Leita í fréttum mbl.is

Ó elsku bíllinn minn "græni" Búmm saka búmm búmm búmm....

Nú er kominn tími til að panta skoðun fyrir gamlingjann.Við keyptum hann sem ´96 módel en hann er nú smat ´95 eða 11 ára gamall!! Hann var keyptur í hádegishléi á 15 - 20 mínútum (þvílík klikkun) farinn einn rúntur á honum og greitt fyrir hann skólatilboð 290 þúsund meðfylgjandi fartalva Medion sem ég er að slá þessar uppplýsingar á.

Þrátt fyrir að við höfum nú aðeins átt hann í tæpt ár þá er hann kominn með sögu. Hann var ástandsskoðaður með athugasemd á dekk og bílstjórahurð allt annað í lagi. Fallega grænn á litinn, þýskur gæðingur ;)

Ég ersvo lítið hrekkjótt inn við beinið. Bílinn er af tegundinn Volkswagen Vento. Það kom að því í janúar að hann fór í gang en drap jafnóðum á sér. Farið var með gripinn á verkstæði og þar með hófst smá aðhlynningarferli. Ég var nýbúin að vera í stífu þýskunámi og stolt af árangri mínum þar. Þegar ég hringdi í Heklu sem er með umboð fyrir þessa bíla og var spurð um það á hvernig bíl ég væri bar é nafnið fram eftir þýskum framburð eða Fólksvagen Fentó hahahahaha maðurinn sagðist ekki kannast við þá tegund svo að ég stafaði þá fyrir hann þýska nafnið aha "fólksvagen ventó" og sjálfsagt brosti af hinum bagaða framburði mínum ;)

Þetta kitlaði nú hrekkjataugar mínar og þá 8 staði sem ég leitaði til út af ýmiskonar vandræðum sem þurfti að kippa í lag þá sagðist ég alltaf vera á Fólksvagen Fentó. Viti menn enginn af þeim mönnum sem ég talaði við á hinum 8 mismunandi verkstæðum þekktu þessa bílategund. hahahaha

Einn sýndi þessu þó áhuga og spurði mig hvers vegna ég segði fentó en ekki ventó eins og allir aðrir? Nú ég er auðvitað sannaur Íslendingur og svara spurningu með annar spurningu nema HVAÐ!!! Svo að ég segi "afhverju segir þú fólksvagen en ekki Vólksvagen? Hann svara " nú hann heitir Fólksvagen þess vegna segi ég það" mér var mikið skemmt og varð hugsað til þágufallssýkinnar íslensku og þeirrar hefðar sem rangur framburður eða röng beyging skýtur rótum.

að lokum segi ég auðvitað hlæjandi nema hvað, "hefur þér nokkurn tímann dottið í hug að V sé borið fram sem F í þýsku en W sem V saman borið Volkswagen?   Búmm Saka Búmm Búmm Búmm lalala..la la la la..... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er skondið að þjóðverjar geri þetta, en hollendingar eru verri.

vet = fett = fita

vrouw = frá = kona

vriend = frínd = vinur

vijf = feijf = fimm

...og af því að v er algert f verða þeir að nota w sem v þannig að vodka er skrifað wodka því annars væri það fodka.

Villi Asgeirsson, 3.7.2006 kl. 18:44

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

hahahaha fodka :) Ég hef einu sinni komið til Hollands og kunni þá lítið í þýsku en kunni slatta í ensku og dönsku. Mér tókst nú einhvern vegin að lesa mig í gegnum dagblöð og ná einhverjum þræði þar. Man eftir blómasýningu sem var auglýst en við Íslendingarnir vissum ekkert af. Mamma var mikil blómakona svo að við ákváðum að drífa okkur á sýninguna í von um að ég hafi skilið fréttaskotið rétt. Viti menn það gerði ég mömmu til mikillar gleði.Ég held nú bara að hún hafi verið pínu montin af mér þá, en hún var ekki mikið fyrir að láta það í ljós.

En talandi um Hollenskuna þá fannst mér afskaplega fyndið að hlusta á Hollendingana tala það var eins og þeir hálf hræktu út úr sér orðunum, ég biðst forláts en ég á enga aðra leið til þess að lýsa þessu svona á letri það er auðveldra life ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.7.2006 kl. 18:58

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er rétt, g-ið þeirra er einstaklega fallegt. Engin leið að koma því til skila í skrifuðu orði. Annars fór ég á skemmtilega sýningu á tjöldum gegn um árþúsundin. Hún hér hottentottententententoonstelling (og ég er EKKI AÐ GRÍNAST!).

Villi Asgeirsson, 3.7.2006 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 71579

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband