirkjunni klukkan eitt (en höfðum reyndar ekki pantað prest) og ég ar ekki einu sinni búin að ákveð í hverju ég ætlaði að vera ....hvað þá með' allt hitt hahahahaha
Bloggar | Breytt 30.7.2007 kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2007 | 10:34
Ekki enn komnar niðurstöður
Lífið er að komast í farveg á ný eftir prófin. Ég var svo hamingjusöm þegar einkunnir bárust í "Perranum (persónuleikasálfræðinni) það var áfangi sem kom mér nokkuð á óvænt þar sem að ég hefði aldrei geta látið mér detta í hug að hann væri svona heimspeki-/sögulegur. En mér tókst að ljúka honum og er sérlega ánægð með það enda einn af erfiðari áföngunum.
Niðurstöður eru komnar úr tveimur af fjórum áföngum en ég var að spreyta m ig á 18 einingum (15 einingar eru 100% nám :)) Niðurstaðan úr tveimur fyrstu var góð og er ég þokkalega bjartsýn á hinar tvær.
En úr einu í annað. Ég byrjaði að vinna daginn eftir síðasta prófið og þeir sem þekkja mig best missa líklega andlitið ef ekki bara höfuðið allt! Ég sótti um sumarvinnu á leikskóla!
Ástæðan, ég hef gjarnan verið beðin um hana ;) jú það var einstaklega gaman í þroskasálfræðinni hjá Sigurði J Grétarssyni enda öðlings kennari og ekkert smá skemmtilegur þegar hann er að tala um börn. Mig langaði í beinu framhaldi af því að vera með börnum í sumar og valið stóð þá um aldursbil. Ég endaði á Holtaborg sem er hér í nágrenni við mig.
Helst hefði ég nú viljað vinna með yngstu börnunum en eldri hóparnir eru líka skemmtilegir bara á annan hátt. Á Holtaborg er öðlings starfsfólk og frábær leikskólastjóri. Allir eru tilbúnir til að veita stuðnig, gefa upplýsingar og annað sem nýliðar þurfa. Ég er því í góðum höndum.
Það var nú gaman af því hér einn daginn þá voru spennandi hlutir að gerast hjá börnum á ákveðnum aldri og þegar ég kom heim þá fletti ég upp í bókinni góðu sem ég var að læra í vor ;). Einnig voru tveir starfsdagar og á öðrum þeirra var fyrirlestur um hinn frjálsa leik með áherslu á Vygotsky en í náminu mínu var einmitt lögð áhersla á hann. Ég þekkti því eitt og annað sem Guðrún Bjarnadóttir (fyrirlesarinn úr Kennaraháskóla Íslands) talaði um.
Ég er búin að vera á svo á fullu síðustu tvö mánuði eða svo að ég hef ekki haft mínútu eð aþrek afgangs. Nú hlakka ég til að taka aðeins þátt í blogglífinu á ný, bregða mér í heimsóknir til bloggvina og hriða niður eitt og annað sem mér dettur í hug.
Ligg reyndar veik heima núna. full af kvefi og einhverri drullu með tilheyrandi skemmtilegheitum. Það var nú eiginlega fyndið að um daginn var verið að ræða það á kaffistofunni að nýliðar á leikskólum yrðu veikir fyrst eftir að þeir byrja að vinna. Ég var aðeins of góð með mig enda verð ég yfirleitt aldrei veik nema um jól og áramót! En nú ligg ég hér og ekki hin hressasta hóst hóst****
Ég hef þó einsett mér það að kíkja á sjóræningjann um þessa helgi og svo ætlaði ég auðvitað út að hlaupa, hj+ola á nýuppgerðu hjólinu mínu og kaupa og steja niður nokkrar plöntur. Ég veit næu ekki hvort mer tekst meira en að skreppa í bíó en við sjáum nú til ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.5.2007 | 19:29
Þetta gengur auðvitað ekki!
Ég hef haft svo mikið að gera að ég hef ekki haft eina mínútu afgangs til þess að blogga eða heimsækja bloggvini. ´Nú er ég í prófum 2 búin og 2 eftir þannig að enn er allt á fullu hjá mér. Ég stefni nú ótrauð á meira blogg og bloggvinaheimsóknir (sakna þess að hafa ekki litið inn hjá ykkur) en svona er Ísland í dag.
Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að stunda háskólanám við HÍ og vera í 18 einingum! Verst þykir mér að geta ekki tekið þátt í pólitískum umræðum hér á blogginu en ég fylgist vel með í sjónvarpinu og er það ein af ástæðunum fyrir því hve lítið ég hef látið sjá mig hér.
Ég er nefnilega vís til með að týna mér í því og það mun pottþétt koma niður á einkunnum mínum svo að ég vel að sýna fyrirhyggju kýs gáfulega á kosningadaginn hehe....en tek ekki tíma í skemmtilegu umræðurnar þetta árið!
Hlakka til að komast í samband við ykkur aftur kæru vinir og vandamenn eftir 14 maí þegar prófin eru búin og ég bara að vinna :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2007 | 18:49
Friðgeir Grímsson "Til hamingju"
Á föstudaginn var ég í fyrsta sinn viðstödd doktorsvörn. Frændi minn var að verja ritgerðina sína en hann er á jarðfræðivsiði og sergreinin er steingervingar.
Þetta var einkar áhugavert enda hefur hann síðastliðin ár verið að rannsaka setlög á ymsum aldri :) 15 milljón ára gömul og niður í 6 milljón ára gömul. Vestfirðirnir voru aðalstaðirnir sem hann heimsótti.
Eftir þennan atburð varð ég ekki bara fróðari um það hvernig svona vörn fer fram heldur líka að fleiri trjátegundir uxu á Íslandi fyrir 15 milljón árum síðan heldur en fyrir 6 milljón árum síðan.
Gleðin hélt síðan áfram um kvöldið þar sem ættingjar og vinir samglöddust með Friðgeiri.
Ég hafði nú verið á flugi frá því um morguninn þ.e.a.s. andlegu eða hugmyndalegu flugi enda þá búin að sitja fyrirlestur hjá henni Heiðdísi í heilsusálfræðinni. Ég má nú til að gauka því hér með í færsluna að það virðist vera hin mesta heilsubót fyrir fólk að eiga einhverja að sem hægt er að spjalla við um það sem á manni liggur. Sérstaklega á þetta við ef það er af erfiðari toganum veldur áhyggjum eða kvíða.
Gott er að eiga góðan að og gerast honum líkur segir máltækið. Ég hef nú alltaf málglöð verið og hef mikið að þakka fyrir þar sem fullt er af frábæru fólki í kringum mig sem sannarlega hefur verið til staðar ef ég þarf að tjá mig um eitthvað.
Líklega á ég eftir að blogga meira um þetta en í þessa dagana er lítill tími aflögu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2007 | 16:56
Þessir ökumenn hafa líklega hvorki horft á Kastljósið né Spaugstofuna
Ég man ekki eftir slíkum fjölda ölvaðra ökumanna í fréttum. Að sjálfsögðu erum margar skýringar á því. Ég tek líklega betur eftir slíkri frétt þar sem að bjórdrykkja með tilheyrandi blástri og viðbragðsmælingum fór fram í sjónvarpi nú fyrir nokkrum dögum.
Spaugstofan virkaði síðan eins og besta glósubók og rifjaði atvikið upp á laugardagskvöldið. Nú ef til vill hafa fleiri verið að keyra undir áhrifum eða þá að löggan hafi verið í átaki um þessa helgi.
Ekki veit ég hvað veldur en það gleður mig hve margir voru gómaðir. Það er frekar dapurlegt að bílstjóri þurfi að valda tjóna eða jafnvel dauða til þess að standast þá freistinug að aka undir áhrifum.
24 ökumenn teknir ölvaðir um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.2.2007 | 10:50
Er þetta djók eða er hálkan svona mikil?
Ég var að lesa blogg hjá einum góðvini mínum
Þar er ég búin að klikka á linkinn á myndbandinu sem ég er bara ekki að fatta. Eru hjólin læst, standa bílstjorarnir á bremsunni, er brekkan svona brött eða hvað er eiginlega i gangi.
Ég var farin að halda að þetta væri bara djód, dýrt djók en svo runnu á mig tvær grímur og nú hreinlega veit ég ekki hvað er að gerast þarna... Endilega kíktu á myndskeiðið og láttu mig vita hvað er í gangi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.2.2007 | 18:53
Hvaðan er þessi frétt?
Ég sem áhugamanneskja um einhverfu dreif mig í að lesa þessa frétt en verð að segja að ég er engu nær. Sannarlega varð ég fyrir vonbrigðum að sá sem skrifaði fréttina hefði ekki hugnast að benda á það hvaðan hún er komin.
Ég vil mjög gjarnan lesa meria um þess að rannsókn!
Einhverfa algengari meðal bandarískra barna en talið hefur verið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.1.2007 | 12:55
Ekki er ég nú viss um það
Ég gerði ásamt samnemanda mínum smá tilraun síðatliðið haust og gekk hún út á skoðanakannanir, kvarða og áhrif þeirra á mat fólks en spurningin okkar var hversu ánægð/ur eða óángð/ur ertu með störf íslensku ráðherranna.
Algengasti aldur þátttakenda var 22ja ára en breiddin var frá 19 til 69 ára. Ótrúlega margir þátttakenda þekktu ekki til langflestra ráðherranna hvað þá ef við hefðum verið að spyrja um þingmenn.
Ég er því ekki viss um að sá áherslupunktur að leggja meiri ábyrgð á 16 ára en nú er sé endilega fýsilegt heldur grunar mig að þarna sé verið að spá í hvort ekki sé hægt að veiða fleiri atkvæði. Talsverður hópur yngra fólks sem á annað borð kýs, kýs það sem mamma og pabbi kjósa, eða bróðir, systir eða einhver annar sem getur haft áhrif.
Ég held að almennt séu 16 ára unglingar að hugsa um aðra hluti en pólitík þrátt fyrir að ég hafi 17 ára verið mjög áhugasöm. Er ekki 18 ár bara fín viðmið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2007 | 11:20
The Amish people og maðurinn minn
Í gær var þorrablót ársins. Það er skömm frá að segja en ég hef ekki borðað almennilegan þorramat síðastliðin 13 ár eða síðan ég flutti frá Vopnafirði. Þá fór ég alltaf á þorrablót og var það hin besta skemmtun. Húmor mannsins í hávegum hafður með hákarli og fleira góðgæti.
Í gær tókum við hjónin þátt í fjölskyldu Þorrablóti (ætt tengdamömmu) Um miðjan daginn í gær fékk ég þær fregnir að það væri hattaþema úbs!!!! Ég á ekki einn einast hatt. Maðurinn minn var heppinn hann gat fengið lánaðan hatt hjá pabba sínum en fyrir mig voru góð ráð dýr.
Ég ætlaði nú ekki að fara að rjúka í að kaupa mér hatt til að nota einu sinni. Þannig að ég ákvað að breyta hárinu á mér með hjálp einnar eða fleiri slæða í hatt. Það voru auðvitað hin mestu mistök að taka ekki mynd af herlegheitunum en það fattaði ég að sjálfsögðu ekki.
Við hjónin vorum nú ekki í samstæðum pælingum þannig að þetta varð nú svolítið skoplegt þegar á heildina er litið. Hann mætti í flottum svörtum fötum prúðbúinn og fínn og fékk svo lánaðan svartan hatt sem gaf honum look Amish fólksins eða rétttrúnaðarkirkjunnar hehe ekki alveg besta lýsing á manninum mínu m en allir voru sammála um þetta. Síðan kom ég kona þessa virðulega manns eins og drauamdís klippt út úr ævintýri með himinbláan undrahatt umvafðan fléttum og slör lafandi niður á aðra öxlina og seyðandi topp og gallabuxum svo ég tali nú ekki um flottu ljósbláu leðurstígvélin mín.
Já ætli við höfum ekki verið ósamstæðasta parið á svæðinu hóst hóst *****
Þetta var annars hin besta skemmtun. Frábært að upplifa þorrablótsstemmninguna á ný.Hákarlinn var fínn með klakaköldu brennivíninu og það eina sem vantaði var annállinn ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku