26.6.2006 | 11:25
Eru trúmál í USA þrándur í götu Bandarískra vísindamanna?
Ekki kæmi það mér á óvart. Trúleysingar eiga erfitt uppdráttar í USA. Hvern eiga þeir að kjósa? Allt er litað af trúarbrögðum. Ég gat ekki gert mér það í hugarlund en eftir samtöl mín við Bandaríkjamenn á rástefnu trúleysingja þá gerði ég mér grein fyrir því hve frjáls við erum á Íslandi.
Íslendingar teljast trúþjóð en samt verma þeir ekki oft kirkjubekkina. Ég tel að hafi Íslendingar næga fjármuni til rannsóknarverkefna þá sé vísindamönnum ekkert til fyrirstöðu til að vinna rannsóknir sínar, en viðmót til þróunarkenningarinnar í USA er illskiljanlegt. Ég er því ekki hissa á að Bandarískir vísindamenn velji að starfa annars staðar í heiminum en í sínu heimalandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2006 | 11:08
Sálfræðingar og trúmál
Ég er enn að ná áttum eftir helgina. Þetta var athyglisvert fyrir okkur hjónin þar sem við erum eins og flestir Íslendingar kristinnar trúar. Ég er þó þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé að kynna sér sjónarhorn annarra og ekki síst þeirra sem ekki eru sömu skoðunar. Í fyrra fórum við til Zen Búddista á Íslandi og var það líka einkar forvitnilegt.
Í gærkvöldi leitaði ég að upplýsingum um Carl Sagan en margir á ráðstefnunni nefndu hann sem mikinn áhrifaþátt í lífi sínu. Ég las um hann á Wikipediu og þar fann ég lista yfir þekkta humanista. Carl Rogers og Maslow voru þar á meðal. Þetta vakti enn frekar áhuga minn á því að þekkja bakgrunn þeirra sem ég er t.d. að lesa bækur eftir.
Það er auðveldara að skilja kenningar og pælingar þessara höfunda þegar þú þekkir skoðanir þeirra og uppruna (starf foreldra, áhugmál, starf maka o.þ.h.) Þú ert það sem þú hugsar segja sumir. Þú hugsar út frá því sem að þú lærir. Það kom líka fram á ráðstefnunni að þekking væri grundvöllurinn. Ég furða mig mest á sterkum ítökum bókstafstrúar hjá vísindamenntuðu fólki þar sem ekki eru neinar sannanir fyrir því sem í Biblíunni stendur.
Mótun trúarlegra skoðana er því mjög sterk og eitthvað sem ég hef ekki enn ;) þroska til að skilja. Hitt er svo annað mál að nú langar mig til þess að kynna mér trúarlegan bakgrunn þekktra sálfræðinga sérstaklega þeirra sem að hafa búið til kerfi (meðferð) til hjálpar þeim sem þess þurfa.
Já það alltaf gaman að taka áskorun og það var þessi helgi. Þetta minnti mig á margzn hátt á pólitískan fund rétt fyrir kosningar.Talsvert var talað um ýmis trúarbrögð og ljósi varpað á þætti sem ekki eru jákvæðir. Minna var talað um hinar jákvæðu hliðar þessara trúarbragða en þó aðeins. Fyrir þann sem stóð fyrr utan þau félög sem að ráðstefnunni standa þá fengust ekki miklar upplýsingar um það út á hvað trúleysi gengur, en það kom hins vegar í ljós út á hvað það gengur ekki. Þetta minnti mig á pólitísku fundina þegar flokkur talar um neikvæða þætti hinna flokkanna en talar ekki um eigin kosti. það sem var áhugaverðast við þetta var þða að trúleysingjar eru andstæða við nokkuð sameiginlegan kjarna flestra eða jafnvel allra trúarbragðanna. Nú er ég að tjá mig hér út frá því sem við mér blasti á ráðstefnunni. Trúleysi telst ekki til trúarbragða þó að mér finnist að svo eigi að vera. Ég fæ ekki betur séð en að trú sé m.a. lífsskoðun. Þegar ég var í trúarbragðasögu þá minnist ég þess ekki að þar hafi verið fjallað um trúleysi enda var bara fjallað um stærstu trúarbrögðin. Trúleysi er hins vegar partur af sögu trúarbragða og til þess að heildstæð mynd fáist þá þyrfti að draga saman upplýsingar um menningu, menntunarstig og aldur trúarbragðanna. Ég hefði verið svo mikið til í að dýfa mér ofan í þetta efni en hef ekki tíma til þess að gera það almennilega.
Þátttakendur á þessari alþjóðlegu ráðstefnu trúleysingja voru frá ýmsum löndum, þó fannst mér Bandaríkjamenn áberandi. Það var áhugavert að spjalla við fólkið, viðmót opið og þægilegt. Ég sit hér eftir með fullt af nýjum spurningum um hegðunarmótun mannsins, valdbeitingu foreldra á líf barna sinna, þörf mannsins til þess að skilja uppruna sinn og tilgang lífsins eða tilgangsleysi ;) gagnkvæmri virðingu manna og hópa fyrir skoðanafrelsi og trúfrelsi ( sem er ef til vill líka skoðun). Já ég hef úr nægu að moða næstu mánuði eða jafnvel ár. Ég vona nú að ég gefi mér samt tíma til þess að setja eitthvað af pælingum mínum hér niður það er svona nokkurs konar glósur á leið minni í gegnum hegðunarmunstursskóg manneskjunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2006 | 21:22
Fyrirmynd Richard Dawkin´s?
Ég var á ráðstefnu trúleysingja (Atheiists) á Kaffi Reykjavík um helgina. Richard Dawkin líffræðingur frá Oxford Háskóla hélt ástamt fleirum fyrirlestur þar. Þar var einnig sýnt myndband, þar sem hann er að skoða hinar ýmsu hliðar trúarbragða í heiminum og er víða komið við. Gaman hefði nú verið ef að sá þáttur væri sýndur í íslensku sjópnvarpi á einhverri stöðinni. Mér varð oft hugsað til David Attenborough, fannst Dewkin oft líkur honum. Ég hafði orð á því við nokkra ráðstefnugesti í hléum og voru menn og konur sammála mér um það að hann hlyti að vera honum mikil fyrirmynd.
Þátturinn sem sýndur var "Root of all Evil" var vandaður og áhugaverður að mínu mati fyrir alla sem láta sig þá hegðun mannsins varða sem lýtur að trú. Hvort sem að þú ert sammála honum eða ekki þá er þátturinn hans góður. Hann var sýndur í opnu sjóvarpi bæði í Danmörku og Svíþjóð en samkvæmt því sem Dewkins svaraði mér þá átti hann ekki von á að þetta yrði nokkur tíman sýnt í Bandaríkjunum.
![]() |
David Attenborough heiðursdoktor við HÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.6.2006 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2006 | 21:10
Fyrirlestrarhelgi lokið Jón Baldvin Hannibalsson kom mér á óvart
þá er "International Conference og Atheis" lokið. Ég mætti þarna ásamt eiginmanni mínum til þess að víkka sjónarhorn mitt. Ég er ekki félagi í neinu þeirra félaga sem standa að þessu, en heimsspekikennari minn í vor sendi mér email um þessa ráðstefnu.
það var gaman að hitta Brannon Braga einn af höfundum Startrek (150 þátta) og Threshold. Hann var áhugaverður bæði á "fan" fundi hjá Gísla í "Nexus" sem m.a. styrki komu hans hingað og líka á ráðstefnunni í dag. Ég var nú ekki sérlegur Startrek áhangandi en þótti sumir þættirnir áhugaverðir.
Ég vissi hins vegar ekki að trúmál og Guð mættu alls ekki koma fram í þessum þáttum. Ég hugsa að ég eigi eftir að horfa á einhverja þætti aftur út frá þessu nýja sjónarhorni.
Jón Baldvin Hannibalsson var með opnunarræðu sem var afar skemmtileg. Hann kom mér virkilega á óvart. Ræðan hans var hnittin og áhugaverð. Ég hef nú ekki verið sérlegur aðdáandi hans en hann sýndi mér nýja hlið á sér á ráðstefnu Atheiista. hann minnti mig á pabba sinn sem ég var mjög hrifin af í kringum 1972 :) en þá var ég ung og ör í hugsun.
Jón Baldvin kom mér vel fyrir sjónir. Ég hafði hann fyrir sessunaut í hádegismatnum og var hann einstaklega þægilegur, sannkallaður "Gentlemaður" gaman að spjalla við hann. Mér skildist að hann væi að mæta hjá NFS í fyrramálið klukkan 7:15 í beina útsendingu.
Þetta var annars hin besta ráðstefna tilvalin til þess að auka víðsýni og ekkert nema gaman að kynnast sjópnarhorni trúleysingja af ýmsum toga víðsvegar að úr heiminum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2006 | 15:52
Salmonella í súkkulaðistykki?
við kjúklinga og ef til vill egg. Ég vissi ekki að kjúklinugur ;) eða
egg væru í súkulaði. Það lýtur því út fyrir að annað hvort sé
kjúklingur ;) hahahahaha í Cadbury súkkulaði eða egg hum, eða að
salmonella leynis í einvherju öðru en ég hefði heyrt um sem getur svo
sem vel verið ,)
![]() |
Cadbury súkkulaðistykki tekin úr umferð af ótta við salmonellusýkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2006 | 14:19
Það er þá hættulegra að keyra jeppa?
Leikur að orðum er skemmtilegur leikur. Ég var að lesa um rannsóknina á þeim sem annar vegar keyra jeppa og hins vegar þeim sem keyra fólksbíl. Þar er tekið fram að fólk sé líklegra til að brjóta lög t.d. vera óspenntur og tala í Gsm ef að það keyrir jeppa.
Klikkt er út með að fólk sé sem sagt tilbúnara til að taka meiri áhættu ef það keyrir jeppa. En er það þannig? Er ekki einmitt málið að það skynjar ekki hættu eins og hinir á litlu bílunum? Væri ekki réttar að segja að fólk sem keyrir jeppa sé í meiri hættu vegna þess að það skynjar sig svo öruggt?
Ekki það að auviðtað skilst fréttin vel, það er bara gaman að leika sér að orðum svona í gúrkutíðinni eða var það annars í tómatatíðinni? ;)
![]() |
Jeppaeigendur eru líklegri til þess að brjóta umferðarreglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.6.2006 kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2006 | 12:11
Enn eitt dæmið um vald neytenda
Neytendur ættu að sjá af því sem er að gerast á Pirate Bay að vald neytenda getur verið mikið. Hvort það dugir til þess að einkaleyfi verði afnumið og öllum sé frjálst að niðurhala efni á eftir að koma í ljós. Neytendur geta hins vegar haft áhrif þegar þeir sameinast um það hvort heldur sem er að kaupa ekki DV þegar fréttaflutningur þeirra er á svo lágu plani að flestir lesendur hveykslist, eins ogég hef áður bloggað um eða hætta að styðja eða styrkja aðra vöru og þjónustu.
Ég var svolítið hissa á að þeir ætluðu sér að stofna pólitíska hreyfingu um málið en ef til vill að eitthvart vit í því. Mér finnst áhugavert að fylgjast með mætti einstaklingsins jafnvel líka þegar um hálfgerða uppreisn er að ræða. Hvað er rétt eða sanngjarnt í málinu er svo allt önnur saga.
![]() |
Aðsókn að Sjóræningjaflóa hefur tvöfaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2006 | 11:42
Trúarheimspeki, ráðstefna Star Trek ;)
Þetta var áhugaverður áfangi. Nemendahópurinn skiptist í tvennt, guðfræðinema og heimspekinema. Það var gaman að kynnast þeim og ólíkum sjónarhornum þeirra. Ég átti auðvitað ekki heima þarna en samt var áfanginn opinn fyrir hvern sem vill. Mér finnst trúmál hafa heilmikil áhrif á hegðun fólks og jafnvel í mörgum tilvikum hægt að segja að sú trúarleið sem einstaklingur velur sér stjórni stundum lífi hans á margan hátt.
Trú vekur upp hjá einstaklingum alls konar tilfinningar, von, virðingu, frið, kærleika, fegurð, hlýðni, ótta, reiði og jafnvel fordóma, hatur og hefnd. Mér fannst þessi áfangi því eiga vel heima í sálfræðinámi. Við lásum bækur og greinar eftir guðfræðinga og heimspekinga. Skoðanir sem leitast við að sanna tilvist Guðs voru lesnar í fyrri hluta áfangans en í þeim síðari voru skoðanir sem leitast við að sýna fram á að ekki sé hægt að sanna tilvist Guðs og jafnvel að enginn Guð sé til.
Þátttaka mín i áfanganum setti af stað miklar pælingar hjá mér. Ég fór í enn eina nafnlaskoðunina. Margt sem ég las veitti mér nýja sýn á þann þátt hvernig trú hefur verið notuð til þess að stjórna fólki. Ég þekki líka dæmi þar sem trú veitti einstaklingnum þann mátt og von sem viðkomandi þurfti til að ná árangri.
Þörf mín á meiri víðsýni jókst. Mig lagnaði að lesa meira og lifa mig inn í ólík sjónarmið. Ég frétti af því hjá öðrum kennara mínum (heimspekikennaranum ;)) að félag trúleysingja stæði fyrir ráðstefnu sem hefst í kvöld g er alla helgina. Þar koma fram margir þekktir einstaklignar sem eru að fjalla um lífið án Guðs. Þar sem að ég hafði aldrei pælt neitt sérstaklega í þeirri hlið en hafði samt nokkuð gaman af Star Trek ( einn handritaföfunda þess þáttar er með fyrirlestur á ráðstefnunni) þá ákvað ég að taka þátt í ráðstefnunni.
Ég er spennt og mun væntanlega tjá mig eitthvað hér um viðburði helgarinnar. Ef einvher hefur áhuga á að kynna sér þetta þá eru upplýsingar hér
Ég veit ekki hvort enn eru lausir miðar .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2006 | 11:16
Vinnsluminnið eða skammtímaminnið ;)
Ég var að lesa grein um vinnsluminnið eða skammtímaminnið eins og það var oft kallað. Vísindamenn eru auðvitað að reyna að átta sig á því hvað hjálpar okkur til þess að læra, muna o.s.frv. Altaf gaman að lesa um það ;)
Þeir skoðuðu bæði það sem einstaklingar læra ósjálfrátt og einnig þegar þeir eru að læra meðvitað, það er þegar markmiðið er að læra. Spurnigalisti var lagður fyrir væntanlega þátttakendur og þeir sem skoruðu hæst og lægst voru síðan rannsakaðir. Tilgátan var að þeir sem skoruðu hærra hefðu meira vinnsluminni.
Enginn munur var á ósjálfráða náminu en greinilegur á hinu meðvitaða. Það sem kom á óvart var að það hafði ekkert með hærri greindarvisitölu að gera, heldur var það spurning um einbeitingarhæfni. Mikilvægast í þessu var að geta útilokað áreiti bæði hljóð og hreyfingu í umhverfinu. Þegar niðurstöður spurningalistanna voru skoðaðar þá kom í ljós að þeir sem höfðu skorað hátt en átti erfitt með að einbeita sér í umhverfi þar sem hljóð og umgangur var höfðu minna vinnsluminni, en hinir sem skoruðu lágt en áttu auðvelt með að útiloka umhverfisáhrif og gátu því betur einbeitt sér höfðu meira vinnsluminni.
það er því aðalmálið til að auka vinnsluminnið að þjálfa sig í einbeitingarhæfni og að auka getu sína til að útiloka umhverfistruflanir. Það gefur auga leið að ef við lærum alltaf í mikilli kyrrð þá þjálfum við ekki hæfni til þess að einbeita okkur þegar áreiti er til staðar. Enn aftur þá held ég að hinn gullni meðalvegur reynist flestum best;)
Bibliography:
Memory and Cognition, 2005 Mars, Individual differences in working memory capacity and learning. Volume 33, no2,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2006 | 20:15
5. júlí í beinni
Var að horfa á Kastljósið en þar var Magni í viðtali. Hann var hress að vanda g tók það sérstaklega fram að keppendur ættu að leggja áherslu á að vera þeir sjálfir. Það er einmitt það sem mér finnst sjarmerandi við hann þ.e.a.s. útgeislunin þegar hann syngur.
Ég vissi ekki að keppninni yrði sjónvarpað beint en 5. júli á miðnætti á skjá einum og Íslendingar fá tækifæri til að kjósa. Ég var líka hissa á vinsældum keppninnar en Magni sagði að hún væri að slá Ameríska Idolið út, það er nú bara þó nokkuð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2006 | 19:38
Hjúkk rosa léttir
Mikið er það ánægjulegt að samkomulag hafi náðst um kjarasamningana. Ég hef sjaldan verið ánægðari. Ég fyllist af trú og öryggi, yfir því að menn eru að takast á við vandann. Það er mikilvægast af öllu mikilvægu að missa ekki þann árangur út úr höndunum sem náðst hefur með verðbólguna.
Vonandi munu allir finna sig knúna til þess að takast á við hana. Ég hef velt því svolítið fyrir mér af hverju ekki er gerð alvarleg tilraun til þess að launa fólki það að spara. Auðvitað hefur mér þótt gott að fá vaxtabæturnar en það væir ef til vill hægt að hanna kerfi sem virkaði hvetjandi á fólk til þess að hefja og stunda markvissan sparnað.
Það þyrfti áreiðanlega að markaðsetja það vel þar sem að við lifum í þvílíka mötunarsamfélaginu. Það liggur við að sumir bíði eftir því að þeim verði sagt hvað þeir eiga að gera og hvernig ;) Ég er því miður áreiðanlega líka þátttakandi þar eins og aðrir. Ég trúi því að það sé hægt að breyta um áherslur. Það þarf bara að taka sér tíma í það og hlúa að uppbyggingunni á meða fólk er að átta sig á því hve mikil áhrif og hve mikla vellíðan það getur veitt svo ég tali nú ekki um sjálfstæði og frelsi.
þegar ég hugsa um lánastofnanir eins og ég gerði þegar verst stóð á hjá mér. Ég var skuldunum vafin og átti í raun ekki tímann minn. Íbúðalánasjóður átti X marga klukkutíma á mánuði, Landsbankin átti x marga aðra klukkutíma á mánuði og Verslunarmannafélag Reykjavíkur átti x marga klukkutíma á mánuði.
Sjálf hafði ég valið að fara í þær þrælabúðir, að hlekkja mig þar fasta og eiga ekki lengur neitt af tíma mínum. Í tólf ár hafði ekki tekið mér meira en 3 - 10 daga í sumarfrí og það ekki einu sinni á hverju ári. Ég hef stundum gert að gamni mínu þó að djúp alvara liggi þar á bak við að skuldsetning okkar séu þrælabúðir nútímamannsins í neyslusamfélaginu ,)
Að komast úr þeim hlekkjum, að finna að það er leiðin sem ég er byrjuð að ganga fyllir mig af eldmóði og kjarki og hlakka ég til þess að eiga þó ekki væri nema 1/2 sólarhringinn sjálf og getað ráðstafað honum af hjartans lyst!
![]() |
Samkomulagi náð um kjarasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2006 | 17:23
Ekki eitthvað sem ég vildi fá að prófa!
Líf án lyktar- og bragðskyns!!! Oh my God! Mér finnst dagurinn ekki byrja fyrr en ég finn ilmandi lyktina af macchiatóinum mínum, hinum himneska kaffibolla dagsins. Maðurinn sem ég var að lesa um í New Scientist vaknaði einn daginn án lyktar- og bragðskyns. Það gerðist bara just like that.
Aumingja maðurinn var félagi í ýmsum matar og vínklúbbum. Nú gat hann aðeins notið áferðar og litar matarins og vínsins. Matar og kaffihlé voru með reglulegu millibili 5 sinnum á dag honum til mikillar armæðu.
Ekki var undankomu auðið, hann varð jú að borða og drekka til þess að geta lifað. Lækinirinn hans sagði honum þær fréttir að stundum væri þetta ólæknanlegt! Til allrar hamingju fyrir manninn þá frétti hann af Thomas nokkrum sem var á annarri skoðun um skaðann sem vírusinn olli. Maðurinn ákvað að fara í meðferð hjá Thomas og viti menn....
Fjórum mánuðum síðar fann hann lyktina af kaffinu sínu. Vá en hvað ég skil hann án þess þó að hafa verið í hans sporum. Hann fann líka lyktina af götum London og þótti það bara góð tilfinning. Í dag nýtur hann allrar lyktar hvort sem hún flokkast sem góð eða slæm.
Já góðir hálsar ( eða kannski nef ;)) njótið ný þess að vera með lyktarskynið og bragðlaukana í lagi jafnvel þó að sumt skynjun veiti meiri vellíðan en önnur ;)
Bibliography;NewScientist, 2005 September, The unbearable absence of smelling. Volume 187, no2518
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2006 | 16:15
Hvað með stelpurnar, hvaða flæði eykst hjá þeim?
Ég er svo sem ekki hissa á því að testósteronflæði aukist hjá leikmönnum á heimavelli. En nú væri gaman að vita hvort það eigi líka við um stelpurnar. Ef að testósterónflæði er meira á heimavelli en útivelli og það að leikmenn séu að verja yfirráðasvæðið sitt (kemur nú enn í ljós hvað við erum lík dýrunum;)) en einnig að testósterónflæði sé meira eftir sigra. Hvað þá með stelpurnar? Eru sigursæl kvennalið með meira testósterónmagn en hinar sem ekki eru eins sigursælar?
Ætli það komi eitthvað niður á því hve kvenlegar Þær eru? Eykst testósterónflæði ef til vill alltaf í öllum sigrum eða er það aðallega þegar lið eru að leika en síður í einstaklingskeppni? ég gæti lengi haldið svona áfram eins og venjulega þegar nýjar niðurstöður komast í hendurnar á mér, ja þá verð ég eins og 5 ára afvherju? en? daddadadadadadadadraddara.....
![]() |
Heimavöllurinn eykur testósterónflæðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2006 | 13:02
Sammála síðasta ræðumanni
Allir tapa þegar ekki er hægt að koma sér saman um stefnuna sem á að fylgja. Tíma og orka fara í að ná samkomulagi í stað þess að fara í að skapa ný tækifæri. Þetta á ekki bara við í stórum rekstrareiningum heldur alls staðar í lífinu þar sem fleiri en einn standa að málum.
Mér finnst alltaf gaman af því að skoða málin í mismunandi stærðum eða mismunandi ljósi. Þetta er svona í pólitíkinni líka. Oft fara margar stundir í stríð um samkomulag. Þó að það sé ef til vill ekki fýsilegur kostur í augum margra að einn eða tveir flokkar sitji í ríkisstjórn þá ætti sú myndun að gefa meiri möguleika á sókn og minni sóun á tíma vegna sáttafunda og leitar að samkomulagi.
Þegar margir sterkir einstaklingar koma saman, allir rökfastir og sannfærandi þá geta tekist á stálin stinn. Ef að tvær fylkingar takast á og eru jafnvel á öndverðum meiði um stefnu þá gerist auðvitað ekki mikið. það verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu.
![]() |
Snýst um stefnu og strauma segir stjórnarformaður Straums |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2006 | 12:04
Að setja sér markmið
Á vorönninni var ég í stöðugri endurskoðun á námstækni og námsáherslur. Eins ég bloggaði um áður þá heillaði lífeðlislega sálfræðin mig mest. Það kom fyrir að ég fylltis af eftirsjá að hafa farið í þennan áfanga á sama tíma og ég var að tækla fög sem voru forkröfufög á nám á öðru ári.
Þar sem ég var í 20 einingum og hafði ekkert á móti því að halda náminu áfram yfir sumartímann þá stefndi ég á að skrá mig úr einum áfanganum. Námsálagið óx stöðugt og ég var búin að gera mér grein fyrir að tölfræði II væri slappast hjá mér.
Ég fór í mikla naflaskoðun í mars Þá áttaði ég mig á því að ef ég næði ekki nægilegum árangri til þess að fá námslánin þá yrði ég að sleppa draumnum mínum og hætta.
Markmið eitt var því að standað lágmark 11 einingar. Ef mér tækist það þá gæti ég að minnsta kosti haldið náminu áfram.
Markmið 2 var að ná veginni meðaleinkunn 6 sem er krafa í 5 ákveðnum áföngum, ef að vegin meðaleinkunn er 5,99 þá má nemandi ekki hefja nám á öðru ári. Það var ekki vonlaust að ég næði 6+.
Markmið 3 var að hækka meðaleinkunnina í 7,25 en það er krafa til þess að hægt sé að fara í Mastersnám eða til þess að eiga möguleika á að komast í starfsréttindanám.
Ég var nú komin með áætlun sem ég ætlaði að leggja mig alla fram við að fylgja. Tölfræðina þurfti ég að taka fastari tökum. Þrátt fyrir að vera þokkalega góð í ensku þá hef ég ekki lesið neitt um tölfræði eða stærðfræði á ensku. Bókin þvældist því þó nokkuð fyrir mér og gerði þetta allt erfiðara. Maðurinn minn (sem er góður í stærðfræði ;) og algjört séní í ensku) fór með mér í tölfræðina alla laugardags og sunnudagsmorgna fram að prófum. Ég held að ég sé bara ríkasta kona íheimi eða þannig ,) Ég setti svo spólu í tækið og tók spekina sem rann af vörum hans upp svo að ég gæti lært hana betur án þess að taka meira af hans tíma. Ég var mjög happy með þetta. Smám saman síaðist þetta inn en ég var nú frekar óörugg þegar ég fór í lokaprófið.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2006 | 08:27
Gaman fyrir hann
Gaman, gaman að sjá Magna komast áfram svo er bara að sjá til hvernig honum gengur með framhaldið. Mér leist strax vel á hann. Hann hefur ákveðinn sjarma og lifir sig svo skemmtilega inn í sönginn.
Sem sagt í stuttu máli áfram Magni ;)
![]() |
Magni áfram í Rock Star: Supernova |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2006 | 20:21
Neytendur geta haft áhrif en vandinn er sá......
að þegar við erum að tala um að kaupa sér þjónustu hjá vændiskonu/manni þá eru neytendur ef til vill ekki fúsir til að koma upplýsingum áfram.
Það fer hrollur um mig að lesa að ungar stúlkur séu þvingaðar til vændis. Að selja blíðu sína ætti alltaf að vera val. Sumir sjá það sem valkost og virðast vera sáttir við það en öðrum finnst erfitt að skilja að svo geti verið. Það eru fréttir að lögreglan skuli vera að sinna þessum málum og hvetja kúnna til að gefa þeim upplýsingar svo að hægt sé að ná þeim sem standa á bak við þetta. Auðvitað ætti það ekki að vera fréttnæmt, heldur ætti sú vinna alltaf að vera í gangi. Það gefur þó von um að ef til vill sé hægt að bjarga fleiri ungum stúlkum frá því hlutverki.
Ég fór í vísindaferð í Stígamót með samnemendum mínum í vetur. Þar kom fram að engin a.m.k. þeirri kvenna sem leitaði til þeirra teldi það hafa verið gott val. Starfskonurnar sögðu að það fygldi þessu alltaf eitthvað meira.
Ég vil líka nota tækifærið og hæla þeim sem sjá um innleggin á mbl.is ég ætti nú ef til vill að skrifa sérpistil um það. Það er frábært og mjög faglegt að hafa einhverjar heimildir ef lesandi hefur áhuga fyrir að kynna sér málið frekar. Þetta er ef til vill ekki alltaf auðvelt en ég er afar þakklát fyrir þær fréttir sem vísa á uppruna fréttarinnar. Takk fyrir það ef einhver af rétta liðinu rekst á þennan pistil minn.
![]() |
Þúsundir stúlkna fluttar til Bretlands og þvingaðar til vændis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2006 | 15:15
Nokkuð ljóst að ég muni ekki geta horft á keppnina að ári :(
Ég hef alltaf farið í Eurovisíon fíling alveg síðan Pálmi og Co fóru með Gleðibankann en ég átti þá heima á Vopnafirði og Pálmi auðvitað þaðan (nema hvað) ;) Fjölskyldan safnaðist saman fyrir fram kassann eins og hann var kallaður þá en skjáinn í dag sem er auðvitað flottara enda eru þeir ákveðið stöðutákn í dag......
Nú á að halda næstu keppni 10-12 maí og ég verð þá eins og margir aðrir háskólastúdentar í prófum. Ég á ekki von á því að ég geti slitið mig frá próflestrinum til að njóta beinnar útsendingar buhuhuhuhu
Ein sem ég sé jákvætt við þetta er að fá að vita þetta svona snemma svo að ég verði ekki í fýlu á versta tíma. Ég ætla mér því bara að drífa mig í fýlu núna (svona í 5 mínútur) og svo er það bara búið.
![]() |
Evróvision 2007 á Hartwall leikvanginum í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 15:06
Forvitnin lokkar...
suma til að athuga enn frekar hvað er í gangi. Hvað rugludallar eru að senda svona og svona skilaboð. Ég vildi nota tækifærið og reyna að dra athygli fólks að þessum SMS boðum og vara við að fólk fari inn á umbeðnar síður.
Þetta er alveg eins og með tölvupóst sem stundum er sendur með það að leiðarljósi að vírussmita tölvu notanda í einum eða öðrum tilgangi. Sem sagt hafið vakandi augu.....
![]() |
Flest vírusvarnarforrit virka ekki á skilaboð frá csoft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 13:55
Tveir góðir
Það er alltaf gaman að sjá hve vel einstaklingarnir eldast. Paul Newman og Robert Redford hafa verið í uppáhaldsflokk leikara hjá mér og hef ég séð margar myndir með þeim. Ég veit nú ekki hve gamall Róbert Redford er en Paul Newman er kominn á níræðisaldur.
Hvernig ætli minnið hans sé? Ég bíð spennt eftir niðurstöðu þess eðlis að Róbert muni leika í svanasöng Pauls, síðustu mynd hans. Ef það er ný myndin á mbl.is af þeim kumpánum þá heldur Paul sig þokkalega vel, hefur sem sagt elst vel í útliti ;) þá er bara spurning hvernig heilinn hefur elst!
![]() |
Newman hyggst starfa með Redford í sinni síðustu mynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku