Leita í fréttum mbl.is

Ekki er ég nú viss um það

Ég gerði ásamt samnemanda mínum smá tilraun síðatliðið haust og gekk hún út á skoðanakannanir, kvarða og áhrif þeirra á mat fólks en spurningin okkar var hversu ánægð/ur eða óángð/ur ertu með störf íslensku ráðherranna.

Algengasti aldur þátttakenda var 22ja ára en breiddin var frá 19 til 69 ára. Ótrúlega margir þátttakenda þekktu ekki til langflestra ráðherranna hvað þá ef við hefðum verið að spyrja um þingmenn.

Ég er því ekki viss um að sá áherslupunktur að leggja meiri ábyrgð á 16 ára en nú er sé endilega fýsilegt heldur grunar mig að þarna sé verið að spá í hvort ekki sé hægt að veiða fleiri atkvæði. Talsverður hópur yngra fólks sem á annað borð kýs, kýs það sem mamma og pabbi kjósa, eða bróðir, systir eða einhver annar sem getur haft áhrif.

Ég held að almennt séu 16 ára unglingar að hugsa um aðra hluti en pólitík þrátt fyrir að ég hafi 17 ára verið mjög áhugasöm. Er ekki 18 ár bara fín viðmið? 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Sextán ára krakkar hafa ekkert að gera í kosningar, þau hafa yfirleitt engan áhuga á stjórnmálum.

Birna M, 28.1.2007 kl. 13:00

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Allveg sammála 16 ára  unglingar eru of ngir til að kjósa. Látum þau bara í friði í nokkur ár. Man þegar ég kaus fyrst og var þá annað hvort 20 eða 21 eins man það ekki en ég kaus bara eins og mamma, afi og amma. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.1.2007 kl. 13:05

3 identicon

Alveg sammála, skemmtileg upplýsing og niðurstaða.

Þegar kosningaaldurinn var lækkaður þá tel ég, að það hafi verið kosningaveiðar. Líka er rætt um að lækka áfengiskaupaldur. Ef ég man rétt þá var það sjálf Jóhanna Sigurðardóttir Sf,sem lagði það til á Alþingi en hefur ekki náð fram að ganga.

Rannsóknir sýna ótvírætt að líkamlega (t.d. heilasellur) þola menn betur áfengi eftir því sem menn verða eldri a.m.k. allt að þrítugsaldri.  Með kveðju!

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 18:54

4 identicon

Sæl og bless Pálína. Þetta var áhugaverð tilraun hjá ykkur og niðurstöðurnar ekki síður áhugaverðar! Ég er sammála því að unglingar,  16 ára séu of ungir til þess að kjósa yfir sig ríkisstjórn. Viss um að þau myndu einmitt kjósa það sem foreldrar þeirra gerðu, eða þann flokk sem hefði ungan snoppufríðan frambjóðanda á lista sínum! 

Þegar fólk kemst aðeins til vits og ára og þegar málefnin sem kjósa á um fara að tengjast þeim persónulega, held ég að fólk fari að hafa áhuga á stjórnmálum og taki að mynda sínar eigin skoðanir.

 Bestu kveðjur, Sunna Arnarsdóttir - samnemandi :)

Sunna (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 15:12

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir kommentin ykkar.

Sigríður Laufey ég skil hvað þú átt við með áfangið og aldurinn. Vandamálið með neysluna myndi ég vilja sjá leysta með markvissum upplýsingum til unglinga um hugsanlega skaðsemi hennar þannig að þrátt fyrir lægri aldurstakmörk þá myndu þeir ekki hafa löngun til að taka þátt í neyslunnni. Því hefur verið fleygt fram að sumir unglingar neyti áfengis og vímuefna vegna spennunnar að nota eitthvað sem ekki er auðvelt að verða sér út um. Ekki veit ég þó hvort það sé rétt. 

Sunna gaman að heyra frá þér og skemmtilegur punktur um fegurðina og áhrifamátt hennar:)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.2.2007 kl. 16:08

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Kvitt

Sigrún Friðriksdóttir, 7.2.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband