21.7.2006 | 10:18
Ja nú þarf ég að sæta lagi.....
Sólinni hefur tekist að lokka fram fíkn mína í að liggja í leti og baða mig í henni. Í morgun óskaði ég þess eins að það væru svalir austan megin á húsinu þannig að ég gæti sest út með kaffibollan og fréttablaðið sem aldrei þessu vant var bara komið.
Eftir að hafa lokið venjubundnum morgunverkum og skilað bíllyklinum inn á verkstæði þannig að "bílalæknirinn " geti nú hlúð að honum og sérstaklega þá að selja bílnum hugmyndina um að það sé í lagi að treysta mér, ég sé ekki að stela honum... hahahahaha, já en hvað ætlaði ég að fara að skrifa hér????.................... já einmitt, þá dreif ég mig í að endurskipuleggja daginn svo að ég gæti leyft mér að baða mig í sólinni eftir hádegi þegar hún er mætt á suðvestursvalirnar ;)
Það verður því sett í fimmtagírinn og seinnipartsverkefnin flutt á fyrri partinn og unnin á margföldum hraða. Ég tek svo Tölfræðina bara úti í sólinni eins og í gær. Já mér líst vel á daginn. Ég er tilbúin með Lime toppinn vel kældan, jarðarber, epli, greip og gulrætur til að svala mér á. Sólkremið og derhúfan eru á sínum stað þannig að um leið og sólin kemur á svalirnar þá svíf ég inn í sælu dagsins. Það er sko ekki lítið að hlakka til.
Vonandi hrannast ekki skýin upp um hádegisbilið því þá verð ég vonsvikin yfir því að hafa breytt dagskránni á þann hátt sem ég hef verið að gera í stað þess að fara bara út að hjóla, drífa mig í Laugardalinn sem hampar oft hæsta hitastiginu hér í Reykjavík að mati fróðra manna ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2006 | 23:01
Fór að skoða seglskipið Sedov
Vá þetta er ekkert smáskip. Það var gaman að fara með fjölskyldunni niður á bryggju. Við drifum okkur á milli 19 og 20 og gátum bara gengið um borð. Mig hefði nú langað til að fara undir þiljar en eðlilega var það ekki hægt :(
Þetta var samt æðislegt. Möstrin svo há að þegar ég horfið upp eftir þeim þá svimaði mig...hjúkk
Þegar við vorum búin að fá okkur göngutúr fram og til baka eftir skipinu endilöngu eina 236 metra þá ákváðum við að fara heim. Vá ég var sko hissa þegar ég sá alla biðröðina við skipið. skipverjar voru farnir að hleypa fólki í hollum um borð.
Já við höfðum sko valið okkur rétta tímann. Veðrið var líka svo gott að þetta var bara eins og ég væri í utanlandsferð (Rússlandi) hef reyndar aldrei komið þangað en tungumálið hljómaði af og til í eyrum mér um borð ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2006 | 17:28
Þvílík auglýsing
Ég er orðin svo steikt í sólinni, hálfskömmustuleg að kalla þetta skoðanakönnun eða þannig ( það sem ég setti inn í gær með Rock Star Supernova).
Málið er að ég er að undirbúa mig fyrir Tölfræðipróf og það sem ég var að lesa í dag úti í sólinni ;) var einmitt um þessir "hræðilegu" skoðanankannanir sem eru á netinu. En þetta er nú ekki eins og ég sé að gera einhverja könnun á lyfi eða einhverju þess háttar heldur er þetta bara til gamans gert. Ég mun halda áfram að setja hér inn ófagmannlegar skoðanakannanir ;) í tengslum við Rock Star Supernova.
Mér finnst þetta bara svo skemmtilegt og mér líður alveg stórkostlega. Tónlistin er bara allt!!! Ég held bara að ég hafi ekki ratað á réttu hilluna í lífinu og þð er sannarlega ekki nógu gott ef að við eigum bara eitt líf!
En nóg um það. Ég lenti sem sagt í því í gær að það var keyrt aftan á mig. Einhver vökvi sem virtist af lyktinni af dæma vera vatn rann af/úr bílnum að aftan. Ég veit bar ekki hvað þetta er. En ég hef nú keyrt bílinn og svo var ég að þvælast í dag og þá bara allt í einu fór hann í gang en drap strax á sér aftur. Mig grunar að tölvan í bílnum sé í einhverju sjokki síðan í gær. Ég þurfti því að fá mér langan göngutúr í góða veðrinu.
Tengdamóðir mín og hún er sko sú besta í heimi ,) var núbúin að hringja í mig og hún ætlar að sækja strákinn minn á leikjanámskeiðið í dag. Vá hvað ég var fegin þegar ég 40 mínútum seinna lenti í þessu með bílinn.
Í göngutúrnum á leiðinni heim fór ég að hugsa um Rock Star Supernova, Magna og alla hina. Ég gerði mér allt í einu grein fyrir því hvað þetta er góð auglýsing fyrir þátttakendur sem eru að standa sig vel.
Um þá er skrafað og skrifað á mörgum síðum í heiminum. Þetta er eiginlega alveg frábært. Hugsaðu ér ef að þú værir að taka þátt í einhverri keppni sem tengist því sem eru þínar ær og kýr ;) Hugsaðu um það að fullt af fólki alls staðar í heiminum eru að fylgjast með.
Þetta er frábær auglýsing og mér finnst gaman að eiga þátt í því hér heima á Íslandi að leggja inn eitthvað fyrir þá sem mér líst vel á. Ég hafði bara ekki pælt í þessu og ef til vill hefði mér ekki dottið þetta í hug nema bara af því að ég þurfti að skilja bílinn eftir og ganga heim í þessu líka blíðskaparveðri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2006 | 12:17
Flott umsögn um Magna
Magni: episode 2 rating 9.9
Lainey Tsang´s gagnrýnin er skemmtilega unnin og hvet ég áhugasama að kíkja hingað til að fylgjast með. Henni líst mjg vel á Magna og vill sjá hann meðal 5 bestu og jafnvel sem sigurvegara keppninnar. Ég er auðvitað sammála því ;) það væri mjög gaman fyrir Magna.
Hins vegar þá er ég hissa á því hve illa henni líst á Lúkas og Dilana. Henni vinnst þeu bara ekki hafa hæfileika né frumleika og þar er ég henni alls ekki sammála. Margir eru að spá Lúkasi sigri og ekki síst vegna þess að hann er gaur en ekki gella. Ég spái Dilana enn sigri mér finnst hún vera tónarnir sem hún syngur, hún og lagið verða eitt. Hún hefur dimma og hrjúfa rödd og það eru ekki allir að fíla það.
Röddin hennar fittar samt mjög vel við rokklög að mínu mati. Ég setti hér inn stigagjöf Lainey mér finnst sniðugt hvernig hún gefur þeim stig en það er allt útskyrt í færslunni fyrir episode 1. Tölurnar sem ég setti hér inn eru stigagjöf Magna að hennar mati. Hún valdi hann á eftir Patrice til að endurflytja lagið sitt. Magni varð síðan fyrir valinu eins og þú líklegast veist nú þegar!
episode 1 rating: 7.05
overall rating: 8.45
1. Vocal performance: 10
2. Stage Presence: 10
3. Musicality/Professionalism: 9.75
4. Presentation: 9.33
I thought Magni should have gotten the encore, but he and Toby were both my picks for it. Magni's performance was awesome..he sounded great and sang very well...unbelievably does not imitate..I say it's unbelievable because he is foreign..you would think that he'd automatically cover a classic song as close to the way it goes as possible, to avoid sounding, well, foreign on it..but Magni does it his own way, and sounds awesome..he really is talented and I'd love to see him win this or get very far with it. He also seems to be cool as a cucumber while humble and sweet. And then his voice just roars..I dig him!
Þessi umsögn kemur frá henni um umferð númer þrjú
Magni: 9.4 Hooray for Magni the Magnificent! He was great again tonight. I could have done without the shades, which totally made me feel disconnected from Magni..but I know that underneath them he was feeling it. His vocals were awesome and he really performed well. Great song choice and again, original..he does shit his own way. Magni is my other pick for the encore under Patrice.
Hér er svo heildarstigagjöf Magna fyrir alla þrjá þættina
episode 3: 9.4
episode 2: 9.9
episode 1: 7.05
overall rating: 8.78
1. Vocal Performance: 10
2. Stage Presence: 9
3. Musicality/Professionalism: 8.75
a. originality: 9
b. song selection: 10
c. arrangement: 9
d. song interpretation: 7
Presentation: 9.3
a. appearance: 9
b. nerves/confidence: Confidence 9
c. reaction/response: 10
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2006 | 10:03
Er þetta vegna Spyware forrita eða hvað?
Ég frétti af pósti sem Spron sendi til viðskiptavina sem nota einkabanka þess eðlis að aðilinn gæti sótt um öryggisnúmer. Mér fannst ekki mikið öryggi í því aðilinn myndi fá númerið sent í sms eða emaili. Að vísu gilti þetta númer bara í 15 mínútur.
Ég hef annars heyrt að email sé ekki góður valkostur til þess að senda viðkvæmar upplýsingar. Það væri fróðlegt að heyra frá ykkur sem vit hafa á þessum málum hvað þið teljið auka öryggi. Ég er nú auðvitað bara fátækur námsmaður þannig að minn reikningur myndi bara valda vonbrigðum fyrir þann sem inn á hann kæmist ;)
En hver veit ef til vill eignast ég einhverntímann sand af seðlum sem ég myndi vilja geyma á bankareikning og nota heimabanka mér til þæginda!
Milljónum stolið af heimabönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2006 | 08:44
Niðurstöðir í samræmi við skoðanakönnunina
Magni "Iceman" Magni..........ficent var kátur og átti vel efni á því en snúum okkur að niðurstöðum skoðunarkönnunarinnar. Það var gaman af þessu. Ég mun setja inn nýja skoðanakönnun næstkomandi þriðjudag um það hver muni verða sendur heim næsta miðvikudag og hafa hana uppi til miðnættis þann dag.
Í þessari tóku alls 14 þátt (sem er auðvitað mjög lítið ;)) Flestir töldu að annað hvort Jenny eða Zayra yrðu sendar heima eða 28;6% í báðum tilfellum. Þar næst var Dana með 14;3% síðan fylgdu á eftir Toby, Ryan, Magni og Josh
Dana 14,3%, Dilana 0,0%, Jill 0,0%,Jenny 28,6%,Josh 7,1%,Lukas 0,0%,Magni 7,1%,
Patrice 0,0%, Phil 0,0%, Ryan 7,1%, Storm 0,0%, Toby 7,1%, Zayra 28,6%
Ég var alveg hissa að einhver héldi að Magni yrði sendur heim nema ef að landar hvers söngvara kjósi bara sinn söngvara sama hvernig hann stendur sig, þá hefur Magni ærna ástæðu til þess að vera áhyggjufullur um niðurstöður kosninganna, en þetta er engin Eurovision keppni. Það er greinilegt að Lukas á stóran aðdáenda hóp það sér maður hér
Vinstra megin á síðunni eru nöfn söngvaranna og umræður almennings um þá. Ég hafði áhyggjur af því að það yrði Magna eða Iceman eins og hann er kallaður núna, ekki til tekna að koma frá lítilli þjóð. En það eru áreiðanelga fleiri en Íslendingar að kjósa hann og gaman að lesa það sem um hann er skrifað.
Eftirtaldir fimm söngvarar lentu í botn þremur einhvern tímann á talningatímanum. Þeir voru Jenni, Josh, Dana, Ryan og Zayra. Þetta eru einmitt nöfnin sem áheyrendum fannst standa sig lakast. Þannig að þeir sem eru að blogga og spjalla um þetta spegla væntanlega niðurstöðu Það verður spennandi að fylgjast áfram með því, sama má segja um spá mína hér.
En þau þrjú sem enduðu í botn þremur voru einmitt Dana, Jenny og Josh.
Þrátt fyrir að vera lélegasti söngvarinn þá var Zayra ekki send heim í þetta sinn. Mér fannst hún líka standa sig betur en Jenny aðalkvöldið og engin spurning hún stóð sig mun betur í gærkvöldi við endurflutninginn. Það var líka ótrúlegur kraftur í söng Dönu. ef hún breytir sviðsframkomunni og lúkkinu þá á hún möguleika á að komast lengra áfram. Það sem ég er að segja er að hún ætti ekki að þurfa að falla á röddinni. Stelpan getur sannarlega sungið en hún virðist ekki vera "rokkari"
Jenny var alveg flöt , hún ætti líklega betur heima í þjóðlagasöng, minnir mig á Joan Bayes. Það er að koma enn betur í ljós að söngurinn fer batnandi, sviðsframkoma og lúkkið er það sem þátttakendur þurfa að bæta sig í ef þeir ætla að eiga séns.
Magni í stuði í Rockstar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2006 | 01:00
Magni komst áfram og meira en það!!!
Hann var beðinn um að endurflytja lagið sem hann söng. Vá hvað ég var stolt af honum. Glæsilegt Magni
Jenny var send heim en Josh og Dana sátu á botninum með þeim
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2006 | 19:00
Ekkert smá flott!
Ég má nú til með að fara og skoða gripinn á morgun. Hundrað og átján metra langt skip. Ég hefði nú viljað sjá það fyrir fullum seglum.
Nú er um að gera að endurskipuleggja morgundaginn og drífa sig í eitt stykki skoðunarferð svo loka ég bara aðeins augunum og læt mig dreyma sjóræningjadrauma eða eitthvað annað spennandi ;)
Stærsta seglskip heims í Reykjavíkurhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2006 | 17:16
Árekstur í rjómablíðu
Þvílíka rjómablíðan :) Ég er nú líka búin að njóta hennar. Við hjónin brugðum okkur í sund og þar var ég bæði böðuð í vatni og sól, síðan var ekið í næstu ísbúð og kæling tók við. Þetta var allt yndislegt. Það er loksins komið sumar hér í Reykjavík.
Ég þurfti síðan að bregða mér í stuttan skottúr. Leið móin lá um eitt hringtorganna hér í Reykjavík. Ég ók í rólegheitunum í innri hringnum og var að aka út úr honum þegar bíll sem var að aka inn í hringtorgið ekur í veg fyrir mig.
Ósjálfráðu viðbrögðin tóku við, fóturinn á bremsuna og hendin á bjölluna. Mér tekst að stöðva bílinn enda á lítilli ferð en fæ þá annan aftan á mig sem var á leið inn í hringtorgið. Sem betur fer meiddist nú enginn en bíllinn sem ók aftan á mig skemmdist ótrúlega mikið. Ég var eiginlega mjög hissa því að ég fann ekki svo mjög fyrir högginu og skemmdirnar á mínum bíl voru bara á stuðaranum.
Mér varð hugsað til þess að ég ek um þetta hringtorg á hverjum einasta degi og stundum nokkrum sinnum á dag. Í sumar hefur rignt og rignt en aldrei man ég eftir óhappi á þessum stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2006 | 10:53
Hefurðu skoðun ? ;)
Hver verður sendur heim í þessari viku? Það kemur í ljós á miðnætti eða frá 00:00- 01:00. Var að setja inn skoðanakönnun og það væri frábært ef þú ert til í að taka þátt. Ég stefni á að gera þetta áfram því það væri gaman að sjá smekk Íslendinga ( eða réttara sagt þeirra sem heimsækja þetta bloggsamfélag) samanborið við t.d. könnunin sem er á síðunni sem ég bloggaði um fyrr í dag ;)
Könnunin verður óvirk klukkan 23:59 í kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2006 | 09:48
Viltu vita hvað öðrum finnst um Rock Star ....
Kíkti inn á síðun rockband.com og sá þar fantasy poll um stöðu söngvaranna í gær. Mér fannst gaman að sjá niðurstöður skoðunarkönnunar á því hver væri líklegastur til að detta út að Magni var á meðal fjögurra (Lucas, Dilana og Topy) sem fengu ekkert atkvæði. Þeir sem hafa tekið þátt finnst þessi fjögur vera örugg áfram.
Magni kemur bara þokkalega út í könnunum og meðal annars þá finnst sumum hann líklegastur til þess að verða fyrir valinu í að endurflytja lagið sem hann söng í gær. Hann og hljómsveitin skiluðu Plush virkilega vel. Ég myndi velja Magna eða Lucas í endurflutning núna.
Mér fannst svolítið gaman að sjá hvað öðrum finnst og það gladdi mig að sjá stöðu Magna. Hann hefur staðið sig vel í flutningi þeirra laga sem hann hefur valið en mér finnst hann enn eiga eftir að sýna breiddina í raddsviðinu. Ég hlakka til að sjá hann taka lag sem hefur breytilegan hraða og breidd í raddsviði.
Þetta er samt mjög gott lagaval hjá honum en söngvararnir sem eru að toppa þetta í dag eiga það sameiginlegt að hafa valið lög eða útfærslur sem sýna breiddina. Það er sterkt hjá Magna að spila þetta örugglega eins lengi og hann hefur efni á því.
Mér varð nokkur léttir eftir að hafa hlustað á hann í gær því að margir söngvaranna voru að standa sig mun betur en áður. En Magni var "flottur karl" ;) Áfram the Magnificent Magni!!!!
Ég skellti hér inn niðurstöðum úr einni af könnununum.
week three, who do you think will get the encore? | ||
Results: | ||
Dana | [0%] | 0 votes |
Dilana | [9%] | 7 votes |
Jenny | [0%] | 0 votes |
Jill | [0%] | 0 votes |
Josh | [0%] | 0 votes |
Lukas | [42%] | 32 votes |
Magni | [14%] | 11 votes |
Patrice | [3%] | 2 votes |
Phil | [9%] | 7 votes |
Ryan | [5%] | 4 votes |
Storm | [13%] | 10 votes |
Toby | [1%] | 1 votes |
Zayra | [4%] |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2006 | 08:44
Hverjir ætli vermi 3 neðstu sætin?
Þau sem mér fannst slökust voru Dana, Ryan, Toby,Johs og Jenny. Jenny og Johs allra slökust og sennilega Dana.
Vandamálið með Ryan er að hann virðist vera límdur við gólfið. Hann syngur hins vegar vel og gerði það líka í gær en sviðsframkoman spillir fyrir honum.
Það er ljóst að söngvararnir eru að verða öruggari með sig og leggja sig núna líka fram við að fitta betur inn í grúppuna. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer í kvöld.
Mikið vildi ég að beina útsendingin hæfist klukkustund fyrr eða svo, fimm tíma svefn er full lítið, en svona er þetta, unglingurinn í mér gat bara ekki beðið með að horfa á þetta í kvöld ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2006 | 02:09
Magni Magnificent ;)
Magni var verulega góður í kvöld!!! Engin spurning, hann verður sko inni áfram. Hann fékk líka súperdóma hjá Jason " Ég ætla bara að segja eitt orð við þig Magni....ficent :)))
Dilana átti sviðið þegar hún tók lagið Zombi, engin spurning hún er enn númer eitt að mínu mati. Mér fannst söngvararnir yfir höfuð vera að standa sig betur. Lucas með "Let spend te Night together" var bara þokkalega flott. Zayra kom á óvart og var ég viss fyrir keppni að hún myndi detta út núna, en ég er ekki viss, þetta var besti flutningur hennar. Þau eru öll að bæta sig. Spennan eykst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2006 | 15:34
spennan eykst
Hljómsveitin sem rokksöngvararnir syngja með er að standa sig frábærlega enda á hún sér þann draum að fylgja Rock Star Supernova og að sá söngvari sem lendir í sæti númer tvö verði söngvari hennar.
Þeir voru víst að taka Plush svo flott að útkoman var að sumra mati betri en origina útgáfan!
More impressive than the antics of Lukas Rossi or Dilana Robichaux (two of Rock Stars leading contenders) was the precision and power of the house bands playing. Their taut, mesmerizing version of Stone Temple Pilots Plush was, to these ears, better than the original.
Meira hér
Nú er enn meira spennandi að hlusta á flutning Magna, en mér finnst reyndar Plush sýna betur hæfileika hljóðfæraleikaranna en söngvarans, en það eru þá góðar frétti fyrir Magna ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2006 | 10:36
Unglingurinn skaust upp.....
Ég ræð bara ekkert við unglinginn í mér. Hann bara skaust upp og afleiðingin er sú að ég get ekki beðið eftir að fá að vita hvaða lag Dilana mun syngja í nótt í Rock Star Supernova.
Dilana hefur heillað mig upp úr skónum. Ég var að lesa fréttir af leiðsögn sem söngvararnir fengu um raddbeitingu sína. Dilana var taugaóstyrk en það kom víst í ljós að hún er með þokkalega breitt raddsvið. Það er einn af toppunum sem söngvarar hafa að mínu mati.
Flatar melódíur gefa röddinni lítið tækifæri til þess að njóta sín sem hljóðfæri. Það myndi heyrast þokkalega vel ef að allur hljóðfæraleikur væri tekinn í burt og röddin stæði strípuð eftir. Sum lög verða hreinlega að ösku þegar þetta er gert.
Ef að einhver sem les þetta veit hvaða lag Dilana mun taka í nótt þá PLEASE...... tell me about it :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2006 | 10:34
Það munar um 5 krónur á lítrann
Stóru olíufélögin hafa bara hækkað bensínverðið en ekki Atlasolía og Ób. Það munar um um 5 krónur á lítrann. Því fleiri sem verlsa hjá minni olíufélögunum þeim mun auðveldara ætti það að vera fyrir þau að selja okkur ódýrara bensín.
Það er auðvitað einn ókostur við það að geta keyp ÓDÝRT bensín að menn fara þá væntanlega að keyra meira og sríðir það gegn löngun minni í breyttan mengunarminni lífstíl. Væntanlega mun nú verðið samt hækka hjá minni félögunum líka, bara spurning klukkan hvað;)
Ég ætti ef til bara að gleðjast yfir þessu öllu saman ....hum??? Að bensínið verði bara svo dýrt að hjólhesturinn verði það eina sem til greina kemur ásamt tveimur jafnfljótum!!!
Atlantsolía og Orkan hafa ekki hækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.7.2006 | 10:10
Magni tekur Plush með Stone Temple Pilots
Jæja, það verður nú aldeilis spennandi að sjá og heyra hvernig Magni tekur Plush en þetta er lag sem ætti að passa honum vel. Ég hef fulla trú á því að hann komist vel áfram í enn eitt skiptið. Ég sótti textann og skellti honum hér inn til gamans fyrir áhugasama ;)
And I feel that times a wasted go
So where ya going to tommorrow?
And I see that these are lies to come
Would you even care?
And I feel it
And I feel it
Where ya going for tommorrow?
Where ya going with that mask I found?
And I feel, and I feel
When the dogs begin to smell her
Will she smell alone?
And I feel, so much depends on the weather
So is it raining in your bedroom?
And I see, that these are the eyes of disarray
Would you even care?
And I feel it
And she feels it
Where ya going to tommorrow?
Where ya going with that mask I found?
And I feel, and I feel
When the dogs begin to smell her
Will she smell alone?
When the dogs do find her
Got time, time, to wait for tomorrow
To find it, to find it, to find it
When the dogs do find her
Got time, time, to wait for tomorrow
To find it, to find it, to find it
Where ya going for tommorrow?
Where ya going with that mask I found?
And I feel, and I feel
When the dogs begin to smell her
Will she smell alone?
When the dogs do find her
Got time, time, to wait for tomorrow
To find it, to find it, to find it
When the dogs do find her
Got time, time, to wait for tomorrow
To find it, to find it, to find it
To find it
To find it
To find it
Þetta er síðan sem ég sótti ljóðið á
Magni syngur í Rockstar í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.7.2006 | 08:31
Klónaður einstaklingur
Ætli klónaður einstaklingur verði eins og eineggja tvíburi? Menn hafa deilt um hvort umhverfið eða genin hafi meiri áhrif á það hvernig einstaklingur verður. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á eineggja tvíburum sem hafa verið aðskildir og alist upp hjá ólíkum fósturforeldrum líkjast blóðforeldrum sínum en ekki fósturforeldrum.
Þetta hefur þótt benda til að genin ráði mestu um einstaklingseðlið en ekki umverfisáhrifin (fyrirmyndir og uppeldi). Aðrir hafa bent á að einstaklingurinn laði sig að umhverfinu og þess vegna breyti umhverfið í rauninni einstaklingnum. Sannarlega skiptar skoðanir um þetta eins og svo margt annað ;).
Ég velti hins vegar fyrir mér hvað myndi gerast ef að einstaklingur yrði klónaður og myndi alast upp á öðrum tíma t.d. 60 árum eftir að fyrirmyndin fæddist, hverju myndi það breyta? Það er samt óþægilegt að hugsa um þetta......
Einræktuð manneskja myndi finna til einstaklingseðlis að sögn vísindamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2006 | 14:24
Til dæmis í október ;)
Verslun eykst á sólríkum dögum og þegar fyrsti snjórinn fellur fyrir jólin!!!!
Ætli kaupmaðurinn eigi við snjóinn sem t.d. fellur í október;)?
Lítið selst af sandölum og sumarfatnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2006 | 10:11
Sjálfsagt á þetta víðar við
Ég er ekki áskrifandi að Mogganum lengur en hef fengið Fréttablaðið eins og væntaslega flestir aðrir. Þetta ástand er líka til staðar á þeim bæ. Vaninn er grátbroslegur. Þannig var það þegar ég var áskrifandi að Mogganum.
Að fá sér eðalkaffibolla og lesa Moggann var opnun dagsins. Þegar Mogginn kom ekki á sínum venjubundna tíma ( var borinn mjög snemma út) þá náði ég ekki að lesa hann áður en ég lagði af stað í skólann. Dagurinn var í hálfgerðu uppnmámi. Ég var bara ekki vöknuð og til í að takast á við daginn ef ég fékk ekki blaðið með morgunkaffinu mínu.
Það hjálpaði mér að segja blaðinu upp þegar það barst hvort eða er svo seint að ég gat ekki notið þess að lesa það. Fréttir eru svona eins og snúðar best nýbakaðar ;) Að ætla sér að lesa Moggan klukkan 17 er af og frá, bara passar ekki.
Ég lærði að sættast við Fréttablaðið svona virka daga en em helgar kemur það oft ekki eða þá um eða eftir hádegi. Þá er ég ekki í stuði til að lesa blöðin. Nú er það orðið þannig að mbl.is sér mér fyrir fréttunum og svo horfi ég stundum á sjónvarpsfréttir. Það er líka gaman að lesa fréttatengt blogg og er ég tíður gestur þar ;)
Í sumar eru það tveir þættir sem hafa orðið til þess að ég geng ekki af gömlum vana, hálfsofandi fram í forstofu til að ná í blaðið mitt. ég er orðin svo vön því að það sé ekki komið fyrr en undir eða eftir hádegi eða bara að ég þurfi að hringja eftir því og þá er það ekki fríblað lengur ;)
Slokknun hefur átt sér stað. Vaninn er horfinn og stundum verð ég hissa ef og þegar mér dettur í huga að labba út fyrir hádegi og sé blað liggjandi á góflinu ;)
Ég þakka oft fyrir mbl.is ég er hæst ánægð með það sem ég fæ þar og annars staðar á netinu. að lesa Moggann með morgunkaffinu fyrir klukkan 7 á morgnana var hins vegar hinn besti lífsstíll og flokkaði ég það á tímabili undir þak lífsgæða minna.
Morgunblaðið skilar sér seint | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku