Leita í fréttum mbl.is

Hvaða göldrum beita þeir ;) ?

Fyrstu íslensku kartöfflurnar koma á markað í dag upp úr miðjum júlí??? Ég hef nú oft ræktað kartöfflur og dirfið þær ofan í jörðina við fyrsta tækifæri en man þó ekki eftir að hafa tekið upp fyrr en í ágúst.

Premier voru reyndar ekki í ræktun hjá mér heldur gullauga sem sennilega sprettur seinna. Það hefur líka rignt svo mikið hér fyrir sunnan og þar af leiðandi ekki verið mikil sól ;) Ég er bara svo hissa. Ég man svo vel eftir því að hafa alltaf stefnt að því að taka upp í einn pott 15. ágúst á afmælisdegi ömmu minnar.

Synd að ég borða ekki lengur kartöfflur því að fyrsta uppskera helst beint úr moldinni og í pottinn er algjört sælgæti. Ég verð því bara að  láta mér nægja að samgleðjast hinum sem geta notið þeirra.


mbl.is Fyrstu kartöflur sumarsins teknar upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú ljóta ástandið

Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera í þeirri stöðu sem fólkið er í. Slæmt að ekki skuli vera nóg pláss fyrir alla því að það sér ekki fyrir endann á þessu "stríði". En þetta er nú ekki nóg, því að það læðist að manni uggur um að fleiri lönd muni dragast inn í þessi átök.

Þegar ég les fréttirnar af átökunum þá verður mér frekar orðfall heldur en að andinn streymi yfir mig. Hvað getur maður svo sem sagt???? 


mbl.is Íslendingum í Beirút sagt að Norðmenn gangi fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi árangur

Nú hef ég setið við og lesið, lesið og LESIÐ ;) Hraðinn er að aukast jafnt og þétt. Það er athyglisvert hve miklu munar á hraðanum eftir því hvað ég er að lesa. Skáldsögur, bara þýt í gegnum þær en ég hef samt tekið eftir því að lestur námsbóka er ómeðvitað markvissari. það er eins og ég grípi ákveðna hluti strax en í skáldsögunum þá bara flæði ég í gegn.

Ég tek jú eftir aðalpersónum og risi sögunnar. Ég var að átta mig á því í gær að til þess að hraðlesturinn skili mér svipuðum gæðum í lestri þá er gott að hafa í huga áður en ég byrja eftir hverju ég ætla að taka.

Líklega er þetta svo með skáldsögur þar sem að ég les þær nánast aldrei ;) Það er líka fyndið með lesturinn að það virkar vel að hita upp áður en þú byrjar. Þetta er svona eins og að spila á píanó að fingraæfingar í nokkrar mínútur liðka þig svo vel að það verður miklu léttara að spila heldur en ef þú sleppir þeim.

Ég er því búin að setja mér markmið að halda daglegum hraðaæfingum áfram eftir að námskeiðinu lýkur. Ef ég geri hraðaæfingu þó það sé bara ein æfing svona 5-10 mínútur þá er ég strax komin í gott flæði. 

Það sem hefur komið mér mest á óvart er hve mikið fer í minni á þessum mikla hraða sem ég hef samt ekki haft tilfinningu fyrir að myndi skila mér neinu. Ég hef meðal annars verið að lesa tölfræði, bókin er á ensku og þó að ég sé þokkalega góð í enskunni þá hef ég ekki lesið mikið í tölfræði- eða stærðfræðibókum yfir ævina. Mig vantar því orðaforða á þessu sviði sem vill aðeins tefja mig.

Ég ákvað samt að prófa að hraðlesa tölfræðina eftir kúnstarinnar reglum með glósun. Ég er bara alveg steinhissa hve miklu þettar skilar mér. Ég held svei mér þá að þegar þú lest hratt efni sem þú hefur ekki góðan skilning á þá er auðveldara að skilja það. Þetta meikar auðvitað engan sens en þetta virkar svona fyrir mig.

Ég er mjög ánægð með að hafa farið í Hraðelstrarskólann  en myndi mæla með því að fólk velji frekar 6 vikna námskeiðin heldur en 3ja vikna. Æfingakerfið nýtist áreiðanlega betur og ef að þú þarft aðhald þá færðu meira aðhald á 6 vikunum en þessum 3. 

Við þurfum eðlilega að fara tvisvar sinnum hraðar yfir æfingarprógrammið en hinir og það er pottþétt ekki að skila sama árangri. Það er frábært hjá þeim að vera með lífstíðar ábyrgð á námskeiðinu þannig að nemandi getur hvenær sem hann vill tekið þátt aftur án þess að greiða krónu fyrir það. ég er búin að ákveð að fara í 6 vikna ferli á næsta ári til að ná enn betri tökum á tækninni.

Það sem var erfiðast fyrir mig í þessu var að mér finnst ég ekki geta leyft mér að lesa skáldsögur þar sem ég hef af nógu öðru að taka. Síðan treysti ég ekki alveg á að þetta væri að virka þannig að þegar ég var að æfa mig á námsefninu sem ég er að tækla núna þá var ég óörugg. Í gær fann ég samt svo mikinn mun að í dag er ég bara þokkalega góð með mig ;)

Nú ætla ég að drífa mig í námsbækurnar á ný, hlakka til að kíkja hér inn á bloggið í næstu pásu ;) 


Hækka sektina það virðist vera það sem flestir skilja

Því miður þá er það þannig að ef að þú þarft að borga fyrir gáleysi þitt þa´hugsarðu þig betur um áður en þú framkvæmir. Ef fólk er gert persónuleg ábyrgt upp að einhverju ákveðnu marki þá passar það si betur. Hver vill borga tjónið úr eigin vasa????

Mé finnst engin spurning um það að hækka bara sektina. Það er hálf hallærislegt að fullorðið fólk átti sig ekki á því að 5 metrar eru meira en 4,20 og að það þarf alltaf einhver að borga þegar að tjón verður.

Ég segi því hvað þarf að gerast til þess að bílstjórar, sem aka bílum með farm sem er hærri en leyfilegt er að aka með um Hvalfajarðargöng  aki ekki um göngin? Þarf að verða slys? Hvað þurfa menn og konur til þess að skilja að það er ástæða fyrir hámarkshæðinni sem gefin er upp?


mbl.is Lífshætta skapast sé ekið með of háan farm í göngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þurfti að nota S5

Ég hef dregið úr strætónotkun eftir að leiðarkerfinu var breytt. Fyrir mig tekur þetta einfaldelga of langan tíma og kostar of mikinn pening. það hefði engan veginn borgað sig fyrir okkur að ég og dóttir mín tækjum strætó síðastliðinn vetur. 

Við skoðuðum alla valkosti hinna ýmsu korta og einkabíllinn kom einfaldlega betur út. ég vildi samt geta notað almenningsvagna og minnka notkun einkabílsins til þess að draga úr mengun. Enn sem komið er þá er það of dýrt.

þegar ég las fréttina þá velti ég fyrir mér hvort gerð hefði verið könnun á því hvað þyrfti til þess að fólk væri æst í að velja strætó? Ef að strætó á að kosta þá þarf valkosturinn að vera spennandi fyrir þann sem borgar ekki satt?

það er líka lítill tilgangur með að reka strætó ef fáir eða engir eru tilbúnir að nota hann. Ég skildi aldrei þessar breytingar á leiðakerfinu sem innleiddar voru fyrir nokkru síðan. Hver var eiginlega tilgangurinn? Var hann ekki einhverskonar hagræðing? Notendur eru síðan ekki sáttir við þá hagræðingu því fyrir marga kemur hún einfaldlega illa út. Þannig að þeir hætta baras að nota hann og þá fer nú hagræðingin fyrir lítið!

Það bilaði hjá mér bíllinn hérna um daginn og fór ég með hann á verkstæði. Eini vagninn sem hentaði mér að taka var númer 5 en það á víst að leggja hann niður í sparnaðarskini hahahahaha


mbl.is Lækka á rekstrarkostnað Strætó um 360 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á inniskónum í sturtu ;)

Það er stórhættulegt að hreyfa við því sem liggur í fortíðinni  ;) Jæja .... hum...... gamlar minningar vilja nefnilega skjótast upp með sem einskonar viðhengi.

það var hér um árið að ég keypti mér "takkaskó" nei, nei ekki þannig takkaskó heldur þessa sem sumir kalla nuddskó. þeir eru úr einhverskonar gúmmíi. Takkar bæði upp og niður úr sólanum. Verst að þetta virðist ekki vera til á Íslandi lengur en ég fílaði það vel að ganga um í þessum skóm.

það vildi safnast ryk á milli takkanna. Ég tók því til þeirra ráða að þegar ég fór í sturtu þá fór ég alltaf í skónum og þvoði þá í leiðinni.

Mánuðir og ár liðu. Hegðun mín var orðin nokkuð stöðug. Ég vakna einn morguninn og það stendur til að fara í langferð til Bretlands. Ég fæ mér kaffi eins og venjulega og dríf mig í sturtu. þar sem að ég er nokkur söngfugl og ein af þeim sem sýng í sturtu þá hófust nú miklir tónleikar. 

Allt í einu tek ég eftir því að ég er eitthvað þung til fótanna ????? það líður nokkur stund sem ég nota til þess að lyfta fótunum svona á víxl þar ti lað lokum að ég lít niður. ..........

Oh my God, þarna blasa þá við mér hanskaskinns töfflurnar mínar !!!!!!!!!!!    og eftir sjokkið þá brjálast ég úr hlátri. ég fæ þvíklíka hláturkastið að fjölskyldumeðlimir koma einn af öðrum til að athuga hvort ekki sé allt í lagi með mig?

ég reyni allt hvað ég get til þess að fræða þá um hvað sé í gangi en allt kemur fyrir ekki . ég er ekki fyrr búin með hugsa orðið sem á að sleppa út úr mér en að ég skelli upp úr á ný....

Hanskaskinnskórnir m+inir breytust í grjótharðar garðtöfflur...... en það var ekki laust við að lítið kímið bros læddist fram á varir mér þegar ég leit fyrrum fagrar töfflur mínar komnar með nýtt hlutverk.

Já gaktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér, því að enginn veit sína ævina fyrr en öll er ;) 

 


Eiginlega smá fyndið....

Ég og yngri dóttir mín vorum að horfa á gamla perlu í gærkvöldi. Ég hafði nú séð hana tvisvar áður og í minningunni var hún rosa fín. Þetta var myndin "African Queen" með Humprey Bogart og Katheryn Heburn. 

Mér fannst myndin lengi að byrja ;) Ég mundi svosem ekki mikið eftir henni nema að samband aðalleikarann var mér ofarlega í huga. En brandarinn í myndinni  er rómantíkin.

Ég gat ekki annað en skellihlegið þegar þau voru að baða sig í ánni með þeim skilyrðum að þau myndu ekki kíkja á hvort annað. Þegar hún ætlar sér síðan aftur upp í bátinn nþá kemst hún engan veginn og hann verður að hjálpa henni helst án þess að kíkja ;)

Nú þegar hún er svo komin upp í bátinn þá er hún klædd í hálfgerðan samfesting með buxnaskálmum um hné ( nærföt) og hann mátti ekki kíkja hahahahahahaha

Þegar ég hugsa um bíómyndir dagsins í dag og slíkar aðstæður sem sköpuðust þarna þá geri ég mér grein fyrir breytingunum sem hafa orðið. Myndin er fín þegar upp er staðið og auðvitað klassaleikarar, en þar sem ég er frekar virk í á horfa á bíómyndir þá finnst mér vanta allan hraða í þessar gömlu góðu sem ég fílaði mjög vel þegar ég var unglingur ;)

Svona er þetta það er víst ekki bara það að ég breytist eitthvað smá við allt sem ég sé heyri og les (líka bloggið þitt) heldur eru allir hinir að breytast líka og tímarnir þar af leiðandi.

það er smá áskorun að stinga upp á gömlum góðum myndum mér fannst t.d. Gone with the Wind fín þegar ég sá hana fyrir ég veit ekki hvað mörgum árum síðan og nú er ég að stinga upp á því við dóttur mína að við ættum kannski að berja hana augum. Ég veit svo sem ekki á hverju við eigum von á en auðvitað er alltaf gaman að mæta sjálfum sér í nýjum búning sem er eiginlega það sem að gerist þegar gamlar lummur eru rifjaðar upp og einhvern veginn fitta ekki inn í daginn í dag. 

Mig minnir að þetta sé rómantísk drama og að ein af aðalleikkonunum hafi verið sjúk (geklofi) en samt var ákveðið að hún kláraði myndatökurnar. Það er svolítið öðruvísi að horfa á myndina með þær upplýsingar en ég vissi ekki um þetta þegar ég sá hana fyrst. 


Nokkra góða brandara á dag ;)

Það líst mér vel á, hressa svolítið upp á andrúmsloftið á vinnustaðnum. Hver þekkir ekki muninn á því að vinna á vinnustað þar sem ekki bara yfirmenn heldur líka samstarfmenn eru annars vegar léttir í lund og hins vegar alvarlegir upp fyrir haus.

Þetta á auðvitað líka um vinnustaðinn heimili. Það er svo gott og gaman að koma heim þegar fjölskyldan er rík af húmor. Auðvitað þarf líka að tækla alvarlegu málin og hitamálin en ekki verra að skjóta einum og einum brandara inn.

Það er ekkert smá sem andrúmsloftið breytist jafnvel þegar sterk skoðanaskipti eiga sér stað og einhver laumar inn brandara ( sem auðvitað virkar) ;) 


mbl.is Skopskyn mikilvægt hjá stjórnendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir höfðinu dansa limirnir

Þannig ætti það að vera. En hjá þeim sem lamast þá er það ekki þannig. Það eru því fréttir að hægt skuli að græða rafskaut í heila lamaðs manns þannig að hann geti með hugarorkunni stjórnað vélarmi, vááá

Mér finnst þetta frábært. Nú getur hann skipt um stöðvar í sjónvarpinu, spilað tölvuleik ofl.ofl. Ekki nóg með það þetta er auðvitað bara byrjunin því að um leið og ein leið opnast þa´er hægt að vinna út frá henni. Í dag vitum við meira og meira um starfsemi heilans og enn á eftir að bætast við þekking. Möguleikarnir eru margir. 

Það er svo ánægjulegt í annars fréttatíð vandamála og hálfgerðs stríðsástands að lesa eitthvað sem er uppbyggilegt og jákvætt. 

 


mbl.is Lamaður stjórnar tölvu með hugarorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kalla ég framtak

Frábært! Ég á eftir að fylgjast vel með þessum vef enda margt spennandi að gerast í rannsóknum á stofnfrumum.

Versta við þetta allt er tíminn. Mig vantar meira af tíma ;) Nú fara bráðum í gang hjá mér miklar endurskipulagningar.  Hvað skoða ég daglega og hvað einu sinni í viku.... 


mbl.is Blóðbanki Íslands opnar vef um stofnfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölurnar segja ekki allt

 Verkafólk vann að jafnaði 25% fleiri vinnustundir á viku en sérmenntaðir eða tæknar. Meðallaun ein og sér eru því mjög villandi tölur. 

En samkvæmt þessu þá eru laun sérmenntaðra u.þ.b. 50% hærri í krónum talið og vinnutími á viku um 20% styttri. Ég skoðaði pdf skjal á vef Hagsofunnar hér

Þarna eru miklar uplýsingar t.d. um launamun kynja, stétta og aldurshópa. Afskaplega vel upp sett og fljótlegt að skoða gröfin. Enn einu sinni gleðst ég yfir því að hafa góða linka með fréttum því að ég hefði ekki átt auðvelt með að fá botn í fréttina án þess að skoða málið betur ;)

En það er greinilegt á þessu skjali að enn þurfa konur að sýna hvað í þeim býr því launamunur kynjanna er óviðunandi og áberandi í þessu plaggi.  Meðalkonan er hvergi með jafnhá eða hærri laun en meðalkarlinn eftir því sem ég best fæ séð.


mbl.is Regluleg mánaðarlaun 244 þúsund krónur að meðaltali á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ætli þetta sé á Íslandi?

Hvað veldur því að hlutfall fatlaðra barna sem búa hjá einstæðri móður sé svona miklu hærra í USA en hlutfall ófatlaðra barna? 

Ætli þetta hafi verið kannað á Íslandi? Er það ef til vill algengt að hjónabönd/sambönd þoli ekki álagið sem fylgir því að eiga fatlað barn?

Ég á því miður hvorki svör við þessum spurningum né hef ég reynslu af því að ala upp fatlað barn.


mbl.is Fötluð börn alast frekar upp hjá einstæðum konum en ófötluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þau bara vissu...

Ég velti þessu oft fyrir mér í vetur sem leið hvernig hægt væri að koma upplýsingum til unga fólksins um hætturnar af því að byrja að nota eiturlyf. Í lífeðlislegu sálfræðinni var mikil umfjöllun um starfsemi heilans. 

Margar þessara upplýsinga snerta daglegt líf okkar og væri fengur í því að taka þær saman og setja á einfalt aðgengilegt mál sem auðvelt er að skilja. Hugur minn leitaði oft til unga fólksins sem er forvitið og einmitt á aldrinum sem mannskepnan prófar eitt og annað.

Margir sleppa vel frá fiktinu en allt of margir ánetjast það. En hvernig er hægt að koma upplýsingum um svo mikilvægan málaflokk sem unglingar hafa jafnvel ekki áhuga á að kynnast? Hvað gæti gert umfjöllunina áhugaverða? Hvað gæti vakið forvitni þeirra þannig að þau myndu vilja vita meira?

Ég gladdist mjög að lesa fréttina um forvarnaverkefnið "Ungmenni í Evrópu ― gegn fíkniefnum" og hlakka til að fylgjast með því sem þar verður tekið fyrir. 


mbl.is Höfuðborg Búlgaríu tekur þátt í forvarnarverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira slysið......

Hún fór í frjósemisaðgerð fyrir tæpum fjórum árum og eignaðist þríburana í kjölfarið. Þá átti hún fimm börn og ætlaði sér ekki að eiga fleiri. En viti menn, hún verður ófrísk á ný þremur árum síðar og það af fjórburum! Það var slys sem ekki átti að gerast.   Líkurnar eru 1/800.000 Hún er glöð í dag þau eru öll heilbrigð en þetta verður mikil vinna segir hin nýbakaða móðir.

Ég get nú rétt trúað því að það sé mikil vinna að hugsa um fjórbura! Hvað þá þegar þú átt 3ja ára þríbura fyrir. Hún hefur að vísu reynslu af því að vera fjölburamamma. Mig grunar nú að skipulagning og fleira í þeim dúr hljóti að þjálfast upp hjá foreldrum með fjölbura.

Það var nú þannig að mig langaði í hverri meðgöngu til þess að eignast tvíbura (ég hugsaði nú aldrei lengra ;)), en eftir að barnið var fætt og umhyggju árin tóku við þá var ég alltaf jafnfegin að hafa nú bara átt einbura.

Langamma mín átti tvíbura en annars eru ekki tvíburar í mínum ættum. það er ef til vill gott fyrir frú Magdaleno að eiga tvo unglinga sem ef til vill hjálpa henni og maðurinn hennar ætti nú að vera orðinn sáttur með barnafjöldann.

Ætli það sé algent í dag að karlmenn vilji eiga mörg börn? Mér finnst ég verða meira vör við að fólk almennt vilji eiga færri börn en áður. Mér finnst alveg eðlilegt að eiga fimm börn en þegar ég er spurð um fjölda barna þá finnst flestum það mjög mikið.

Þetta er allt svo afstætt. Manneskjan hefur hæfileika til þess að aðlagast því lífi sem hún lifir, barnlaus eða barnmörg. Það er líka alveg ótrúlegt hvað sumir komast af með lítið. Ég vona nú að úr rætist hjá Magdaleno fjölskyldunni því að þau 11 búa í tveggja herbergja íbúð. 


mbl.is "Þetta verður mikil vinna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmi um valdið sem peningar hafa á fólki

Því miður þá er sorglegt hve mikið vald peningar hafa á ákvarðanir fólks. Ég get ekki séð að neitt annað hafi stjórnað gerðum ritstsjóra Chi með þá ákvörðun að birta mynd af Díönu heitinni í dauðateigjunum, nema ef væri að vekja athygli á blaðinu. Ég hef t.d. aldrei heyrt af þessu blaði en veit nú um tilvist þess hum......

Hver gæti svo sem verið tilgangurinn? Þetta hefði nú ef til vill verið skiljanlegra svona rétt í kjölfar slyssins en svona löngu síðan, hver gæti tilgangurinn verið með því? 

Hann rökstuddi birtinguna þannig að þessi mynd hafi bara aldrei verið birt!! Því miður óttast ég nú samt að almenningur kaupi blaðið, að almenningur geri sér ekki grein fyrir því valdi sem hann hefur með því að kaupa það ekki.

Ég hefði til dæmis ekki keypt blaðið en ég las greinina. Greinin vekur athygli enda fólk víða í uppnámi vegna hennar.  


mbl.is Hörð viðbrögð vegna birtingar ljósmyndar af Díönu prinsessu í dauðateygjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignamarkaðurinn að breytast í kaupendamarkað????

Ég skil ekki alveg hvað Jón á við með því. Er það vegna þess hve mikið framboð er á fasteignum að fólk muni fara að prútta um verðið, skilmálana eða hvað? Ég hlakka til að heyra frá einhverjum sem les þetta og getur leitt mig í allan sannleikann (eða eitthvað af honum) ;) um hvað átt er við með kaupendamarkað???

Annar er nú meira vit í orðum þessara fasteignasala en þess sem ég bloggaði um í gær. Ég hafði nú ekki hugsað út í hvað það gæti þýtt ef að Íbúðalánasjóður yrði lagður af í núverandi mynd.  Það er líka enn og aftu að koma í ljós hve mikið vald peningavaldið er. Að bankarnir geti stýrt fasteignamarkaðnum með handafli (peningavaldið)!!

Já alls staðar þar sem peningar eru þar þarf aðhald annars er fjandinn laus. Það sem mér finnst samt furðulegast í þessu öllu saman er að hækkun á fasteignaverði vegur bara um 25% af verðbólgunni. Af umfjöllun síðustu vikna hefði mátt halda að það vegi þyngra.

En kaupendamarkaður veist þú hvað felst í því??? 


mbl.is Telja óábyrgt að stýra markaðnum með handafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stysta leið í Laugardalshöll reyndist vera annað !!

Annað hvort eru rosa MIKLAR framkvæmdir í viðgerðum á gatnakerfinu í Reykjavík eða að þeir sem sjá um að skipuleggja þær eru ekki með þeim færustu ;)

Kvart, kvart og hvína hvein hvinum !!!!!!! :(((((

Ég var stödd í Húsasmiðjunni við Vogahverfið og ók upp Skeiðarvog, ætlaði mér að fara stystu leið í Laugardalshöllina. Þegar ég kem að hringtorginu rétt hjá MS þá sé ég að Suðurlandsbraut er lokuð. ég ek þá út úr torginu og inn í Skeifu. Ætla mér síðan að taka hægri beygju in á Grænsásveg og fara þaðan niður á Suðurlandsbraut eða beint yfir hana og aka meðfram Laugardalnum.

Þegar ég kem þangað þá eru báðar þessar leiðir lokaðar. Ég þarf því að fara inn í heimana og ætla þá að krækja fyrir Glæsibæ eins og margir aðrir bjartsýnir bílstjórar. En ég og þeir komumst fljótt að því að sú leið var líka lokuð.

Það skapaðist smá bílaörtröð við planið á Glæsibæ. Mér tókst af snilld ;) að snúa mér út úr þessu og snaraðist yfir í vinstri beygju inn Álfheima (held ég) og ópk alla leið upp á Langholtsveg þar sem ég ætlaði að taka vinstri beygju svo að ég kæmist nú að Laugardalshöllinni.

En nei, nei...... #$!%###! þar var líka lokað bara hægt að fara til hægri. Ég var nánast komin langleiðina aftur að sama punkti á Skeiðarvogi. En gat farið niður einhverja götu sem ég veit ekki hvað heitir og ekið Skipasundið í þá átt sem ég ég hafði ætlað að aka Langholtsveginn, þaðan komst ég síðan upp á Langholtsveg og niður á Laugarásveg þaðan á Sundlaugarveg og þá var leiðin orðin greið.

Ég held bara að ég hefði verið fljótari að fara upp í Mosfellsbæ heldur en að aka í eintóma hringi um þetta annars ágæta hverfi eins og hver annar #$"!%/&%#" .

Ég hlakka til að ferðast örugglega og hratt um þetta vherfi að ári liðnu, væntanlega verður þá búið að fínisera það horna á milli. Ég man nú ekki eftir að neinn nýkjörinn búi á þessu svæði????

Hvað ætli valdi öllum þessum endurbótum á þessum stað? 

 

 


Þetta er auðvitað ekkert fyndið en hahahaha samgönguráðuneytið og félagsmálaráðuneytið

Ég get svo sem rétt ímyndað mér að ástandið sé ekki gott, en er það ekki svolítið kaldhæðnislegt að sambandið hafi bara rofnað við samgöngumálaráðuneytið hu...hum..... og svo er það náttúrulega félgasmálaráðuneytið sem snýst meðal annars um samskipti :)

Já hérna, hér veltist ég um af hlátri og get bara ekkert skrifað nema hahahahaha  Það er kannski ráð að ég haldi áfram að læra tölfræðina ;)


mbl.is Ekkert síma- né netsamband við tvö ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta hálfgerð vetrarlægð?

Fólk varað við að vera uppi á hálendi um miðjan júlí!!!! Hvað er eiginlega í gangi? Er ekki hásumar á Íslandi? 

Að vísu eru síðustu rigningadagar hér í Reykjavík  farnir að minna á haustið. Ég var að aka um borgina og "rak" augun í gulnaðar plöntur sem ég tók þó eiginlega ekkert sérstaklega eftir. Þegar ég kom heim seinna um daginn þá var þessi líka hellidemba. Eitthvað sló þessu nú öllu saman í kollinum á mér. Mér fannst allt í einu að það væri komið haust!!!

Sumarið hafði bara farið hjá svona í hendingskasti og eiginlega án þess að ég hefði orðið mikið vör við það. Mér til léttis áttaði ég mig á því að enn var sumarið bara rétt hálfnað enda nóg eftir að gera hjá mér aður en alvöru haust skellur á!!

En hvað er eiginlega að gerast í veðrinu. Það er bara engu orðið hægt að treysta. Látum það nú vera þó að einhver fasteignasali sé að hvetja fólk til að kaupa fasteignir, þó aðenginn heilvita maður halupi nú eftir því, en að ekki sé hægt að treysta á veðrið?????

eða þannig;) 


mbl.is Varað við stormi á miðhálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignasali hvetur fólk til að kaupa núna?

Ég var ekkert smá hissa þegar ég las frétt í einvherju fréttablaðanna í gær þar sem fasteignasali var að hvetja ungt fólk til þess að kaupa sína fyrstu íbúð núna. 

Annað hvort vinna sellurnar ekki rétt í hausnum á mér eða í kollinum á fasteignasalanum. Verðbólguspár eru upp og fasteignaverðspá er niður hvernig í ósköpunum getur þá verið snilld að fjárfesta í fyrstu eigninni sinni nú.

Ég frétti af fólki um dagin sem seldi fyrir 5 mánuðum og síðan völdu þau að fara í leiguhúsnæði um eitthvert skeið svona til að sjá hvernig fasteignaverðið þróast. Ég myndi nú ekki nenna að standa í þessu en tímakaupið gæti samt orðið gott sérstaklega ef þú nærð góðum leigusamning á biðtímanum.

Í dag ráðlegg ég mínu fólki sem hyggur á fyrstu fasteignakaup að bíða !!!! Leggja allan pening sem hægt er á verðtryggðan reikning og bíða!!!!

Mig grunar nú að fasteignsalinn sé nú bara að berjast fyrir sölulaununum sínum eins og sá sem ég heyrði af um daginn og hvatti hann einmitt ungt fólk til að ganga frá samningum á íbúð sem er í byggingu og greiða ákveðna fyrirframgreiðslu. Unga fólkið var ekki til í að gera það, þar sem að byggingaverktakinn gæti farið á hausinn og fleiri slík vandamál gætu komið upp og þá klingdi hann út með því að það væri ekkert mál, þá myndu þau bara kæra!!

Eftir alla gósentíðina í fasteignabransanum þá þurfa fasteignasalar nú ef til vill að horfast í augu við það að íbúðasala muni dragast saman. 


mbl.is KB banki spáir 7% lækkun fasteignaverðs að raunvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband