27.1.2007 | 16:53
Einmitt það sem mig vantaði
Mér finnst gaman að spóka mig á erlendri grund en ferðirnar fram og til baka hafa frekar dregið úr mér. Þessi frétt hljómar því heillandi fyrir mig. Ég tala nú ekki um ef ég gæti bloggað svolítið en það er reyndar ekkert minnst á það.
Ég bíð því pennt eftir frekari upplýsingum um það hvernig og hvar ég geti nú eytt öllum peningunum mínum á sama tíma og ég fell fyrir því að heimsækja önnur lönd mér til fórðleiks taktu eftir ...til fróðleiks og skemmtunar hehe
Allir farþegar fá sinn eigin skjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2007 | 13:08
Er uppbygging stundatöflu ef til vill líka ólík?
Fyrir nokkru síðan las ég grein í New Scientist um starf kennara sem hafi mikinn áhuga á því hve setlpur og strákar eru ólík. Í þeirri grein kom meðal annars fram að strákar hefðu meiri hreyfiþörf en stelpur og að stelpur hefðu meiri þörf á að spjalla saman en strákar.
Ég var einmitt að ræða þennan mun við einn samnemanda minn í gær í kjölfar fyrirslesturs í þroskasálfræði. Því hefur oft verið fleygt fram að skólarnir í dag séu frekar sniðnir að þörfum stelpna en stráka. Hér er sérstaklega verið að tala um grunnskólabörn en ef til vill nær þetta lengra fram eftir aldri :)
Strákarnir þyrftu í raun styttri tíma og tækifæri til að hlaupa, hoppa eða hreyfa sig almennt í frímínútum á meðan stelpurnar hefðiu meiri þörf fyrir mjúkt og fallegt sófaskot til að hreiðra um sig í og spjalla.
Nú leikur mér forvitni á að vita hvernig þetta er í þessum kynjaskiptu skólum í USA hvort að verið sé að tqka tillit til þessara þarfa eða er bara verið að aðskilja kynin?
Fyrir rúmlega 30 árum síðan var rekinn leikskóli á vegum KFUKogM við Réttarholtsveg/Langagerði
Þar var kynjaskipting og var þetta mjög sérstakt að því er mér fannst. Eldri dóttir mín var í þessum leikskóla í nokkra mánuði. Það sem kom mér mest á óvart var hve lítill hávaði var í leikskólanum. Það var eins og það væru engin börn þar inni. Börnin léku sér svo saman þegar þau voru úti.
Börnunum leið greinilega vel í þessum leikskóla en ég var ekki hrifin af því að stelpur mættu ekki leika sér með bíla og strákar ekki með potta og eldavélar. Leikföngin voru hefðbundin stelpu eða strákaleikföng.
Ef einhver sem les þetta þekkir eitthvað til þessara skóla í USA þá þætti mér afar gaman að fá fregnir af þessu.
Sífellt fleiri bandarískir skólar kynjaskipta bekkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2007 | 09:30
Ég skil bara ekki hvað dagarnir eru stuttir
Mikið er gaman að vera í skóla tralalalala
Þessar tvær vikur sem liðnar eru hafa bókstaflega flogið. Ríjúníon-fílingur í loftinu enda var fríið nánast mánuður og lengri hjá sumum nemum. Siðust tvo dagana hitti ég sögukennarann minn úr FÁ og góða vinkonu mína sem er í mastersnámi. Þetta var ánægjupunktur dagsins enda langt síðan að ég hafð'i séð þær.
Minnigarnar spruttu fram og þegar ég var að hugsa um þetta í gærkvöldi þá rann upp fyrir mér ljós, dauft ljós hehe. Það er þetta með minnið og upprifjunina. Líklega hegðar minnið sér á líkan hátt og það er eðlilegt að þeir vinir manns sem maður hittir oftast verði manni minnisstæðari, endurtekning, endurtekning, skilningur......
Ég áttaði mig líka á því að nú eru tvær vikur liðnar síðan skólinn byrjaði og sannarlega kominn tími til þess að vera komin í fullan gang. Ég sá fyrir mér námsgreinarnar sem vini og hugsaði með tillhlökkun til þess að skreppa með þeim á kaffihús eða eyða góðri kvöldstund með þeim, sem oftast.
Eitt vantar þó uppá en það er að getað hitt þessa nýju vini mína svona án þess að ég hafi planað það. Já það væri nú meiri snilldin ef að hægt væri að smella glósunum sínum í flottan robot sem rækist svo á mann svona fyrir tilviljun hér og þar. Þá væri nú ekki málið að smella þekkingunni í minnið hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2007 | 14:49
Ég hef trú að að Hillary nái árangri
Það kemur mér ekki á óvænt að Hillary Clinton gefi kost á sér til forseta. Oft heyrði ég því fleygt að ræður Clintons fyrrverandi forseta væru skrifaðar af henni en ég hef svo sem engar sannanir fyrir því. En Hillary er skörp og það kæmi mér sannarlega marg meira á óvænt að að hún næði árangir í báráttusinni.
ég hef reyndar eins og svo ótrúlega margir aðrir sem ég hef rætt við undrast það að Bush hafi yfirleitt náð kjöri. Vinsældir hans hafa dvínað og hvern undrar það svo sem!
Ég hlakka til að fylgjast með Hillary og vona að greindasti og skynsamlegasti frambjóðandinn sigri í næstu kosningum.
Hillary Clinton hyggur á forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2007 | 13:30
Afmælistilboð
Það vill nú svo til að eg hef einmitt verið í afmælisveislu-hugleiðingum. Ég háskólaneminn hef nú ekki efni á 80. þús til 1,7 millur per/ mann veislu eða þannig hehe
Hvað eru menn að hugsa?
Yngri dóttir mín varð 17 ára núna 18. janúar og yngsti sonur minn verður 9 ára núna 23. janúar. Strákurinn er enn fyrir veislur og á síðasta ári komu bekkjafélagar hans heim til okkar. Það var fjör já það var fjör :)
Í ár er planið að halda upp á fmælið hans í Keiluhöllinni enda strákurinn að stækka og mikilvægt að fá smá útrás fyrir "að hitta í mark" þörfina. Ég hringdi því um daginn í starfsmenn Keiluhallarinnar og þar var ekki málið að panta afmælisveislu sem stendur í tvo klukkutíma, innifalið er keila, pitza og afmælisgjöf, jeyjjjj ekkert mál að ganga frá þessu og kostnaðurinn 1.290 kr per mann.
Þegar ég las greinina á mbl.is um afmælisveislur unglinga í USA og þann mega kostnað sem foreldrar leggja út í þá datt mér í hug hvers vegna íþróttafélög byðu ekki upp á einhverja pakka og svo fengi hvert barn afsláttarkort á eitthvert námskeið næsta sumar. Þetta gæti ef til vill orðið til þess að fleiri börn fengju áhuga á að taka þátt og einnig yrði það freisting fyrir efnaminni foreldra að drífa börnin sína f stað.
Herferð gegn ofdekri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.1.2007 | 13:52
Hvað er veggjakrot og hvernig væri hægt að uppræta það?
Hvers vegna veggjakrot?
Er veggjakrot útrás fyrir listræna sköpun eða skemmdarfýsnar? Hvaða leiðir væri hægt að fara til þess að komast að því? Ætli það myndi breyta einhverju ef að listamönnunum yrði úthlutað ákvæðið svæði þar sem þeir mættu njóta þess að tjá sig á þennan hátt?
Fyrir 1 eða 2 árum síðan kom hingað til lands erlendur sérfræðingur í veggjakroti og vildi hann meina að veggjakrot hér væri farið að þróast yfir í það sem sést í erlendum stórborgum. Þá átti hann við að m.a. væru glæpaklíkur að láta vita af sér, koma skilaboðum áfram o.þ.h.
Ég varð eins og margir fleiri hissa og vantrúuð á að svo gæti verið hér heima á saklausa Íslandi, en er ef til vill eitthvað til í því?
Hér er linkur á síðuna hiphop.is og bréfið sem sent var til borgarstjórnar
Bloggar | Breytt 20.1.2007 kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.1.2007 | 13:50
Áhrif hita og kulda
Þetta passar svo sem alveg miðað við þær fréttir sem að við fáum á heitum sumardögu, en þá flykkist fólk í bæinn og dvelur þar alla nóttina. Ekki nóg með það heldur virðist það svo vera að ef að það er heitt þá eru menn og konur almennt æstari.
Hjartslátur er auðvitað meiri í hitanum en kuldanum en það væri nú sannarlega praktískara að hafa þetta öfugt. Mönnum myndi hitna í hamsi þegar þeim er kalt . Ég var alveg með eindæmum róleg og reyndar líka löt í gær. Þetta var svona dagur sem gott var að nota til að lesa bók, horfa á mynd og eiga góða stund HEIMA með fjölskyldunni
Einmuna rólegt í miðborginni í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2007 | 13:47
Fræðslu um getnaðarvarnir takk!
Ég fæ ekki betur séð að en það sé þörf á að kynna hina ýmsu möguleika á getnaðarvörnum fyrir norsk ungmenni. Það er sannarlega sorgleg þróun að fóstureyðing sé notuð sem getnaðarvörn ef hægt er að leyfa sér að taka þannig til máls.
Ekki veit ég hvernig ungar norskar konur fara í gegnum þetta ferli en þær konur sem ég þekki og hafa tekið ákvörðun um að láta eyða fóstri hafa allar farið í gegnum tilfinningalegt álagstímabil í kjölfarið að undantekinni einni ungri konu.
Einu sinni þurfti ég að fara i aðgerð á kvennadeild Landsspítalans og lá þá á stofu með nokkrum konum. Ein þeirra var 18 ára og var að koma úr sinni 3ju fóstureyðingu. Gestur hennar var að spyrja hana hvort henni liði ekki illa og þetta hlyti að vera henni mjög erfitt en þá svaraði hún um hæl. "Nei nei þetta er svo sem ekkert , þetta er nú í þriðja sinn hjá mér".
Mér þótti tilhugsunin óþægileg að það væri hægt að venjast þessu þar sem ég hafði heyrt nokkrar reynslusögur annarra kvenna sem báru sig illa.
Ég er alls ekki á móti fóstureyðingum en ég vildi frekar lifa í þeim heimi þar sem að konur sem ekki vilja verða ófrískar velji að nota getnaðarvarnir frekar en að taka sénsinn og ef svo illa vill til að getnaður eigi sér stað að fara þá bara í fóstureyðingu. Í heimi þar sem að fóstureyðingar eru neyðarlausnir þegar allt annað þrýtur.
Ungar konur í Noregi kjósa fóstureyðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.1.2007 | 18:26
Ævintýraleg uppákoma.
Í ýmsu hef ég nú lent en það sem gerðist núna í vikunni toppar það flest. Einn af þessum köldu vetrarmorgnum ætluðum við hjónina að fara í bilinn og aka af stað til vinnu en okkur tókst ekki að opna bílinn. Greinilegt var að lásinn var frosinn og reyndum við allt án árangurs.
Við enduðum með því að fá viðbótarhjálp frá nágranna okkar (lásasprey) en þá tók nú ekki betra við. Jújú nú var hægt að hreyfa lykilinn smá og svo allt í einu senrist hann bara lettilega en eiginlega of mikið, því að hann snerist hring eftir hring. Að lokum dró ég sýlindirinn út fastann á lyklinum! Þá vissi ég að báðir sýlindrarnir voru ónýtir þ.e.a.s. bæði farþegamegin og bílstjóramegin.
Næst var hringt á verkstæðið en við þurftum að koma bílnum til þeirra svo að þeir gætu gert eitthvað fyrir okkur.Það var því ekki um annað að ræða en að hringja á neyðarþjónustuna og fá sérfræðing til að opna bílinn fyrir okkur.
Hann barðist við bílinn með alls konar græjum sem notaðar eru til þess að þvinga upp rifu á hurðarnar (hann reyndi við þrjár) en allt kom fyrir ekki. Engin leið var að toga hnappana upp. Hann var hjá mér á annan klukkutíma en ekkert gekk. Þa´þurfti hann að fara og sagðist koma aftur næsta dag.
Ég vissi nú ekki upp á hár hvenær hann kæmi en kom syni mínum inn í málið þar sem ég þurfti að bregða mér frá. Þegar ég kem heim sé ég að hann er búinn að setja bílínn í gang og gleðst verulega yfir þeim áfanga. Ég geng svo til hans tilbúin að hrósa honum þegar ég sé að billinn er enn harðlæstur!
Ég varð ekkert smá hissa hvernig í ósköpunum fór hann að þessu? Hann sagði mér að þetta væri nú bara gert í neyð en málið var að ekki er hægt að pikka hnappana upp nema að bíllinn sé í gangi. Nú gekk bíllinn fínt en ekki var enn hægt að opna hurðarnar.
Bíllinn drepur síðan á sér og þá áttaði ég mig á því að maðurinn hafði á einhvern hátt getað farið með lyklana inn um rifu á hurðinni , komið þeim í svissinn, húkkað bílinn úr gír sem hann sagði mér að hafi verið erfiðasta raunin, startað honum og gefið inn bensín.
Ég hef aldrei séð annað eins ekki einu sinni í hörðusut glæpamyndum hahaha
Á endanum opnaði hann bílinn sem nú er kominn á verkstæði. áður en ég kvaddi hann spurði ég hann að því hvort hann hafi einhverntímann þurft að láta í minni pokann fyrir læstri hurð og hann svaraði mér því til að það hafi einu sinni gerst en hurðirnar á þeim bíl voru fullar af klaka og ekkert hægt að gera nema að brjóta rúðu eða bíða eftir þíðu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.1.2007 | 19:48
Æ þvílík vonbrigði
Ég á erfitt með að sætta mig við það að Peter Jackson fái ekki að leikstýra The Hobbit. Hann er þvílíkur hæfileikamaður í þetta. Þegar ég var að klára stúdentsprófið mitt þá tók ég áfanga í vefsíðugerð og valdi einmitt Hringadróttinssögu og Peter Jackson til að fjalla um.
ég heillaðist alveg upp úr skónum. hann er vægast sagt frábær. Vonandi ná þeir saman, ég vil trúa því þar til ég tek á öðru. Lifa í heimi drauma og blekkinga og njóta á meðan hægt er!
Jackson leikstýrir ekki Hobbitanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2007 | 12:43
Ég ætlaði mér að vera viðstödd þennan merka áfanga en..
það gekk ekki upp hjá m+ér vegna annarra anna. Ég fanga þessu því hér heima og fæ mér ein :( gæða hádegissnarl. Það gleður mig að framlag ríkisins muni aukast og að fjölga eigi meistara og doktorsnemum.
Ég ber engu að síður blendnar tilfinningar til þeirrar stefnu að koma HÍ meða 100 bestu. Ég hef velt því fyrir mér hvort að hann verði þá skóli allra landsmanna. Nemandi á gamals aldri eins og ég er á ef til vill ekki eftir að eiga þess kost að gana í HÍ í framtíðinni og sérlega ef hann er ekki efnaður.
Hvað mun það þýða fyrir fólk eins og mig? Ég er auðvitað afskaplega glöð mðe það að hafa komist inn og að ég skuli ráða við þetta erfiða nám. En heilshugar myndi ég frekar að Háskóli allra landsmanna gæti tekið á mót nemendum á annan hátt en tíðkast í dag hjá þeim háskólum sem eru bestir.
Þangað er yfirleitt dýrt að sækja nám svo að eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að eiga peninga og hitt er að þeir sem eru með hæstu einkunninar ganga fyrir hinum. Ef að þannig breytingar koma inn í HÍ þá mun hann ekki lengur verða háskóli allra landsmanna heldur háskóli þeirra sem mesta velgengi hfa hlotið í áður gengnu lífi.
Börn fæðast inn í heiminn með misgóðan aðbúnað líka hér á Íslandi. Þau sem eru svo óheppinn að fæðast inn í fátækar fjölskyldur eiga því ekki eins góðan aðgang að HÍ framtíðarinnar ef að ótti minn reynist vera meira en bara ótti.
Nýr samningur skapar forsendur fyrir að HÍ komist í fremstu röð í heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.1.2007 | 22:12
Er nokkur hængur á?
Barnafartölva seld almenningi í góðgerðaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.1.2007 | 15:12
Þessari konu myndi ég vilja kynnast!
Eitthundrað ára og fór heim af elliheimilinu eftir 6 vikna dvöl. Ástæðan= allir of gamlir og með grátt hár. Ekkert smá hress og enn batnar það 17 ára gamli hundurinn hennar tók á móti henni þegar heim var komið. Ég hélt að hundar yrðu ekki svona gamlir. En ég er nú enginn sérfræðingur í því og hef reyndar aldrei átt hund.
Það væri hins vegar gaman að vita eitthvað meira um konuna og hundinn hennar og hvað veldur þessum háa aldri með viðeigandi hressleika.
Tíræð kona fékk leið á gamlingjum með grátt hár á elliheimilinu og fór heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.1.2007 | 21:00
Þetta verður forvitnilegt
Skólinn byrjar hjá mér næstkomandi mánudag eða tveimur dögum eftir að viðgerð hefst. Það mun væntanlega þýða að ekki verði hægt að nálgast upplýsingar á neti HÍ en þaðan fá nemendur flestar upplýsingar varðandi námið.
Ætli verði brugðið undir sig fornum fæti og afhentir blaðasneplar með áætlunum ofl
Viðgerð á Cantat 3 mun trufla netsamband hjá Rannsókna- og háskólaneti Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2007 | 12:29
Ég minnist þess ekki að hafa séð...
halastjörnu en nú er ég staðráðin í því að gera mitt besta til að svo megi verða. ég hef séð flottar myndir af þeim en það væri sannarlega skemmtilegt að sjá eina með berum augum. Sagt er í fréttinni að hún verði næst sólu á föstudaginn þannig að nú er um að gera að líta upp í himinninn og vona að það verði heiðskírt.
Ert þú ef til vill búinn að sjá þessa eða aðra slíka?
McNaught-halastjarnan björt á himni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2007 | 18:51
Sjáfsagt fær "fjalla bolinn" það ekki oft
Blessaður karlinn. Það eru nú ekki nýjar fréttir að kynlíf eða fulllnæging losi um spennu en vísindamenn eru að leita leiða til þess að mæla það. Það sem mér finnst fyndið í fréttinni er að niðurstöður rannsóknarinnar vour bornar undir einn mann (prófessor í sálfræði) eins og til þess að fá staðfestinu eða hönfum.
En hvernig er hægt að taka mark á mati eins manns? Hvernig lífi lifir hann? Er kynlífið hans fullnægjandi eða vantar það ef til vill alveg? "Fjalla bolinn" (Peter Bull) telur að það muni drag mest úr streitu að undirbúa sig vel kvöldið áður fyrir ræðuhöld frekar en að stunda gott kynlíf.
Ég spyr nú bara eins og fávís kona hvað ef þú gerir hvoru tveggja????
Það rifjast nú upp fyrir mér að hafa heyrt að fótboltakappar mættu ekki gera það kvöldið fyrir kappleik. Líklega er best að þeir séu hlaðnir spennu til að geta hlaupið hraðar... hum????
Kynlíf dregur úr streitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2007 | 17:38
Þetta kalla ég virka löggæslu
Drífa börn undir aldri heim til sín, koma nöktum ungum mönnum í húsaskjól og losa aðra unga menn við axir úr bíl sínum sem þeir gátu litlar skýringar gefið á.
Ég velti því reyndar aðeins fyrir mér hvort að ég vissi ekki af hverju ég væri með þrjár axir í bílnum... hum.... En mér líst bara ágætlega á þetta og vona að lögreglan haldi þessi áfram. Ég er ekki frá því nema fleiri lögreglubílar séu á ferðinni nú en áður. Ef það er ekki rétt þá hefur hitt svona skemmtilega á að óvenju margir eru að aka sömu leiðir og ég ek ;)
Eins gott að ég er komin á aldur, ekki með lausar axir í bílnum né nakinn karlmaður á gangi á víðavangi!
Nekt, útivist og vopnaburður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.1.2007 | 15:56
Góðir búningahönnuðir
á mbl.is). Þeir, þær eða þau sem hönnuðu þá eru sannkallaðir snillar!
Grímuball í Eyjum á þrettándanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2007 | 09:09
Fólk úr fortíðinni poppar upp ofl skemmtilegt
Það hafa orðið fagnaðarfundir hjá mér og ættingjum, vinum og kunningjum sem ég hef ekki séð í mislangan tíma. Á fimmtudaginn fór ég með dóttur minni í Fjölbrautaskólann í Ármúla (skólinn minn, þaðan útskrifaðist ég sem stúdent árið 2005)
Alltaf svo skondið augnablik þegar maður hittir einhvern sem maður hefur ekki hitt í einhver ár og veit að maður á að þekkja en .....
Þetta gerðist einmitt á leiðinni að skólanum. Tvær konur horðfust í augu, hik kom á báðar og ganga stöðvaðist, Pálína hljómaði í eyrum mér en ég þurfti aðeins lengri tíma. Ég þekki þig, ég á að vita hver þú ert ........ Stella!!!!!
Einhvern veginn svona var þetta. Stella Skaftadóttir er skyld mér í gegnum móðurlegginn og höfum við ekki hist í mörg mörg ár. Bara fyndið að við skyldum þekkja hvor aðra. Hún býr í Vestmannaeyjum. Þetta voru fagnaðarfundir. Hlín dóttir hennar er einu ári eldri en dóttir mín og hefur hún stundað ná við FÁ.
Svo var farið inn í skólann og þá rakst ég á nemanda sem sat í einhverjum áfanga með mér og svo auðvitað kennara sem gaman var að hitta á ný. á leiðinni út úr skólanum rakst ég síðan á kunningjakonu sem ég hef ekki séð til margra ára. Þetta finnst mér alltaf svo skemmtilegt :)
Í gær lögðum við aftur leið okkar upp í skóla til að fá breytingar á stundatöflu. Þá hitti ég Margréti sögukennara en hún var í miklu uppáhaldi hjá mér, lifandi og afburðahress kennari. Ég tóka trúarbragðasögu hjá henni og er það mér mjög minnistæður kúrs.
Hvað var nú fleira skemmitlegt?
Já einmitt, við mæðgur fórum síðan út í Norræna hús til þess að ég gæti kynnt mér og keypt bókina góðu sem ég var að blogga hér um um daginn. Leitin að tilgangi lífsins. Höfundurinn var í búðum nazista og lifði það af án þess að tapa skynseminni.
Ég stefni á að hefja lestur þessarar merkilegu bókar en höfundur telur að tilgangur sé með lífi hvers einstaklings og að hver einstaklingur þurfi að finna þann tilgang sjálfur. En meira um bókina síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2007 | 22:09
Hræðilegt en...
þegar birtar eru myndir af atburðum eins og til dæmis sjálfsmorðum eða fjallað um þá í fjölmiðlum þá er það þekkt að alda sjálfsmorða gegnur yfir í kjölfarið. Það er eins og frétt af einu slíku reki aðra til framkvæmda ef þeir hafa verið að hugsa í þá áttina.
Ég minnist þess ekki að hafa lesið um að aftaka gæti haft slíkar afleiðingar en reyndar voru þetta allt niður í 9 ára gömul börn og ekki víst að þau hafi áttað sig á að um aftöku hafi verið að ræða, en ég veit ekki. ég velti fyrir mér í framhaldi af þessu hvernig bíómyndir gætu haft áhrif á þá sem eru í sjálfsvígshugsunum. Gæti verið að ef þeir horfðu á slíkar myndir að það myndi ýta undir framkvæmd af þeirra hálfu? Ég hef heyrt dæmi um börn að leik sem voru að líkja eftir hengingu eftir að hafa séð hana i bíó en þar slapp aðalhetjan. Ekki urðu slýs á þessum börnum en tilhugsunin var hræðileg.
En hvernig sem á þetta er litið þá vekur þetta ugg hjá mér, ónota tilfinningu.
Þrjú börn frömdu sjálfsmorð eftir að þau horfðu á aftöku Saddams í sjónvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku