Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
29.9.2006 | 23:10
Fréttamenn ættu að lesa textann yfir áður en grein er send inn!
"Niðurstöður norskrar rannsóknar benda til þess að tengsl séu milli andlegrar vanheilsu og neyslu sykraðra gosdrykkja. Þeir táningar sem mest drukku af gosi voru gjarnastir á að þjást af ofvirkni og andlegri vanlíðan ýmiss koknar. Rannsóknin var gerð á 5.000 unglingum, 15 og 16 ára gömlum.
Fylgst var með unglingunum og athugað hversu mikið þeir drukku af sykruðum gosdrykkjum. Þá svöruðu þeir spurningum sem tengdust andlegri líðan þeirra. Þeir unglingar sem sögðust sleppa morgun- og hádegismat drukku einna mest allra af gosdrykkjum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í tímaritinu American Journal of Public Health en Reuters segir frá þessu."
Svona leit fréttin út þegar ég las hana. Gjarnastir og ýmiss koknar voru orð sem ég hnaut um! Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta.................. en nóg um það
Það er auðvitað gott að vita hverjir eru gjarnastir til að gera eitthvað eða eru með ýmiss koknar vanlíðan hvað svo sem það nú er!
Hvernig er þetta annars, geta menn skrifað fréttir fyrir mbl.is með ekki betri stafsetningu eða hæfileika til að þýða önnur tungumál yfir á íslensku en þetta?
Ég ætti ef til vill að sækja um "free lancer" starf hjá þeim?
En annars að öðru þá fannst mér efni greinarinnar áhugavert og myndi vilja kynna mér það betur!
Tengsl milli neyslu á sykruðum gosdrykkjum og andlegrar vanlíðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
29.9.2006 | 23:01
Ég heyrði í útvarpinu í dag að dómsmálaráðherra hefði gengið of langt
Fjölskylda mín hefur persónulega reynslu af dómsmálaráðherra sem er honum ekki til framdráttar. Ég tel að best væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef hann tæki sér frí frá störfum eða jafnvel enn betra að hann hætti þingmennsku.
Það kom mér ekki á óvart að hann hefði gengið of langt. Þetta mál tengdist hlerunarmálum en því miður man ég það ekki nógu vel til að hafa það eftir. Mér finnst hins vegar skipta öllu máli hversu vel sá maður er gerður sem skipar embætti dómsmálaráðherra.
Ég vona því innilega að bráðum muni ég lesa það í blöðunum að hann gefi ekki kost á sér.
Forsætisráðherra segir almenning munu fá aðgang að gögnum um símhleranir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2006 | 21:34
Ég leyfi mér að gera athugasemd við þessa frétt.
Þegar ég les niðurstöður eða réttara sagt smábrot af einhverri rannsókn sem innihledur upplýsingar eins og þessi gerir þá verð ég áhyggjufull. Það er mikilvægt að setja inn heimild eða link á þann sem er að birta niðurstöðurnar.
Fyrst er sagt að það auki á hættu ef að konan þyngist en síðar í fréttinni er talað um í fyrstu meðgöngu. Hvað er eiginlega átt við? Er átt við að ef að konur þyngjast í fyrstu meðgöngu meira en eðlilegt telst að þá aukist hætta á þeim vandamálum sem talin eru upp og vísa ég þá í fréttina.
þegar verið er að fjalla um kannanir á áhættuþáttum sem tengjast heilsu fólks þá er mikilvægt að allt Að sem máli skiptir komi fram eða þá að lesandi eigi færi á að komast í frekari upplýsingar.
Ég er sannarlega fylgjandi því að konur þyngist ekki of mikið á meðgöngu en ég hef áhyggjur þegar fréttir eru óskýrar og gætu ef til vill lætt óþarfa áhyggjum að í huga ófrískra kvenna.
Hvað með konur sem þyngjast eðlilega í fyrstu meðgöngu en þyngjast of mikið í annarri meðgöngu?
Meiri hætta á meðgönguvandamálum kvenna sem hafa bætt á sig við fyrri meðgöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.9.2006 | 07:28
Hver vill ekki lifa í vellíðan?
Umhverfissálffræði er orð sem er að koma fyrir í fleiri og fleiri greinum núna þessa síðustu mánuði. Nú er verið að rannsaka áhrif náttúrunnar á heilsu og vellíðun fólks.
Ég er svo sem ekki endilega hissa á niðurstöðum að fólki líður betur í grænum reitum og að hjartsláttur hægist. Ég hef fundið fyrir þessu sjálf og alveg sérstaklega ef ég er í stórum grænum garði.
Það kom mér á óvart að fólk findi nánast fyrir sömu áhrifum af því að horfa á myndir af náttúrunni. Er þá ekki bara málið að veggfóðra hjá sér t.d. eitt hefbergi sem hægt væri að skreppa í svona til að auka vellíðan og fyrir þá sem eru í æstara laginum til að róa þá niður?
Vísindamenn leita skýringa á vellíðunaráhrifum ósnortinnar náttúru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2006 | 18:55
Mikil törn næstu dagana
Það er eiginlega allt of mikið að gera hjá mér þess dagana. Verkefnin byrjuð að hlaðast upp svona eins og gerist þegar mánuður er liðinn af skólanum. Á morgun er fyrsta hlutaprófið í hugfræðinni og ég á fullu að lesa fyrir það.
Leið og prófi lýkur þá er að setjast niður og vinna fyrsta skilaverkefni í Tölfræði III, svo er að klára verkefnið í próffræðinni og þá get ég loksins farið að snú mér að ritgerðinni í taugasálfræðinni. Þetta er auðvitað allt að gerast á sama tíma og öllu þarf að vera lokið um miðja næstu viku og sumt fyrr.
Sem skorarfulltrúi sálfræðinema á 2. ári þá mun é mæta á fyrsta skorarfundur vetrarins á föstudaginn, umræðurfundur hjá Fanney í félagslegu er svo beint á eftir. Allt nema fjölskyldan, þarfir hennar og námið hefur verið sett til hliðar. Enginn tími til að lesa fréttir, blogga og ákvað að sleppa Magna og Dilönu á Broadway og þá er nú mikið sagt.
Þetta er svona upphitun fyrir prófatörnina í desember og ef til vill ágætt að finna smjörþefinn af því strax. Stjórn Animu hittist á laugardagskvöldið síðastliðið og var virkilega gaman að hitta samnemendur mína svona í öðrum gír en skólagírnum, hresst og efnilegt ungt fólk ;)
Ég vona að ég geti nú gefið mér mínútu eða tvær til að skrifa smá blogg um eitthvað annað en daginn og veginn í skólanum, þó að það sé auðvitað mjög áhugavert efni :)
Áður en ég gleymi mér hér þá ætla ég að halda áfram lestrinum um minnið.
þangað til næst ......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.9.2006 | 09:17
Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.
Áhugaverð grein í Mogganum í dag um hversu eða hvort Ísland ssé barnvænt. Sé litið til þeirra þátta sem tryggja líkamlega vellíðan þá er nokkuð ljóst að svo er. Heilbrigðisþjónusta, ungbarnaskoðun o.þ.h. eru góð dæmi um það.
Ef við skoðum hins vegar það sem lítur að sálræna þættinum þá er mjög líklega merira rótleysi í nútímabarni á Íslandi heldur en börnum fyrir 30+ árum síðan. Lífgæðakapphlaupið er orðið mikið og krefst margra vinnustunda á dag. Langi vinnudagurinn er ekki bara hjá öðru foreldrinu heldur dugar ekki minna en að báðir foreldrar vinni langa vinnudaga.
Barnið er því nánast allan vökutímann sinn í umsjá annarra. Jákvæði punkturinn er fæðingarorlof mæðra og feðra. Ungbarnið myndar geðtengsl snemma á lífsleiðinni og það er frábært þegar þau tengsl myndast með báðum foreldrum.
Ég las frétt hér um daginn um jákvæðar breytingar á Bugl og að bráðum yrðu biðlistar þar á enda. Það eru góðar fréttir. Hvað er ömurlegra en bið fyrir ung börn sem þurfa á geðheilbrigðis hjálp að halda. ég er líka ekki hissa á því að börnum með sálræn og geðræn vandamál hafi fjölgað. Róleysið er líklegast að birtast þar.
Ég hef nú stundum fleygt því fram að besti kosturinn væri að ein fyrirvinna dygði fyrir hvert heimili og það væri ekki tiltökumál að báðir foreldrar ynnu 50%-75% vinnudag. Foreldrar gætu þá bæði verið eitthvað með barni sínu og svo fengi það þá örvun sem leikskólar bjóða upp á t.d. hálfan daginn. Ég finn oft til með þessum litlu skinnum sem eru í leikskóla jafnvlel 9 klukkustundir á dag.
Því miður er þetta einhver draumsýn því að í því velferðarkapphlaupi sem Íslendingar er í þá eru ekki líkur á því að þar verði nein breyting á. Það væri kannski hægt að stytta vinnuvikuna um einn dag? Foreldrar væru með ólíkan aukafrídag í miðri viku og þannig ynnist auka tími fyrir barnið. Það væri kannski líklegasti valkosturinn og börnin hefðu þá helgina + tvo daga eða auka helgi í miðri viku.
Því meira sem ég hugsa um þetta þeim mun betur líst mér á það. Þá þarf BARA að hækka launin almennt svo að þetta geti gengið.......... hum....... eða ????
Þjónusta við börn er á háu stigi á Íslandi en samvera er af skornum skammti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.9.2006 | 17:53
Myndir þú vilja lifa skýrlífi ef þú gætir með því orðið 100 ára?
Nú hef ég setið hér í dag og lesið og lesið og LESIÐ hugfræði fyrir prófið í næstu viku. Það var sannarlega kominn tími til að pása stórt!!!!
Nú er ég búin að hlæja mig máttlausa að þessu.................
A psychiatrist was conducting a group therapy session with four young mothers and their small children. "You all have obsessions," he observed.
To the first mother he said, "You are obsessed with eating. You even named your daughter Candy."
He turned to the second mom. "Your obsession is money. Again, it manifests itself in your child's name, Penny."
He turned to the third mom. "Your obsession is alcohol and your child's name is Brandy."
At this point, the fourth mother got up, took her little boy by the hand and whispered, "Come on, Dick, let's go home."
En þetta minnti mig auðvitað á bresku fréttina af þeim sem voru tilbúnir til þess að sleppa kynlífi alveg ef það væri garanterað að þeir yrðu þá 100 ára! Nú mega Bretar búast við því að verða 85 ára þannig að það að fórna kynlífi ( sem annars gæti lengt líf þeirra og lífsgæði) myndi þá gefa þeim 15 árum lengra líf og það væri þá frá 85 til 100 ára.
Stóra spurningin er hins vegar hvers konar lífi lifir fólk frá 85 - 100 ára ? Er þetta þess virði?
Samkvæmt fréttinni þá vilja Bretar ekki sleppa peningum eða vináttu og fjölskyldutengslum og fá í staðinn extra 15 ár. Nú vantar mig auðvitað þessa skoðanakönnun og þær spurningar sem notaðar vour í henni.
Lifði ef til vill meiri hluti þeirra sem tóku þátt ófullnægjandi kynlífi? Þá er auðvitað engu að tapa. á hvaða aldri voru þátttakendur? Áttu þeir börn fyrir?
Já það er mörgum spurningum ósvarað til þess að hægt sé að átta sig á þessari niðurstöðu. Mig grunar hins vegar að það hafi ekki verið margir þátttakendur sem voru barnlausir og/eða stunduðu gott og fullnægjandi kynlíf.
Nei takk, ég myndi ekki vilja skýrlífi þó að það lengdi líf mitt til 100 ára. Í fyrsta lagi þá eru nokkrir ættingar mínir í báðum ættum sem hafa farið nálægt 100 ára aldri og 4 árum betur en hundrað ára. Þannig að ég á nú þokkaleg möguleika á því að ná þessum aldri án þess að fórna kynlífinu! Hitt er svo það að lífið er til þess að lifa því og njóta þess og ef kynlíf er eitt af því sem að þú nýtur, þá er það sannarlega ekki þáttur sem þú vilt fórna. Það mætti líka færa fyrir því líffræðileg rök en það léttir á spennu, því fylgir mikil brennsla, sem sagt er ágætis heimaleikfimi, stuðlar að hamingjusömu sambandi svo eitthvað sé nefnt.
Margir Bretar vilja heldur langt líf en kynlíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.9.2006 | 11:51
Efni sem hægt væri að gera mikið úr
Ég er viss um að ef það verður gerð mynd um reynslu Kampusch þá mun hún fá mikla aðsókn. Ætli þetta hafi gerst áður, að barni sé rænt og það sleppur svo úr prísundinni mörgum árum síðar? Ég man ekki eftir því.
Nú hlýtur stúlkan að bera þess merki hverngi líf ehnnar hefur verið síðustu átta árin. Jafnvel þó að það væri rétt að foreldrar hennar hafi hugsað illa um hana áður en henni var rænt, þá er eins og börn bregðist við því á annan hátt heldur en þegar ókunnugir koma illa fram við það.
Við vitum heldur ekki hvað hún hefur mátt þola allan þennan tíma. Hversu mikið mun hún treysta sér til þess að tjá sig um það? Fyrir okkur hin sem lifum okkar venjubundna lífi án slíkra áfalla þá er erfitt að átta sig á því að svona nokkuð geti gerst, eða yfirleitt hvað getur gerst.
Myndin gæti haft mikið gildi til að vekja fólk til umhugsunar. Sjúkt fólk er til staðar í öllum þjóðfélögum. þAÐ ER EITTHVAÐ AÐ HJÁ ÞEIM SEM RÆNA BÖRNUM OG LOKA ÞAU INNI TIL MARGARA ÁRA. En er það ekki skrítið að það skuli oft þurfa svo mikið til þess að átta sig á því hve mikilvægt það er að hægt sé að greina eistaklinga sem haldnir eru einhverskonar sálrænum eða geðrænum sjúkdómum sem fyrst. Að hægt sé að koma til hjálpar áður en líf og limir annarra heilbrigðra einstaklinga hanga á bláþræði.
En ef ég sný mér aftur að myndinni þá velti ég fyrir mér hvor kosturinn væri betri fyrir stúlkuna að öðlast fjárhagslegt öryggi og tryggja framtíð sína þannig en hafa minninguna bundna í kvikmyndahandrit eða að fá hjálp til þess að vinna úr þeim sálrænu erfiðleikum sem fangavistin hefur skapað og fengið frið fyrir heiminum?
Þetta eru töff valkostir fyrir 18 ára gamla stúlku og á þessari stundu er ég langt frá því að vita rétta svarið. ég myndi hins vegar eins og svo margir aðrir fara að sjá myndina um reynslu hennar ef hún verður gerð.
Ýmsar spurningar hafa vaknað um fangavist Kampusch | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.9.2006 | 17:57
Þessi frétt er ekki í samræmi við frétt á heimasíðu Broadway
Ég vildi bara benda fólki á þetta sem les mbl.is að það er ósamræmi á milli upplýsinga á heimsíðu Broadway en þar fara tónleikarnir fram. Þar er annars vegar talað um fjölskylduhátíð og hins vegar um ball á laugardagskvöldinu 30. sept.
En það er nú ágætt að þeim ber saman um hvenær miðasala hefst eða á mánudaginn ;)
Söngkonan Dilana til Íslands í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.9.2006 | 13:18
Magni og Dilana á Broadway 30. sept
Jæja þá er það staðfest að dansleikur og fjölskylduhátið verða haldin á Broadway 30. sept. Þetta verður áreiðanlega hin besta skemmtun ég tala nú ekki um fyrirRockstar-fans ;)
Aldrei að vita nema að maður skelli sér.
Dansleikur með Á móti Sól með Magna ásamt Dilönu
MAGNAður dansleikur með the Rockstar stjörnunum Magna og Dilönu verður á Broadway þann 30. september 2006.
Fjölskylduskemmtun fyrr um daginn kl. 15.
Miðasalan hefst á mánudaginn kl. 13:00. Aldurstakmark á ballið um kvöldið er 18 ára.
Miðaverð er 2.500 kr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku