Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

Gat ég sleppt þessu?

Ég stóðst ekki freistinguna. Það er alltaf svo gott að brosa svo ég tali nú ekki um hve gaman er af því ;) Ég fékk þennan skondna lista héðan

Vonandi dregur hann bros fram á andlit þitt eins og mitt.

  • Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
  • Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
  • Léttara er að sóla sig en skó.
  • Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
  • Ekki er aðfangadagur án jóla
  • Blankur er snauður maður.
  • Lengi lifa gamlar hræður.
  • Betra er langlífi en harðlífi.
  • Sá hlær oft sem víða hlær.
  • Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.
  • Rangt er alltaf rangt, það er rétt.
  • Margur hefur farið flatt á hálum ís
  • Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
  • Heima er best í hófi.
  • Betri eru læti en ranglæti
  • Betri er uppgangur en niðurgangur.
  • Oft er virtur maður ekki virtur viðlits.
  • Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er
  • Betra er að standa á eigin fótum en annarra.
  • Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst.
  • Oft er grafinn maður dáinn.
  • Oft veldur lítill stóll þungum rassi.
  • Oft er bankalán ólán í láni.
  • Oft eru læknar með lífið í lúkunum.
  • Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.
  • Enginn verður óbarinn boxari.
  • Oft er dvergurinn í lægð.
  • Einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.
  • Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.
  • Illu er best ólokið.
  • Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
  • Ekki dugar að drepast.
  • Eitt sinn skal hver fæðast.
  • Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.
  • Blindur er sjónlaus maður.
  • Bændur eru bændum verstir og neytendum líka.
  • Eftir höfðinu dansar limurinn.
  • Flasa er skalla næst.
  • Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.
  • Margur geispar golunni í blankalogni.
  • Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
  • Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
  • Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.
  • Margur fer yfir Strikið - í Kaupmannahöfn
  • Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu.
  • Flestar gleðikonur hafa í sig og á.
  • Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.
  • Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.
  • Betra er að hlaupa í spik en kekki.
  • Nakinn er klæðalaus maður.
  • Margur miljónamæringurinn á ekki baun í bala - bara peninga.
  • Sjaldan eiga fiskar fótum fjör að launa.
  • Minkar eru bestu skinn.
  • Margur nautabaninn sleppur fyrir horn.
  • Betra er að drepa tímann en sjálfan sig.
  • Betra er að ná áfanga en að ná fanga.
  • Margur leggur "mat" á disk.
  • Hungraður maður gerir sér mat úr öllu.
  • Betra er að vera eltur en úreltur.
  • Oft kemst magur maður í feitt.
  • Oft eru lík fremur líkleg.
  • Betra er áfengi en áfangi.
  • Ei var hátíð fátíð í þátíð.
  • Margur boxarinn á undir högg að sækja.
  • Betri eru kynórar en tenórar.
  • Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
  • Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir.
  • Til þess eru vítin að skora úr þeim.
  • Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn.
  • Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum.
  • Oft fara hommar á bak við menn.
  • Oft eru dáin hjón lík.
  • Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.
  • Betra er að fara á kostum en taugum.
  • Greidd skuld, glatað fé.
  • Margri nunnu er "ábótavant".
  • Margur bílstjórinn ofkeyrir sig.
  • Oft hrekkur bruggarinn í kút.
  • Margur bridsspilarinn lætur slag standa.
  • Oft er lag engu lagi líkt.
  • Oft svarar bakarinn snúðugt.
  • Betri er utanför en útför.
  • Margur fær sig fullsaddan af hungri.
  • Það er gömul lumma að heitar lummur seljist eins og heitar lummur.
  • Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.
  • Oft fara bændur út um þúfur.
  • Víða er þvottur brotinn.
  • Oft fer presturinn út í aðra sálma.
  • Betra er að teyga sopann en teygja lopann
  • Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér.

 Það ætti nú einhver snillingurinn að safna svona skemmtilegheitum í bók og gefa út!


9.000 manna vinnustaður!

Suma daga getur maður hlegið meira að sjálfum sér en aðra daga. Ég hitti tvo samnemendur mína úr FÁ upp í HÍ og tókum við tal saman. Við fórum síðan að velta fyrir okkur hvað við hefðum hitt fáa FÁ-inga síðan við byrjuðum í skólanum, þau byrjuðu nú bara í haust ;), en ég er búin að vera þarna í eitt ár. 

Við komumst nú að hinum ýmsu niðurstöðum í þessu mikilvæga umræðuefni hehe. Nú áðan þegar ég var að ljúka við að renna niður síðasta kaffisopanum í kaffiumferð númer eitt þá áttaði ég mig skyndilega á því að það vinna u.þ.b. 9.000 manns í HÍ, nemendur og starfsmenn skólans.

Ég bjó í 700 manna þorpi í 17 ár og man nú ekki eftir einum degi þar sem ég hitti þá alla sama daginn. Ég kom nokkrum sinnum til Húsavíkur og stundaði P-nám við Menntaskólann á Akureyri og aldrei hefði látið mér detta í hug að það væri eitthvað athugavert við  það þó að ég hitti ekki Sigga og Stínu í heila viku.

Jú jú fólkið er auðvitað dreifðara, en það er samt bráðfindið hvað ég finn fyrir mikilli nálægð í HÍ því það hefur sannarlega vikið mig til umhugsunar afhverju þessi og hinn eru ekki á staðnum hahahaha. Mér líður einfaldlega svo vel í þessu samfélagi. Þjóðarbókhlaðan, Oddi, Háskólabíó og svo auðvitað kaffistofa Kaffitárs í þjóðminjasafni eru eins og mitt annað heimili. 

Þessa staði sækja í meirihluta sömu nemendur sem ég er auðvitað alltaf að hitta. Ég ætti ef til vill að skjótast út í Lögberg, Nýjagarð, Öskju eða á aðra staði ef til vill eru þeir sem ég sakna að sjá bara þar öllum stundum.

Ég hitti einmitt tvo nemendur úr FÁ í aðalbyggingu HÍ í vor þegar ég steig út fyrir Sálfræðiskorina og tók tvo valáfanga við Heimspekiskor. Þau voru bæði í guðfræðideildinnin :) 

Jæja búin með kaffið og pásuna þá er best að setja í iðjusama gírinn í von um að vera ekki gripin fyrir of hraðann akstur. Ég þarf að komast yfir 3 stór verkefni í dag og virkilega ná tökum á próffræðinni og svo er undirbún ingur fyrir próf í hugfræði!


Þvílíkar annir

Ég get nú ekki annað en hlegið. Ég sem hélt að þegar Rockstar væri búið þá myndi bara allt falla í ljúfa löð og ég hefði þá ekkert nema tíma. Svei mér þá, ég hef nú bara ekki þurft að sinna eins mörgum málum á einni viku eins og þessari sem er að líða.

Ég hef varla fylgst með fréttum. Stóra verkefni vikunnar er óútskýranleg yfirlið sem dóttir mín er að fá af og til. Enn hefur ekkert komið í ljós hjá lækninum en við bíðum eftir tíma hjá sérfræðingi. Það sem ég er mest hissa á er að þar sem ég hef tjáð mig um þetta þá hef ég heyrt af álíka dæmum og jafnvel 2ja ára rannsóknum sem enn eru ekki að skila neinum jákvæðum niðurstöðum.

Ég vona nú að þetta sé ekkert alvarlegt. Skólinn er auðvi8tað kominn á fullt og lifi ég í voninnium að vera kominn í námsmegagírinn minn ekki seinna en á sunnudaginn ;) Ég er nú að gera það sem ég get en finn að þetta er ekki alveg komið hjá mér.

Prófin fara nú að hellast yfir eitt af öðru sem er bara hið besta mál því að þá er ekki hægt að skorast undan því að læra á fullu.  

Ég var í hugfræði í gær og þar vorum við látin gera stórsniðuga æfingu. Við vorum auðvitað hálfhlæjandi í þessu nema hvað, enda alltaf gaman að prófa sjálfur hvernig heilinn í manni virkar eða þannig ;)

Ég mana þig bara í að prófa þetta ef til vinn sendi ég einhver komment inn til að útskýra það betur hvað veldur því hversu auðvelt eða erfitt er að leysa þetta litla verkefni.

 

Lestu textann í hljóði en segðu

jafnframt lalalalalalalala... upphátt

„Svo sé ég hvað það er sko, hvað maður

getur spilað inn á þessa kalla sko, maður

bíður þeim í kaffi sko, þú veist, maður þarf

ekki að eyða nema 500 kallinum í það sko,

og maður kannski kemur út með 2–3

milljónir, það er alveg frábært að nota

sálfræðina soldið …“

($órhallur Sign"jarson í kvikmyndinni Íslenski draumurinn)

Telji! bókstafina í huganum en segi!

jafnframt lalalalalalalalala...

„En kæri vinur, kenning öll er grá, og grænt

er lífsins gullna tré. “

(Úr Fást eftir Goethe)

 


Fyrsta hugsun mín. Hvað ætli margir hafi látist?

Ég ók í austur eftir Miklubraut og þegar ég kom að gatnamótunum við Grensásveg þá tók ég eftir lögreglubíl á gatnamótunum og einnig því að ég kæmist ekki lengra eftir fyrirhugaðri leið minni þessa stundina.

Fyrsta hugsunin var, nú hefur orðið slys. Hvað ætli margir hafi látist. Ég ók síðan heilmikla krókaleiðir til þess að komast á áfangastað og velti þá í framhaldi fyrir mér hvað ég er orðin vanaföst. Ætli maður keyri ekki svolítið á autopilotinum þegar maður venur sig á að fara yfirleitt sömu leið á sömu áfangastaði?

Nú þurfti ég að breyta til og þekkti mig frekar lítið en þetta tókst nú allt að lokum. Það er annars að segja af Miklubrautinni að á álagstímum þá er hún ansi seinfarin. ég var ekki lítið fegin þegar ég las fréttina um slysið í Ártúnsbrekkunni. Þvílíkt lán að ekki var mikil umferð  á þeim tíma sem þetta gerðist. Það hefurauðvitað orðið mikið tjón en stærsta tjónið sem verður í umferðinni er þegar það kostar mannslíf.

Samkvæmt fréttum þá verður Miklubraut frá Grensásvegi og upp fyrir Ártúnsbrekku lokuð til klukkan 13:00 á meðan verið er að hreinsa glerbrotin af götunni. 


mbl.is Ártúnsbrekkan lokuð eftir að vörubíll með glerfarm valt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magni í Smáralind og Dilana væntanleg til landsins

Ég var í Smáralindinni í dag þegar þúsundir Íslendinga tóku á móti honum. Við mæðgurnar mættum um þrjúleytið og hittum Siggu yfir kaffibolla á Te og Kaffi. Takk fyrir samverustundina Sigga mín það var einstaklega gaman að hitta þig. Þetta er nú fyrsta reynsla mín af því að kynnast mannenskju í gegnum netið og hitta hana svo læf ;)

(Ég fékk þesssa mynd lánað af rockband.com :)) 

Ég er sannarlega ríkar eftir en áður. Ef til vill voru fleiri mbl.is bloggarar á svæðinu. Mér fannst hugmyndin um að bloggarar af mbl.is myndu fylkjast saman á tónleikana algjör snilldarhugmynd eftir að ég hitti Siggu. Þetta var rosa spes.

Það var engin smá stemning á svæðinu og fólk á aldrinum 2ja til sirka 80 ára. Magni og Á móti sól tóku Hendrix Fire  ásamt nokkrum öðrum lögum og síðan tók Magni Dolphins Cry einn og sér. Hér er linkur á nfs beinu útsendinguna

Það var eitthvað svo spes að sjá hann með Á móti sól. Þeir hafa auðvitað ekkert verið að spila í 3 mánuði en það kom að sjálfsögðu ekki að sök. Magni sagði okkur að Dilana væri væntanleg til Íslands og er stefnt að tónleikum á Broadway 30. sept. Svo nú að bara að drífa sig ;)

Magni mætti líka í Kastljósið áðan hjá Evu Maríu og var einstaklega gaman að horfa og hlusta á það sem þar fór fram. Þar var rætt um samskipti Magna og Jasons og sagðist Magni vera með símanúmerið hans. Þeir hefðu samið nokkur lög saman og tekið upp. Hver veit ef til vill eiga þeir eftir að gera eitthvað meira saman. Það væri held ég frábært, enda er ég hrifin af Jason.

Ég óska Magna velkominn heim og allrar þeirrar velgengi sem hann er tilbúinn að taka á móti í framtíðinni. Það er svo frábært að hugsa til þess að einn Íslendingur fer og gerir eitthvað, sem að fjölmiðlar gera mér og fleirum kleift að fylgjast með og spennu og gleðistundir læðast inn í líf mitt, ég kynnist nýju fólki og og og..... 

Takk Magni, Skjár einn, mbl.is, bloggarar þar, Supernova, Dave Navarro og Mark Burnett og allir hinir sem ég man ekki eftir sem gerðu þetta kleift. Broadway 30. sept. er næst á dagskrá og jibbý ekkert próf um það leyti í skólanum hjá mér. Jabb ég er búin að tékka á því! 

Ég gleymdi nú alveg spaugstofunni en í henni er gert grín að Magnaæðinu hahahaha 

 


Karlar vilja Barbí fyrir eiginkonu en konur vilja....

Já hvað vilja konur?

Nú er ég komin á kaf í félagslegu sálfræðina. Kannanir hafa synt það að konur vilja mann sem er hærri , eldri og gáfaðri en þær! Ég velti nú fyrir mér hvað verður um hávaxnar konur sem eru læknar eða lögfræðingar? Búa þær flestar einar?

Svo er auðvitað hitt að þó að konur vilji þetta þá þarf það kannski ekki að þýða að þær fái það. Þetta var annars skondinn spurningalisti sem kynin þurftu að svara á þann hátt að flokka það sem væri efsta á listanum og svo það sem minnstu máli skipti.

Það sem var allra allra fyndnast af þessu var það að samstíga pólitískar skoðanir voru í neðsta sæti hvað varaðaði mikilvaæi og trúarskoðanir í næst neðsta og neðsta sætinu. Ég hef sjálf verið í þeirri stöðu að sitja í sveitarstjórn og vera tilnefnd í ýmsar nefndir og á þeim tíma var ég gift manni sem var í framboði á öðrum lista og þurfti að velja á milli okkar til setu í nefnd því ekki máttu hjónin hafa of mikið vald!

Sumir voru hissa á því að við værum ekki í sama flokknum. Ég hef nú ekki hitt neinn sem hefur svarað mér játandi þegar ég spyr " spurðir þú kærustuna /kærastann  þína/þinn har viðkomandi væri í pólitík?"

En þetta er mjög skiljanlegt samkvæmt þessum könnunum.Svo er nú þetta með barbí og karlmennina. Samkvæmt þessum könnunum þá hljóta allar lágvaxnar barbí með meðalgreind eða minna og sem eru ungar að ganga fljótt út hehe

En snúm okkur aftur að pólitík og trú

 En þetta er ekkerk smá furðulegt að tvö heitusut umræðefni sem menn takast á um eru neðsta eða mjög neðarlega á lista þeirra sem eru að leita sér að maka! Ég verð samt að viðurkenna að ég spurði ekki um pólitískar skoðanir né hvort væntanlegir eiginmenn tryðu eða tryðu ekki og ef þeir tryðu þá á hvað?

Það vantaði hins vegar alveg á þennan lista hvað húmor er mikilvægur. Ég held að það væri nú í fyrsta sæti hjá mér. Þeir sem hafa mikinn húmor eru líka væntanlega vel greindir því það þarf talsverða greind til þess að fatta suma brandara.. 

 


Ábending til ALLRA bílstjóra

Í dag varð ég vitni að því að nokkrir strákar 10-11 ára gamlir komu brunandi niður gangstíg og einn þeirra fór beint af augum yfir aðra akrein Skeiðarvogs þaðan upp á umferðareyju með runnaplöntum, rétt nær að hemla áður en hjólið veður út á hina akreinina en bílar voru að koma úr þeirri átt.

Allir hinir strákarnir 5-6 biðu og horfðu á. Bílstjórinn sem var fremstur  snögg hemlaði, næsti bíll á eftir náði líka að stoppa. Ökumaður fyrsta bílsins talaði eitthvað til stráksins og ók síðan á brott. Þá gerðist það. Bílstjórinn í næsta bíl gerir það sem við ættum aldrei að gera hann gefur stráknum merki um að hann megi fara yfir.

Hvað gerist næst. Jú annar strákur leggur nú af stað á hjólinu sínu yfir götuna og bílar sem voru að koma stoppuðu og hleyptu honum yfir. Hvað gerist þá ? Einmitt restin af strákunum hjóla nú yfir götuna og næstu bílstjórar stoppa fyrir þeim og hleypa þeim yfir.

Hvað voru þessir bílstjórar að kenna þessum strákum? 

Með því að stoppa og hleypa þeim yfir götuna þá eru þeir að kenna þeim að það sé allt í fínu lagi að hjóla þarna yfir jafnvel þó að ekki væri nein gangbraut þar en það eru tvær gangbrautir við Skeiðarvog á þessum stað önnur í 100 metra fjarlægð og hin í 25 metra fjarlægð.

Í félagssálfræði hefur þessi hegðun verið rannsökuð og það var eins og ég væri að horfa á kennslu efni. Það var ekki nóg að strákurinn sem braut hina almennu reglu og hjólaði yfir umferðargötuna þar sem ekki var gangbraut og meira að segja hjólar upp á kanntstein, yfir runnabeð og svo niður af katnsteininum hinu megin sem síðan varð til þess að allir hinir strákarnir fylgdu á eftir heldur gerir ökumaður bíls númer tvö villu sem síðan er endurtekin af tveimur öðrum bílstjórum sem koma á eftir að stoppa fyrir strákunum og hleypa þeim yfir.

Nú vil ég með þessum orðum hvetja alla ábyrga bílstjóra til þess að stoppa ekki fyrir börnum á leið yfir götu nema að þau fari yfir þar sem gangbraut er. Þannig verða börnin öruggari. Bílstjórar eru meira vakandi fyrir því að börn séu á leið yfir götu þar sem gangbrautir eru.

Þau börn sem velja að fara yfir götu annarsstaðar læra mest af því að það sé erfitt og tímafrekt. Ef þau hafa valkost um að labba eða hjóla yfit hvar sem er þá velja þau þa´leið sem styst er á staðinn sem þau eru að fara á. Það þýðir oft að valinn er hættuleg leið á áfangastað.

Ég er fimm barna móðir og lít upp til bílstjóra sem tryggja öryggi allra barna með því að sýna þeim hegðun sem hvetur þau til að ganga eða hjóla yfir gangrautir.

Komum í veg fyrir slys. Stoppum bara fyrir börnum sem ætla yfir umferðargötur þar sem gangbrautir eru! 


Húsbandið kemur í desember og Magni túrar með því í janúar

Ekkert smá góðar fréttir. Takk Sigrún. ég dreif mig á ruv.is og sá að þar var Lokastundin með viðtölum og fleiru í Kastljósinu. Jason vildi að Magni frontaði bandið, Gilby vildi Dilönu og Tommy vildi Lúkas. Magna var svo hamingjusamur með hvernig þetta fór. Lúkas þarf svo mikið á þessu að halda, svo miklu meira en ég. Ég lifi fullkomnu lífi og held því áfram sagði öðlingurinn okkar.

Endilega farið á Ruv og hlustið á þetta það er vel þess virði. Þar er talað við TLee, Jason, Lúkas, Dilönu og auðvitað Magna og fjölskyldu.

Já þá er bara að vera viðbúin um leið og miðasala hefst á hljómleika hjá HB með Magna í desember. Vá jólin, jólin........ 


En hvað stendur upp úr?

Ég er enn undir áhrifum RockStar. Að sumu leyti er ég fegin að keppnin er búin og ég get nú hft helgi um helgar en ekki í miðri viku ;)

Að öðru leyti þá er einkennilegt að allt í einu (eftir allar þessar vikur hum..) þá er þetta búið, enginn vikuskammtur fyrir mig á skjá 1. Ég er ekki mikil sjónvarpsmanneskaj vil ehldur velja mér það efni sem vekur áhuga minn á þeim tíma sem hentar mér.

Ég fílaði þetta samt vel með öllu tilheyrandi. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessu með mér hér og einnig þeim sem hafa bloggað um keppnina á sínum síðum því að sjálfsögðu las ég allt sem ég komst yfir ...nema hvað?????

En Magni er á leiðinni heim, hamingjusamur í sál og sinni vænti ég. Til hamingju Magni. Ég hlakka nú til að frétta af 6 vikna túrnum með bandinu, vonandi verða einhverjir fréttamenn til í að miðla þeim til okkar.

En hvað stendur upp úr?

Þessi mikla vinátta og það hvað einstaklingar geta breytt milu á stuttum tíma. Ég er ekki að segja að það sé endilega kostur að breyta sér, heldur að draga það fram að einstaklingurinn getur gert ótrúlega hluti á tiltölulega stuttum tíma ef nægjanleg hvatning er til staðar.

Við sáum þetta á nokkrum keppendum t.d. Dönu og Toby sem eru mér minnistæðust hvað þetta varðar. Þeir sem þekkja til Magna segja að hann hafi alltaf verið sjálfum sér samkvæmur og ekkert hafi komið þeim á óvart. Ég fékk hins vegar tækifæri til að kynnast honum og heyr heyr það var frábært.

Storm, Lúkas og Toby voru einstaklingarnir sem ég fílaði best fyrir utan Magna. Josh var líka næs en ég hefði viljað kynnast honum betur.

Josh og Ryan áttu erfiðast með að taka ósigrinum en annars vr ég svo yfir mig hrifin af þvi hvernig þátttakendur tóku því þegar þeir voru sendir heim (alla vegana það sem við fengum að sjá)

Þannig að nú gengur Magni á Móti Sól í ljóma "frægðar sinnar" ;) 


mbl.is „Á Íslandi er fjölskyldan og þar er hjartað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magni til hamingju með 4 sætið !

Já Magni, Toby og Lúkas voru á einhverjum tímapunkti í botn 2. 'Eg var ekkert smá hissa á því að Dilana væri bara örugg. En á endanum voru það Magni og Toby, en Lúkas var öruggur.

Magni flutti Fire og gerði það enn betur en síðast og HB voru ótrúlega flottir með honum. Það var gaman að sjá hve vel hann naut sín með þeim. Hann var látinn fara með Þeim orðum að þeir sæju hann ekki fronta hann væri til dæmis frekar einn af HB frekar en að fronta þá. Magni sagðist einmitt vilja það.

Hann kvaddi með stæl vá hvað ég var stolt af honum :)

Þau þrjú sem eftir voru léku á léttum nótum þau eru öll frábær. Það kom mér svo verulega á óvænt hve skondin þau eru gagnvart hvoru öðru, bara að allar keppnir hefðu keppendur sem þessa.

Þau voru öll frábær í flutningi sínum en mér fannst Lúkas þó flottastur af þeim, röddin bjartari en í upphafi. Mér fannst Dilana líka örlítið breytt í Zombie ekki viss hvort var betra en Toby bara léttur, lifandi og kátur að vanda.

Þá eru komnar niðurstöður úr lokaþættinum. Fyrst vil ég segja hve stolt ég er af íslensku þjóðinni, þeirri samstöðu sem hún kann að sýna þegar eitthvað mikið er í húfi.

Það hefur ekki verið minnsta gaman af þessu öllu saman. Ég er miklu fróðari um hæfileika Magna eins og væntanlega flestir landsmenn. Ég vil líka nota þessa færslu til þess að þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessu RoksSTar ævintýri með mér með kommentum og fyrir innlegginn á þeirra eigin bloggum. 

Mér hefur þótt þetta einstaklega skemmtilegur tíma og frábært bloggsamfélag.

En hér eru þá hin endanlega niðurstaða fengin af sömu síðu og í síðasta miðvikudag.

"Rockstar: Finale Spoilers.  


LUKAS IS THE FREAKING WINNER!     

The bottom two was Toby and Magni. Magni was cut first.

Then Toby was cut. =\ I didn't get my moment.

BUT THEN! THEY FREAKING AXED DILANA!"

Okkur tókst sem sagt ekki að halda Magna frá botninum en við getum engu að síður verið mjög stolt af honum. Ég var búin að fara í ótal hringi með þetta. Hélt orðið að Toby myndi vinna og Magni að sjálfsögðu númer tvö, svo í dag datt mér í hug að auðvitað myndi Dilana vinna og Magni að sjálfsögðu vera númer tvö en innst inni var það auðvitað alltaf Lúkas því að þó að SN séu þrír þá held ég að TLee ráði meiru en 1/3 um það hver verður með þeim og hann var alltaf veikur fyrir honum.

Ég óska Lúkasi til hamingju með sigurinn. Þau voru öll mjög frambærileg hvert á sinn mátann. Ég á nú eftir að horfa á þáttinn í kvöld og sjá hvað þau eru að flytja en það fylgdi ekki spoilernum. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband