Leita í fréttum mbl.is

Svettið í gær var mesta þrekraun lífs míns

Ég mætti upp á svæðið klukkan 18:00. Fyrst voru fagnaðarfundir. Margar af perlum lífs míns voru þarna samankomnar og gleðistraumar fóru um mig aftur og aftur. Já er ekki lífið skrítið. Margir eða 9 af 16 var fólk sem ég þekkti. Suma þekkti ég betur en aðra en gleðistraumar flæddu og flæddu.

Þetta er eins og munurinn á að hlusta/horfa á myndband eða vera á life tónleikum. Allir sem farið hafa á tónleika þekkja muninn á því. Þokkalega erfitt að setja þetta í orð. Endurfundirnir toppuðu þetta kvöld.

Ég fíla það vel að fara í svett og stundaði það reglulega einu sinni í mánuði hátt í tvö ár. Það kom fyrir að ég færi tvisvar í mánuði. Ég er ekki frá því að líkaminn aðlagist þessum lífstíl og þeim miklu hitabreytingum sem fylgja þessu.

Þegar líður svona langt á milli þá finnst mér þetta erfiðara. Það er líka skondið að fatta það svona daginn eftir hve mikið ég hafði saknað návistar við allar þessar perlur lífs míns. Þessa einstöku einstaklinga sem eru svo einstakir hver og einn að ég vildi að ég væri listamaður og gæti dregið upp séreinkenni hvers og eins.

Stundin við eldinn hefur oft verið hjá mér bæði svona social stund og inlifun í frumkrafta náttúrunnar. Að taka þátt í þessari athöfn er svona með því áhrifameira fyrir mig í að tangjast náttúrukröftunum.

Nonni og Heiðar geilsuðu, ég hef ekki hitt þá í meira en ár. Percy vekur alltaf upp í mér stríðnispúkann bara án þess að gera nokkuð ;) (eftir því sem ég best veit) hum.....

Kjartan dregur fram það æðra í mér en með stríðnisívafi. Arndís og Hulda kölluðu fram í þetta sinn meiri þorsta í samskipti, Sigga Rut dregur fram hlýju, umhyggju og þörfina til að skilja tilgang lífsins og svona gæti lengi haldið áfram, en ég saknaði Díönu það hefði verið svo næs að hitta hana líka.  

Í dag er ég glöð og þakklát fyrir að hafa verið svo gæfusöm að ganga spöl í lífi mínu með slíkum perlum. Þessum litlu en samt svo stóru þáttum í lífinu gleymir maður og það er sannarlega gott að vera minntur á það við svona yndislegar aðstæður eins og í gær.

En aðeins meira um reynslu svettsins. Danstíminn var með þeim bestu sem ég hef tekið þátt í. þarna vor nátturbörnin að lifa sig inn í hljómfallið. FRÁBÆRT!!!!!   

Svo hófst þrekraunin. Við skriðum inn í tjaldið eitt af öðru. Fyrsta umferð var HEIT, siðanvar tjaldið opnað lítillega og fólk jafnaði sig. Önnur umferð var yndisleg, þegar þrjár umferðir voru búnar þá höfðum við setið í tjaldinu í 1,5 klukkutíma. Við héldum nokkur að 4 umferðir væru búnar. Fólk var orðið dasað, enda líka gott veður sól og svona....

það kólnaði því aldrei mikið á milli umferða þegar tjaldið var opnað. Þar að auki sat ég í miðju tjaldi og loftið sem kom inn þurfti þ´vi að fara hringinn eða beint yfir steinana sem eru í miðju tjaldinu þannig að eins mikið og ég þráði að finna ferska loftið streyma inn þá naut ég þess aldrei þetta kvöld....

Tvær umferðir voru eftir. Ég rétt réði við 4 umferðina en fann að mikið var af mér dregið. Það ver arfitt að syngja með, hitinn var gífurlegur. Ég tók á það ráð að setja þurr handklæði yfir höfðu mér til að hlífa mér aðeins. Ég held að ég hafi farið 20 - 30 sinnum í svett og ég hef aldrei sett neitt yfir höfuðið og aðeins einu sinni lagst niður og líkaði ekki sú reynsla.

Handklæðið var fínt. Auðvitað blotnaði það fljótt því að mikil gufa er í tjaldinu, sérstaklega þegar ausið er yfir steinana. Ég skil ekki þá sem vilja hafa blautan poka á kollinum, ég myndi halda að höfuðið yrði heitara þar sem rakinn í stykkinu er fljótur að hitna og hann leiðir vel niður í höfuðið. en flestir eru að nota blauta poka.

Ég lifði af 4 umferð en vá hvað ég var orðinn þreytt. Ég hafði samt drukkið mikið af vatni!!! Þá hófst lokaumferð og ég var bara ekki að meika þetta. Ég var gjörsamlega búin á því. Mig langaði til að hrópa OPNA löngu fyrir tímann.

Á endanum gat ég bara ekki meir. Ég gafst upp og lagðist niður og sennilega hef ég bara sofnað. Ég man tæplega eftir lokahnykknum. Eftir að þessu lauk og flestir voru farnir út þá bara lá ég þarna ásamt nokkrum hræðum sem völdu það eins og ég ;)

Sennilega sofnaði ég aftur... fór síðan út og hellti yfir mig ísköldu vatni og hresstist þokkalega vel við það. Jú ég hafði lifað þetta af en ég held bara að engin reynsla í lífi mínu hafi tekið eins mikið á ekki einu sinni 5 barnsfæðingar.

Ég er reyndar ekkert fyrir það gefinn að gefast upp...... það skýrir sjálfsagt mikið hversu mikil ruan þetta var, því að í lokin gafst ég hreinlega upp í að aðlagast hitanum, vera hitinn, þola áreitið og njóta þess að hafa mikla STJÓRN hahahahaha já ég held að ég hafi hér hitt naglann á höfuði!!!

Nú líður mér þokkalega, er enn þó nokkuð dösuð og þreytt er að þamba vatn til að bæta mér upp vatnstapið. Ég er auðvitað alveg ný og ekkert er betra. Öll gamla dauða og hálfdauða húðin dettur auðvitað af manni. Ég hef hvergi annars staðar kynnst því (fer oft í sund og gufu). Húðin verðu mjúk eins og á ungabarni "alveg ný" ;) og ennisholubólgan sem var nú orðin krónisk hjá mér hverf þegar ég stundaði svettið reglulega. Ég veit ekki hvort þetta eina skipti dugar nú til þess að hreinsar þær nú. Lílega þarf ég að fara aftur í ágúst til að kippa þeim óskunda í lag.

En ef þið perlurnar mínar lesið þennan pistil minn þá vil ég segja eitt..."takk fyrir að vera til og velja það að vera á sama tíma og sama stað að gera eitthvað sem ég er að gera líka" 

 

 

 


Gaman fyrir þig ;)

Til hamingju með áfangann Elín. Ég er ekki hissa að þú hafir þörf fyrir hvíld. Það er gott forskot að geta hafið Háskólanám svona ung, sérstaklega ef að þú ætlar í Lögfræðina sem er þrælerfið :)

Ég óska þér velgengni í starfsleitinni og valinu ;)

 

 


mbl.is Fjórburinn Elín Guðjónsdóttir útskrifast sem stúdent 17 ára:
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfing sem þetta tekur á

Alltaf þegar ég les fréttir af síamstvíburum og aðskilnaði þeirra þá leitar hugur minn til foreldranna. Ég get ekki ímyndað mér áhyggjur þeirra eða þeirri ákvörðun að láta aðskilja tvíburana.

Þessar "tvær" yndislegu stúlkur eru 10 mánaða gamlar og segja læknar það vera kraftaverk ef önnur þeirra lifir afhvað þá báðar.

Ég hef gengið með fimm börn, fætt þau öll á eðlilegan hátt og þau öll verið heilbrigð. Ég man að ég spurði sérstaklega um það þegar ég átti annað barnið mitt hvort það væri ekki örugglega heilbrigt og var svo utna við mig að þegar ég rankaði við mér á ný þá vissi ég ekki hvort ég hafði átt stelpu eða strák en ég vissi að barnið var heilbrigt.

Ég hugsa oft um það hve mikið kraftaverk getnaður og fæðing er og að við skulum svo mörg njóta þess að vera heilbrigð. Þetta ferli er allt svo viðkvæmt að það er eiginlega mesta furða. Það er ekki laust við að ég sé hissa á sjálfri mér eða jafnvel skammast mín fyrir að finnst það svo sjálfsagður hlutur að vera heilbrigð, eiga heilbrigðan mann og fimm heilbrigð börn. 

Hugur minn er núna hjá foreldrum tvíburanna. Ég vona svo sannarlega að minnsta kosti annar tvíburinn lifi aðskilnaðinn að. 


mbl.is Læknar í Sjanghæ aðskilja samvaxnar tvíburasystur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna er þá draugafréttin komin aftur ;)

Þetta er einmitt fréttin sem ég las í morgun hugs....hugs... Svo þegar ég ætlaði að blogga með henni þá fann ég hana hvergi. Ég fór því og googlaði á einhverja linka til þess að finna heimasíðuna en hér er línkurinn líka.

Ég sé líka að það er búið að bæta við fréttina upplýsingum um Matt því í morgun kom ekkert fram um að hann væri fasteignasali, eða þannig las ég fréttina í morgun. Ég veit nú ekki hvað er í gangi hjá mér hahahahahaha.

Ég var líka að lesa kommenta frá Siggu Beinteins og henni leist nú bara rosalega vel á Magna. Hún vildi að vísu klæða hann í leðurgalla og að tattóið kæmi í ljós;)

Sem sagt það þarf aðeins að rokka strákinn upp ;) Ég kveð þá allar draugafréttir í dag og dríf mig aftur út í sólina. Var mig kannski bara að dreyma í morgun? 


mbl.is Magni áfram í Rock Star þættinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað finnst þér???

Ég var að lesa umfjöllun um Rock Star Supernova keppnina í Fréttablaðinu í morgun. Ég var hissa á því að fólk væri tilbúið í að kjósa bara landann (Magna í þessu tilviki) jafnvel þó að einhver annar væri betri.

Ég hafði allan vilja til þess að kjósa Magna þegar ég byrjaði að horfa, en eftir að hafa hlustað og horft sérstaklega á afrísku stelpuna (Dilana ef ég man rétt) þá heillaðist ég svo upp úr skónum að ég ákvað að mitt atkvæði færi til hennar!!!

Þjóðarstoltið er auðvitað sterk í manni og rís alltaf upp á afturendann þegar Íslendingur er að gera það gott einhvers staðar úti í heimi en "kommon" sá hæfasta á sigurinn er það ekki?

Það á að ráða þann hæfasta í starfið ;) Allir ættu að eiga sömu möguleika á að vinna ef hæfileikinn sem verið er að mæla er til staðar. Ef að hver þjóð kýs bara sína stjörnu þá á Magni engan séns. Ég vona svo sannarlega að ef að Magni hefur það sem hann þarf til þess að sigra keppnina þá séu fleiri en við Íslendingar tilbúnir til þess að kjósa hann ;)

það er svo sem ekki nema von að margir séu sí og æ að tala um klíkuskap ofl. í þeim dúr eins og t.d. Gísli Marteinn gerði þegar hann var að kynna Eurovision (þá vildi ég hafa átt sértæka fjarstýringu sem gæti bara sett hann í MUTE eða þurrkað bara alveg út). En áfram með stuðning við hæfileikaríkasta tónlistamanninn!!!

Íslendingurinn ég verð kampakát ef það verður Magni en  líka ef einhver annar nær þeim árangri og á hann sannarlega skilið.


Endursýning á RockStar Supernova á skikkanlegum tíma

Ég get ekki séð að framhaldsþættirnir séu endursýndir. Ég get ekki horft á þættina á tímanum 1-2 að nóttu í miðri viku. Ég myndi samt hafa gaman af því að fylgjast með. Mér finnst alltaf gaman af því að fylgjast með hæfileikafólki spreyta sig og ekki síst í tónlist. 

Ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég sá í auglýsingum í gær raunveruleikaþátt boxara, hver lifir af og verður "meistarinn"  ;)

Já því ekki, það eru margir sem hafa áhuga á því. Ég fór að láta mig dreyma um raunveruleikaþátt þar sem besti gítarleikarinn væri valinn. Þó að ég hafi áhuga á mörgum mismundandi hljóðfærum þá held ég að sólóleikur á gítar eigi vinninginn. Jazzaðar útfærslur fá hárin til að rísa!!! En þetta eru nú bara draumar eða þannig.

Ef þú veist til þess að þættirnir verði endursýndir endulega skjóttu því hér inn;) Það getur svo sem verið að hægt sé að "dánlóda" þeim héðan 

Var eithvað að reyna þetta í morgun en án árangurs. ef til vill bara mikið álag á síðunni. 


Magni komst áfram

Þetta er nú ekkert smáskrítið. Annað hvort er ég ekki enn vöknuð, fréttin af Magna farin út af mbl.is eða ja ég veit ekki hvað. En sem sagt ég last frétt í morgun á mbl.is (eftir því sem ég best veit) um að Magni hefði komist áfram og "Matti" hefði fallið út. Chris sem var með hinn hræðilega flutning á Roxanne var að sjálfsögðu einn af þremur neðstu en reddaði sér þegar hann fékk að velja sér annað lag og flytja það fyrir grúppuna. Matti hins vegar valdi Duran Duran og lagavalið hans féll ekki í kramið hjá grúppunni.

Svona er þetta, mér datt ekki í hug að hann dytti út. Ég set hér inn link á heimasíðu Rock Star Supernova. Gaman fyrir áhugasama að kíkja hér inn;) 


Þú getur aldrei orðið meira en næst bestur ef þú reynir að vera annað en þú sjálfur

Hún minnti mig á Tínu Turner flotta söngkonan frá Afríku. Ég var að horfa á Rock Supernova og er ekki enn búin að ná mér eftir söng hennar. Hún hafði allt, frábæra sviðsframkomu, leikræn og röddin alveg ótrúleg. 

Mér fannst Magni ekki náð því að vera hann sjálfur. Hann skilaði laginu vel og ég er viss um að hann verður áfram með. Gaurinn sem tók Roxanne var með það ljótasta klúður sem ég hef heyrt. Ef hann dettur ekki út ja þá er ekki í lagi hjá fólki.

Verst að ég verð ekki heima annað kvöld til að sjá næsta þátt en ég vona að þetta sé endursýnt. Ég fylgist ekki nógu vel með. Mér finnst svo þægilegt að velja bara sjálf þegar mér hentar að horfa á eitthvað þannig að sjónvarpið er ekki eitt af mínu uppáhaldi. En ég hafði svo gaman af þessu og er alvæg æst í að sjá eða aðallega heyra meira.

Magni þarf að vera hann sjálfur hann er númer eitt í því eins við öll hin ;) Ég vona að hann haldi áfram og fá lag sem sýnir betur hvað í honum býr en I cant get enough gerði 


Við hjónin fengum bæði svona sms

Hvorugt okkar fór þó inn á umbeðna síðu heldur hringdi maðurinn minn vegna SMS skeytisins og fékk þær upplýsingar að við ættum ekkert að aðhafast. Enginn skuldfærsla yrði færð á reikninginn ef við létum þetta eiga sig.

Ekki vantar útsjónasemina hjá þeim sem hafa það að atvinnu að stela frá öðrum. Það er eins gott að vera í meðallagi eða jafnvel meira var um sig eða meira. 

Ég velti því fyrir mér hvort að heimsóknir á ókunnar heimasíður geti komist inn bakdyramegin hjá manni? Því að ef svo er þá er heimabankinn ekki góður kostur fyri þá sem hann nota nema ekki séu heimsóttar ókunnar heimasíður.

Já það er vandlifað í honum heimi! 


mbl.is Tölvuveiru lætt inn í tölvur með aðstoð SMS-skilaboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu "hedgehog" eða "fox"?

Ég er að pæla í mismuninum á hedgehog og fox. Rambaði á skemmtilega grein sem ég skelli hér

ég hef nú ekki fundið neitt á íslensku um þetta en ef einhver veit um eitthvað þá þygg ég alla hjálp;) 


Ekki er þetta ný mynd? Það getur bara ekki verið eða hvað?

Ef að þetta er ný mynd af Soffíu Lórens þá er þetta dæmi um velheppnaðar lýtalækningar. Ég hef ekki séð 71 árs gamala konu líta svona vel út!!!

Sjáiði brosið, ég get ekki séð að það sé eitthvað þvingað eins og svo oft vill verða eftir andlitsstrekkingar. 


mbl.is Sophia Loren sat fyrir á myndum fyrir Pirelli-dagatalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú get ég bara litið til vinstri :(

Var með hálfgerðan hálsríg í gærmorgun en lagaðist með deginum. Það var samt erfitt að bakka bílnum þar sem ég á erfitt meða að líta til hægri. Mér finnst það alveg óþolandi að vakna með líkamann hálf frosinn!!!

Ástandið á mér var hræðilegt í morgun. Það er eins gott að ekkert forvitnilegt sé að gerast hægra megin við mig í dag því að ég myndi einfaldlega missa af því. Ég var búin að plana daginn (eins og venjulega) en þau plön fóru fyrir ofan garð og neðan strax og ég vaknaði. 

Því að þá komst ég að því að ég gat ekki snúið höfðinu og það var jafnvel erfitt að snúa líkamanum og þá höfðinu með ;) en þannig hef ég verið að hegða mér síðan ég vaknaði í morgun. Ég er nú búin að vera að hlæja að þessu svona í einrúmi, er auðvitað að vona að sá hlátur setji af stað einhverja endorfínframleiðslu þannig að ég fái svona náttúruleg verkjalyf sem redda mér í gegnum daginn.

En það mætti halda ég ég skynjaði mikla ógn hægra megin við mig því að í hvert sinn sem ég hreyfi mig í þá át þá er það gert mjööööööögggggghhhh hægt.

Ef þú át gott ráð til að losna við hálsríg annað en að fara til hnykkjara sem ég veit að virkar hratt og vel þá er ég ekki hæg í að taka á móti þeim ráðum.

Ég hlakka reyndar til að fara í sund seinni partinn í dag, er að vonast til að sólin haldi svo að ég geti bara steikt mig í henni og síðan ætla ég í svett á morgun sem að hlýtur að gera útslagið á hálsrígnum eða þannig;) 

 


Þetta er góð hugmynd

Hugmynd Runólfs Ólafssonar um að ríkið lækki skatta á eldsneyti er góð. Það er alltaf gaman þegar maður er að pæla í einhverju eins og ég hef verið að pæla í þessum verðbólgudraug undanfarnar vikur þegar einhverjum dettur eitthvað í hug sem maður hafði ekki pælt í;)

Mér finnst rökstuðningur hans líka snilld. Ríkið hefur stungið upp á því að draga saman m.a. í vegaframkvæmdum en ákveðinn hluti af bensínskattinum fer einmitt í þær. Það er því algjör snilld að lækka skattinn, ekki sama þörf fyrir tekjurnar það eina sem gæti verið slæmt við þetta er að þegar almenningur, ég og þú þurfum að borga minna fyrir það sama eða minna fyrir meira ;) þá er alltaf hætta á meiri neyslu annars staðar.

Það þyrfti því samfara þeirri skattalækkun að verðlauna landann fyrir það að spara, hvernig svo sem það er nú hægt ;)

Ég vildi nú gjarnan heyra af slíkum uppástungum, hugmyndum og væri meira en til í að taka þátt í þeim leik (alvöru) 


mbl.is Lækkun bensínverðs getur verið hagstjórnartæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af 100 bestu Háskólunum????

Hvað þýðir það? Þýðir það ef til vill að sá sem hefur gráðu frá þeim háskóla standi betur en þeir sem hafa gráðu  frá háskóla em ekki er á meðal 100 bestu? 

ég hef velt þessu svolítið fyrir mér. Ég hef svo sem ekkert á móti því að Háskóli Íslands raði sér með 100 bestu háskólunum en hvað felst í því. hverju er verið að fórna. Mig minnir að ég hafi heyrt Háskóli Íslands skóli allra landsmanna! Allir eiga sama rétt til náms!!!

Ég hef vegna fjárhagslegra aðstæðna og félagslegra (5 barna móðir) ekki geta hafið háskólanám fyrr en á síðasta ári. Ef að HÍ væri á meðal 100 bestu hefði það þá þýtt að fólk eins og ég ætti ekki séns?

Væri skólinn þá ekki lengur skóli allra landsmanna og sami réttur fyrir alla til náms? Ja ég velti þessu óneytanlega fyrir mér hvað felist í því að skólinn  sé einn af 100 bestu? Vonandi er það þess virði. Einhver annar bloggari hér, ég er því miður búin að týna honum,  var að tjá sig um muninn á skólagjöldunum í HR og HÍ 45.000 og 450.000 sem er þó nokkuð. Það er alla vegana ljóst að ég hefði ekki getað látið drauminn minn rætast. Ég gæti ekki í dag stundað nám við skóla þar sem að skólagjöldin væru svo há.

En þú lesandi góður, veist þú hvað felst í því að vera 1 af 100 bestu háskólunum? 


Kannski ætti maður á hætta á hverju kvöldi?

Sagði BB King þegar hann kvaddi í Sviss. Já það hefði nú verið næs að vera hátíðargestur. en þetta er Ísland í dag :(

Jazz og blues eru ofarlega á lista hjá mér yfir tónlist þó að mér líki mikil breidd þar. Það er fátt sem ég fíla ekki en helst svona bílskúrstónlist. Það er þó gaman að rifja það upp þar sem ég hef haft mjög gaman af því að dansa að ég er ekki endilega að njóta þeirrar tónlistar sem ég dansa við.

Þegar ég hlusta á jazz eða blues þá virkilega nýt ég tónlistarinnar. Stundum rísa hárin í hnakkanum á mér. Ef ég væri broddgöltur þá myndu þau öll rísa þegar ég heyri sum lög ;) 


mbl.is BB King kvaddi Montreux-djasshátíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þetta séu mistök? Ekki sagði Siggi stormur þetta.

Ég horfi hér út um gluggan og hugsa til litlu rafmagnssláttuvélarinnar sem er svo tilbúin að  naga grasið af flötinni hjá mér. En það rignir og rignir og svo rignir enn meir. ég var nú svo sem ekki bjartsýn á að einhverra breytinga væri að vænta. Las grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem rætt var um veðurhorfur við Sigga storm. Hann lofaði einum sólardegi;)

Ég veit nú ekki af hverju mér datt í hug að rýna í veðrið á fréttatengli hjá mbl.is. en kíktu hingað

og þá sérðu að það gæti séð til sólar í nokkra daga í röð og þða núna í vikunni ;) 


Talar eftir 19 ár í "Coma"

Þetta er ótrúlegt en satt. Verst að maðurinn var aldrei rannsakaður þannig að enginn veit nákvæmlega hvaða sekmmdir voru í gangi. Maðurinn lendir í alvarlegu bílslysi, lamast og fer í coma.

þannig var ástand hans í 19 ár. Nú eru menn auðvitað hissa á að hann geti sagt allt sem hann vill segja. Hann talar hægt og ef hann er spurður hver sé forseti Bandaríkjanna þá svarar hann eðlilega Ronald Regan.

Það verður áhugavert að fylgjast frekar með fréttum af þessu tilfelli.Getur verið að heilinn lagi sig að einhverju leyti sjálfur? Hvað áhrif á heilann hefur það að vera í coma í 19 ár t.d.?

Ég las fréttina á CNN hér


Hraðlestrarskólinn

Þá er fyrsta kvöldi námskeiðsins lokið. Ég var dauðþreytt þegar ég kom heim. Við byrjuðum á því að taka stöðupróf í hraða og skilningi á efni. Niðurstaðan verður síðan notuð til þess að mæla námsárangurinn í lok námsskeiðs ;)

Farið var í ýmis grunnatriði m. a. atriði tengd mind mapping Tony Buzan´s nánar um það hér

Mér fannst nú sniðugt að heyra það þarna að Hraðlestrarskólinn er orðinn 27 ára. Málið er að þegar ég bjó á Vopnafirði, (1977-1993) þá sá ég svona námskeið  auglýst í Reykjavík og langaði mikið til þess að taka þátt. Það birtist líka viðtal við þann sem þá var að vinna þar og þar voru gefnir nokkrir punktar sem ég byrjaði strax að nota mér.

Bók Tony Buzans kom út á íslensku á meðan ég bjó fyrir austan (man ekki hvaða ár) en hún heitir "Notaðu höfðuðið betur" mig minnir að hún heiti Use Your Mind á enskunni. Þetta er skemmtileg bók og mæli ég hiklaust með henni. 

Ég hafði því nokkuð forskot sem betur fer því að ég fæddist ekki í gær og vaninn getur verið erfiður að eiga við. Þrátt fyrir að hafa ekki áhuga á skáldsögum þá hef ég lesið mikið um ævina. Ég er líka glöð yfir að hafa lesið talsvert á ensku og dönsku því að hraðlestur byggist mikið á því að þú hafir lesið talsvert og þekkir orðin um leið og þú sérð þau.

Það er fyndið að takast á við það að bera orðin ekki fram í huganum. Okkur er svo tamt að gera það. Þrátt fyrir að ég hafi udnanfarin ár í skólanum notað mér þá hraðlestrarpunkta sem ég hafði þá lendi ég enn í því að bera orðin fram af og til, en það gerist helst ef ég þekki þau ekki vel.

Ég var orðin þreytt og dofin í vísifingri hægri handar og eins gott að teknar voru smá pásur. Það er algjört skilyrði að renna fingrinum undrir línuna til þess að stýra augunum yfir orðin. Ekki væri ég hissa þó að sumir nemendurnir hafi verið orðnir þreyttir í augunum, af því að renna þeim svona hratt frá vinstri til hægri og svo aftur og aftur.

Þú berð ekki orðin fram en þú þarft að sjá það. Ég er búin að venja mig á þetta og hef gert þetta í nokkur ár. Ég á hins vegar eftir að þjálfa hraðann að renna fingri, blýanti yfir síðuna og auka hraðann í að fletta ;)

Þegar lesið er svona hratt þá verða flettingar jafnvel hindrun hahahahaha Eins og á öðrum námskeiðum þá er eitt og annað sem mætti sleppa eins og úreltum upplýsingum um starfsemi heilahvelann. Ég átti pínulítið erfitt með að sitja og vera stillt þegar kennarinn var að fjalla um eðli hugans ofl sem tengist því. Þær upplýsingar voru alla vegana ekki í samræmi við það sem ég var að læra í vor. Ég á nú eftir að gauka því að kennaranum, en þetta var svo sem aukaatriði og upplýsingarnar höfðu lítið gildi til eða frá í tengslum við námsárangur þessa námsskeiðs.

Ég var staðráðin í því að fá eins mikið út úr námskeiðinu og hægt væri þannig að ég leiddi þetta bara hjá mér. Það er hins vegar æviábyrgð á náminu og ég get farið eins oft og ég vil á upprifjunarnámskeið. Kennarinn sagði að það væri alltaf verið að uppfæra námsefnið þannig að ég reikna með að ég bendi honum og góðar bækur til að hraðlesa um það nýjasta sem vitað er um starfsemi heilahvelanna og fleira í þeim dúr.

Ég er búin að setja mér markmið fyrir vikuna að komast í 1000 orð á mínútu lesið með skilningi og hananú!!! Í gær var ég að lesa um 700 til mest 956 orð á mínútu. Ég ætla að vera raunsæ og líta á stóru töluna sem einstakt tilfelli ;)  Það er eðlilegt að auka hraðann um 25-30% fyrstu vikuna.

En sem sagt þetta er spennandi og hlakka ég til að fá fleiri punkta sem tengjast þyngri lestri en skáldsögum. En nú bíður "Flekkóttur svertingi og hvítt skítapakk" á borðinu hjá mér eftir að ég vinni heimavinnuna mína sem er lágmark 1 klukkustund á dag. Þrjátíu mínútur fyrir hádegi og þrjátíu mínútum seinni partinn.


Að bregða sjálfum sér fæti ;)

Ég var að borða þessa líka safaríku gulrót í kaffitímanum, þá rifjaðist upp fyrir atvik sem gerðist á Vopnafirði fyrir einhverjum árum síðan ;)

Þannig var mál með vexti að ég elskaði garðrækt, bæði tré, runna, blóm, gras og matjurtir. Eiginlega allt nema arfa. Þetta árið var ég að gera tilraunir með gulrótnarækt í 2ja lítra mjólkurfernum. Þær voru forræktaðar inni, botnin skorinn af fernunum, þær látnar standa í íláti sem hægt væri að vökva ofan í.

Síðan þurfti að venja plönturnar við útiloftið þannig að ég var hlaupandi með dallana út á svalir og svo inn aftur til að ofgera greyjunum nú ekki. Þar kom að því að hægt væri að fara með fernurnar út og stinga þeim ofan í beðin.

Þetta gekk allt vel og æstist leikur þegar þær fóru að vaxa. Ég var farin að þefa upp úr fernunum og þvílíka munnvatnsmyndunin sem átti sér stað. það var varla hægt að bíða dagsins sem þær yrðu ÉTNAR.

Enda brást það ekki þegar dagurinn rann upp og ég stakk úpp í mig fyrstu gulrótinni. Ég hef aldrei á ævinni borðað eins góða gulrót og þessa fyrstu. Nirfillinn braust nú fram í mér, það mátti ekki klára þær allar strax. Ég treynaði gulræturnar fram eftir sumri. Svo gerðist það einn daginn...

Mér lá mikið á, ætla út í garð að ná mér í gulrætur. Ég sting fótunum ofan í rauðu öklaskóna mína en gef mér ekki tíma til að reima þá. Svo er haupið, því að rigningaskúr gekk yfir. Allt í einu er eins og gripið sé í mig á sama tíma og ég er að reyna að berjast til að komast úr sporunum og allt kemur fyrir ekki ....

Ég steypist niður á rennandi blauta grasflötina með nefið niður. Hvað gerðist??? Litli poturinnn minn þeyttist út í loftið. En það var nú ekki allt búið. Því að allt í einu áttaði ég mig á því hvað hafði gerst. Mér var nú allri lokið og hló og hló hló.... 

Mér hafði tekist að stíga með öðrum fætinum á reimina á hinum skónum hahahahahahHAHAHAHA ;) 


Jæja þá er ég til í allt ;)

Ég fékk hringingu í gær frá hraðlestrarskólanum um nýja tímasetningu. ég á sem sagt að mæta í fyrsta tímann í kvöld klukkan 18. Þar mun ég eyða þremur klukkutímum. Í kvöld eigum við aðeins að mæta með skáldsögu á íslensku og blýant.

Með hjálp sambloggara minna hér valdi ég loksins eina bók sem ber það skondna heiti Flekkóttir svertingjar og hvítt skítapakk.. ;)

Konan em hringdi í mig spurði hvort ég væri bæun að velja mér bók. Ég sagði henni fyrst frá því að ég væri nú lítið fyrir það að lesa skáldsögur en meira fyrir fræðiefni. Nú svo sagði ég henni bókartitilinn og hún virtist hafa lúmskt gaman af, en kannaðist greinilega ekkert við titilinn.

Ég er nú svolítið forvitin um innihald bókarinnar. Það gladdi mig líka að heyra konuna segja að það væri nú bara 1. kvöldið sem við værum með skáldsöguna við myndum einnig fara í annars konar efni.

Þetta verða vonandi skemmtilegir 3 klukkutímar hjá mér í kvöld í innlifun minni á flekottum svertingjum og hvítu skítapakki!!! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband