13.7.2006 | 09:25
Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu
En mér líst afskaplega vel á að matvælaverð verði svipað á Íslandi einsog á hinum Norðurlöndunum. Það verður ekki bara kjarabót fyrir alla landsmenn heldur verður það líka jákvætt fyrir ferðaiðnaðinn. Ferðamenn segja jú að versti kosturinn við að ferðast til Íslands sé hátt verðlag.
Ég hefði þó viljað sjá það gerast í þessum breytingum að óhollustu varningur eins og sælgæti, gos ofl. væru ekki að lækka. Það ætti að leggja meiri þunga á að lækka almennar matvörur sem eru líkamanum hollar.
Ekki náðist samkomulag í matvælanefndinni um tolla- og samkeppnismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2006 | 01:03
Dilana er óborganleg og áfram Magni ;)
Vá!!!!! Mér leist nú ekki á blikuna þegar hún valdi Johnny Cash lag en hún er ótrúleg
Magni stóð sig líka vel. Ég var alveg viss um að hann yrði áfram, það voru margir slappir í þetta sinn. Ef til vill var úrval laganna svona tæpt. Mig minnir í fyrstu keppninni hafi verið 4 umfram lög en það var ekki tekið fram nú hvort svo hefði verið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2006 | 18:35
Gott framtak þá er bara að láta í sér heyra
Að opna umræðuvef á síðu samgönguráðuneytisins er hið besta mál. Nú getum við la´tið skoðanir okkar í ljós um þau mál sem eru á dagskrá. Það kemur þá í ljós hver áhugi þeirra er sem velja að tjá sig.
Frábært framtak sem ég mun fylgjast vel með ;)
Umræðuvettvangur opnaður á vefsíðu samgönguráðuneytisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2006 | 17:13
Ekki hefði ég viljað mæta henni þessari
t.d. hvað ætli hafi orðið til þess að vígtennurnar hættu að þróast með
tegundinni?
Vígtennt vígakengúra og djöfulleg dómsdagsönd" í Ástralíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2006 | 10:01
En hvað er hamingja?
Er það að una sáttur við sitt? Þá er líklegt að nægjusamir séu að jafnaði hamingjusamari en aðrir. Ef til vill er það svo einfalt. Ég held reyndar að einfaldleiki auki hamingju en hæfni í mannlegum samskiptum tel ég vega þungt.
Þegar ég lít til baka yfir líf mitt og samferðafólk, þá skorar hæst í óhamingju eitthvað sem tengdist mannlegum samskiptum, eða manninum sem félagsveru.
Einfaldasta og besta raglan er sjálfsagt sú að eiga í góðum samskiptum við sjálfan sig ;) Þú getur yfirgefið allt og alla í von um betra líf en þú munt alltaf taka sjálfa/n þig með hvert sem þú ferð ;)
Mig minnir að Íslendingar hafi verið mjög ofarlega á einvherjum öðrum hamingjulista fyrir stuttu síðan en Úkraína var neðarlega þar. Tekið er tillit til annarra þátta í þessari könnum sem verður til þess að Ísland lendir um miðjuna en enn situr Úkraína næst botninum.
Íslendingar í meðallagi hamingjusamir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2006 | 09:44
Ég reyni að ímynda mér lífið án tölvu og netsambands
Því meira sem ég einbeiti mér að því því erfiðara verður það. Jújú ég gæti svo sem komist af í örfáa daga en ég nota tölvuna það mikið að það liggur við að hún fylgi mér hvert sem ég fer svona eins og Gsm síminn.
Ég var fljót að tileinka mér tölvuna þegar hún kom á markað, en netið notaði ég ekki strax. Ég var líka lengur að tileinka mér tæknina t.d. að glósa ;) það liggur nú við að ég skammist mín fyrir það. Ég var ekki alveg að fatta hvað það er miklu fljótlegra og þægilegra á allan hátt heldur en að skrifa glósur á gamla mátann.
Ég hef samt ekki nennt að nota tölvuna í HÍ þar finnst mér Þægilegra að nota bara blað og penna. Studum hreinskrifa ég síðan glósurnar upp aftur og nota þá tölvuna við það þegar heim er komið. Tæknin hans Tony Buz.. Mind-Mapping finnst mér enn skemmtilegri svona handvirk en hægt er að fá forrit sem gerir það sama. Mér hefur ekki tekist að taka það í sátt, er allt of lengi að vinna glósurnar.
En snúum okkur aftur að tölvu og netnotkun. Þegar ég las fréttina um Frakkana og hve illa stæðar margar fjölskyldur eru þar þá varð ég hissa. Ég held að það skipti miklu máli fyrir nútímamanninn að taka þátt. Ég get ekki séð lífið samt án tölvunnar og netsins. Ég kæmist engan veginn yfir það sem ég þarf á þeim tíma sem ég hef þörf fyrir að ljúka því án tölvunnar og netsambandsins. Þó að ég líti á það sem jafnsjálfsagðan hlut að hafa netaðgang eins og að geta fengið mér vatn úr krananum, þá geri ég mér grein fyrir að svo er ekki heldur eru þetta í raun lífsgæði ;)
Topplistinn minn er Hamingja, heilbrigði, eðalkaffi á hverjum morgni og aftur um miðjan daginn, tölva og netsamband :)))))))
Ég samgleðst því með fátækari fjölskyldum Frakklands sem fá hjálp til þess að komast í samband ;)
Tekjulágir Frakkar fá ódýrar nettengingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2006 | 17:32
Vel við hæfi að byrja þar
Það er um að gera að fá borgarbúa með í að týna upp rusl og fegra hverfið sitt. Mér líst vel á þessa hugmynd. Það þótti fréttnæmt þegar íbúi í vesturbænum rölti um hvrfið og týndi upp rusl, enda hef ég hvorki tekið til í nágrenninu né lengra frá mér nema í algjörum undantekningartilfellum. Ég hef heldur ekki séð fólk vera að gera þetta. Ég hef hins vegar séð fólk sitja á bekk og við hliðina á bekknum var ruslatunna en samt var ruslinu laumað niður með bekknum.
Fólk virðist ekkert vera að pæla í því hvernig þetta liti út ef allir gerðu sem þeir. Það var nú sagt við mig þegar ég var lítil stelpa " hvernig myndirðu hegða þér ef að allir myndu gera eins og þú?" Ja það væri nú aldeilis skemmtilegt ef að fyrirmyndar hegðun væri smitandi og helst bráðsmitandi ;)
Það er líka viðeigandi að byrja í Breiðholtinu því að borgarstórinn býr þar og getur þá gengið fram með góðu fordæmi fyrir okkur sem búum í hinum hverfunum ;)
Virkja á almenning og fyrirtæki til að taka þátt í hreinsunarátaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2006 | 14:05
Hvernig ætli hann lesi sögurnar fyrir þau;)
Fyrst Johnny Depp skiptir um rödd eftir því hvaða persónuleika Barbie hefur þegar hann er að leika sér með börnunum sínum þá velti ég fyrir mér hvernig hann les sögur fyrir þau. Ætli hann leiki alla karakterana og þá að sjálfsöðgðu sitt með hverri röddinni?
Hvernig ætli krakkarnir hans fíli það? Þau vilja nú helst að hann tali bara með sinni rödd í Barbí leiknum hahahaha... ég hefðu nú ekkert á móti því að heyra raddprufu úr Barbí leiknum. Hann er skondinn karakter skýrði til dæmis börnin sín eftir aðalpersónunum í Legend sjá meira hér
Johnny Depp skemmtir sér konunglega í dúkkuleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2006 | 13:00
Þegar einn vandi leysist þá skapast annar
Komið er í ljós að hægt er að einrækta sáðfrumur úr stofnfumum fósturvísa. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir ófrjóa karlmenn en þarna skapast tækifæri fyrir þá til þess að eignast börn á "eðlilegan" hátt. En að nota stofnfrumur úr fósturvísi skapar ef til vill siðferðisleg vandamál.
"Theoretically, the process also means that a baby could be created without the need for a man or a sperm donor"
Hver væri faðir barnsins? Fósturvísinn? Mér finnst það alltaf jafnskrítið að þegar ég les um nýjar uppgötvanir í heimi vísindanna (sérstaklega þó á sviði líffræðinnar) þá gleðst ég , verð spennt og svo fylgir smá óróleiki á eftir... hvað ef..... hvað ef ?????
Ætli ég hafi ekki bara horft á of margar bíómyndir þar sem vísindamenn eru að fikta ;) með alls konar efni og blandanir :)
Verð að bæta því hér við að þó að samantekt mbl.is sé góð þá er líka mjög gaman að lesa greinina og sá sem skrifaði pistilinn setti linkinn með. Ég er ekkert smá happy með það. Þetta eru pennar að mínu skapi sem benda á uppruna fréttarinnar fyrir mega forvitið fólk sem fær ekki nóg af því að lesa samantektina. Hvet þig til að lesa greinina alla ;)
Sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum leiddu til þungunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2006 | 20:36
Ágætis hugmynd í glósutækni
Ég hitti vinkonur mínar um daginn og hraðlesturinn barst í tal. Við pældum aðeins í því hvers vegna þetta ætti að virka eða þannig ;) Málið er að efnið er lesið hraðar og oftar. Endurtekning auðveldar minnisfestingu. Ég veit svo sem ekki hvort að ég verði miklu fljótari að ljúka námsbókinni endanlega af því að ég er að lesa hana alla svona þrisvar sinnum og svo enn meir fyrir próf ;)
Mér líst þokkalega á þetta og hlakka til að fara í næsta tíma sem er á morgun. Ég hef nú verið á óþekktarskónum undanfarna daga þar sem að ég á að vera að lesa á íslensku en allt efni sem ég er að læra er á ensku. Þannig að ég æfi mig meira á ensku en íslensku og hana nú !!!
Ég tók mig til og reiknaði út meðallengd línunnar í tölfræðibókinni. Þegar ég var með það á hreinu taldi ég fjölda lína á hverri blaðsíðu svona til að auðvelda mér að fylgjst með vaxandi hraða. Það er auðvitað talsverður munur að hraðlesa kennsluefni á erlendu tungumáli eða að lesa skáldsögu á íslensku. Hjá mér munaði þetta heilum 300 orðum á mínútu.... púff.
Ég hlakka sannarlega til að auka hraðann í kennslubókunum. Ég fékk hins vegar ágætis hugmynd í glósutækni. Ég hef notað mind-mapping sem Tony Buz.... skrifaði um fyrir einhverjum áratugum síðan. Nú er ég að glósa öðruvísi. Ég hraðles einn kafla og glósa það sem ég man. Svo hraðles ég sama kafla aftur og bæti við glósurnar (nota þá annan lit) síðan hraðles ég kaflann í þriðja sinn og glósa (enn í öðrum lit). Það er mjög áhugavert að sjá í hvaða skipti ég er að glósa mest og það kemur vel í ljós með mismunandi litum.
Ég hef alltaf glósað hugkort strax eftir fyrsta lestur en nú glósa ég það í lokin til þess að stytta glósurnar enn frekar og gera þær myndrænni. Mér finnst frábært að leika mér að þessu og ná upp hraða áður en að skólinn byrjar í haust. Vonandi verð ég orðin fim í fingrunum þá og hætt að fá harðsperrur í handleggina af því að lesa hratt og fletta hratt hahahahah
ég hef nú frekar talist skipulögð í námi og starfi en ég held að það keyri nú um þverbak þegar ég ætla líka að nota liti t.d. glósa einhverja kenningu og nota þá blátt með en rautt á móti ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2006 | 16:55
Mjórra mitti
Nú hefur komið í ljós að fylgni sé á milli ristilkrabbameins og kviðfitu. Ég hef alltaf heyrt að fitan sem karlmenn safna framan á sig sé hættulegri heilsunni en fita sem konur safna framan á sig. Hér er þessu öfugt farið. Hættan er meiri hjá konum en körlum en er þó talsverð hjá báðum kynjum.
Það er því enn betri ástæða til þess að auka brennslu, taka út úr fitubankanum og herða mittisólina. Meiri upplýsingar hér
Kviðfita eykur hættu á ristilkrabba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2006 | 08:49
Sumarsmellurinn
Er það ekki bara ljóst nú þegar að "sjóræninginn" verður sumarsmellu ársins. Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa þegar þeim datt í huga að "súperman" mundi slá hann út ???
Ekkert smá sem ég hlakka til að drífa mig í bíó ;) ég horfði á fyrri myndina fyrir stuttu síðan svona bara til að hita upp og hafði bera enn þó nokkuð gaman af henni.
Sjóræninginn Johnny Depp malar gull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2006 | 23:25
How evil are you?
Var að koma úr heimsókn á síðu sem ég kíki reglulega inn á (fíkillinn)
Þarna er skemmtileg samantekt um ýmsa kunnulega listamenn ;). áðan rakst ég einnig á linka neðarlega til vinstri á síðunni og ákvað að tékka nú á því hve evil ég væri, ég hef nú alltaf vitað að ég er enginn engill en viti menn..... hér fyrir neðan sérðu niðurstöðuna hahahahaha Viltu prófa ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.7.2006 | 16:09
Heima er best
Nú er ég að hvíla mig á sólinni ;) Mér finnst nú eiginlega hræðinlegt að þurfa þess þar sem að ég lærði á Vopnafirði hér um árið að dýrka sólina. En svona er lífið. Ég fæddist rauðhærð og er frekknótt í ofanálag þannig að húðin mín byrjar yfirleitt á því að verða rauð og svo smá brúnkar hún allt eftir því hve oft og lengi ég og sólin hittumst ;)
Ég nýtti mér hvern sólargeisla í gær og núna í dag enn meira. Þrátt fyrir alla sólarvörn þá er ég orðin ansi heit og skaust því inn til þess að kæla mig aðeins niður. Í svettinu á föstudaginn var ég svo hissa á því hvað Kjartan var orðinn útitekinn. Hann hefur bara verið hér í Reykjavík, en er að vinna úti alla daga. Þarna sér maður með eigin augum hve birtan er sterk á Íslandi og hve lítil loftmengun er hér.
Stóru krakkarnir mínir 22ja og 16 ára voru úti í garði í gær að leika sér í einhverskonar boltaleikjum og hahahahhaha eru að drepast í harðsperrum í dag. Ég stakk auðvitað upp á því að fara og kaupa handa þeim almennilegan bolta og badminton svo að þau gætu náð harðsperrunum úr sér ;) Ég fékk nú svo sem ekkert góðar undirtektir en þau brostu nú samt í gegnum verkina..... þessar elskur hahahahaha
Já svona get ég látið þegar ég er ekki sjálf með harðsperrur og þessi yngsti 8 ára skilur bara ekkert í þessu, þar sem hann finnur sko ekkert til og er bara ekki að fatta það afhverju þau eru bara ekki komin aftur út að leika. Það var svo gaman hjá honum ;)
Við töluðum um utanlandsferðir en mér finnst bara svo frábært að vera heima. Að horfa út um gluggan eða ofan af svölum á krakkana leika sér úti í garði fyllti hjarta mitt...vá hvað ég er rík.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2006 | 11:12
Hefur þetta nokkurn tímann gerst áður ;)
Tuttugu og þrír umsækjendur um bæjarstjórastól og það ekki í einu af stærstu bæjum landsins.
Þeir sem standa að hinu endanlega vali hafa sannarlega úr nógu að moða! Ég man ekki eftir öðru eins dæmi en þætti vænt um að vera minnt á það ef að slæða gleymskunnar hefur lagst yfir þann hluta minningasafn míns ;)
23 sækja um bæjarstjórastólinn í Grundarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2006 | 20:48
Ert þú skynsamur einstaklingur?
Í fréttunum í kvöld var umfjöllun um förgun á rafhlöðum. Þar kom fram að talið sé að mikill hluti rafhlaðna lendi í ruslatunnunni heima við hús. Það gengur auðvitað ekki þar sem að sumar þeirra innihaldi efni sem eru mjög skaðleg.
Svo skaðleg að sumar tengundir rafhlaðna eru sendar til útlanda til förgunar. En ég og þú þurfum ekki að hafa áhyggjur af hvaða rafhlaða er skaðleg. Það eina sem við þurfum að gera er að finna bensínstöð eða fara á sorpu með kassann okkar sem við höfum safnað rafhlöðunum í, þeir sjá svo um að flokka þær.
Skynsamur einstaklingur leggur sitt af mörkum til að viðhalda náttúrunni, halda henni hreinni og ómengaðri.
Ert þú skynsamur einstaklingur? Vilt þú hreint land og sem minnst mengaða náttúru? Láttu þá þitt ekki eftir liggja, safnaðu rafhlöðunum þínum saman og skilaðu þeim af þér á réttan förgunarstað.
Láttu þetta ganga, segðu öðrum frá, virkjaðu mátt eigin atkvæðis með því að nota skynsemina og gera hana smitandi ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2006 | 20:12
Harðsperrur í hægri handlegg af lestri ;)
Þetta hefði mér aldrei dottið í hug. Að hægt væri að fá harðsperrur í handlegginn af því að lesa!!!! Ég er sem sagt búin að sitja úti í sólinni meiri hluta dagsins, njóta þess að vera til, safna kröftum eftir svettið og æfa mig í hraðlestri. Ekki þýðir að slá slöku við, ég stefni í að ná hærri einkunnum á næstu önn í HÍ og hraðlesturinn er eitt af skrefunum sem geta gert mér það kleift.
Ég er nú farin að renna fingrinum svo hratt undir línuna að á endanum get ég ekki lesið meira vegna þess að ég er orðin svo þreytt í handleggnum hahahahahahaha
Er þetta hægt? Ég hlakka sko til að geta lesið hratt bara með því að renna fingrinum frá vinstra horni niður í hægra horn. Hef reyndar notað þá arðferð í mörg ár, en næ ekki sama hrað og með hinni aðferðinni.
Nú get ég ekki æft mig meira því að hendin á mér er bara ekki að virka rétt hahahahaha og ég sem hélt að þreyta í augum eða tímaleysi væru aðalástæður fyrir því að maður tekur sér hlé frá lestri! En "Hvítt skítapakk og flekkóttur svertingi" verður nú að bíða þess að hendin á mér komist í lag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2006 | 19:42
Fordómar?
Hvort ætli það séu fordómar eða vöntun á íslensku kunnáttu sem ræður því að Pólverjar fá ekki vinnu miðað við þá menntun sem þeir hafa. Ég hef heyrt af konum sem eru háskólamenntaðar en hafa ekki geta fengið neitt að gera hér á Íslandi nema vinna í fiski eða skúra gólf.
Ef það eru fordómar þá er það sorgleg staðreynd og mikilvægt að vinna á þeim vanda svo að hann vaxi ekki með komandi kynslóðum. Ef íslensku kunnáttan er vandamálið þá erum við enn og aftur komin að því sem svo oft hefur verið talað um.
Það er ekki nóg að opna landið fyrir innflytjendum heldur þarf að tryggja það að þeir geti fengið tækifæri til þess að læra íslensku. Grunnnámið ætti ekki að osta neitt og þeir sem hafa farið í frekara nám í íslensku gætu gengið fyrir með betri vinnu.
Það er ein leiðin til þess að hvetja til þessara breytinga þannig að sem flestir ættu að hagnast á því. Það er á allan hátt gott fyrir innflytjendur að sjá möguleika á að geta nýtt nám sem þeir hafa eða jafnvel að verða sér út um ná á Íslandi. það er hagur allra að innflytjendur læri íslensku og geti tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og blandast meira en nú er.
Allir þeir sem njóta þjónustu þeirra munu þá fá betri þjónustu þar sem tungumálavandinn er horfinn.
Menntun nýtist ekki Pólverjum á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2006 | 15:41
Ef til vill spurning um meiri hreyfiþörf?
Strákum líður verr í skóla og stúlkum og gengur yfir höfuð ver en stúlkum á sama aldri. Strákar hafa frá náttúrunnar hendi meiri hreyfiþörf en stúlkur. Í fyrra las ég grein í New Scientist þar sem einmitt var verið að gera rannsóknir/tilraunir sem tengjast þessu.
Þegar ég las greinina þá fór ég að hugsa um íslenska skólakerfið. Krafan um að sitja kyrr. Hve langar kennslustundir eru án hléa og þar fram eftir götunum. Ég get ekki annað en tekið undir það að íslenska venjan hentar stúlkum betur en strákum.
Ég er svo sammála því að í menningarsamfélagi beri að skoða allt það sem geti jafnað þennan mun. Á Íslandi hefur barátta fyrir jafnrétti átt sér stað um áratugaskeið. Hér hallar undir fæti hjá karlkyninu og því þarf að kippa í lag. Ef til vill væri skynsamlegt ef hægt er að koma því við að námsstundir séu kynjaskiptar en leikstundir eigi börnin saman. Þá væri hægt að haga aðstæðum á besta mögulegan veg fyrir bæði kynin.
Í fréttinni er reyndar verið að tala um einelti. Ég er mjög hissa á því ef að strákar eru frekar lagðir í einelti en stelpur, en auðvitað getur það samt verið staðreynd. það væri þá fróðlegt að vita hvers vegna það er.
Hér er samantekt úr greininni sem ég gerði í vetur.
Do Venus and Mars Ride the School bus?
This week I read an article in Newsweek about boy brains and girl brains. A principal in Owensboro became worried 70% of children diagnosed with learning disabilities were boys. He participated in a course for educators on brain development. It came clear to him that biologically the girl brain and the boy brain were different.
The brains develop differently. Girls have more active frontal lobes and stronger connections between the brain hemispheres and the language center. Girl brains mature earlier than boy brains. He decided to divide the classes by gender.
He also took into account the different hormones in girls and boys. Girls have more oxytocin, and therefore a stronger need for bonding. They were given a soft carpeted area to discuss their feelings. On the other hand boys have less serotonin in their brains, probably meaning that they have stronger need to fidget more. They got short exercise periods over the day. Boys have a higher level of testosterone and are theoretically more competitive, so they got timed multiple choice tests. The girls were also given multiple choice tests and a longer time to finish them. Changing from mixed gender classes into single gender classes was the edge they needed said the principal happily, the grades are going up and discipline problems are down.
Bibliography;
Newsweek, 2005 September, Boy Brains, Girl Brains. Volume CXLVI, no12
Strákum líður verr í skólanum en stúlkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2006 | 14:12
Ætla jólasveinarnir að stofa stéttarfélag?
Ráðstefna jólasveina með alvöru skegg hófst í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Rússneski AR-10 riffillinn ofl.
- Næstum helmingur jarða á Íslandi (um 40% og fer vaxandi) er ekki í notkun, í eyði, mest í eigu erlendra áhættufjárfesta, keyptar og seldar á okurverði fyrir vatnsréttindi eða uppá punt
- Veðurathuganir í Hveradölum 1927 til 1934
- Hvers vegna er þessi Rússaandúð?
- Og þó þær væru, sem þær eru ekki