Leita í fréttum mbl.is

Viðbrögð annarra við hegðun þinni .....

hefur áhrif á líkurnar á því að hegðunin verði endurtekin! Einnig mætti segja að afleiðingar hegðunar þinnar hafi áhrif á líkurnar á því hvort hegðun er endurtekin eða ekki.  Ég hef verið að velta vöngum yfir þessu eftir að ég las fréttir af vændi á Íslandi.

Pælinar mínar hafa meðal annars snúist um styrkingarþáttinn. Talað er um að áhirfamestu styrkingar eða refsingar  séu þær sem að séu nálægt hegðuninni í tíma. Peningar eru með áhrifamestu styrkjum sem vitað er um. Einstaklingur sem selur blíðu sína er því styrktur til þess að halda því áfram. Eftir því sem ég hef heyrt þá er tímakaupið hærra en almennur verkamannataxti. 

Hvatningin til þess að halda hegðuninni er því meiri heldur en sú að hætta henni og fá sér verkamannajobb. Nú er ég eingöngu að velta fyrir mér þessari hlið málsins en ekki hvort rétt væri að lögleiða vændi eða ekki, hvort vændi er alltaf hið versta mál eða hvort á því séu tvær eða fleiri hliðar. Fréttin var hins vegar hvati að því að þetta hugsunarferli fór af stað hjá mér.

Okkur er auðvitað ekki kennt hve áhrifamikill styrkir er í að stuðla að hegðun fólks. Það á við bæði um jákvæða "góða" hegðun og neikvæða "slæma" hegðun.  Því meira sem ég hugsaði um vændið orsakir þess og hvað viðheldur því, því betur gerði ég mér grein fyrir hve víðtækt málið er.

  • Hvað veldur framboði og eftirspurn?
  • Hvers vegna sækjast giftir menn á aldrinum 40 til 50 ára á Íslandi eftir því að kaupa sér þjónustu vændiskvenna / manna?

Skoðum aðeins kaupandann. Við vitum ekki hvers vegna hann velur að byrja á því að kaupa sér þjónustuna, hitt er auðvelt að geta sér til um að maður sem það gerir og uppsker vellíðan fyrir  hegðun sína, finnst hann jafnvel vera "góðhjartaður" að redda einhverjum um laun sem hefur vændi að vinnu, getur haldið athæfinu leyndu fyrir konunni sem hann er giftur, þessi maður fær fullt af styrkjum inn á hegðunina að kaupa sér þjónustuna. Það eru því ekki miklar líkur á því að hann muni hætta því svo lengi sem þetta heldur svona áfram og hann á pening til þess að borga fyrir hana. Eftirspurnin mun því halda áfram fyrir alla þá sem að þetta á við um svo lengi sem viðkomandi hefur getu til og peninga til að greiða fyrir sig. Ég reyndi að hugsa þetta út frá vændiskonunum en komst þá að því að ég hef einungis sögur af konum sem líða fyrir þetta og flestar líka í ofbeldisfullu sambandi, kúgaðar eða í eiturlyfjum. það er eðlilegt að allir eða að minnsta kosti flestir vilji gera eitthvað til þess að hjálpa þessum konum. Síðan eru sögusagnir um konur sem eru mjög ánægðar með þessa vinnu og myndu ekki vilja neina aðra. Ég hef ekki heyrt slíka sögu nema sem eins konar munnmælasögu sem ekki er hægt að taka mark á. Ef það er hins vegar rétt þá er spurningin að bæta við atvinnustétt vændiskvenna. Það ætti þá ekki að vera neitt til að skammast sín fyrir ef að þetta starf er jafn eftirsóknarvert og mörg önnur störf í þjóðfélaginu. 

það gæti að vísu skapast sá vandi sem varð hjá annarri Evrópuþjóð að kona missti atvinnuleysisbæturnar sínar vegna þess að hún neitaði vændisstarfi, en þar var búið að lögleiða atvinnugreinina. Já það er í mörg horn að líta ég komst í strand með þetta. 

Þessar pælingar leiddu mig síðan út í aðra sálma lífsins sem líka tengjast viðbrögðum annarra við hegðun manns. Ég fór að skoða minn eigin persónuleika og þær styrkingar sem meðal annars hafa verið til staðar í mínu lífi.

Ég gat ekki annað en hlegið og tekið undir það að lífveran ég og þú stjórnumst talsvert (vonandi ekki alveg) af afleiðingum hegðunar okkar ;) Mamma talaði upp til mennta og þess að vera fróður, hún var aðp sjálfsögðu alltaf að gera það besta sem hún vissi/kunni og vildi börnum sínum allt það besta. Ég heillast ekki af skáldsögum eins og komið hefur áður fram á blogginu mínu. Það er hálfgerð kvöð fyrir mig að lesa skáldsögu en ég elska alls konar fræðibækur. Mamma var líka mjög hrifin af alls konar heilbrigðismálum og ég heillast af þeim ;)

Mamma var líka snyrtimenni og langaði til þess að hafa fallegt í kringum sig. Lengi var hún ein með okkur systurnar og kom það í okkar hlut að taka til og þrífa á meðan hún vann fyrir okkur. Mamma hældi okkur aldrei fyrir vel unnið verk en ef eitthvað var ekki nægilega vel gert sem var langoftast þá fann hún að því. Stundum var hún jafnvel stórorð og sagði að enginn myndi vilja okkur í vinnu ef vinnubrögðin væru slík.

Viti menn ég hef lagt mig fram í námi og starfa að gera alltaf það besta sem ég get ( svo að einhver vilji mig nú afram í samstarfinu) hahahaha en fyrirmyndar húsmóðir hef ég ekki verið. Auðvitað finnst mér gaman að eiga fallegt heimili og er stollt af fjölskyldumeðlimum þegar þeir taka til hendinni og myndarskapast ýmist jafnóðum sem gleður mig mest eða af og til. það farast hins vegar ekki himin og jörð þó að allir hlutir séu  ekki á sínu stað á sínum tíma (alltaf ;))

Þegar ég lít til baka Þá sé ég vel að mamma gæti hafa styrkt þá hegðun mína með því að hæla mér aldrei heldur vara mig við því að enginn annar myndi vilja mig í vinnu ef ég gæti ekki gert betur en raun bar vitni. 

Með þessa vitneskju get ég nú farið í frekari naflaskoðun og líklega breytt þessu ef ég hef einvherja þörf til þess ;) Já sunnudagspælinar í endalausri rigningartíð hér í Reykjavík eru í dýpri kantinum en hvern hefði órað fyrir því að fréttir af vændiskaupum 40 - 50 ára giftra karlamanna á Íslandi myndu  verða til þess að ég áttaði mig á þessu.....

Já það er sannarlega margt skrýtið í kýrhausnum;) 


mbl.is Eftirspurn eftir vændi er helst frá 40–50 ára körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er þetta sem gerir það að verkum að við hundskumst í vinnuna á hverjum degi. Minnir að ég hafi skrifað eitthvað um klepra í einni færslunni, en alltaf skal ég vakna allt of snemma og sitja við tölvuna á skrifstofunni allt of lengi. Maður fær borgað fyrir þetta svo maður lætur eins og svangur köttur, hegðar sér vel við þann sem fyllir skálina. Matarást. Ég keyri líka allt of hratt eftir vinnu, 140-150 yfirleitt (í Hollandi nota bene, ekki á Miklubraut). Ég geri það vegna þessa að ég kemst upp með það. Engar hraðamyndavélar. Okkur er því stýrt af kringumstæðum og viðbrögðum heimsins.

Þú minntist á atvinnuleysisbætur og vændi. Ekki var það í Hollandi? Hljómar nógu vitlaust til að geta verið héðan.

Villi Asgeirsson, 2.7.2006 kl. 19:02

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Jú ég er næstum viss um að Holland er staðurinn en þar sem ég vr ekki alveg 100% þá valdi ég að setja það ekki inn. Já og svo hef ég haldið að ég ráði einhverju um líf mitt hahahaha eins gott að lifa meðvitað þó ekki sé nema 1 sinni til 2svar í viku ,) Ég held að annað væri allt of erfitt svona til að byrja með og ég fæddist ekki í gær þannig að sum mynstur eru sennilega orðin þokkalega föst í mér eða þannig

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 2.7.2006 kl. 19:49

3 identicon

Það var í þýskalandi og starfið var hjá strippbúllu en ekki vændisstarf, ja ekki svona 'beint' vændisstarf hið minnsta.

Árni St. Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 10:30

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Úbbs!!! gott að vökul augu sjá þegar rangt er farið með ;) ég þakka fyrir leiðréttinguna :)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.7.2006 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband