Leita í fréttum mbl.is

9.000 manna vinnustaður!

Suma daga getur maður hlegið meira að sjálfum sér en aðra daga. Ég hitti tvo samnemendur mína úr FÁ upp í HÍ og tókum við tal saman. Við fórum síðan að velta fyrir okkur hvað við hefðum hitt fáa FÁ-inga síðan við byrjuðum í skólanum, þau byrjuðu nú bara í haust ;), en ég er búin að vera þarna í eitt ár. 

Við komumst nú að hinum ýmsu niðurstöðum í þessu mikilvæga umræðuefni hehe. Nú áðan þegar ég var að ljúka við að renna niður síðasta kaffisopanum í kaffiumferð númer eitt þá áttaði ég mig skyndilega á því að það vinna u.þ.b. 9.000 manns í HÍ, nemendur og starfsmenn skólans.

Ég bjó í 700 manna þorpi í 17 ár og man nú ekki eftir einum degi þar sem ég hitti þá alla sama daginn. Ég kom nokkrum sinnum til Húsavíkur og stundaði P-nám við Menntaskólann á Akureyri og aldrei hefði látið mér detta í hug að það væri eitthvað athugavert við  það þó að ég hitti ekki Sigga og Stínu í heila viku.

Jú jú fólkið er auðvitað dreifðara, en það er samt bráðfindið hvað ég finn fyrir mikilli nálægð í HÍ því það hefur sannarlega vikið mig til umhugsunar afhverju þessi og hinn eru ekki á staðnum hahahaha. Mér líður einfaldlega svo vel í þessu samfélagi. Þjóðarbókhlaðan, Oddi, Háskólabíó og svo auðvitað kaffistofa Kaffitárs í þjóðminjasafni eru eins og mitt annað heimili. 

Þessa staði sækja í meirihluta sömu nemendur sem ég er auðvitað alltaf að hitta. Ég ætti ef til vill að skjótast út í Lögberg, Nýjagarð, Öskju eða á aðra staði ef til vill eru þeir sem ég sakna að sjá bara þar öllum stundum.

Ég hitti einmitt tvo nemendur úr FÁ í aðalbyggingu HÍ í vor þegar ég steig út fyrir Sálfræðiskorina og tók tvo valáfanga við Heimspekiskor. Þau voru bæði í guðfræðideildinnin :) 

Jæja búin með kaffið og pásuna þá er best að setja í iðjusama gírinn í von um að vera ekki gripin fyrir of hraðann akstur. Ég þarf að komast yfir 3 stór verkefni í dag og virkilega ná tökum á próffræðinni og svo er undirbún ingur fyrir próf í hugfræði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, háskólasvæðið er virkilega notalegt umhverfi, mjög þægilegt allt saman. Mér finnst líka ágætt að maður þarf að fara út fyrir dyr til að komast á milli staða, þá er _pínu_ hreyfing og ferskt loft (auk þess sem maður er þá meðvitaðri um hversu hratt dagurinn líður! :P)

Svo er þetta með andlitin... þekki þetta vel - þekkti þetta OF vel í gamla skólanum mínum (~250 manns) en í HÍ er þetta mátulegt ;) Og svo eru sumir karakterarnir á svæðinu æði...

Er sjálfur í sálfræðinni, á fyrsta ári, sjáumst kannski (einhverntímann) ... ;)

Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 23:33

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

En gaman að heyra frá þér og velkominn í hópinn! Ég hef nú verið að velta fyrir mér breytingunni sem verður þegar háskólatorgið verður tilbúið (ég ætti nú auðvitað frekar að staðsetja mig í núinu, mér skilst að það muni tengja saman byggingarnar austan við Suðurgötuna. Nýnemar í Sálfræði verða nú áfram í Háskólabíó, því þetta er svo stór hópur. Mig minnir að við höfum verið rúmlega 280. Hvað eruð þið mörg núna?

Já það er svolítill munur á stærð skólanna!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.9.2006 kl. 09:19

3 identicon

Ég held að við höfum við í kringum 200... eitthvað er farið að fækka í hópnum núna sýnist mér þó. Það var svona um það bil troðið í háskólabíói fyrst, en núna er etv. þriðja hvert sæti laust. Svolítið spúkí!

Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 18:16

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já þetta var líka svona í fyrra og það heldur áfram að fækka eftir tvö fyrstu hlutaprófin í almennunni. Eitt gullkorn fyrir almennuna. Mæta í kjallarann hjá Vöku ef að hún er að bjóða upp á fyrirspurnar eða spjall tíma. Hún kann þessa bók utanað og það gagnaðist held ég flestum sem mættu hjá henni. Við vorum samt bara svona 12-15 manns af öllum þessum fjölda!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.9.2006 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 71548

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband