21.6.2006 | 12:40
Stefnumótasíða
Þessi ruslpóstur hefur einnig verið sendur á notendur Gsm síma hjá Símanum. Mig minnir að það séu um það bil 2 vikur síðan. Maðurinn minn fékk slík skilaboð og viku síðar komu slík skilaboð í mitt númer. Krakkarnir hafa hins vegar ekki fengið skeyti. Ég veit svo sem ekki hvað ræður því hver fær sms-ið og hver ekki.
Við hrigdum í símann og tékkuðum á þessu og fengum sömu svör og OG vodafone segir í frétt af sínum viðskiptavinum. Ég myndi nú samt fylgjast með símareikningnum því að óútskýrður kostnaður á milli 100 og 200 krónur komu á reikning mannsins míns.
![]() |
Farsímaeigendur hjá Og Vodafone fá sendar ruslsendingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 11:14
Óður ástarinnar
Ástfangnar karlmýs söngfunglar? Þeir syngja ástaróð til kvenmúsanna. Samkvæmt rannsókn sem Tim Holy og Zhongsheng Guo gerðu þá senda karlmýsnar frá sér mismunandi tóna sem líkjast setningum þegar þeir eru að koma kvenmúsinni til við sig ;) Það virðist sem karlmýsnar byrji að syngja eftir að þær finna lykt af ferómónum kvenmúsanna og kvenmýsnar virðast heillast af söngnum :) Söngurinn er flókinn eins og fulglasöngur og nota mýsnar hátíðnihljóð þegar þær syngja rómantískar ballöður sínar.
Fuglasöngur hefur verið notaður til þess að rannsaka tungumál manna. Mýs hafa annars verið miklu meira rannsóknarefni en fulglar og vitum við mun meira um erfðamengi þeirra. Vísindamennirnir gera sér vonir um að frekari rannsóknir á þessu muni leiða til meiri skilnings á heilanum og jafnvel að hægt verði að nýta þær við samskiptavandamál eins og t.d. einhverfu.
Bibliography;
NewScientist, 2005 November, Romantic rodents give secret serenades. Volume 189, no2524
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 10:32
Mikil þolraun
Það var mikil þolraun að leysa eitt af verkefnunum í áfanganum "Greining og mótun hegðunar". Kennari áfangans er ákveðinn og engar undanþágur eru veittar frá þeim reglum sem gilda í áfanganum bæði varðandi mætingu, skil á verkefnum og skilatíma.
Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir þá sem verða fyrir óvæntum áföllum í lífinu en ekki er tekið tillit til þess alveg sama hve alvarlegt það er. Það versta sem gerist í stöðunni er að nemandi nær ekki að ljúka áfanganum og þarf að taka hann aftur.
Það sem er gott við þennan áfanga er að allar línur eru skýrar. Nemandi ætti að vita nákvæmlega til hvers er af honum ætlast. Upplýsingar eru líka til staðar í upphaf annar þannig að auðvelt er að skipuleggja sig.
Ég var lánöm, lenti ekki í áföllum og aukaálagi vegna þess. Eitt af verkefnunum var flugfærninám í hugtökum. Skilin eða prófið var munnlegt tók hámark 3 mínútur (mælt með skeiðklukku) allt nákvæmt. Nemandi átti að læra utanbókar, orðrétt skilgreiningar á 20 hugtökum. Möguleg einkunn var 1,5 til 2 (sem gilti 15-20% af lokaeinkunn). Til þess að fá 1,5 þurfti nemandi að kunna reiprennandi 15 skilgreiningar og geta farið með þær á innan við 3 mínútum. Hver skilgreining umfram 15 gaf 0,1. Næði nemandi hins vegar 14 eða færri hugtökum þá var einkunnin 0.
Það var ýmislegt skondið við þetta verkefni (alla vega hjá mér). Okkur var sagt að gera línurit yfir árangur og byrja námið helst strax. Ég kveið því að ráða ekki við þetta og vor tvær ástæður fyrir því. Munnleg próf stressa mig alltaf meira en aðrar tegundir prófa. Hitt var að mér tækist ekki að gera þetta á innan við 3 mínútum.
Ég bjó til hugtakaspöldin eins og lög ;) gerðu ráð fyrir. Númer og hugtak framan á spjaldi og skilgreining aftan á því. Svo hófust tímamælinar og hönnun línurits. Fyrstu dagana náði ég bara að læra eitt af hugtökunum. Þá varð ég stressuð og fór að taka bunkann með mér í veskinu. ég var síðan lesandi hugtökin yfir hvenær sem tækifæri gafst. Þetta var svona eins og spurning upp á lif eða dauða. Ég ætlaði mér ekki að tapa 2 heilum af lokaeinkunn.
Svo allt í einu mundi ég nokkur og öryggið fór að vaxa. Eitt vandamál stóð ég þó frammi fyrir sem var mér einna erfiðast. Um áratugaskeið ( 20 ár) hafði ég tamið mér að tala hægar. Þar sem að ég var í eðli mínu frekar örari týpa en hitt og stressaðist því upp, fékk hækkaðan blóðþrýsting og þar fram eftir götunum þá valdi ég mér lífsstíl og breytti hegðun minni á þann hátt að minnsta kosti gæti það haft lækkandi áhrif á blóðþrýsting og kortisólmyndun. Fyrir bragðið átti ég erfitt með að þylja hugtökin á þessum hraða. Sumar skilgreiningarnar voru nokkuð langar, aðrar styttri.
Það var ekki að spyrja að því blóðþrystingurinn fór upp og væntanlega kortisólmyndunin líka. Mér finnst hugmyndin um utnabókarlærdóm ekki vitlaus en ég held að það geti verið heilsuspillandi að temja sér þessa ákveðnu námstækni til lengri tíma.
Þegar ég mætti í prófið þá var ég búin að sitja úti í bíl nokkra stund og gera mitt besta til að slaka á vöðvum líkamans, draga úr streitunni. Þetta tókst bærilega og var ég þokkalega yfirveguð þegar að mér kom. Ég lauk verkefninu á 2 mín og 13 sekúndum sem var rosagóður tími fyrir mig ( sumir nemendur voru að ná hraða innan við 2 mínútur ;))
Þegar ég var sennilega um það bil hálfnuð fannst mér allt í einu ég vera að gera þetta svo hægt að ég varð rosa stressuð og gaf í, orðin svo skjálfhent að ég gat næstum ekki haldið á spjaldabunkanum ( við áttum að stokka hann og þylja svo það hugtak sem efst var í honum og svo koll af kolli). ´
Ég náði öllum 20 hugtökunum réttum og innan tímamarka og var því búin að ná mér í 2 af lokaeinkunn áfangans. Það var sætur sigur og var ég stolt af sjálfri mér en svei mér þá ég held að ég hafi aldrei áður verið svona stressuð!
Það finnst mér fyndið og fáranlegt. Vá það er nú eitt og annað í reynslupoka lífs míns og af öllu því þá er það ÞETTA sem ég hef verið stressuðust yfir. ég er bara ekki búin að ná þessu enn ;)
Ég lærði hins vegar af þessari æfingu svo margt um námsgetu. Ég hefði ekki viljað (svona eftir á) að hún hefði verið öðruvísi. Samt svolítil spurning með streituna og blóðþrýstinginn, ég held að heilsusamlega sé þetta ekki gott fyrir mann. En spurningin er hefði ég lagt þetta mikið á mig og þar af leiðandi lært ýmislegt um námsgetu vegna þess að ég hafði sjálf reynslu af því, ef ekki hefði verið svona mikið í húfi? Ég lærði ýmislegt um námsgetu mina sem á eftir að nýtast mér svo lengi sem ég lifi og læri.
Þegar upp er staðið þá er ég ánægð með að hafa fengið tækifæri til þess að takast á við þetta verkefni. En það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera í sálfræðinámi, en það er sannarlega skemmtileg áskorun.
Maðurinn minn var stundum hissa á mér;) , til dæmis þegar ég sótti hann í vinnuna, afhenti honum stýrið, dróg upp hugtakaspjaldbúnkann minn og byrjaði að kyrja skilgreiningarnar hahahahaha
En svona puð breytist með tímanum í ánægjulegar minningar og ekki síst þegar allt fer vel að lokum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 08:48
Hissa á því hvað fólk er lengi að fatta..
það að þegar þú ert með bannmerkingu þá eigi ekki að hringja í þig með alls konar auglýsingar og söluvörur. Við hjónin sáum þetta sem góðan valkost að losna við allt þetta áreiti og fá tækifæri til þess að leita eftir þjónustu og vörum sjálf þegar okkur hentar.
En nei, sumir geta bara ekki virt þessar merkingar og jafnvel þó að þeim sé sagt að málið verði sent persónuvernd. Ég veit ekki um neitt kærumál vegna þessa en gaman hefði verið að frétta af því. Skyldi það hafa borið árangur?
Auðvitað ætti að samkeyra þjóðskrá og símaskrá það er kjánalegt að fólk þurfi að senda inn ósk um þetta á marga staði.
![]() |
Vill samkeyra bannmerkingar símaskrár og þjóðskrár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2006 | 17:08
Síþreyta dánarorsök 32ja ára konu.
Fyrsta skráða tilfellið í heiminum þar sem síþreyta var dánarorsök. Móðir ungu konunnar hafði mikið reynt til að fá það staðfest að dóttir hennar ætti við líkamlegt vandamál að stríða frekar en sálrænt. Það varð henni því huggun gegn harmi að dánarosökin væri síþreyta. Þetta myndi ef til vill verða til þess að líkamlegir þættir sjúkdómsins yrðu frekar rannsakaðir. Þessi frétt er í New Scientist hér
fyrir þá sem vilja lesa meira.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2006 | 16:45
Streita og of mikið kortisól sjaldan til bóta
Ég er ekki hissa á þessari niðurstöðu og það gleður mig að þetta hafi komið í ljós. Ófrjósemismál hafa nokkrum sinnum borist á góma í mínu lífi undanfarna áratugi. Ég veit um konur sem ekki hafa getað átt barn en hafa síðan ættleitt barn og orðið ófrískar stuttu síðar;)
Margar þeirra kvenna sem ég hef talað við hafa haldið því fram að ófrjósemin væri af völdum streitu. Ekki veit ég til þess að það hafi verið rannsakað fyrr en nú og hef heyrt og lesið um að streita hafi ekki slík áhrif heldur hafi það verið tilviljun að kona ættleiði barn og verði síðan ófrísk, enda aldrei talað um allar hinar sem ættleiða barn en verða ekki ófrískar.
Það var nú þannig í mínu lífi að ég átti mér draum um að eignast 3 börn. Þrjú ár eru á milli elsta og næst elsta barnsins. Þegar yngra barnið var 9 ára langaði mig til þess að eignast það þriðja. En vikur og mánuðir liðu án þess að ég yrði ófríks. Ég las allt sem ég komst yfir og fannst erfitt að sætta mig við það að ég væri orðin ófrjó 29 ára gömul!
Á þessum tíma starfaði ég í banka og tók starf mitt mjög alvarlega. Ég lagði alla fram og vildi ekki gera mistök. Magasýrurnar jukust og þurfti ég á endanum að drekka einhverja sýrubindandi saft eða mjólk (OJ). Lífið gekk mjög hratt og ég held að ég hafi aldrei verið eins full af streitu eins og þá.
Eftir um það bil ár gafst ég upp á því að reyna að verða ófrísk. Minn tími var greinilega búinn. ég nefndi það við minn fyrrverandi að við ættum kannski bara að safna okkur fyrir heimsreisu, það yrði þriðja barnið.
Mér tókst að hætta að hugsa um þetta og setti markið á aðra hluti í lífinu og viti menn innan við tveimur mánuðum síðar var ég orðin ófrísk af þriðja barninu sem varð ekki síðast barnið mitt heldur átti ég tvö í viðbót og var á 45. árinu þegar það yngsta fæddist.
Ég hef alltaf verið sannfærð um að streita hafi spilað inn í þetta hjá mér og smakvæmt þessari nýju rannsókn sem fréttin á mbl.is fjallar um þá gæti það bara verið rétt.
![]() |
Sálfræðimeðferð hjálpar ófrjóum "ofurkonum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2006 | 15:35
Monkey Business
Monkey Business
Ég var að lesa grein í New Scientist um rannsókn á hegðun Capuchin apa. Þegar kemur að peningamálum þá erum við og þeir meira og minna eins ;) Hagfræðingur og sálfræðingur unnu saman að rannsókninni og þeir segja að aparnir þekki góðan díl þegar þeir sjá hann!
Aparnir voru í "vinnu" hjá rannsóknaraðilunum. Verkefnið var að kaupa apli og agúrkur sem þeir þurftu að greiða fyrir með nokkurs konar pening (metal chips). Þegar eplin voru ódýrari en agúrkurnar þá völdu aparnir að kaupa þau þar sem þeir fengu meira fyrir jafn mikinn pening, svona eins og við mennirnir gerum gjarnan og ég var einmitt að blogga um tengt efni í morgun ;)
Önnur áhugaverð staðreynd sem fékk mig til að skellihlægja þó að þetta sé nú frekar sorglegt og alvarlegt mál var það að aparnir reyndur að falsa peninga. Þeir reyndu að borga með agúrkusneiðum hahahahahahaha eða kannski uhuhuhuhuhu.... :) :( en ekki nóg með það heldur földu þeir peningana sína eins og þeir vissu að þeir hefðu eitthvert gildi!
Þriðji þátturinn sem mér þótti áhugaverður í geininni var sá að ef þeir fengu ósanngjarna meðferð til dæmis einn þeirra fékk minna greitt (laun) en hinir fyrir sömu vinnu ;) þá sendi hann frá sér reiðiöskur, greinilega að mótmæla og hegðaði sér eins og hann væri að fara í verkfall!!!
Við erum ef til vill líkar þeim en við héldum? Ef til vill markar þetta ákveðið upphaf rannsókna, þar sem capuchin apar verða notaðir til þess að auðvelda okkur að skilja þá hlið manneskjunnar sem snýr að fjármálum!
Óréttlæti hefur tilhneigingu til þess að ýta undir reiði og hefnigirni og jafnvel aparnir vita að það er ekki gott fyrir viðskiptin;)
Bibliography;
NewScientist, 2005 November, Monkey business. Volume 188, no2524
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2006 | 12:40
Ætli honum hafi líkað maturinn?
Bangsi gæti alveg komið aftur í heimsókn ef honum hefur þótt haframjölið gott. Þar sem hann skemmdi ekkert nema krúsina semmjölið var í þá var hann látinn óáreittur og kláraði hann bara að gæða sér á haframjölinu og labbaði sig síðan út í skóg.
Nokkrar dýrasögur rifjast upp. Þegar ég bjó fyrir austan þá lenti ég í því oftar en einu sinni að fá mús í hús. Ég er ekkert sérlega hrifin af músum eða rottum en verð þó að viðurkenna að þær hafa vaxið í áliti hjá mér eftir að hafa lesið um ýmsar þrautir sem þær leysa af hendi á rannsóknarstofum. Þær eru til dæmis lagnar við að rata í völundarhúsi með mörgum örmum og matarbita í enda hvers arms. Það kemur ekki oft fyrir að þær fari aftur og aftur á sama staðinn.
Ég var ekki par hrifin af því að hafa mýs í húsinu mínu og vildi helst að þeim væri lógað. Maðurinn minn fyrrverandi var hins vegar mikill dýravinur og veiddi þær í kassa og henti þeim svo aftur út. En viti menn þær komu bara aftur og aftur inn. Lengi vel vissum við ekki hvar þær komust inn af því þær voru á efri hæðinni.
Þá var sett upp gildra og náðist ein af þeim þannig. Þær voru tvær eða þrjár við vissum það aldrei. Síðan fannst inngönguleiðin en hún var í kjallaranum. Þær klifruðu síðan einhvern veginn upp niðurfallsrör úr eldhúsvaskinum og komust þannig í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni. Hún var opin þar sem stóð til að setja uppþvottavél og þar klifruðu þær yfir og léku sér síðan á hæðini á meðan við sváfum.
Ég skildi líka eftir smjörlíkisbita í eldhúsinu sem þær átu. Ég var bara að fullvissa mig um að þær varu nú farnar þegar búið var að henda þeim út en alltaf hurfu bitarnir. Þær höfðu lært að fara þessa leið og sjáflsagt hafa smjörlíkisbitarnir styrkt þá hegðun þeirra ;)
Ég man líka eftir geitungum sem komu oft inn þar sem ég var að vinna. Stundum kom það fyrir að þegar ég veiddi þá í glas og fór með þá út, einhver 10-15 skref frá hurðinni að þeir urðu á undan mér inn aftur. ég gat ekki annað en hlegið að þessu þrátt fyrr að tilhugsunin um að veiða sama geitunginn aftur og aftur í glas væri svolítið óþægil
Ég vona að bjössi komi ekki aftur í heimsókn í leit að haframjöli þar sem síðasta ferðin hans hefur væntanlga slegið á hugrið.
![]() |
Svangur bangsi í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2006 | 09:24
Hugsað upphátt
Peningar eru eitt sterkasta stjórnunarafl sem maðurinn stýrist af. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna stjórnvöld nýta sér það ekki til að hvetja þjóðina til dæmis til hollari lífsstíls. Þegar ég las fréttina um að peningar fresti lífi og dauða þá lifnaði í þessum gömlu glæðum mínum.
Ég er sannfærð um að margir myndu breyta venjum sínum í smræmi við verðlagningu ýmissa vara. Ég hef áður nefnt frítt í strætó sem gæti haft margar jákvæðar afleiðingar í för með sér. Síðan mætti nefna lækkun skatta á grænmeti ( sérstaklega lífrænt ræktað), ávexti, og óunnar matvörur t.d. fisk, og kjöt.
Skatta mætti hækka verulega á hvítum sykri og þar af leiðandi á öllum vörum sem sykur er notaður í. Sælgæti myndi aftur verða munaðarvara en ekki eitthvað sem sótt er í jafnvel daglega. Vörur til íþrótta iðkana, reiðhjól, sundfatnaður ofl þess háttar mætti lækka skatta á til þess að auki ásókn fólks í þær iðkanir. Tannlæknakostnað mætti greiða niður á einhvern hátt til að tryggja tannheilsu en hún bætir meltingu fæðunnar.
Auðvitað er verið að mismuna þeim sem framleiða þær vörur sem myndu bera hærri skatta og einhverjir myndu væntanlega leggja sinn rekstur af og fara inn á aðrar brautir. Færri myndu takast á við offituvanda og alls konar heilsufarsleg vandamál sem fylgja honum.
Sala á heilsubótavörum myndi ef til vill dragast saman (vegna hollari neysluvenja), sama má segja um lyf og alls konar efni sem auka brennslu. Bensínssala myndi minnka og svona má lengi telja.
Aðrir benda mér á að þetta sé nú hálfgerður stóribróðir og yfirstjórn og það eigi að leyfa fólki að stjórna sínu eigin lífi. Fólk getur áfram gert það, það er bara dýrara. Ég væri bara þokkalega fylgjandi því að neysluhegðun fólks væri stýrt á þennan hátt. Ég sé ekkert nema gott við það, þó að ég geri mér grein fyrir því að breytingar yrðu hjá þeim sem hafa lifibrauð sitt af því að selja vörur eða þjónustu sem stíluð er inn á óhollusutulínuna.
Í stað þess að margir fórni heilsu sinni þá yrði óhollustulínunni fórnað að einhverju eða öllu leyti.
![]() |
Peningar fresta lífi og dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2006 | 17:18
Ef ég væri hissa á einhverju þá væri það helst....
að það væri ekki hærra hlutfall landsmanna fylgjandi því að varnarsamningum við Bandaríkin væri sagt upp. Til hvers að vera með her í annar vopnalausu landi (eða þannig).
Það var svo sem hægt að skilja það þegar upphaflegi samningurinn var gerður. Allar aðstæður voru aðrar og lega Íslands hernaðarlega séð mikilvæg. Í dag skiptir þetta hins vegar engu máli eftir því sem ég best fæ séð.
Mér hefði þótt líklegra að um 85% þjóðarinnar væru fylgjandi því að samningum væri sagt upp heldur en að það væri um 54% Herinn er auðvitað orðinn hluti af íslenskri menningu en.....
![]() |
54% Íslendinga hlynntir uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2006 | 16:49
Allt jókst á vorönninni
Ég skráði mig í 100% nám í sálfræðinni + 5 einingar í trúarheimspeki samtals 20 einingar. Ég hef kynnst mörgum á lífsleiðinni og hef meðal annars tekið eftir því hve mikil áhrif trú einstaklingsins hefur á líf hans. Þegar ég var í Fjölbrautaskólanum í Ármúla þá tók ég trúarbragðasögu og fannst ég hafa mjög gott af því. Svona nám eykur meðal annars víðsýni.
Nú langaði mig að kynnast mismunandi heimspeki trúarbragðanna.Þetta var mjög áhugaverður áfangi að taka með sálfræðinni. Vorönninn bauð því upp á enn meiri vinnu og góða skipulagningu. Ég kynntist fleiri nemendum og er ríkari fyrir það. Þetta eru skemmtilegir einstaklingar og gaman að spjalla við þá.
Ég var meðal annars í lífeðlislegri sálarfræði sem er einstaklega áhugaverður flötur að kynna sér. Ég varð hugfanginn af þessu námi. Ég vissi ekki að ég hefði svona mikinn áhuga á líffræði eða lífeðlisfræði. Heilinn og miðtaugakerfið er í upp á haldi hjá mér. Þór (kennarinn) er líka til fyrirmyndar. Hann notar fyrirlestratímann sinn fyrir námsefnið, er með góðar glærur sem gott er að setja viðbótarpunkta á og hefur brennandi áhuga á því sem hann er að tala um. Kennari að mínu skapi ;)
Allt lagðist á eitt að auka áhuga minn á þessu fagi. Alltaf þegar ég hafði aukatíma (sem var því miður allt of sjaldan) þá var ég að leita að vísindagreinum eða rannsóknum sem tengdust þessu. Áfanginn var samt erfiður, mikil yfirferð og fullt af nýjum hugtökum að læra. Ég hefði viljað geta eitt meiri tíma í hann.
Nú horfi ég með tilhlökkun til hraðlestrarnámskeiðsins og vona að ég geti aukið lestrarhraðan, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku svo að ég geti notið efnisins eins og ég hef þörf fyrir.
Ég tók líka virkan þátt í vísindaferðum með nemendum og var bara gaman af því. Heimsók á Stígamót, Landsnet og Bandaríska sendiráðið stóðu upp úr. Þær voru fræðandi og kom mér ýmislegt á óvart þar. Mörg andlit urðu mér kunnugri. Þetta var annars svo stór nemendahópur að í vor fannst mér eins og ég hefði aldrei séð sum andlitin sem samt voru að fara í sömu próf og ég ;)
frh..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2006 | 10:23
Umræðan er sannarlega af hinu góða
Ég hef velt þessum mámlum fyrir mér, muninum á fjölbrautakerfinu og bekkjarkerfinu sem ég þekki ekki af persónulegri reynslu heldur eingöngu af þeim sem tjáð hafa tjáð sig við mig. Auðvitað er eðlilegt að smu kjarnafög liggi til grundvallar stúndentsprófs annars væri óeðlilegt að próðið bæri sama nafn í öllum skólum.
Stúdentspróf innan ákveðinna brauta þarf að vera sambærilegt á milli skólanna. Ekki veit ég hvort til séu upplýsingar um það hvernig háskólastudentum vegnar ef skoðað er hvort þeir þreyttu stúdentspróf í bekkjakerfi eða fjölbrautakerfi. Það væri hins vegar gaman að skoða það. Ég hef reyndar heyrt undanfarin ár að nemendur sem koma frá MR og MA standi best að vígi. Ég hef ekki neinar tölur til að styðja þetta og veit ekki hvort þær hafa verið teknar saman.
það vakna margar spurningar. Eru gerðar meiri kröfur til nemenda þessara tveggja skóla? Er einkunna gjöf öðruvísi? Þegar ég byrjaði í HÍ þá tók ég fljótt eftir því að háskólanám gerir fyrst og síðast kröfur um að nemandinn sé sjálfstæður. Ég er að vísu nemandi í fjölmennri skor. Ef til vill hagar þessu öðruvísi við í smærri skorum.
Mín reynsla sýnir mér því mikilvægi þess að áherslur á sjálfstæði ættu að vera meiri á menntaskólastiginu en þær eru. Aðgangur nemenda að kennurum sínum er talsverður en þegar komið er í háskóla þá er sá aðgangur mjög takmarkaður. Þeir sem hafa verið í fjarnámi eða einhverskonar utanskólanámi hafa smá reynslu í að vera sjálfstæðir.
Hópastarf er annar mikilvægur þáttur en að honum er vel hlúð eftir því sem ég best veit. Öll umræða um uppbyggingu skóla á öllum stigum er af hinu góða. Það er eðlilegt að endurskoða áherslur á einhverra ára fresti því að samfélög breytast, áherslur breytast, tæknin breytist og við það allt saman skapast nýir möguleikar sem jafnvel gætu aukið vellíðan og hámarksgetu hvers einstaklings.
![]() |
Skólameistari MA leggur til aukið frjálsræði skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2006 | 10:00
Bíddu er ég ekki á réttum stað?
Mbl.is bleikur í dag ;) Þegar ég opnaði vefinn og ætlaði að gæða mér á nýjustu fréttunum þá greip vaninn í mig. Er ég ekki á réttum stað? Ég bakkaði um eina færslu og valdi aftur vefinn mbl.is og enn var hann bleikur.
Ég var búin að drekka Macchiatóinn (kaffið) minn og nokkur stund síðan ég vaknaði. Jú þetta var rétt hann var bleikur. hvað varð um bláa litinn? Afhverju er mogginn búinn að skipta um lit? Svona er vaninn fastur í manni. Hann getur gjörsamlega blindað mann ;)
Loksins fattaði ég bleika litinn á mbl.is og var ánægð með þá að gera þetta í tilefni dagsins. Þetta kalla ég að sýna lit! En það sem mér finnst fyndnast við þetta er að ég var búin að elsa Fréttablaðið í morgun og vissi hvaða dagur var í dag en ég gat engan veginn tengt það við breytinguna á mbl.is hahahahaha . Gaman að byrja daginn svona ;)
![]() |
Bleikur vefur í tilefni kvenréttindadags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2006 | 20:53
Being there
Ég lifi meira í fortíðinni en nútíðinni þetta sumarið. Hef verið að lesa sögu fyrstu heimsspekinganna eins og ég hef nú bloggað um áður, er byrjuð að fara yfir námsefnið í tölfræði I sem ég var að læra í fyrra og þarf að fara í upptökupróf í núna í ágúst og til að kóróna þetta þá er ég að hvíla mig með því að horfa á gamlar perlur.
Í gærkvöldi horfði ég á "Being there" með Peter Sellers í aðalhlutverki. Ég hef séð þessa mynd tvisvar áður og finnst hún alltaf jafngóð, eða ef til vill fannst mér hún fullróleg í fyrsta skiptið. Hún er mjög innihaldsrík og skilur mikið eftir. Þó að myndin sé á vissan hátt alvarleg, þá finnst mér hún líka svo brosleg. það kemur vel fram í þessari mynd hvernig fötin skapa manninn! Garðyrkjumaðurinn er misskilinn meginhluta myndarinnar. Þetta er snilldarmynd og finnst mér einna skemmtilegast við hana hvernig fyrirfram ákveðnar hugmydir fólks um aðra manneskju stjórna því hvernig hún er skilin eða misskilin ;)
Ég hvet ykkur til að sjá hana, hún er algjör perla og ekki er nú verra að fá einhverja til að horfa með sér og geta spjallað um myndina í kjölfar sýningar;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2006 | 20:27
Gaman hefði nú verið ef þau fjölguðu sér hér
Þau eru svo falleg aðmírálsfiðrildin. Það er synd að þau geti ekki fjölgað sér hér. Það skýrir auðvitað hvers vegna þau sjást sjáldan á Íslandi.
Ég myndi nú frekar vilja að vespan gæti ekki fjölgað sér á Íslandi en alls konar skrautfiðrildi gætu það í staðinn. en svona er lífið, oftast þurfum við að skreppa til útlanda til þess að njóta þeirrar fegurðar sem heitari landssvæði bjóða upp á.
Ég er alls ekki að gera lítið úr fegurð þeirra dýra og plantna sem þrífast eins norðarlega og Ísland er bara aðeins að svífa í dagdraumum um enn meiri fegurð til að skynja en til staðar er ;)
![]() |
Aðmírálsfiðrildi í Flóanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2006 | 17:11
Lesa hraðar, lesa hraðar,hraðar, hraðar....
Sólarhringurinn er að verða llt of lítill. Þar sem áhugi minn snýst um hegðun og eðli mannsins þá er af nægu að taka. Alltaf þegar ég les fréttir sem á einhvern hátt tengjast lífsmöguleikum mannsins, vellíðan hans, velgengni, sársauka og sorgum þá beinist hugur minn að því hvernig maðurinn gæti hámarkað getu sína í aðstæðum hverju sinni. Þá á ég ekki við "hvað sem það kostar".
Orð eru oft svo fátækleg eða að minnsta kosti geta mín til þess að nota þau til þess að tjá mig um það sem ég er að meina. Þörf mín fer vaxandi til þess að lesa meira og meira, meira, meira...... ;)
Ég sá í blöðunum fyrir nokkrum dögum síðan auglýsingu um hraðlestrarnámskeið. Þetta er ekki einhver bóla heldur hefur hraðlestur verið kenndur um nokkurt skeið. Ég les talsvert hratt, enda fékk ég góða punkta fyrir mörgum árum síðan hvernig ég ætti að beita mér. Þetta var bara einn mikilvægur punktur. Hann hefur nýst mér um langt skeið.
Ég ákvað að slá til ef að kennslan rækist ekki á við dagskránna mína sem er nokkuð þétt fyrir ,)
En viti menn, kennslan fer einmitt fram á kvöldi sem ég er alltaf laus. Þetta verður spennandi. Ég á eftir að tjá mig frekar um það hvernig þetta virkar á mig. Ég hef heyrt að algengasti aldurinn sé 15-25 ára en ég set það nú ekki fyrir mig. Mér finnst fólk á öllum aldurskeiðum áhugavert og ekkert eitt aldurskeið skemmtilegra í návist og samvinnu en annað. Þau eru bara ólík. Ég held einmitt að viðhorf okkar til annarra ráði oft miklu um það hvernig okkur gengur í samvinnunni við þá.
Sem sagt allar bækur sem ég á eftir að lesa mun ég vonandi fljúga í gegnum en ég veit ekki til þess að eins auðvelt sé að lesa hratt á netinu. Þetta á nú allt eftir að koma í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2006 | 15:24
Ég hef nú verið að bíða eftir þessu í meira en ár
Ég yrði hissa ef hún biði sig ekki fram. Hillary er efnilegur frambjóðandi, ég heyrði því oft fleygt þegar Bill Clinton var forseti að hún ætti nú ekki minnstan þátt í velgengni hans.
Það tekur auðvitað sinn tíma að vinna sig inn eða upp í forsetaframbjóðandaferlið í Bandaríkjunum, en ég held að hún sé efnileg í embætti forseta.
![]() |
Vísbendingar um að Hillary Clinton hyggi á forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2006 | 15:18
Þetta kalla ég fyrirhyggju
Plöntufræjabanki, söfnum fyrir framtíðina. Frábær hugmynd vísindamanna að varðveita við bestu skilyrði hinar ýmsu plöntutegundir. Þangað má sækja fræ ef að plöntusjúkdómar eða annar óskundi eyðir einhverri tegundinni.
Þetta er öryggisventill framtíðarinnar. Mér finnst fólk líka almennt vera að velta meira fyrir sér hinum ýmsu þáttum sem gætu skaðað lífsafkomu manna, dýra og planta eða ætti ég ef til vill að segja lífs á jörðinni. Mér finnst þetta fyrirhyggja af bestu gerð. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Hver veit hvert þeir stefna næst?
![]() |
Fræ allt að þriggja milljóna plantna varðveitt í sífreranum á Svalbarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2006 | 12:34
Almenna sálfræðin
Þetta var almennt talið erfiðasti áfanginn enda 5 einingar á meðan hinir voru 4 eða jafnvel bara 3 einingar. Mér fannst áfanginn skemmtilegastur og hefði viljað kunna hraðlestur. Bókin er yfir 700 síður. Þrjú hlutapróf voru þreytt í þessum áfanga í byrjun október, nóvember og desember. Það var fyndið hvernig ég breytti um námstækni eftir hvert hlutapróf.
Til þess að geta haldið náminu áfram eftir áramótin þá þurfti að standast þennan áfanga. Þetta var því tvímælalaust mikilvægasti áfanginn á haustönn. Ég lagði því áherslu á hann. Tölfræðin fannst mér hins vegar ekki mjög áhugaverð enda gekk mér verst í henni.
Ég var vön háum einkunnum í fjölbraut eins og fleiri nemendur sem sækja í þetta nám. Við þurftum nú að venjast því að fá lágar einkunnir. Mjög algengt er að meðaleinkunn í áföngum sé á bilinu 4,5 til 6 sem mér finnst mjög lágt.
Ég stóðst alla áfangana nema tölfræði I en þar var ég með meðaleinkunn 4,5. Tæplega helmingur nemendanna féll í þessum áfanga. Ég var þó nokkuð fyrir ofan meðaleinkunn í almennu sálfræðinni og var því örugg áfram í námið eftir áramótin. Tölfræði I þyrfti ég hins vegar að taka aftur í ágúst eins og fleiri.
Það var mikið spennufall um jólin. Ég var í síðasta prófinu (minnir mig) 18. desember og vorönnin byrjaði ekki fyrr en 17. janúar. Þetta er með meiri hátíðarstemningu sem ég hef upplifað og fann ég fyrir miklu þakklæti til fjölskyldu minnar, tengdafjölskyldu og vina sem öll studdu mig áfram hver á sinn einstaka hátt. Það verður aldrei of oft sagt hve stór þáttur í velgengni og hamingju einstaklingsins félagslegu samskiptin eru. Ég er rík kona á þann hátt. Ég var nú bara orðin svolítið löt þegar skólinn byrjaði eftir áramótin.
Námið var skemmtilegra en mig hafði grunað. Ég hlakkaði til að halda árfram eftir áramót. Ég var þó búin að sjá að einhverju þyrfti ég að breyta því að meðaleinkunnin mín var bara 7,17 eftir haustönn, en ég þarf að ná 7,25 lágmark til þess að eiga möguleika á framhaldsnámi. Þá er ég að tala um réttindanám (starfsleyfi) eða MA (mastersnám). BA í sálfræði er ekki mikilsvirði held ég svona eitt og sér, þó að það sé mjög gagnlegt nám.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2006 | 11:59
Rosalega lýst mér vel á hann Geir
Hann er trausturvekjandi, yfirvegaður og var um orðin sín. Ég tek sérstaklega undir það með honum að gera útlendingum sem setjast hér að kleift að læra íslensku. Útlendingar verða síður hluti af samfélagi okkar ef þeir læra ekki íslenskuna.
Þeir mynda þá hópa innan samfélagsins sem jafnvel eru einangraðir eða aðskildir frá heildinni. Einnig er það slæmt þegar þeir fara að vinna við þjónustustörf og geta ekki talað málið. Mér þótti það til dæmis frekar sorglegt þegar móðir mín lá á Grund að starffólkið sem vará allan hátt gott starfsfólk skildi ekki fyrirspurnir eða óskir þeirra sem lágu þar og gátu ekki gert sig skiljanleg. Gamla fólkið þarna kunni jafnvel bara tungumálið sitt íslenskuna, sem dugði ekki til að biðja um aðstoð.
Það er líka einkennilegt að fara á kaffihús eða út að borða og þurfa að panta á ensku á íslensku veitingahúsi! Ég hef lent nokkrum sinnum í þessu hér í Reykjavík og fannst þetta eiginleg fyndið, rosa skrítin tilfinning. Þetta er svo sem ekkert tiltökumál fyrir þá sem geta talað annað tungumál en íslenskuna en það eru bara ekki allir sem geta það.
Það er því mikilvægt að útlendingar sem sækjast eftir því að setjast að á Íslandi geti fengið tækifæri til þess að læra málið, að það sé til dæmis ekki of dýrt fyrir þá. Margir þessara útlendinga eru ekki efnafólk, heldur fólk sem kemur hingað til þess að öðlast meiri lífsgæði heldur en er í þeirra heimlandi. Ég er sannfærð um það að lífsgæðin verða meiri þegar fólkið getur tjáð sig á íslensku.
![]() |
Verðmætin í sögu og tungu mega ekki gleymast í velmegun og útrás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku