Leita í fréttum mbl.is

Ekki fór það nú svo vel að ég slyppi

Ég var svo ofurbjartsýn rétt fyrir jólin að í ár myndi ég sleppa alveg við að verða veik um jólin. Það hefur verið fastur liður hjá mér eða þannig undanfarin einhver ár hehe. En ég slapp ekki aldeilis. Hafðbundin hálsbólga kveðf, hósti og eyrnaverkur með hita og tilheyrandi sem reyndar byrjaði 19. des og hélt ég myndi bara klára mig frá fyrir jólin.

Ég er nú samt búin að hafa það rosalega gott með fjölskyldunni bæði hér heima og hjá tengdafólki mínu. Nú er ég loksins að verða alveg hress mig vantar svona einn til tvo daga :) Það lítur því út fyrir að áramótin verði með hraustlegra móti í ár og ég full af orku til að kveðja gamla árið og heilsa því nýja.

Þetta minnir mig á gamlar pælingar um áramót og áramótaheit sem ég hef stundum kastað fram af miklum krafti. Það var nú þannig hér á árum áður að ég og mitt fólk kvöddum árið með pomp og prakt og svo voru menn og konur þreytt á fyrsta degi nýja ársins. Dag einn fyrir nokkrum árum síðan ákvað ég að breyta þessu og leggja meiri áherslu á að fagna nýju ári heldur en að losa mig við það gamla hehe.

Nýjársdagur er því ákaflega eftirsóknarverður dagur, dagurinn þegar línurnar eru lagðar fyrir næstu 364 dagana ;) Þetta er nú annars bara til gamans gert og svona rétt til að minna okkur á  hversu vanabundin við erum....same old............ same old.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, vonandi verður nýjárið betra en jólin og þú orðin allveg hress, Pálína mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.12.2006 kl. 18:51

2 Smámynd: Birna M

Vitiði ég hef svo góða tilfinningu fyrir nýju ári, finnst margt sem aflaga hefur farið verði lagað og mikið gott sé að koma.

Birna M, 28.12.2006 kl. 21:14

3 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt kvitt

Ólafur fannberg, 29.12.2006 kl. 08:11

4 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Gleðilegt ár Pálína mín.

Sigrún Sæmundsdóttir, 1.1.2007 kl. 03:22

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilegt nýtt ár Pálína mín og takk fyrir samskiptin á liðnu ári. Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.1.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband