Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Magni tekur Plush með Stone Temple Pilots

Jæja, það verður nú aldeilis spennandi að sjá og heyra hvernig Magni tekur Plush en þetta er lag sem ætti að passa honum vel. Ég hef fulla trú á því að hann komist vel áfram í enn eitt skiptið.  Ég sótti textann og skellti honum hér inn til gamans fyrir áhugasama ;)

And I feel that times a wasted go
So where ya going to tommorrow?
And I see that these are lies to come
Would you even care?

And I feel it
And I feel it

Where ya going for tommorrow?
Where ya going with that mask I found?
And I feel, and I feel
When the dogs begin to smell her
Will she smell alone?

And I feel, so much depends on the weather
So is it raining in your bedroom?
And I see, that these are the eyes of disarray
Would you even care?

And I feel it
And she feels it

Where ya going to tommorrow?
Where ya going with that mask I found?
And I feel, and I feel
When the dogs begin to smell her
Will she smell alone?

When the dogs do find her
Got time, time, to wait for tomorrow
To find it, to find it, to find it
When the dogs do find her
Got time, time, to wait for tomorrow
To find it, to find it, to find it

Where ya going for tommorrow?
Where ya going with that mask I found?
And I feel, and I feel
When the dogs begin to smell her
Will she smell alone?

When the dogs do find her
Got time, time, to wait for tomorrow
To find it, to find it, to find it
When the dogs do find her
Got time, time, to wait for tomorrow
To find it, to find it, to find it
To find it
To find it
To find it

Þetta er síðan sem ég sótti ljóðið á 

 


mbl.is Magni syngur í Rockstar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klónaður einstaklingur

Ætli klónaður einstaklingur verði eins og eineggja tvíburi? Menn hafa deilt um hvort umhverfið eða genin hafi meiri áhrif á það hvernig einstaklingur verður. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á eineggja tvíburum sem hafa verið aðskildir og alist upp hjá ólíkum fósturforeldrum líkjast blóðforeldrum sínum en ekki fósturforeldrum. 

Þetta hefur þótt benda til að genin ráði mestu um einstaklingseðlið en ekki umverfisáhrifin (fyrirmyndir og uppeldi). Aðrir hafa bent á að einstaklingurinn laði sig að umhverfinu og þess vegna breyti umhverfið í rauninni einstaklingnum. Sannarlega skiptar skoðanir um þetta eins og svo margt annað ;).

Ég velti hins vegar fyrir mér hvað  myndi gerast ef að einstaklingur yrði klónaður og myndi alast upp á öðrum tíma t.d. 60 árum eftir að fyrirmyndin fæddist, hverju myndi það breyta? Það er samt óþægilegt að hugsa um þetta......


mbl.is Einræktuð manneskja myndi finna til einstaklingseðlis að sögn vísindamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til dæmis í október ;)

Verslun eykst á sólríkum dögum og þegar fyrsti snjórinn fellur fyrir jólin!!!!

Ætli kaupmaðurinn eigi við snjóinn sem t.d. fellur í október;)? 


mbl.is Lítið selst af sandölum og sumarfatnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsagt á þetta víðar við

Ég er ekki áskrifandi að Mogganum lengur en hef fengið Fréttablaðið eins og væntaslega flestir aðrir. Þetta ástand er líka til staðar á þeim bæ. Vaninn er grátbroslegur. Þannig var það þegar ég var áskrifandi að Mogganum. 

Að fá sér eðalkaffibolla og lesa Moggann var opnun dagsins. Þegar Mogginn kom ekki á sínum venjubundna tíma ( var borinn mjög snemma út) þá náði ég ekki að lesa hann áður en ég lagði af stað í skólann. Dagurinn var í hálfgerðu uppnmámi. Ég var bara ekki vöknuð og til í að takast á við daginn ef ég fékk ekki blaðið með morgunkaffinu mínu.

Það hjálpaði mér að segja blaðinu upp þegar það barst hvort eða er svo seint að ég gat ekki notið þess að lesa það. Fréttir eru svona eins og snúðar best nýbakaðar ;) Að ætla sér að lesa Moggan klukkan 17 er af og frá, bara passar ekki.

Ég lærði að sættast við Fréttablaðið svona virka daga en em helgar kemur það oft ekki eða þá um eða eftir hádegi. Þá er ég ekki í stuði til að lesa blöðin. Nú er það orðið þannig að mbl.is sér mér fyrir fréttunum og svo horfi ég stundum á sjónvarpsfréttir. Það er líka gaman að lesa fréttatengt blogg og er ég tíður gestur þar ;)

Í sumar eru það tveir þættir sem hafa orðið til þess að ég geng ekki af gömlum vana, hálfsofandi fram í forstofu til að ná í blaðið mitt. ég er orðin svo vön því að það sé ekki komið fyrr en undir eða eftir hádegi eða bara að ég þurfi að hringja eftir því og þá er það ekki fríblað lengur ;)

Slokknun hefur átt sér stað. Vaninn er horfinn og stundum verð ég hissa ef og þegar mér dettur í huga að labba út fyrir hádegi og sé blað liggjandi á góflinu ;)

Ég þakka oft fyrir mbl.is ég er hæst ánægð með það sem ég fæ þar og annars staðar á netinu. að lesa Moggann með morgunkaffinu fyrir klukkan 7 á morgnana var hins vegar hinn besti lífsstíll og flokkaði ég það á tímabili undir þak lífsgæða minna.


mbl.is Morgunblaðið skilar sér seint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða göldrum beita þeir ;) ?

Fyrstu íslensku kartöfflurnar koma á markað í dag upp úr miðjum júlí??? Ég hef nú oft ræktað kartöfflur og dirfið þær ofan í jörðina við fyrsta tækifæri en man þó ekki eftir að hafa tekið upp fyrr en í ágúst.

Premier voru reyndar ekki í ræktun hjá mér heldur gullauga sem sennilega sprettur seinna. Það hefur líka rignt svo mikið hér fyrir sunnan og þar af leiðandi ekki verið mikil sól ;) Ég er bara svo hissa. Ég man svo vel eftir því að hafa alltaf stefnt að því að taka upp í einn pott 15. ágúst á afmælisdegi ömmu minnar.

Synd að ég borða ekki lengur kartöfflur því að fyrsta uppskera helst beint úr moldinni og í pottinn er algjört sælgæti. Ég verð því bara að  láta mér nægja að samgleðjast hinum sem geta notið þeirra.


mbl.is Fyrstu kartöflur sumarsins teknar upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú ljóta ástandið

Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera í þeirri stöðu sem fólkið er í. Slæmt að ekki skuli vera nóg pláss fyrir alla því að það sér ekki fyrir endann á þessu "stríði". En þetta er nú ekki nóg, því að það læðist að manni uggur um að fleiri lönd muni dragast inn í þessi átök.

Þegar ég les fréttirnar af átökunum þá verður mér frekar orðfall heldur en að andinn streymi yfir mig. Hvað getur maður svo sem sagt???? 


mbl.is Íslendingum í Beirút sagt að Norðmenn gangi fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi árangur

Nú hef ég setið við og lesið, lesið og LESIÐ ;) Hraðinn er að aukast jafnt og þétt. Það er athyglisvert hve miklu munar á hraðanum eftir því hvað ég er að lesa. Skáldsögur, bara þýt í gegnum þær en ég hef samt tekið eftir því að lestur námsbóka er ómeðvitað markvissari. það er eins og ég grípi ákveðna hluti strax en í skáldsögunum þá bara flæði ég í gegn.

Ég tek jú eftir aðalpersónum og risi sögunnar. Ég var að átta mig á því í gær að til þess að hraðlesturinn skili mér svipuðum gæðum í lestri þá er gott að hafa í huga áður en ég byrja eftir hverju ég ætla að taka.

Líklega er þetta svo með skáldsögur þar sem að ég les þær nánast aldrei ;) Það er líka fyndið með lesturinn að það virkar vel að hita upp áður en þú byrjar. Þetta er svona eins og að spila á píanó að fingraæfingar í nokkrar mínútur liðka þig svo vel að það verður miklu léttara að spila heldur en ef þú sleppir þeim.

Ég er því búin að setja mér markmið að halda daglegum hraðaæfingum áfram eftir að námskeiðinu lýkur. Ef ég geri hraðaæfingu þó það sé bara ein æfing svona 5-10 mínútur þá er ég strax komin í gott flæði. 

Það sem hefur komið mér mest á óvart er hve mikið fer í minni á þessum mikla hraða sem ég hef samt ekki haft tilfinningu fyrir að myndi skila mér neinu. Ég hef meðal annars verið að lesa tölfræði, bókin er á ensku og þó að ég sé þokkalega góð í enskunni þá hef ég ekki lesið mikið í tölfræði- eða stærðfræðibókum yfir ævina. Mig vantar því orðaforða á þessu sviði sem vill aðeins tefja mig.

Ég ákvað samt að prófa að hraðlesa tölfræðina eftir kúnstarinnar reglum með glósun. Ég er bara alveg steinhissa hve miklu þettar skilar mér. Ég held svei mér þá að þegar þú lest hratt efni sem þú hefur ekki góðan skilning á þá er auðveldara að skilja það. Þetta meikar auðvitað engan sens en þetta virkar svona fyrir mig.

Ég er mjög ánægð með að hafa farið í Hraðelstrarskólann  en myndi mæla með því að fólk velji frekar 6 vikna námskeiðin heldur en 3ja vikna. Æfingakerfið nýtist áreiðanlega betur og ef að þú þarft aðhald þá færðu meira aðhald á 6 vikunum en þessum 3. 

Við þurfum eðlilega að fara tvisvar sinnum hraðar yfir æfingarprógrammið en hinir og það er pottþétt ekki að skila sama árangri. Það er frábært hjá þeim að vera með lífstíðar ábyrgð á námskeiðinu þannig að nemandi getur hvenær sem hann vill tekið þátt aftur án þess að greiða krónu fyrir það. ég er búin að ákveð að fara í 6 vikna ferli á næsta ári til að ná enn betri tökum á tækninni.

Það sem var erfiðast fyrir mig í þessu var að mér finnst ég ekki geta leyft mér að lesa skáldsögur þar sem ég hef af nógu öðru að taka. Síðan treysti ég ekki alveg á að þetta væri að virka þannig að þegar ég var að æfa mig á námsefninu sem ég er að tækla núna þá var ég óörugg. Í gær fann ég samt svo mikinn mun að í dag er ég bara þokkalega góð með mig ;)

Nú ætla ég að drífa mig í námsbækurnar á ný, hlakka til að kíkja hér inn á bloggið í næstu pásu ;) 


Hækka sektina það virðist vera það sem flestir skilja

Því miður þá er það þannig að ef að þú þarft að borga fyrir gáleysi þitt þa´hugsarðu þig betur um áður en þú framkvæmir. Ef fólk er gert persónuleg ábyrgt upp að einhverju ákveðnu marki þá passar það si betur. Hver vill borga tjónið úr eigin vasa????

Mé finnst engin spurning um það að hækka bara sektina. Það er hálf hallærislegt að fullorðið fólk átti sig ekki á því að 5 metrar eru meira en 4,20 og að það þarf alltaf einhver að borga þegar að tjón verður.

Ég segi því hvað þarf að gerast til þess að bílstjórar, sem aka bílum með farm sem er hærri en leyfilegt er að aka með um Hvalfajarðargöng  aki ekki um göngin? Þarf að verða slys? Hvað þurfa menn og konur til þess að skilja að það er ástæða fyrir hámarkshæðinni sem gefin er upp?


mbl.is Lífshætta skapast sé ekið með of háan farm í göngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þurfti að nota S5

Ég hef dregið úr strætónotkun eftir að leiðarkerfinu var breytt. Fyrir mig tekur þetta einfaldelga of langan tíma og kostar of mikinn pening. það hefði engan veginn borgað sig fyrir okkur að ég og dóttir mín tækjum strætó síðastliðinn vetur. 

Við skoðuðum alla valkosti hinna ýmsu korta og einkabíllinn kom einfaldlega betur út. ég vildi samt geta notað almenningsvagna og minnka notkun einkabílsins til þess að draga úr mengun. Enn sem komið er þá er það of dýrt.

þegar ég las fréttina þá velti ég fyrir mér hvort gerð hefði verið könnun á því hvað þyrfti til þess að fólk væri æst í að velja strætó? Ef að strætó á að kosta þá þarf valkosturinn að vera spennandi fyrir þann sem borgar ekki satt?

það er líka lítill tilgangur með að reka strætó ef fáir eða engir eru tilbúnir að nota hann. Ég skildi aldrei þessar breytingar á leiðakerfinu sem innleiddar voru fyrir nokkru síðan. Hver var eiginlega tilgangurinn? Var hann ekki einhverskonar hagræðing? Notendur eru síðan ekki sáttir við þá hagræðingu því fyrir marga kemur hún einfaldlega illa út. Þannig að þeir hætta baras að nota hann og þá fer nú hagræðingin fyrir lítið!

Það bilaði hjá mér bíllinn hérna um daginn og fór ég með hann á verkstæði. Eini vagninn sem hentaði mér að taka var númer 5 en það á víst að leggja hann niður í sparnaðarskini hahahahaha


mbl.is Lækka á rekstrarkostnað Strætó um 360 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á inniskónum í sturtu ;)

Það er stórhættulegt að hreyfa við því sem liggur í fortíðinni  ;) Jæja .... hum...... gamlar minningar vilja nefnilega skjótast upp með sem einskonar viðhengi.

það var hér um árið að ég keypti mér "takkaskó" nei, nei ekki þannig takkaskó heldur þessa sem sumir kalla nuddskó. þeir eru úr einhverskonar gúmmíi. Takkar bæði upp og niður úr sólanum. Verst að þetta virðist ekki vera til á Íslandi lengur en ég fílaði það vel að ganga um í þessum skóm.

það vildi safnast ryk á milli takkanna. Ég tók því til þeirra ráða að þegar ég fór í sturtu þá fór ég alltaf í skónum og þvoði þá í leiðinni.

Mánuðir og ár liðu. Hegðun mín var orðin nokkuð stöðug. Ég vakna einn morguninn og það stendur til að fara í langferð til Bretlands. Ég fæ mér kaffi eins og venjulega og dríf mig í sturtu. þar sem að ég er nokkur söngfugl og ein af þeim sem sýng í sturtu þá hófust nú miklir tónleikar. 

Allt í einu tek ég eftir því að ég er eitthvað þung til fótanna ????? það líður nokkur stund sem ég nota til þess að lyfta fótunum svona á víxl þar ti lað lokum að ég lít niður. ..........

Oh my God, þarna blasa þá við mér hanskaskinns töfflurnar mínar !!!!!!!!!!!    og eftir sjokkið þá brjálast ég úr hlátri. ég fæ þvíklíka hláturkastið að fjölskyldumeðlimir koma einn af öðrum til að athuga hvort ekki sé allt í lagi með mig?

ég reyni allt hvað ég get til þess að fræða þá um hvað sé í gangi en allt kemur fyrir ekki . ég er ekki fyrr búin með hugsa orðið sem á að sleppa út úr mér en að ég skelli upp úr á ný....

Hanskaskinnskórnir m+inir breytust í grjótharðar garðtöfflur...... en það var ekki laust við að lítið kímið bros læddist fram á varir mér þegar ég leit fyrrum fagrar töfflur mínar komnar með nýtt hlutverk.

Já gaktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér, því að enginn veit sína ævina fyrr en öll er ;) 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband