Leita í fréttum mbl.is

Erfitt ár framundan

Erfitt ár framundan þar sem taka þarf óvinsælar ákvarðanir um aðhald í framkvæmdum ofl. svo að ná megi verðbólgunni niður. Ég tel að það þurfi að færa fórnir ef sá árangur á að nást. Menn eru fljótir að kvarta og kveina og enginn vill missa spón úr aski sínum.

Stjórnmálamenn þurfa að hafa bein í nefinu og dug til þess að standa það af sér. Hér áður fyrr hefði ég líklega verið í hópi þeirra sem kvarta en í dag get ég séð fram á að hægt sé að kveða vandann niður ef fat er á honum tekið.

Hvernig hins vegar hægt er að fá fólk til þess að skilja að slíkar framkvæmdir séu nauðsynlegar og hvernig hægt er að fá fólk til þess að vilja taka þátt í þeirri breytingu frekar en að kvarta og kveina yfir því að þeir fái minna en aðrir veit ég ekki.

Ég held að það sé engin galdralausn til við því og þess vegna erfitt að rata þann veg sem gerir okkur öllum kleift að lifa á aðhaldstímum og geta verið þokkalega happy á meðan. Ég tel að eitt af erfiðari málunum í dag sé staða þeirra sem tóku 100% lán eða skuldbreyttu lánum í uppsveiflu fasteignaverðs. Sjálfsagt hefur mikið af ungu fólki farið út í sín fyrstu íbúðakaup með 90-100% lánum.

Ég tel því mikilvægt að allt verði gert sem hægt er í þessari erfiðu stöðu sem getur tryggt því fólki möguleika á að geta staðið þokkalga uppréttir. Að ungt fólk sem er jafnvel að byrja búskap verði gert gjaldþrota vegna þeirrar þenslu sem er til staðar nú.

Ég hef mikla trú á Geir til þess að leiða ríkisstjórnina með festu og hafa áhrif á samstjórnendur sína með ábyrgri hegðun sinni. Ég hef áður tjáð mig um það að ég beri traust til hans en ég hef þó aldrei kosið Sjálfstæðisflokkin. Mér hefur aldrei einu sinni litist á hann sem stjórnmálaafl en þekki þó og umgengst  mikið af sjálfstæðisfólki. Ég gæti samt alveg hugsað mér að kjósa Geir!

Þetta hefur vakið mig til umhugsunar Því að ég sagði nú oft þegar ég var yngir að Sjálfstæðisflokkinn myndi ég aldrei kjósa. Mamma var samt alveg blá í gegn ;) og talaði oft um pólitík við mig.  En fyrst að mér líst svona vel á Geir eru þá ef til fleiri á þeim báti sem jafnvel hafa ekki kosið Sjálfstæðismenn?

Ég trú því að ef þessi stjórn sýnir hugrekki næsta árið og tekur föstum tökum á málunum. Meiri kynningar á mikilvægi þess að þjóðin sameinist í því að leggja eitthvað af mörkum. Þá held ég að fólk opni augun g átti sig á því að til þess að ná árangri þá þurfum við yfirleitt að leggja eitthvað á okkur.

Ég gæti líka trúað því að fylgi stjórnarflokkanna muni aukast við þetta að minnsta kosti fylgi Sjáflstæðismanna og hver veit ef til réttir Framsókn úr kútnum!

Mér fannst það mínus fyrir Framsókn þegar Valgerður lýsti því yfir að hún treysti ekki Guðna sem er þó varamaður flokksins til þess að leiða flokkinn. Hvers vegna er verið að kjósa mann sem varaformann flokks ef honum er ekki treystandi sem formanni?

Valgerður hefur misst traust fólksins, ég hef ekki hitt neinn sem hefur trú á henni í utanríkisráðuneytinu eða lesið pistla um hve vel það embætti klæði hana. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar stórnmálamenn innan sama flokkst geta ekki beitt skynsemi og stutt hvorn annan. 

En þessar sunnudagspælingar mínar svona rétt um hádegisbilið eru nú að verða of djúpar og ætla ég mér að snúa mér aftur að tölfræðinni sem ég er að tækla núna, strjálar og samfelldar slembibreytur með frekara ívafi ;) 


mbl.is 55% ánægð með ákvörðun Halldórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru allt aular og eiginhagsmunaseggir

kalli (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband