Þvílíkt konfekt. Tónleikarnir, tíminn og peningarnir voru þess virði jafnvel þegar aðeins er talað um Rafael (ég held að hann spili á bassa) Hann er einn af þessum einstöku tónlistarmönnum sem hverfa inn í tóninn sem þeir eru að framkalla.
Ég fékk gæsahúð og fyrir mig þá stal hann algjörlega senunni!!!!! Það skemmdi nú ekki fyrir mér að hann kom að grindinni þar sem ég var í næstfremstu röð og tókk þéttingsfast í hönd mína og brosti eins og lítill strákur. Ef til vill hafði hann lúmskt gaman af þvi að sjá svona ellismell eins og mig era að njóta min á rókktonleikum hehe hóst hóst *********
Toby kom líka og heilsaði mér en hann hafði ekki þessa einlægni sem geislanði af Rafael. Ég lærði eitt og annað um mannlegt eðli og alls konar pælingar í gangi hjá mér ;) Toby og Rafael voru mínir menn allt kvöldið. Magna var sjálfum sér líkur og hlaut mikið lof bæði frá Húsbandinu en þeir sögðu að hann hefði alltaf verið í uppáhaldi hjá þeim ( rosa gott að vinna með honum) og ég sannarlega trúi því. Strákurinn okkar er vel liðinn af þeim öllum!
Ég vissi ekki fyrr en í morgun að WStorm hafði verið hálflasin með hita ofl. en hún var sjálfri sér lík og glæsileikinn skein af henni jafnvel þegar hún pönkaðist upp í flotta dressinu sínu með þá fríkuðustu hárgreiðslu sem ég hef augum litið.
Josh er góður söngvari en betri á plötu en á sviði. ég var orðin hálf leið á honum. Það er einhvernveginn öðruvísi að lifa sig inn í meðal eða villta tónlist í stæði heldur en að hlusta á róleg lög. Það var líka gaman að upplifa muninn á sjónvarpsþáttunum "rock star supernova" og tónleikunum og finna það sjálfur hver er betri í myndavelinni og hver á sviðinu.
Toby á vinninginn hjá mér hann syngur ágætleg en umfram allt er maður fólksins og er laginn við að tengjastþví á milli laga (nema að handarbandið og brosið hafði brætt mig alveg) we will never know. Hum hum mér fannst nefnilega þeir tveir belstir sem komu og tóku þéttingsfast og taktu eftir því Þéttingsfast í hendina mína.
Ég varð ung aftur og áttaði mig á því að ég hafði mest pláss þegar ég hoppaði með öllum strákunum sem voru allt í kringum mig. Þegar við hoppuðum öll í takt þá var gott loftstreymi og einhvern veginn nóg pláss hahahahaha þannig að ég hoppaði bara eins og hinir og var svo farin að kvíða harðsperrum morgundagsins strax á leiðinni heim í bílnum.
Í dag er ég spræk og hress. Himinsæl yfir að hafa tekið þá ákvörðun að fara frekar á tónleikana heldur en að byrja próflesturinn. Nú er ég byrjuð tölfræðin og taugasálfræðin eru á dagskrá hjá mér í dag og ég hlakka til að takast á við námsefnið svona líka spennulaus eftir öll öskri, sönginn og hoppið í gærkvöldi.
Mér var líka hugsað til margra hér á blogginu frá því í sumar. Sigrúnu Sæmunds hitti ég snöggvast og hefði viljað geta spjallað við, en vonandi hittumst við í náinni framtíð. Allra þeirra sem heimsóktu síðuna mína en mest þó Fanneyju (sem er algjör Stormari), Siggu, Biddu, Kela, Birgittu, Jórunni, Ester, Jóhönnu og Dömuna svo einhverjir séu nefndir
Ég elska allt og alla og held að það hafi bara ekki gerst áður í upphafi próflesturs!!!!!!!