Leita í fréttum mbl.is

Efni sem hægt væri að gera mikið úr

Ég er viss um að ef það verður gerð mynd um reynslu Kampusch þá mun hún fá mikla aðsókn. Ætli þetta hafi gerst áður, að barni sé rænt og það sleppur svo úr prísundinni mörgum árum síðar? Ég man ekki eftir því. 

Nú hlýtur stúlkan að bera þess merki hverngi líf ehnnar hefur verið síðustu átta árin. Jafnvel þó að það  væri rétt að foreldrar hennar hafi hugsað illa um hana áður en henni var rænt, þá er eins og börn bregðist við því á annan hátt heldur en þegar ókunnugir koma illa fram við það.

Við vitum heldur ekki hvað hún hefur mátt þola allan þennan tíma. Hversu mikið mun hún treysta sér til þess að tjá sig um það? Fyrir okkur hin sem lifum okkar venjubundna lífi án slíkra áfalla þá er erfitt að átta sig á því að svona nokkuð geti gerst, eða yfirleitt hvað getur gerst.

Myndin gæti haft mikið gildi til að vekja fólk til umhugsunar. Sjúkt fólk er til staðar í öllum þjóðfélögum. þAÐ ER EITTHVAÐ AÐ HJÁ ÞEIM SEM RÆNA BÖRNUM OG LOKA ÞAU INNI TIL MARGARA ÁRA. En er það ekki skrítið að það skuli oft þurfa svo mikið til þess að átta sig á því hve mikilvægt það er að hægt sé að greina eistaklinga sem haldnir eru einhverskonar sálrænum eða geðrænum sjúkdómum sem fyrst. Að hægt sé að koma til hjálpar áður en líf og limir annarra heilbrigðra einstaklinga hanga á bláþræði.

En ef ég sný mér aftur að myndinni þá velti ég fyrir mér hvor kosturinn væri betri fyrir stúlkuna að öðlast fjárhagslegt öryggi og tryggja framtíð sína þannig en hafa minninguna bundna í kvikmyndahandrit eða að fá hjálp til þess að vinna úr þeim sálrænu erfiðleikum sem fangavistin hefur skapað og fengið frið fyrir heiminum?

Þetta eru töff valkostir fyrir 18 ára gamla stúlku og á þessari stundu er ég langt frá því að vita rétta svarið. ég myndi hins vegar eins og svo margir aðrir fara að sjá myndina um reynslu hennar ef hún verður gerð. 

 


mbl.is Ýmsar spurningar hafa vaknað um fangavist Kampusch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Þetta mál er allt svolítið undið, og líklega kæmi margt í ljós ef það yrði gerð kvikmynd um það. Sumstaðar er talað um að foreldrarm hennar væru gift og skilið eftir að stúlkan hvarf, annarstaðar er talað um að þau hafi ekki verið gift og móðirin búið eina með stúlkuna. Hún hefur ekki fengið ástrúðlegt uppeldi hjá foreldrunum, það er greinilegt. Kampusch hefur greinilega þurft að ganga í gegnum margt á sínum 18 árum, meiri en margur.

Sigrún Sæmundsdóttir, 23.9.2006 kl. 12:09

2 Smámynd: Birna M

Nú er líka að koma fram að foreldrarnir hafi þekkt ræningjann og það er ekki allt komið uppá borðið hvað það varðar, hún vildi ekki hitta þau fyrst eftir að hún losnaði, það gæti þýtt eitthvað. En hvað um það, ömurlegt að barn skuli þurfa að lenda í svona.

Birna M, 23.9.2006 kl. 12:25

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég er svo sammála ykkur stelpur. Þetta er svo óhugnalegt að ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 24.9.2006 kl. 09:20

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég er svo sammála þér Rabbar

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.9.2006 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband