Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Eiginlega smá fyndið....

Ég og yngri dóttir mín vorum að horfa á gamla perlu í gærkvöldi. Ég hafði nú séð hana tvisvar áður og í minningunni var hún rosa fín. Þetta var myndin "African Queen" með Humprey Bogart og Katheryn Heburn. 

Mér fannst myndin lengi að byrja ;) Ég mundi svosem ekki mikið eftir henni nema að samband aðalleikarann var mér ofarlega í huga. En brandarinn í myndinni  er rómantíkin.

Ég gat ekki annað en skellihlegið þegar þau voru að baða sig í ánni með þeim skilyrðum að þau myndu ekki kíkja á hvort annað. Þegar hún ætlar sér síðan aftur upp í bátinn nþá kemst hún engan veginn og hann verður að hjálpa henni helst án þess að kíkja ;)

Nú þegar hún er svo komin upp í bátinn þá er hún klædd í hálfgerðan samfesting með buxnaskálmum um hné ( nærföt) og hann mátti ekki kíkja hahahahahahaha

Þegar ég hugsa um bíómyndir dagsins í dag og slíkar aðstæður sem sköpuðust þarna þá geri ég mér grein fyrir breytingunum sem hafa orðið. Myndin er fín þegar upp er staðið og auðvitað klassaleikarar, en þar sem ég er frekar virk í á horfa á bíómyndir þá finnst mér vanta allan hraða í þessar gömlu góðu sem ég fílaði mjög vel þegar ég var unglingur ;)

Svona er þetta það er víst ekki bara það að ég breytist eitthvað smá við allt sem ég sé heyri og les (líka bloggið þitt) heldur eru allir hinir að breytast líka og tímarnir þar af leiðandi.

það er smá áskorun að stinga upp á gömlum góðum myndum mér fannst t.d. Gone with the Wind fín þegar ég sá hana fyrir ég veit ekki hvað mörgum árum síðan og nú er ég að stinga upp á því við dóttur mína að við ættum kannski að berja hana augum. Ég veit svo sem ekki á hverju við eigum von á en auðvitað er alltaf gaman að mæta sjálfum sér í nýjum búning sem er eiginlega það sem að gerist þegar gamlar lummur eru rifjaðar upp og einhvern veginn fitta ekki inn í daginn í dag. 

Mig minnir að þetta sé rómantísk drama og að ein af aðalleikkonunum hafi verið sjúk (geklofi) en samt var ákveðið að hún kláraði myndatökurnar. Það er svolítið öðruvísi að horfa á myndina með þær upplýsingar en ég vissi ekki um þetta þegar ég sá hana fyrst. 


Nokkra góða brandara á dag ;)

Það líst mér vel á, hressa svolítið upp á andrúmsloftið á vinnustaðnum. Hver þekkir ekki muninn á því að vinna á vinnustað þar sem ekki bara yfirmenn heldur líka samstarfmenn eru annars vegar léttir í lund og hins vegar alvarlegir upp fyrir haus.

Þetta á auðvitað líka um vinnustaðinn heimili. Það er svo gott og gaman að koma heim þegar fjölskyldan er rík af húmor. Auðvitað þarf líka að tækla alvarlegu málin og hitamálin en ekki verra að skjóta einum og einum brandara inn.

Það er ekkert smá sem andrúmsloftið breytist jafnvel þegar sterk skoðanaskipti eiga sér stað og einhver laumar inn brandara ( sem auðvitað virkar) ;) 


mbl.is Skopskyn mikilvægt hjá stjórnendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir höfðinu dansa limirnir

Þannig ætti það að vera. En hjá þeim sem lamast þá er það ekki þannig. Það eru því fréttir að hægt skuli að græða rafskaut í heila lamaðs manns þannig að hann geti með hugarorkunni stjórnað vélarmi, vááá

Mér finnst þetta frábært. Nú getur hann skipt um stöðvar í sjónvarpinu, spilað tölvuleik ofl.ofl. Ekki nóg með það þetta er auðvitað bara byrjunin því að um leið og ein leið opnast þa´er hægt að vinna út frá henni. Í dag vitum við meira og meira um starfsemi heilans og enn á eftir að bætast við þekking. Möguleikarnir eru margir. 

Það er svo ánægjulegt í annars fréttatíð vandamála og hálfgerðs stríðsástands að lesa eitthvað sem er uppbyggilegt og jákvætt. 

 


mbl.is Lamaður stjórnar tölvu með hugarorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kalla ég framtak

Frábært! Ég á eftir að fylgjast vel með þessum vef enda margt spennandi að gerast í rannsóknum á stofnfrumum.

Versta við þetta allt er tíminn. Mig vantar meira af tíma ;) Nú fara bráðum í gang hjá mér miklar endurskipulagningar.  Hvað skoða ég daglega og hvað einu sinni í viku.... 


mbl.is Blóðbanki Íslands opnar vef um stofnfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölurnar segja ekki allt

 Verkafólk vann að jafnaði 25% fleiri vinnustundir á viku en sérmenntaðir eða tæknar. Meðallaun ein og sér eru því mjög villandi tölur. 

En samkvæmt þessu þá eru laun sérmenntaðra u.þ.b. 50% hærri í krónum talið og vinnutími á viku um 20% styttri. Ég skoðaði pdf skjal á vef Hagsofunnar hér

Þarna eru miklar uplýsingar t.d. um launamun kynja, stétta og aldurshópa. Afskaplega vel upp sett og fljótlegt að skoða gröfin. Enn einu sinni gleðst ég yfir því að hafa góða linka með fréttum því að ég hefði ekki átt auðvelt með að fá botn í fréttina án þess að skoða málið betur ;)

En það er greinilegt á þessu skjali að enn þurfa konur að sýna hvað í þeim býr því launamunur kynjanna er óviðunandi og áberandi í þessu plaggi.  Meðalkonan er hvergi með jafnhá eða hærri laun en meðalkarlinn eftir því sem ég best fæ séð.


mbl.is Regluleg mánaðarlaun 244 þúsund krónur að meðaltali á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ætli þetta sé á Íslandi?

Hvað veldur því að hlutfall fatlaðra barna sem búa hjá einstæðri móður sé svona miklu hærra í USA en hlutfall ófatlaðra barna? 

Ætli þetta hafi verið kannað á Íslandi? Er það ef til vill algengt að hjónabönd/sambönd þoli ekki álagið sem fylgir því að eiga fatlað barn?

Ég á því miður hvorki svör við þessum spurningum né hef ég reynslu af því að ala upp fatlað barn.


mbl.is Fötluð börn alast frekar upp hjá einstæðum konum en ófötluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þau bara vissu...

Ég velti þessu oft fyrir mér í vetur sem leið hvernig hægt væri að koma upplýsingum til unga fólksins um hætturnar af því að byrja að nota eiturlyf. Í lífeðlislegu sálfræðinni var mikil umfjöllun um starfsemi heilans. 

Margar þessara upplýsinga snerta daglegt líf okkar og væri fengur í því að taka þær saman og setja á einfalt aðgengilegt mál sem auðvelt er að skilja. Hugur minn leitaði oft til unga fólksins sem er forvitið og einmitt á aldrinum sem mannskepnan prófar eitt og annað.

Margir sleppa vel frá fiktinu en allt of margir ánetjast það. En hvernig er hægt að koma upplýsingum um svo mikilvægan málaflokk sem unglingar hafa jafnvel ekki áhuga á að kynnast? Hvað gæti gert umfjöllunina áhugaverða? Hvað gæti vakið forvitni þeirra þannig að þau myndu vilja vita meira?

Ég gladdist mjög að lesa fréttina um forvarnaverkefnið "Ungmenni í Evrópu ― gegn fíkniefnum" og hlakka til að fylgjast með því sem þar verður tekið fyrir. 


mbl.is Höfuðborg Búlgaríu tekur þátt í forvarnarverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira slysið......

Hún fór í frjósemisaðgerð fyrir tæpum fjórum árum og eignaðist þríburana í kjölfarið. Þá átti hún fimm börn og ætlaði sér ekki að eiga fleiri. En viti menn, hún verður ófrísk á ný þremur árum síðar og það af fjórburum! Það var slys sem ekki átti að gerast.   Líkurnar eru 1/800.000 Hún er glöð í dag þau eru öll heilbrigð en þetta verður mikil vinna segir hin nýbakaða móðir.

Ég get nú rétt trúað því að það sé mikil vinna að hugsa um fjórbura! Hvað þá þegar þú átt 3ja ára þríbura fyrir. Hún hefur að vísu reynslu af því að vera fjölburamamma. Mig grunar nú að skipulagning og fleira í þeim dúr hljóti að þjálfast upp hjá foreldrum með fjölbura.

Það var nú þannig að mig langaði í hverri meðgöngu til þess að eignast tvíbura (ég hugsaði nú aldrei lengra ;)), en eftir að barnið var fætt og umhyggju árin tóku við þá var ég alltaf jafnfegin að hafa nú bara átt einbura.

Langamma mín átti tvíbura en annars eru ekki tvíburar í mínum ættum. það er ef til vill gott fyrir frú Magdaleno að eiga tvo unglinga sem ef til vill hjálpa henni og maðurinn hennar ætti nú að vera orðinn sáttur með barnafjöldann.

Ætli það sé algent í dag að karlmenn vilji eiga mörg börn? Mér finnst ég verða meira vör við að fólk almennt vilji eiga færri börn en áður. Mér finnst alveg eðlilegt að eiga fimm börn en þegar ég er spurð um fjölda barna þá finnst flestum það mjög mikið.

Þetta er allt svo afstætt. Manneskjan hefur hæfileika til þess að aðlagast því lífi sem hún lifir, barnlaus eða barnmörg. Það er líka alveg ótrúlegt hvað sumir komast af með lítið. Ég vona nú að úr rætist hjá Magdaleno fjölskyldunni því að þau 11 búa í tveggja herbergja íbúð. 


mbl.is "Þetta verður mikil vinna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmi um valdið sem peningar hafa á fólki

Því miður þá er sorglegt hve mikið vald peningar hafa á ákvarðanir fólks. Ég get ekki séð að neitt annað hafi stjórnað gerðum ritstsjóra Chi með þá ákvörðun að birta mynd af Díönu heitinni í dauðateigjunum, nema ef væri að vekja athygli á blaðinu. Ég hef t.d. aldrei heyrt af þessu blaði en veit nú um tilvist þess hum......

Hver gæti svo sem verið tilgangurinn? Þetta hefði nú ef til vill verið skiljanlegra svona rétt í kjölfar slyssins en svona löngu síðan, hver gæti tilgangurinn verið með því? 

Hann rökstuddi birtinguna þannig að þessi mynd hafi bara aldrei verið birt!! Því miður óttast ég nú samt að almenningur kaupi blaðið, að almenningur geri sér ekki grein fyrir því valdi sem hann hefur með því að kaupa það ekki.

Ég hefði til dæmis ekki keypt blaðið en ég las greinina. Greinin vekur athygli enda fólk víða í uppnámi vegna hennar.  


mbl.is Hörð viðbrögð vegna birtingar ljósmyndar af Díönu prinsessu í dauðateygjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignamarkaðurinn að breytast í kaupendamarkað????

Ég skil ekki alveg hvað Jón á við með því. Er það vegna þess hve mikið framboð er á fasteignum að fólk muni fara að prútta um verðið, skilmálana eða hvað? Ég hlakka til að heyra frá einhverjum sem les þetta og getur leitt mig í allan sannleikann (eða eitthvað af honum) ;) um hvað átt er við með kaupendamarkað???

Annar er nú meira vit í orðum þessara fasteignasala en þess sem ég bloggaði um í gær. Ég hafði nú ekki hugsað út í hvað það gæti þýtt ef að Íbúðalánasjóður yrði lagður af í núverandi mynd.  Það er líka enn og aftu að koma í ljós hve mikið vald peningavaldið er. Að bankarnir geti stýrt fasteignamarkaðnum með handafli (peningavaldið)!!

Já alls staðar þar sem peningar eru þar þarf aðhald annars er fjandinn laus. Það sem mér finnst samt furðulegast í þessu öllu saman er að hækkun á fasteignaverði vegur bara um 25% af verðbólgunni. Af umfjöllun síðustu vikna hefði mátt halda að það vegi þyngra.

En kaupendamarkaður veist þú hvað felst í því??? 


mbl.is Telja óábyrgt að stýra markaðnum með handafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband