Leita í fréttum mbl.is

Að setja sér markmið

Á vorönninni var ég í stöðugri endurskoðun á námstækni og námsáherslur. Eins ég bloggaði um áður þá heillaði lífeðlislega sálfræðin mig mest. Það kom fyrir að ég fylltis af eftirsjá að hafa farið í þennan áfanga á sama tíma og ég var að tækla fög sem voru forkröfufög á nám á öðru ári. 

Þar sem ég var í 20 einingum og hafði ekkert á móti því að halda náminu áfram yfir sumartímann þá stefndi ég á að skrá mig úr einum áfanganum. Námsálagið óx stöðugt og ég var búin að gera mér grein fyrir að tölfræði II væri slappast hjá mér.

Ég fór í mikla naflaskoðun í mars Þá áttaði ég mig á því að ef ég næði ekki nægilegum árangri til þess að fá námslánin þá yrði ég að sleppa draumnum mínum og hætta.

Markmið eitt var því að standað lágmark 11 einingar. Ef mér tækist það þá gæti ég að minnsta kosti haldið náminu áfram.

Markmið 2 var að ná veginni meðaleinkunn 6 sem er krafa í 5 ákveðnum áföngum, ef að vegin meðaleinkunn er 5,99 þá má nemandi ekki hefja nám á öðru ári. Það var ekki vonlaust að ég næði 6+.

Markmið 3 var að hækka meðaleinkunnina í 7,25 en það er krafa til þess að hægt sé að fara í Mastersnám eða til þess að eiga möguleika á að komast í starfsréttindanám.

Ég var nú komin með áætlun sem ég ætlaði að leggja mig alla fram við að fylgja. Tölfræðina þurfti ég að taka fastari tökum. Þrátt fyrir að vera þokkalega góð í ensku þá hef ég ekki lesið neitt um tölfræði eða stærðfræði á ensku. Bókin þvældist því þó nokkuð fyrir mér og gerði þetta allt erfiðara. Maðurinn minn (sem er góður í stærðfræði ;) og algjört séní í ensku) fór með mér í tölfræðina alla laugardags og sunnudagsmorgna fram að prófum. Ég held að ég sé bara ríkasta kona íheimi eða þannig ,) Ég setti svo spólu í tækið og tók spekina sem rann af vörum hans upp svo að ég gæti lært hana betur án þess að taka meira af hans tíma. Ég var mjög happy með þetta. Smám saman síaðist þetta inn en ég var nú frekar óörugg þegar ég fór í lokaprófið..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 71607

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband