Leita í fréttum mbl.is

Ekkert tekið fram hve langt fríið er

Ég er nú fegin að eiga eftir að horfa á nýja sumarsmellinn með Johny Depp þar sem að kappinn ætlar að taka sér frí frá kvikmyndum um eitthvert skeið og láta reyna á hæfni sína sem sviðsleikara með óttann sér við hönd ;)

Ég myndi nú gjarnan vilja sjá hann leika Hamlet og hver veit nema að ég geri það. Ég segi nú bara svona ;) Enignn veit sína ævina fyrr en öll er ;)

En fólk á að gera það sem það langar til á meðan enn er hægt að gera það. Marlon Brando var orðinn of gamall þegar hann var loksins tilbúinn fyrir Hamlet hlutverkið. Ég styð alla, konur og kalla í að láta drauma sína rætast. að minnsta kosti að gera tilraun til þess ;) 


mbl.is Johnny Depp ætlar að verða við hinstu bón Marlons Brando
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er farin að líta til veðurs!

Ég hélt að ég væri hætt að fylgjast með veðrinu að öður leiti en að líta út um gluggan þegar ég vakna og njóta svo dagsins svona eins og veður leyfir. Úti þegar það er sól en innan dyra ef það rignir. Ég bý við þau forréttindi eins og er að geta valið um þetta.

Ég öfunda nú ekki sérlega þá sem starfa utandyra hér í Reykjavík eins og er. Ekki þurfum við heldur að hafa áhyggjur af vatnsskorti eins og Danir samkvæmt einni fréttinni á mbl.is. Við erum líka lánsöm að vegir eru malbikaðir en ekki bara möl (eða þá drulla eins og sakir standa).

Ég er með dálítinn blett í kringum húsið mitt og hann þarf að slá af og til. Bletturinn er eins og fleiri blettir í grónum hverfum Reykjavíkurborgar fullur af mosa. Í fyrra lagði ég til atlögu með handsláttuvél þ.e.a.s. svona gamaldags sláttuvél sem þú ýtir á undan þér. Það var mjög erfitt að slá blettinn. Ég ákvað því að leggja til atlögu við mosann þegar voraði á ný. 

Þetta gerði ég síðan í vor eftir að prófum lauk. Þá fór ég í Blómaval og  birgði mig upp af alls konar efnum til þess að eyða mosa og auka grassprettu. Ég hafði nú alltaf heyrt að það væri best að bera á í rigningartíð eða alla vegana ekki í sól. Þetta var nú hið besta mál. Ekki vantaði rigninguna;)

Ég var því glöð með grasvinnuna lengi vel. Í ár keypti ég engan mosaeyðir eins og í fyrra en þa´varð bletturinn alveg svartur. Mosinn náði sér þó aftur á strik seinni hluta sumars :( Nú var borðið kalk á , áburður og nokkru síðar grasfræ og enn meiri áburður.

Bletturinn tók vel við sér þó enn sé nú í honum talsverður mosi. Vandamál númer tvö poppar þá upp. Í allri rigningunni þá vex grasið og vex. Ég hafði sælla minninga síðasta árs fest mér kaup á forláta rafmagnssláttuvél, en ég kemst varla út til að slá. Það er alltaf svo blautt !!!!! 

Það var nú orðið þannig að þegar þurran dag eða hluta úr degi gaf þá var gerð tilruan til þess að hlaupa út með vélina. Áður en ég vissi af þá var ég farinn að fara inn á upplýsingasíðuna um veður til þess að sjá spánna fyrir næstu viku. Það fyndna við þetta allt er að það gefur yfirleitt einn þurran dag í viku hverri. Í júní hefur þetta þó verið rúmlega eða tveir og tveir komið í einu ;)

Grasið hefur verið í hærri kantinum til þess að slá það með nettu rafmargnsvélinni, en mælt er með að grasið fari ekki yfir ákveðna hæð. Ég skrapp inn á upplýsinga og spásíðuna um veðrið næstu fimm dagan og viti menn hahahahahaha einn sólardagur eins gott að taka hann strax frá fyrir sláttinn og vona svo að spáin haldi ;)


mbl.is Rigning um sunnan- og vestanvert landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man eftir álíka umræðu í kringum 2001

Í húsi á Laugavegi 86 bjó aðallega aðflutt fólk. Margar fjölskyldur voru í húsinu sem var orðið mjög illa farið. Húsið hefur verið flutt og endurgert en bílastæðishús er risið á lóðinni sem það stóð á.

Heilsíðu umfjöllun var í einhverju dagblaðanna um hugsanlegan stjórnmálaflokk innflytjenda. Ég man að meðal annars var rætt við íslenskan mann sem var giftur einni konunni. En nóg um þennan bakgrunn. Fimm ár eru nú liðin og ég hef ekki séð miklar breytingar. Ég hef einmitt verið að furða mig á því hvers vegna stjórnmálaflokkarnir hafa ekki lagt sig fram við að sinna málefnum innflytjenda eins og öðrum málefnum ekki síst í sveitarstjórnarkosningum.

Ég hef talsvert velt þessum málum fyrir mér og hef þá skoðun að grundvallarskilyrði sem þarf að uppfylla er að gera innflytjendum kleift að læra málið. Eins og kemur fram í fréttinni þá er íslenskunámið dýrt. Ef til vill ætti það ekki að kosta neitt. Afleiðingar þess að þeir læra ekki íslenskuna eru þær að fólkið einangrast frá Íslendingum líka þeim sem kunna þessi almennu tungumál sem kennd eru á grunnskóla og menntaskólastigi.

Ein leiðin er að kenna þeim íslenskuna frítt eða kenna einhver af tungumálum þeirra sem fjölmennastir eru á grunnskólastiginu. Eftir því sem ég skoða þetta meira þá líst mér best á fría íslenskukennslu.

Það er líka skrítið að fara á kaffihús þar sem þjónarnir tala ekki íslensku (mamma lenti í erfiðleikum með þetta af því að hún kunni bara móðurmálið sitt) ég hef oft lent í því að þjónarnir biðji mig um að tla ensku! Látum það nú vera þó að ef til vill sé erfitt að fara og fá sér kaffibolla eða þannig;)

En verra er þegar starfsfólk í aðhlynningu á elliheimilum eða sjúkrahúsum getur ekki talað tungumálið sem sjúklingurinn skilur. Ég gæti tekið til dæmis Elliheimilið Grund sem dæmi. Gamla fólkið þar þarf að beita alls konar heimatilbúnu táknmáli til þess að biðja um aðstoð. Þetta eru sorglegar staðreyndir. Íslendingar vilja síður þessa vinnu og innflutta fólkið kann ekki íslenskuna.

Ég velti því stundum fyrir mér hvernig yfirmenn þessara stofnan komi upplýsingum og ábendingum til skila til starfsmannanna. Ef til vill kunna þessir starfsmenn ensku, þýsku, dönsku, frönsku eða spænsku eða eru yfirmennirnir ef til vill færir í t.d. í en me´r skilst að pólverar séu fjölmennastir hér  og talsvert sé af fólki frá Filippseyjum.

Ég hef því undrast á þessu og mér finnst það sorgleg staðreynd að málefnum innflytjenda sé ekki sinnt nægjanlega því samsetning nýs stjórnmálaflokks sameinar ekki endilega fólkið heldur skapar enn frekari aðskilnað. Auðvitað er ekki önnur leið fær ef ekkert er að gert.

Ég vona því að þetta framtak verði til þess að þeir stjórnmálaflokkar sem fyrir eru láti nú hendur standa fram úr ermum og leggi sitt af mörkum til þess að skap betri heild í þjóðfélaginu.

 


mbl.is Hyggst stofna stjórnmálaflokk um málefni innflytjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræði eru þetta.....

Ég þyrfti að líma á mig fartölvuna eða vera með upptökutæki á mér því að lífið líður svo hratt og mig langar að sjálfsögðu til þess að fá sem mest út úr því svona just in case ;)

Málið er að oft dett ég niður á einhver gullkorn sem mig langar að halda upp á og ekki bara það heldur langar mig líka að vita hvaðan gullkornið kom. Ég man alveg eftir þessu heillaráði en ég man ekki lengur hvaðan ég fékk það! Var það í American Scientific Mind, New Scientist, Fréttablaðinu (varla það kemur varla og þegar það kemur þá kemur það svo seint að það passar ekki inn í dagskránna mína að lesa það) Blaðinu eða.....

Best er nú þegar ég finn það á netinu því að þá get ég varðveitt upplýsingarnar og ekki málið að finna þær aftur (ég ætti nú kannski að fara að taka afrit af harða disknum, það væri nú meiri skelfingin ef tölvarn myndi hrynja hjá mér) úff , hætta að hugsa um það....

En svo ég komi mér nú að efninu þá tengdist þetta Gullkorn (af hverju er gefið út fríblað með heilræðum, heilsupunktum og yfirleitt öllu því sem við getum gert til að auka lífsgæðin okkar, ekki enidlega með því að kaupa sér gott rúm, Lazy boy, flatskjá eða þess háttar ...) já ég var víst að reyna að koma Gullkorninu frá mér. Sem sagt súrefnisríkt loft bætir einbeitingarhæfni fólks !!!!!

Það er bara eins og ég hafi nú bara aldrei heyrt þetta áður en jújú ég hef heyrt þetta áður en mér varð hugsað til Þjóðarbókhlöðunnar þar sem ég sit í margar klukkustundir á veturnar. Þar eru teppi á gólfum (ætti að skipta yfir í kork) og allar bækurnar sem gera loftið svolítið þungt og þurrt, en þarna er gott næði.

Málið er að nú hef ég þörf fyrir að læra í SÚREFNISRÍKU lofti og mun að sjálfsögðu  prófa það í haust. Svo er bara að sjá hvort að ég get einbeitt mér betur ;)


Hvers vegna að vera að gefa einhverjar upplýsingar yfirleitt?

Nú eru aðdáendur Harry Potters bókanna ekki sáttir og jafnvel foreldrar þeirra að tjá sig í undurn og reiði. Ég skil bara ekki af hverju Rowling er yfirleitt að gefa eitthvað í skyn. Því ekki að halda söguloknum leyndum?

Það er lítið spennandi í ævintýrasögu eins og Harry Potter að vita asvona óbeint hvað muni gerast. Forvitnin snýst þá um hvernig verður hann drepinn og hver eða hvað drepur hann!

Skýringin sem ég las hér um daginn eða alla vegana ein af þeim væri sú að sumri rithöfundar velja að láta aðalsöguhetjuna deyja til þess að enginn annar geti tekið upp þráðinn og skrifað framhald.

Þá er þetta farið að snúast um peninga en hegðun fólks snýst einmitt svo oft um þá.  Það er hins vegar sorglegt þegar það eru barna og unglingahöfundar sem haldnir eru þeirri þörf. Er ekki Rowling ein af þeim ríkustu í Bretlandi? Það minnir mig. Er það ekki bara fínt og er þá ekki í lagi ef einhverjum öðrum dytti í hug að taka upp þráðinn og verða líka ríkur af því?

Sennilega erfitt fyrir marga, ef til vill gæti ég þetta ekki sjálf, en ég kemst væntanlega aldrei að því til þess að geta bloggað um það hér ;)

Það er hægt að gera svo margt annað en að láta aðalpersónuna deyja, gæti til dæmis bara vaknað upp af draumi ;), misst galdrahæfileikann í stórum slag, nei ég segi nú svona, fínt í sögum fyrir fullorðna stundum er eina leiðin til að ljúka sögu með stæl og þá sögunnar vegna að láta aðalpersónuna deyja.


mbl.is JK Rowling sætir harðri gagnrýni aðdáenda Potters
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu á fólk að fá að ráða

Ég er svo sammála því að fólk eigi að fá að ráða því hvort auglýsingabæklingar, inn um blaðalúgu eða auglýsingar í gegnum síma og í þessari frétt fríblöð komi inn á heimili þeirra.

Það gengur samt ekki vel að fá frið fyrir þessu. Við hjónin erum með sérmerkingu í símaskránni um að ekki megi hringja í okkur, það er samt alltaf að gerast af og til og sá sem hringir afsakar sig á þann hátt að yfirmaðuer hans beri ábyrgð, við séum einfaldlega á listanum sem viðkomandi á að hringja í, sumir hafa meira að segja þörf til að hækka röddina.

Ég hef heyrt af fólki sem ekki vildi nein fríblöð ( ég var þá að dreifa Fréttablaðinu með dætrum mínum) og ástæðan var sú að þjófar gætu auðveldlega séð hverjir væri heima og hverjir ekki því að blöðin hrugast upp á gólfinu fyrir innan gluggan.

ég er nú ekki mikið að pæla í þjófum eða þannig en eftir þetta þá tók ég einmitt eftir því hvar þetta var að gerast, blöðin að safnast fyrir. Það ætti því að vera skilyrðislaus krafa að fólk hafi val um hvað er sett inn um blaðalúgur og hvað ekki! 


mbl.is Vilja að Danir geti afþakkað fríblöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó elsku bíllinn minn "græni" Búmm saka búmm búmm búmm....

Nú er kominn tími til að panta skoðun fyrir gamlingjann.Við keyptum hann sem ´96 módel en hann er nú smat ´95 eða 11 ára gamall!! Hann var keyptur í hádegishléi á 15 - 20 mínútum (þvílík klikkun) farinn einn rúntur á honum og greitt fyrir hann skólatilboð 290 þúsund meðfylgjandi fartalva Medion sem ég er að slá þessar uppplýsingar á.

Þrátt fyrir að við höfum nú aðeins átt hann í tæpt ár þá er hann kominn með sögu. Hann var ástandsskoðaður með athugasemd á dekk og bílstjórahurð allt annað í lagi. Fallega grænn á litinn, þýskur gæðingur ;)

Ég ersvo lítið hrekkjótt inn við beinið. Bílinn er af tegundinn Volkswagen Vento. Það kom að því í janúar að hann fór í gang en drap jafnóðum á sér. Farið var með gripinn á verkstæði og þar með hófst smá aðhlynningarferli. Ég var nýbúin að vera í stífu þýskunámi og stolt af árangri mínum þar. Þegar ég hringdi í Heklu sem er með umboð fyrir þessa bíla og var spurð um það á hvernig bíl ég væri bar é nafnið fram eftir þýskum framburð eða Fólksvagen Fentó hahahahaha maðurinn sagðist ekki kannast við þá tegund svo að ég stafaði þá fyrir hann þýska nafnið aha "fólksvagen ventó" og sjálfsagt brosti af hinum bagaða framburði mínum ;)

Þetta kitlaði nú hrekkjataugar mínar og þá 8 staði sem ég leitaði til út af ýmiskonar vandræðum sem þurfti að kippa í lag þá sagðist ég alltaf vera á Fólksvagen Fentó. Viti menn enginn af þeim mönnum sem ég talaði við á hinum 8 mismunandi verkstæðum þekktu þessa bílategund. hahahaha

Einn sýndi þessu þó áhuga og spurði mig hvers vegna ég segði fentó en ekki ventó eins og allir aðrir? Nú ég er auðvitað sannaur Íslendingur og svara spurningu með annar spurningu nema HVAÐ!!! Svo að ég segi "afhverju segir þú fólksvagen en ekki Vólksvagen? Hann svara " nú hann heitir Fólksvagen þess vegna segi ég það" mér var mikið skemmt og varð hugsað til þágufallssýkinnar íslensku og þeirrar hefðar sem rangur framburður eða röng beyging skýtur rótum.

að lokum segi ég auðvitað hlæjandi nema hvað, "hefur þér nokkurn tímann dottið í hug að V sé borið fram sem F í þýsku en W sem V saman borið Volkswagen?   Búmm Saka Búmm Búmm Búmm lalala..la la la la..... 

 


Viðbrögð annarra við hegðun þinni .....

hefur áhrif á líkurnar á því að hegðunin verði endurtekin! Einnig mætti segja að afleiðingar hegðunar þinnar hafi áhrif á líkurnar á því hvort hegðun er endurtekin eða ekki.  Ég hef verið að velta vöngum yfir þessu eftir að ég las fréttir af vændi á Íslandi.

Pælinar mínar hafa meðal annars snúist um styrkingarþáttinn. Talað er um að áhirfamestu styrkingar eða refsingar  séu þær sem að séu nálægt hegðuninni í tíma. Peningar eru með áhrifamestu styrkjum sem vitað er um. Einstaklingur sem selur blíðu sína er því styrktur til þess að halda því áfram. Eftir því sem ég hef heyrt þá er tímakaupið hærra en almennur verkamannataxti. 

Hvatningin til þess að halda hegðuninni er því meiri heldur en sú að hætta henni og fá sér verkamannajobb. Nú er ég eingöngu að velta fyrir mér þessari hlið málsins en ekki hvort rétt væri að lögleiða vændi eða ekki, hvort vændi er alltaf hið versta mál eða hvort á því séu tvær eða fleiri hliðar. Fréttin var hins vegar hvati að því að þetta hugsunarferli fór af stað hjá mér.

Okkur er auðvitað ekki kennt hve áhrifamikill styrkir er í að stuðla að hegðun fólks. Það á við bæði um jákvæða "góða" hegðun og neikvæða "slæma" hegðun.  Því meira sem ég hugsaði um vændið orsakir þess og hvað viðheldur því, því betur gerði ég mér grein fyrir hve víðtækt málið er.

  • Hvað veldur framboði og eftirspurn?
  • Hvers vegna sækjast giftir menn á aldrinum 40 til 50 ára á Íslandi eftir því að kaupa sér þjónustu vændiskvenna / manna?

Skoðum aðeins kaupandann. Við vitum ekki hvers vegna hann velur að byrja á því að kaupa sér þjónustuna, hitt er auðvelt að geta sér til um að maður sem það gerir og uppsker vellíðan fyrir  hegðun sína, finnst hann jafnvel vera "góðhjartaður" að redda einhverjum um laun sem hefur vændi að vinnu, getur haldið athæfinu leyndu fyrir konunni sem hann er giftur, þessi maður fær fullt af styrkjum inn á hegðunina að kaupa sér þjónustuna. Það eru því ekki miklar líkur á því að hann muni hætta því svo lengi sem þetta heldur svona áfram og hann á pening til þess að borga fyrir hana. Eftirspurnin mun því halda áfram fyrir alla þá sem að þetta á við um svo lengi sem viðkomandi hefur getu til og peninga til að greiða fyrir sig. Ég reyndi að hugsa þetta út frá vændiskonunum en komst þá að því að ég hef einungis sögur af konum sem líða fyrir þetta og flestar líka í ofbeldisfullu sambandi, kúgaðar eða í eiturlyfjum. það er eðlilegt að allir eða að minnsta kosti flestir vilji gera eitthvað til þess að hjálpa þessum konum. Síðan eru sögusagnir um konur sem eru mjög ánægðar með þessa vinnu og myndu ekki vilja neina aðra. Ég hef ekki heyrt slíka sögu nema sem eins konar munnmælasögu sem ekki er hægt að taka mark á. Ef það er hins vegar rétt þá er spurningin að bæta við atvinnustétt vændiskvenna. Það ætti þá ekki að vera neitt til að skammast sín fyrir ef að þetta starf er jafn eftirsóknarvert og mörg önnur störf í þjóðfélaginu. 

það gæti að vísu skapast sá vandi sem varð hjá annarri Evrópuþjóð að kona missti atvinnuleysisbæturnar sínar vegna þess að hún neitaði vændisstarfi, en þar var búið að lögleiða atvinnugreinina. Já það er í mörg horn að líta ég komst í strand með þetta. 

Þessar pælingar leiddu mig síðan út í aðra sálma lífsins sem líka tengjast viðbrögðum annarra við hegðun manns. Ég fór að skoða minn eigin persónuleika og þær styrkingar sem meðal annars hafa verið til staðar í mínu lífi.

Ég gat ekki annað en hlegið og tekið undir það að lífveran ég og þú stjórnumst talsvert (vonandi ekki alveg) af afleiðingum hegðunar okkar ;) Mamma talaði upp til mennta og þess að vera fróður, hún var aðp sjálfsögðu alltaf að gera það besta sem hún vissi/kunni og vildi börnum sínum allt það besta. Ég heillast ekki af skáldsögum eins og komið hefur áður fram á blogginu mínu. Það er hálfgerð kvöð fyrir mig að lesa skáldsögu en ég elska alls konar fræðibækur. Mamma var líka mjög hrifin af alls konar heilbrigðismálum og ég heillast af þeim ;)

Mamma var líka snyrtimenni og langaði til þess að hafa fallegt í kringum sig. Lengi var hún ein með okkur systurnar og kom það í okkar hlut að taka til og þrífa á meðan hún vann fyrir okkur. Mamma hældi okkur aldrei fyrir vel unnið verk en ef eitthvað var ekki nægilega vel gert sem var langoftast þá fann hún að því. Stundum var hún jafnvel stórorð og sagði að enginn myndi vilja okkur í vinnu ef vinnubrögðin væru slík.

Viti menn ég hef lagt mig fram í námi og starfa að gera alltaf það besta sem ég get ( svo að einhver vilji mig nú afram í samstarfinu) hahahaha en fyrirmyndar húsmóðir hef ég ekki verið. Auðvitað finnst mér gaman að eiga fallegt heimili og er stollt af fjölskyldumeðlimum þegar þeir taka til hendinni og myndarskapast ýmist jafnóðum sem gleður mig mest eða af og til. það farast hins vegar ekki himin og jörð þó að allir hlutir séu  ekki á sínu stað á sínum tíma (alltaf ;))

Þegar ég lít til baka Þá sé ég vel að mamma gæti hafa styrkt þá hegðun mína með því að hæla mér aldrei heldur vara mig við því að enginn annar myndi vilja mig í vinnu ef ég gæti ekki gert betur en raun bar vitni. 

Með þessa vitneskju get ég nú farið í frekari naflaskoðun og líklega breytt þessu ef ég hef einvherja þörf til þess ;) Já sunnudagspælinar í endalausri rigningartíð hér í Reykjavík eru í dýpri kantinum en hvern hefði órað fyrir því að fréttir af vændiskaupum 40 - 50 ára giftra karlamanna á Íslandi myndu  verða til þess að ég áttaði mig á þessu.....

Já það er sannarlega margt skrýtið í kýrhausnum;) 


mbl.is Eftirspurn eftir vændi er helst frá 40–50 ára körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt ár framundan

Erfitt ár framundan þar sem taka þarf óvinsælar ákvarðanir um aðhald í framkvæmdum ofl. svo að ná megi verðbólgunni niður. Ég tel að það þurfi að færa fórnir ef sá árangur á að nást. Menn eru fljótir að kvarta og kveina og enginn vill missa spón úr aski sínum.

Stjórnmálamenn þurfa að hafa bein í nefinu og dug til þess að standa það af sér. Hér áður fyrr hefði ég líklega verið í hópi þeirra sem kvarta en í dag get ég séð fram á að hægt sé að kveða vandann niður ef fat er á honum tekið.

Hvernig hins vegar hægt er að fá fólk til þess að skilja að slíkar framkvæmdir séu nauðsynlegar og hvernig hægt er að fá fólk til þess að vilja taka þátt í þeirri breytingu frekar en að kvarta og kveina yfir því að þeir fái minna en aðrir veit ég ekki.

Ég held að það sé engin galdralausn til við því og þess vegna erfitt að rata þann veg sem gerir okkur öllum kleift að lifa á aðhaldstímum og geta verið þokkalega happy á meðan. Ég tel að eitt af erfiðari málunum í dag sé staða þeirra sem tóku 100% lán eða skuldbreyttu lánum í uppsveiflu fasteignaverðs. Sjálfsagt hefur mikið af ungu fólki farið út í sín fyrstu íbúðakaup með 90-100% lánum.

Ég tel því mikilvægt að allt verði gert sem hægt er í þessari erfiðu stöðu sem getur tryggt því fólki möguleika á að geta staðið þokkalga uppréttir. Að ungt fólk sem er jafnvel að byrja búskap verði gert gjaldþrota vegna þeirrar þenslu sem er til staðar nú.

Ég hef mikla trú á Geir til þess að leiða ríkisstjórnina með festu og hafa áhrif á samstjórnendur sína með ábyrgri hegðun sinni. Ég hef áður tjáð mig um það að ég beri traust til hans en ég hef þó aldrei kosið Sjálfstæðisflokkin. Mér hefur aldrei einu sinni litist á hann sem stjórnmálaafl en þekki þó og umgengst  mikið af sjálfstæðisfólki. Ég gæti samt alveg hugsað mér að kjósa Geir!

Þetta hefur vakið mig til umhugsunar Því að ég sagði nú oft þegar ég var yngir að Sjálfstæðisflokkinn myndi ég aldrei kjósa. Mamma var samt alveg blá í gegn ;) og talaði oft um pólitík við mig.  En fyrst að mér líst svona vel á Geir eru þá ef til fleiri á þeim báti sem jafnvel hafa ekki kosið Sjálfstæðismenn?

Ég trú því að ef þessi stjórn sýnir hugrekki næsta árið og tekur föstum tökum á málunum. Meiri kynningar á mikilvægi þess að þjóðin sameinist í því að leggja eitthvað af mörkum. Þá held ég að fólk opni augun g átti sig á því að til þess að ná árangri þá þurfum við yfirleitt að leggja eitthvað á okkur.

Ég gæti líka trúað því að fylgi stjórnarflokkanna muni aukast við þetta að minnsta kosti fylgi Sjáflstæðismanna og hver veit ef til réttir Framsókn úr kútnum!

Mér fannst það mínus fyrir Framsókn þegar Valgerður lýsti því yfir að hún treysti ekki Guðna sem er þó varamaður flokksins til þess að leiða flokkinn. Hvers vegna er verið að kjósa mann sem varaformann flokks ef honum er ekki treystandi sem formanni?

Valgerður hefur misst traust fólksins, ég hef ekki hitt neinn sem hefur trú á henni í utanríkisráðuneytinu eða lesið pistla um hve vel það embætti klæði hana. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar stórnmálamenn innan sama flokkst geta ekki beitt skynsemi og stutt hvorn annan. 

En þessar sunnudagspælingar mínar svona rétt um hádegisbilið eru nú að verða of djúpar og ætla ég mér að snúa mér aftur að tölfræðinni sem ég er að tækla núna, strjálar og samfelldar slembibreytur með frekara ívafi ;) 


mbl.is 55% ánægð með ákvörðun Halldórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli karlpeningurinn í HÍ mæti í pilsum í haust?

Þetta hlýtur að vera mikil áskorun. Ég er nú samt ekki viss um að íslenskir karlmenn mæti í pilsum í vinnu eða skóla í haust þegar fer að kólna. En eitt er víst að tískufatnaður karlmanna minni ekki á testósteron gaura. 

Gaur í bleikum skóm, bleikri skyrtu, svörtu pilsi og hælaskóm!!! Ég veit nú bara ekki hvernig ég á að bregðast við. Ég myndi nú sennilega bara venjast þessu eins og öðru enda alltaf að æfa mig í aðlögunarhæfni mér finns thún hinn besti kostur.

það minnir mig á sögu sem ég heyrði um árið. Hún er af Breta sem bjó og kannski býr enn á suðvesturströndinni. Hann vildi ekki festast í viðjum vanans og var því alltaf að breyta til. Það gekk svo langt að hann nelgdi borðstofuborðið sitt á hvolfi (borðplatan niður) við gólfið, hahahaha. aðallega langaði hann að sjá vhernig gestirnir hans myndiu bregðast við þessu.

Einn gestanna var þvílíki snillingurinn. Hann spyr gestgjafa sinn hverju það sæti að negla borðið fast við gólfið og gestgjafinn segir honum allan sannleikann um það. Þá segir gesturinn en ertu ekki einmitt fastur í viðjum vanans? Nei, nei,... hvernig getur þér dottið það í hug. Nú vaninn þinn er að breyta alltaf til og storka gestunum þínum!!!

hahahahahaha 


mbl.is Kynlaus tíska Gaultier sýnd í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er lagið Jón húrra fyrir þér :)

En hvað það gleður mig mikið að heyra þetta. Jón á flugstöðinni á Ísafirði gefur fólki 10 kall þegar það fær sé glas af vatni!!! Já geri aðrir betur. Hann vill hafa áhrif á það að t.d. börn drekki frekar vatn en gos. Frábært!!!

Þetta ætti fólk að tala um. Láta þetta spyrjast. Þetta er af hinu góða;)

Þetta minnir mig á Kaffitár (besta kaffihús á Íslandi, með besta kaffið og frábært starfsfólk). Kaffitár er með bauk sem fólk getur sett smámynt í til að borga fyrir vatnið sem það fær sér. Baukarnir eru svo sendir til Afríku til þess að byggja brunna.

Hvert vatnsglas sem þú drekkur og setur pening í baukinn fyrir minnir þig á hve gott þú hefur það hér heima á Íslandi. Jón Fanndal greiðir fólki fyrir að fá sér vatn og ef fullorðnir vilja ekki taka við 10 kallinum þá bendir hann þeim á rauðakrosskassann en þeir fjármunir eru líka notaðir til þess að byggja vatnsbrunna.

Þegar Íslendingar (á auðvitað við um allar þjóðir ;)) sýna svona framtak þá hrópa ég áfram Íslendingar!!! 


mbl.is Borgar fyrir vatnsdrykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er nú bara ekki alveg að ná þessu

Ég var að lesa grein í Blaðinu í morgun um mislukkaðar lýtaaðgerðir. Ég er ekki alveg að ná því af hverju ungar og fallegar konur velja að fara í slíkar aðgerðir. Ég velti líka fyrir mér áhrifunum sem þær hafa til dæmis poppstjörnurnar á aðrar ungar konur. 

Ég hvet þig til þess að kíkja á þessa síðu hér

Ég er enn að melta þetta en þangað til næst..... 


Hvor valtar yfir hvorn?

Þetta verður spennandi sumar jafnvel þó ekki komi til sumarsmellur kvikmyndanna. En ég get ekki neitað því að mér finnst gaman að líða inn í heim þeirra og gleyma mér þar stundarkorn. Það er nú svo fyndið að þegar ég er að læra mikið til dæmis fyrir próf þá er þvílíka hvíldin að setjast niður og horfa á góða mynd hvort sem er heima eða heiman;)

Ég hef hlakkað til að berja sjóræningjann á karabíska hafinu augum, en ég var ekkert þannig afar spennt fyrir ofurmenninu. Súpermann er samt ágætis afþreying en sjóræninginn fyndinn og ég fíla það að hlæja...

Nú var ég að lesa yfirlýsingar gagnrýnenda sem hafa séð myndina og það kitlaði nú ofurmannstaugarnar í mér. Ég spái því nú samt að sjóræninginn hafi vinninginn en það væri nú ekki ónýtt ef ofurmaðurinn myndi sjarma mig svo upp úr skónum að hjá mér yrði hann semllur sumarsins!

Sem sagt alltaf eitthvað spennandi til að hlakka til,)  Ég get varla beðið eftir morgundeginum og þ, morgundeginum og....... 


mbl.is Ofurmennið fær góða dóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott að búa á Íslandi

Þegar ég var að lesa Blaðið í morgun með kaffibollanum mínum þá las ég meðal annars frétt frá Japan. Að rúmlega fimmtungur þjóðarinnar væru aldraðir (27 milljónir aldraðir), að þriðja hver kona hefði ekki farið í samband um 30 og að helmingur karlmanna hefði eki farið í samband um 30. 

Japönum fækkar, öldruðum fjölgar, einstæðum fjölgar.....Ég var ánægð og stolt af Íslendingum sem enn fjölgar, hins vegar finnst mér mál til komið að huga betur að öldruðum og lífsgæðum þeirra. Já það er gott að búa á Íslandi og það finnst mér skipta máli. Ekki það að vera Íslendigur í húð og hár heldur er gott að búa í landi þar sem svo mikið frelsi ríkir. Þar sem að einstaklingar fá tækifæri til þess að vaxa, vera skapandi og hafa sína trú eða trúleysi svona þokkalega í friði. Þar sem ekki er herlið og engar herskyldur á Íslendingum.

Stundum er nauðsynlegt að lesa um aðstæður annars staðar í heiminum eða fara og búa þar svo að maður eigi möguleika á að átta sig á því hve rík við erum í rauninni þrátt fyrir að alltaf megi bæta eitthað.

Þegar ég las fréttina um Kínverja og hertar aðgerðir sem til standa í að ritskoða bloggsíður, fylgjast með netumferð af því að það væri ástæða til. Mikil dreifing væri á ósiðlegu efni og efni sem grefur undan kommúnista stjórninni.

Þá varð mér hugsað til rannsóknar sem gerð var á elliheimili og mig minnir að ég hafi skrifað um í pistlinum "frelsið er lykillinn" eða eitthvað svoleiðis. Of mikil yfirstjórn (framlenging á mömmu og pabba) dregur úr hamingju og þar af leiðandi lífslengd fólks.

Ég velti líka fyrir mér hversu einkennilegt það er að vilja viðhalda stjórn með einhvers konar valdi. Ég á erfitt með að sjá að þetta sé eitthvað annað. Þetta máttu en hitt er óhollt fyrir þig m.a. af því að það grefur undan stjórninni sem ríkir nú..hum???

Til þess að mannkynið haldi áfram að vaxa og þrokstast sem vitsmunavera þá þarf hún frelsi, hún þarf aðstæður þar sem skapandi hugsun getur blómstrað. Ég á erfitt með að sjá slíkan vöxt hjá meðal Jóni og Gunnu. Ef til vill á það sér stað hjá mikið menntuðu fólki sem hálfpartinn er þrýst áfram til þess að gera meira og geta meira. En hver veit hvar snillingur leynist? 

 


mbl.is Hert eftirlit með netinu í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndið að sjá þessa mynd þar sem að ég var að horfa á...

Cosmos með Carl Sagan (myndin er með fréttinni á mbl.is). Þeir þættir eru frá áttunda áratugnum en aðalatriðin standa þó enn fyrir sínu ;)

Ég sá þessa þætti í sjónvarpinu ef ég man rétt, alla vegana var margt kunnuglegt sem bar fyrir augu.

En smástirnið 2004 XP14 mun þjóta fram hjá jörðu í örlítið meiri fjarlægð frá henni en tunglið. Ekki veit ég hvort við sjáum nokkuð þar sem svo bjart er á Íslandi en þetta á víst að sjást í Evrópu. 

Já mér fannst þetta skemmtileg tilviljun að vera nýkomin frá sjónvarpstækinu, búin að vera upptekin af upphafi heimsins séð í gegnum vísindagleraugun og sjá svo þessa frétt um leið og ég sest hér við tölvuna ;) 


mbl.is Smástirnið 2004 XP14 heimsækir reikistjörnuna Jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðbærinn mun færast upp að Rauðavatni innan fárra ára ;)

Þegar ég fæddist 1953 þá var miðbærinn í kringum Lækjartorg. Mörgum fannst djarft að byggja Kringluna og voru uppi raddir um að þessi verslunarmiðstöð eða "Moll" væri svo langt frá miðbænum að enginn myndi fara þangað til að versla.

Árin liðu og það kom að því að erfitt var að fá stæði í nálægð Kringlunnar. Nú er komið í ljós að "ANDI" Morgunblaðsins dregur að sér fólksfjöldann, enda margir Íslendingar áhugasamir fyrir fréttum og meðfylgjandi góðgæti.

Ég þori nú varla að hugsa til þess sem verða mun, en ég frétti að tekist hefði að flytja "Hinn óskilgreinda ANDA" upp að Rauðavatni Endilega hlustið á fréttina á mbl.is orðum mínum til útskýringar.

Ég sem hélt að þetta hefði eitthvað með Kringluna að gera hum???? ;) 


mbl.is Morgunblaðið flytur í Hádegismóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölfræði síðustu ára

Ég fékk hugmynd um daginn og ætlaði að fylgja henni strax eftir. Hugmyndina fékk ég þegar ég var að skoða tölfræði einkunna í hinum ýmsu áföngum sem ég hafði tekið próf í. Ég er búin að sjá að staða mín miðað við samnemendur mína er sú að ég er að meðaltali rúmlega staðalfráviki fyrir ofan meðaltal.

Í sumum áföngum gengur mér þó betur en það en í öðrum er ég með meðaleinkunn. Miðað við að ég beiti sömu námstækni og sé að takast hlutfallslega á við jafnmargar einingar miðað við aðra nemendur þá giska ég á að staða mín í þeim áföngum sem ólokið er muni verða svipuð þ.e.a.s. ef ég fylgi þessum sama nemendahóp í aðalatriðum.

Þá skaust hugmyndin upp í kollinum á mér að skoða tölfræði þeirra áfanga sem ég á enn ólokið. Hversu hátt fall væri í áfanganum, hver væri meðaleinkunnin og hversu hátt staðalfrávikið væri. Út frá þessum upplýsingum ( miðað við að gefa mér þær forsendur að nemendur sem sækja í sálfræðinám á ári hverju séu með svipaða greind og getu til að læra og að prófin séu svipuð að þyngd), þá gæti ég giskað á hvar staðsetning mín yrði í hverjum áfanga og lagt meira á mig í þeim sem spáin liti illa út í;)

Ég er nú ekki búin að  tala við marga en þeir sem ég hef talað við hafa ekki getað bent mér á hvert ég á að leita. Ef að þú sem ert að lesa þetta hefur hugmynd um hvernig ég gæti fengið aðgang að þessum tölfræði upplýsingum þá væri ég afar happy með það;)


Leið til að bjarga deginum?

Eg var að lesa grein í einu af uppáhaldsblöðunum mínum um "busy businessfólk" allar þær truflanir sem eyða tíma þeirra og hvað hægt er að gera til þess að bjarga deginum.

Enski textinn er örlítið brot úr annars mjög áhugaverðri grein. Textinn er leið til lausnar við vandanum "Got a minute?" 

Saving the day (From issue 2557 of New Scientist magazine, 28 June 2006, page 48)

Tips for surfing the wave of interruptions: -

  • Get a bigger monitor. A Microsoft study found it helped people work up to 44 per cent faster - one of the biggest boosts to productivity yet.

  • Put up a clear "do not disturb" sign, or an obvious signal that you are busy. Insist that your colleagues respect it.

  • Rearrange your office furniture so your desk faces away from the flow of people, so no one can catch your eye.

  • Always stand up to talk to someone who is interrupting you, so they know what they're doing.

  • Put a big clock in plain view of visitors and check it while you are talking.

  • Be prepared: if an interruption is likely to take longer than 2 minutes, add it to your to-do list and go back to what you were already doing.

  • Keep a notebook open and write down what you are doing as soon as you are interrupted.

  • Cutting 2 centimetres off the front legs of a chair makes it just uncomfortable enough to keep visits short.

  • hahahahaha
  • Afhverju ekki bara að segja samstarfsmönnum sínum þegar þeir koma og trufla t.d. Þegar ég er að vinna og einhver kemur og ónáðar mig þá verð ég vonsvikin/pirruð eða eitthvað annað sem á við um þig. Ég hef þörf fyrir að nota tímann minn til þess að ljúka því verkefni sem ég er að vinna. Ertu til í að trufla mig ekki þegar myndin mín ( getur verið af hverju sem er t.d. glaður broskall að veifa ;)) er á borðinu?

    • Ég held að fastir starfsmenn myndu nú læra þetta, en hver veit????

Hefurðu áhuga á heilanum?

Var að lesa einfalda aðgengilega fína síðu um heilann og starfsemi hans hér

Ég vildi að ég hefði fundið þetta á meðan ég var í lífeðlislegu sálarfræðinni. Síðan er myndræn, skýr og vel framsett, fínt þegar maður er að læra of vill nýta sér þetta sem glósutækni og einnig fyrir forvitna eða fróðleiksfúsa einstaklinga.

Málið er að allt sem við gerum hefur áhrif á heilann! Þess vegna finnst mér hann svo spennandi viðfangsefni að gleyma sér í ;) 


Eitthvað til þess að velta fyrir sér?

það er nú svo með fréttkornin eins og önnur korn sem við lesum t.d. skáldsögukornin;, alltaf gott að kynna sér bakgrunn þess sem á kornið.

Ég velti aðeins fyrir mér hvað væri átt við í korninu þegar talað er um að meginsparnaður fólks liggi í húsnæði þess. Ef til er það rétt í miklu meira mæli en ég hef verið að gera mér grein fyrir, enda skudunum vafin;)

Ætli það geti verið að  undirliggjandi pælingar um að fólk sé að tapa aðalsparnaði sínum þegar húsnæðisverð lækkar á ný hafi eitthvað með það að gera að sumir bankar buðu 100% lán og flestir ef ekki allir 90%? Hvað gerist ef að húsnæðisverð lækkar mikið? Þá stendur eignin ekki lengur skuldinni sem er ekki bara tap aðalsparnaðar hins fasteignaeigandans heldur áhyggjuefni lánsveitandans.

Ef að það versta sem gæti gerst  myndi gerast og fasteignaeigendur í hrönnum réðu ekki við afborganir stóru lánanna sinna, ekki væri hægt að selja eignina þar sem að kaupverðið sem fæst fyrir hana er mun lægra en skuldirnar sem á henni hvíla. Þessir eigendur yrðu gjaldþrota og lánveitandinn myndi auðvitað tapa umtalsverðu fjármagni.

það er ekki undarlegt að margir séu áhyggjufullir og aðrir sé afskaplega þakklátir fyrir allt það hugrekki sem stórnvöld ásamt hverjum hugsandi manni taki á sig ábyrgð til þess að koma þessum málum í lag. Best fyrir alla er væntanlega að fasteignaeigendur geti staðið undir sínum skuldbindingum. Hér er ég nú bara að leika mér með eina hlið málanna sem er auðvitað bara brot af allri vandamálaheildinni.

Ég las líka í morgun um að vegagerðarmenn fyrir vestan hefðu flaggað fána sínum í hálfa stöng. Svona er þetta alltaf, sá sem missir eitthvað úr sínum aski verður svekktur jafnvel þegar talað er um stórmál sem þessi. Ég bjó í mörg ár úti á landi og hafði mínar skoðanir m.a. um samgöngumál en þegar slík spenna er í hagkerfi þjóðarinnar þá ættu allir, bæði ég og þú, ríkisstjórn, bankar ofl.ofl.ofl. að leggjast á eitt. Allt er hægt ef samstaða og vilji eru fyrir hendi.

Fólk þarf að gera sér grein fyrir stöðu mála áður en allt er komið í óefni. Þannig er það því miður svo oft að það þarf svo mikið til til þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnir séu tilbúin að axla ábyrgðina. Þú gætir til dæmis spurt þig " Hvað þarf að gerast til þess að ég sé tilbúin/n að draga úr neyslu og byrja að spara?"

Því ekki að kynna að staðaldri hverju þetta og hitt myndi breyta? það er sagt við fólk að það þurfi að halda að sér og draga úr neyslu. Af hverju ekki að setja þetta myndrænt upp, mata það ofan í okkur neytendur að ef við myndum minnka neysluna um x margar krónur á mánuði þá gæti það haft þessar og hinar góðu afleiðingarnar.

Ég held því miður að meðal Jón og Gunna átti sig ekki á því að þeirra sparnaður geri yfirleitt nokkuð. Hvað máli skiptir þó að ég spari? Hvað máli skiptir eitt atkvæði? það breytir ekki neinu! Þetta er það sem ég heyri. Það þarf að markaðsetja sparnað, samdrátt í neyslu þannig að fólk finni að um þjóðarátak er að ræða. Þannig að fólk geti verið stolt af því að taka þátt í að minnka þenslu og eyða vonandi ;) verðbólgu.

Þessi morgunpistill minn er nú að verða allt of alvarlegur, ég held tæplega að það sé hollt fyrir mig að vera svona alvörugefin í morgunsárið. Ég held að ég gæti lifað meinlæta lífi 6 daga vikunnar til að byrja með, aukið það síðan eftir 4 vikur í 26 daga af hverjum 28 og hver veit ef til hert ólina enn meir ef að hægt væri að sýna mér fram á að það myndi skila árangri. 

Þetta er auðvitað ekki sanngjarnt þar sem að ég er vön meinlætalífi og þar af leiðandi líklega léttara fyrir mig en náunga minn sem er ekki vanur því (kornið mitt og ég fátæki og skuldugi námsmaðurinn á auðvitað auðvelt með að skrifa svona) Það má líka líta til verslunareigenda og þjónustuaðila sem myndu missa spón úr aski sínum ef fólk tæki nú upp á því að minnka neyslu.

Eins dauði er annars brauð og brauð annars er dauði eins ;) Þannig að eins og sést þá er þetta ekki einfalt mál;)

Nú ætla ég að hefja mig upp úr þessum djúpa dal og lesa spennandi vísindagreinar, því þar eru margar spennandi framfarir, sem að fylla mig að von um bjarta framtíð og betra líf ;) 

 


mbl.is Glitnir segir að aðgerðir ríkisins hefðu átt að hefjast fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 71847

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband