Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Ekki enn komnar niðurstöður

Lífið er að komast í farveg á ný eftir prófin. Ég var svo hamingjusöm þegar einkunnir bárust í "Perranum (persónuleikasálfræðinni) það var áfangi sem kom mér nokkuð á óvænt þar sem að ég hefði aldrei geta látið mér detta í hug að hann væri svona heimspeki-/sögulegur. En mér tókst að ljúka honum og er sérlega ánægð með það enda einn af erfiðari áföngunum. 

Niðurstöður eru komnar úr tveimur af fjórum áföngum en ég var að spreyta m ig á 18 einingum (15 einingar eru 100% nám :)) Niðurstaðan úr tveimur fyrstu var góð og er ég þokkalega bjartsýn á hinar tvær.

En úr einu í annað. Ég byrjaði að vinna daginn eftir síðasta prófið og þeir sem þekkja mig best missa líklega andlitið ef ekki bara höfuðið allt! Ég sótti um sumarvinnu á leikskóla!

Ástæðan, ég hef gjarnan verið beðin um hana ;) jú það var einstaklega gaman í þroskasálfræðinni hjá Sigurði J Grétarssyni  enda öðlings kennari og ekkert smá skemmtilegur þegar hann er að tala um börn. Mig langaði í beinu framhaldi af því að vera með börnum í sumar og valið stóð þá um aldursbil. Ég endaði á Holtaborg sem er hér í nágrenni við mig. 

Helst hefði ég nú viljað vinna með yngstu börnunum en eldri hóparnir eru líka skemmtilegir bara á annan hátt. Á Holtaborg er öðlings starfsfólk og frábær leikskólastjóri. Allir eru tilbúnir til að veita stuðnig, gefa upplýsingar og annað sem nýliðar þurfa. Ég er því í góðum höndum.  

Það var nú gaman af því hér einn daginn þá voru spennandi hlutir að gerast hjá börnum á ákveðnum aldri og þegar ég kom heim þá fletti ég upp í bókinni góðu sem ég var að læra í vor ;). Einnig voru tveir starfsdagar og á öðrum þeirra var fyrirlestur um hinn frjálsa leik með áherslu á Vygotsky en í náminu mínu var einmitt lögð áhersla á hann. Ég þekkti því eitt og annað sem Guðrún Bjarnadóttir (fyrirlesarinn úr Kennaraháskóla Íslands)  talaði um.

Ég er búin að vera á svo á fullu síðustu tvö mánuði eða svo að ég hef ekki haft mínútu eð aþrek afgangs. Nú hlakka ég til að taka aðeins þátt í blogglífinu á ný, bregða mér í heimsóknir til bloggvina og hriða niður eitt og annað sem mér dettur í hug.

Ligg reyndar veik heima núna. full af kvefi og einhverri drullu með tilheyrandi skemmtilegheitum. Það var nú eiginlega fyndið að um daginn var verið að ræða það á kaffistofunni að nýliðar á leikskólum yrðu veikir fyrst eftir að þeir byrja að vinna. Ég var aðeins of góð með mig enda verð ég yfirleitt aldrei veik nema um jól og áramót! En nú ligg ég hér og ekki hin hressasta hóst hóst****

Ég hef þó einsett mér það að kíkja á sjóræningjann um þessa helgi og svo ætlaði ég auðvitað út að hlaupa, hj+ola á nýuppgerðu hjólinu mínu og kaupa og steja niður nokkrar plöntur. Ég veit næu ekki hvort mer tekst meira en að skreppa í bíó en við sjáum nú til ;)


Þetta gengur auðvitað ekki!

Ég hef haft svo mikið að gera að ég hef ekki haft eina mínútu afgangs til þess að blogga eða heimsækja bloggvini. ´Nú er ég í prófum 2 búin og 2 eftir þannig að enn er allt á fullu hjá mér. Ég stefni nú ótrauð á meira blogg og bloggvinaheimsóknir (sakna þess að hafa ekki litið inn hjá ykkur) en svona er Ísland í dag.

Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að stunda háskólanám við HÍ og vera í 18 einingum! Verst þykir mér að geta ekki tekið þátt í pólitískum umræðum hér á blogginu en ég fylgist vel með í sjónvarpinu og er það ein af ástæðunum fyrir því hve lítið ég hef látið sjá mig hér. 

Ég er nefnilega vís til með að týna mér í því og það mun pottþétt koma niður á einkunnum mínum svo að ég vel að sýna fyrirhyggju kýs gáfulega á kosningadaginn hehe....en tek ekki tíma í skemmtilegu umræðurnar þetta árið!

Hlakka til að komast í samband við ykkur aftur kæru vinir og vandamenn eftir 14 maí þegar prófin eru búin og ég bara að vinna :) 


Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 71532

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband