Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Magni komst áfram og meira en það!!!

Hann var beðinn um að endurflytja lagið sem hann söng. Vá hvað ég var stolt af honum. Glæsilegt Magni

Jenny var send heim en Josh og Dana sátu á botninum með þeim 


Ekkert smá flott!

Ég má nú til með að fara og skoða gripinn á morgun. Hundrað og átján metra langt skip. Ég hefði nú viljað sjá það fyrir fullum seglum.

Nú er um að gera að endurskipuleggja morgundaginn og drífa sig í eitt stykki skoðunarferð svo loka ég bara aðeins augunum og læt mig dreyma sjóræningjadrauma eða eitthvað annað spennandi ;) 


mbl.is Stærsta seglskip heims í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árekstur í rjómablíðu

Þvílíka rjómablíðan :) Ég er nú líka búin að njóta hennar. Við hjónin brugðum okkur í sund og þar var ég bæði böðuð í vatni og sól, síðan var ekið í næstu ísbúð og kæling tók við. Þetta var allt yndislegt. Það er loksins komið sumar hér í Reykjavík.

Ég þurfti síðan að bregða mér í stuttan skottúr. Leið móin lá um eitt hringtorganna hér í Reykjavík. Ég ók í rólegheitunum í innri hringnum og var að aka út úr honum þegar bíll sem var að aka inn í hringtorgið ekur í veg fyrir mig.

Ósjálfráðu viðbrögðin tóku við, fóturinn á bremsuna og hendin á bjölluna. Mér tekst að stöðva bílinn enda á lítilli ferð en fæ þá annan aftan á mig sem var á leið inn í hringtorgið.  Sem betur fer meiddist nú enginn en bíllinn sem ók aftan á mig skemmdist ótrúlega mikið. Ég var eiginlega mjög hissa því að ég fann ekki svo mjög fyrir högginu og skemmdirnar á mínum bíl voru bara á stuðaranum.

Mér varð hugsað til þess að ég ek um þetta hringtorg á hverjum einasta degi og stundum nokkrum sinnum á dag. Í sumar hefur rignt og rignt en aldrei man ég eftir óhappi á þessum stað.

 


Hefurðu skoðun ? ;)

Hver verður sendur heim í þessari viku? Það kemur í ljós á miðnætti eða frá 00:00- 01:00. Var að setja inn skoðanakönnun og það væri frábært ef þú ert til í að taka þátt. Ég stefni á að gera þetta áfram því það væri gaman að sjá smekk Íslendinga ( eða réttara sagt þeirra sem heimsækja þetta bloggsamfélag) samanborið við t.d. könnunin sem er á síðunni sem ég bloggaði um fyrr í dag ;)

Könnunin verður óvirk klukkan 23:59 í kvöld 


Viltu vita hvað öðrum finnst um Rock Star ....

Kíkti inn á síðun rockband.com og sá þar fantasy poll um stöðu söngvaranna í gær. Mér fannst gaman að sjá niðurstöður skoðunarkönnunar á því hver væri líklegastur til að detta út að Magni var á meðal fjögurra (Lucas, Dilana og Topy) sem fengu ekkert atkvæði. Þeir sem hafa tekið þátt finnst þessi fjögur vera örugg áfram.

Magni kemur bara þokkalega út í könnunum og meðal annars þá finnst sumum hann líklegastur til þess að verða fyrir valinu í að endurflytja lagið sem hann söng í gær. Hann og hljómsveitin skiluðu Plush virkilega vel. Ég myndi velja Magna eða Lucas í endurflutning núna.

Mér fannst svolítið gaman að sjá hvað öðrum finnst og það gladdi mig að sjá stöðu Magna. Hann hefur staðið sig vel í flutningi þeirra laga sem hann hefur valið en mér finnst hann enn eiga eftir að sýna breiddina í raddsviðinu. Ég hlakka til að sjá hann taka lag sem hefur breytilegan hraða og breidd í raddsviði.

Þetta er samt mjög gott lagaval hjá honum en söngvararnir sem eru að toppa þetta í dag eiga það sameiginlegt að hafa valið lög eða útfærslur sem sýna breiddina. Það er sterkt hjá Magna að spila þetta örugglega eins lengi og hann hefur efni á því.

Mér varð nokkur léttir eftir að hafa hlustað á hann í gær því að margir söngvaranna voru að standa sig mun betur en áður. En Magni var "flottur karl" ;) Áfram the Magnificent Magni!!!!

Ég skellti hér inn niðurstöðum úr einni af könnununum. 

week three, who do you think will get the encore?

Results:
Dana  [0%]0 votes
Dilana  [9%]7 votes
Jenny  [0%]0 votes
Jill  [0%]0 votes
Josh  [0%]0 votes
Lukas  [42%]32 votes
Magni  [14%]11 votes
Patrice  [3%]2 votes
Phil  [9%]7 votes
Ryan  [5%]4 votes
Storm  [13%]10 votes
Toby  [1%]1 votes
Zayra  [4%]

Hverjir ætli vermi 3 neðstu sætin?

Þau sem mér fannst slökust voru Dana, Ryan, Toby,Johs og Jenny.  Jenny og Johs allra slökust og sennilega Dana.

Vandamálið með Ryan er að hann virðist vera límdur við gólfið. Hann syngur hins vegar vel og gerði það líka í gær en sviðsframkoman spillir fyrir honum. 

Það er ljóst að söngvararnir eru að verða öruggari með sig og leggja sig núna líka fram við að fitta betur inn í grúppuna. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer í kvöld.

Mikið vildi ég að beina útsendingin hæfist klukkustund fyrr eða svo, fimm tíma svefn er full lítið, en svona er þetta, unglingurinn í mér gat bara ekki beðið með að horfa á þetta í kvöld ;) 


Magni Magnificent ;)

Magni var verulega góður í kvöld!!! Engin spurning, hann verður sko inni áfram. Hann fékk líka súperdóma hjá Jason " Ég ætla bara að segja eitt orð við þig Magni....ficent :)))

Dilana átti sviðið þegar hún tók lagið Zombi, engin spurning hún er enn númer eitt að mínu mati. Mér fannst söngvararnir yfir höfuð vera að standa sig betur. Lucas með "Let spend te Night together" var bara þokkalega flott. Zayra kom á óvart og var ég viss fyrir keppni að hún myndi detta út núna, en ég er ekki viss, þetta var besti flutningur hennar. Þau eru öll að bæta sig. Spennan eykst.   


spennan eykst

Hljómsveitin sem rokksöngvararnir syngja með er að standa sig frábærlega enda á hún sér þann draum að fylgja Rock Star Supernova og að sá söngvari sem lendir í sæti númer tvö verði söngvari hennar.

 Þeir voru víst að taka Plush svo flott að útkoman var að sumra mati betri en origina útgáfan!

More impressive than the antics of Lukas Rossi or Dilana Robichaux (two of “Rock Star’s” leading contenders) was the precision and power of the house band’s playing. Their taut, mesmerizing version of Stone Temple Pilot’s “Plush” was, to these ears, better than the original.

Meira hér 

Nú er enn meira spennandi að hlusta á flutning Magna, en mér finnst reyndar Plush sýna betur hæfileika hljóðfæraleikaranna en söngvarans, en það eru þá góðar frétti fyrir Magna ;) 


Unglingurinn skaust upp.....

Ég ræð bara ekkert við unglinginn í mér. Hann bara skaust upp og afleiðingin er sú að ég get ekki beðið eftir að fá að vita hvaða lag Dilana mun syngja í nótt í Rock Star Supernova.

Dilana hefur heillað mig upp úr skónum. Ég var að lesa fréttir af leiðsögn sem söngvararnir fengu um raddbeitingu sína. Dilana var taugaóstyrk en það kom víst í ljós að hún er með þokkalega breitt raddsvið. Það er einn af toppunum sem söngvarar hafa að mínu mati.

Flatar melódíur gefa röddinni lítið tækifæri til þess að njóta sín sem hljóðfæri. Það myndi heyrast þokkalega vel ef að allur hljóðfæraleikur væri tekinn í burt og röddin stæði strípuð eftir. Sum lög verða hreinlega að ösku þegar þetta er gert.

Ef að einhver sem les þetta veit hvaða lag Dilana mun taka í nótt  þá PLEASE...... tell me about it :)

 


Það munar um 5 krónur á lítrann

Stóru olíufélögin hafa bara hækkað bensínverðið en ekki Atlasolía og Ób. Það munar um um 5 krónur á lítrann. Því fleiri sem verlsa hjá minni olíufélögunum þeim mun auðveldara ætti það að vera fyrir þau að selja okkur ódýrara bensín.

Það er auðvitað einn ókostur við það að geta keyp ÓDÝRT bensín að menn fara þá væntanlega að keyra meira og sríðir það gegn löngun minni í breyttan mengunarminni lífstíl. Væntanlega mun nú verðið samt hækka hjá minni félögunum líka, bara spurning klukkan hvað;)

Ég ætti ef til bara að gleðjast yfir þessu öllu saman ....hum???  Að bensínið verði bara svo dýrt að hjólhesturinn verði það eina sem til greina kemur ásamt tveimur jafnfljótum!!!

 


mbl.is Atlantsolía og Orkan hafa ekki hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband