Leita í fréttum mbl.is

Á inniskónum í sturtu ;)

Það er stórhættulegt að hreyfa við því sem liggur í fortíðinni  ;) Jæja .... hum...... gamlar minningar vilja nefnilega skjótast upp með sem einskonar viðhengi.

það var hér um árið að ég keypti mér "takkaskó" nei, nei ekki þannig takkaskó heldur þessa sem sumir kalla nuddskó. þeir eru úr einhverskonar gúmmíi. Takkar bæði upp og niður úr sólanum. Verst að þetta virðist ekki vera til á Íslandi lengur en ég fílaði það vel að ganga um í þessum skóm.

það vildi safnast ryk á milli takkanna. Ég tók því til þeirra ráða að þegar ég fór í sturtu þá fór ég alltaf í skónum og þvoði þá í leiðinni.

Mánuðir og ár liðu. Hegðun mín var orðin nokkuð stöðug. Ég vakna einn morguninn og það stendur til að fara í langferð til Bretlands. Ég fæ mér kaffi eins og venjulega og dríf mig í sturtu. þar sem að ég er nokkur söngfugl og ein af þeim sem sýng í sturtu þá hófust nú miklir tónleikar. 

Allt í einu tek ég eftir því að ég er eitthvað þung til fótanna ????? það líður nokkur stund sem ég nota til þess að lyfta fótunum svona á víxl þar ti lað lokum að ég lít niður. ..........

Oh my God, þarna blasa þá við mér hanskaskinns töfflurnar mínar !!!!!!!!!!!    og eftir sjokkið þá brjálast ég úr hlátri. ég fæ þvíklíka hláturkastið að fjölskyldumeðlimir koma einn af öðrum til að athuga hvort ekki sé allt í lagi með mig?

ég reyni allt hvað ég get til þess að fræða þá um hvað sé í gangi en allt kemur fyrir ekki . ég er ekki fyrr búin með hugsa orðið sem á að sleppa út úr mér en að ég skelli upp úr á ný....

Hanskaskinnskórnir m+inir breytust í grjótharðar garðtöfflur...... en það var ekki laust við að lítið kímið bros læddist fram á varir mér þegar ég leit fyrrum fagrar töfflur mínar komnar með nýtt hlutverk.

Já gaktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér, því að enginn veit sína ævina fyrr en öll er ;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 71539

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband