Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Húrra fyrir Spron og áfram Magni !

Þetta var nú aldeilis frábært hjá Spron að afhenda Eyrúnu 500 þúsund krónur í styrk. Magni er landi og þjóð til sóma. Þátturinn er orðinn vinsælasta sjónvarpsefnið sem sent er út á sama tíma í USA. Milljónir manna horfa á þáttinn og Magni er að koma vel fyrir.

Þegar hugur minn reikar til Sylvíu Nætur og stjörnustælanna hennar (Ágústa er reyndar frábær leikkona) þá finnst mér það ekki besta landkynning sem ég get hugsað mér en Magni, ætli heimurinn væri ekki betri staður að búa á ef að fleiri væru eins og hann?

 Nú ætlar Spron að styrkja Magna um önnur 500 þúsund ef hann kemst áfram í úrslitaþáttinn og enn ein 500 þúsundin ef hann vinnur keppnina.

Við munum því kjósa og kjósa og kjósa áfram í næstu viku til að styðja strákinn okkar alla leið í úrslit! 


mbl.is SPRON heitir á Magna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En yfir í annan gír

Komin niðurstaða úr tölfræði prófinu sem ég tók um miðjan ágúst. Þetta var mikilvægt próf því að ef ég hefði ekki náð því + það að ná ákveðinni einkunn svo að vegið meðaltal 5 ákveðinna áfanga skilaði mér 6+ þá hefði ég ekki mátt halda áfram upp á annað ár í sálfræðinni.

Jibbí ég náði því og meira til :)))) svo nú er ég bæði Magnaglöð og glöð. Ég var reyndar svona nokkuð örugg með mig eins og Ryan sem taldi að hann væri sá hæfileikaríkasti af þátttakendum og með honum myndi SN gera það gott í 20 ár en án hans tja pottþétt ekki í 20 ár.

Ég hef því ákveðið að þroska með mér hógværð og taka strákinn okkar hann Magna mér til fyrirmyndar hehe. Gat ég sleppt því að lauma smá Rock str SN hér í færslu af annari tegund...... nei...........

En ég var svo örugg með mig eftir að hafa lokið prófinu að þrátt fyrir að ekki væri komin niðurstaða þá dreif ég mig í bóksölu stúdenta og keypti allar bækurnar strax og bókalistinn kom upp. Það hefði nú verið þokki ef það hefði farið fyrir mér eins og Ryan!

Nú er ég að liðka skólagírana og drifin fyrir veturinn. Ég þarf að hafa háu g´riana lipra svo ég komist hratt yfir og svo þarf lága drifið að vera í lagi svo ég komist allt. Setja markið HÁTT og njóta lífsins. Hér fyrir fram mig gefur að líta mjög áhugaverðar bærkur og félagslega sálfræði, hugræna sálfræði, sálfræði ritmáls og talmáls, sálfræðileg próf, klíníska og hugræðilega sálfræði og svo elsku uppáhalds tölfræðin mín.

Á morgun byrja ég svo á því að hraðlesta bækurnar svo að efnið byrji nú strax að síast inn. Nú hef ég setið hér og skoðað stundatöfluna og byggt upp skipulag vetrarins þannig að ég geti náð sem mestum árangri.

Svo er þetta þvílíka snilldin að ég skildi detta svona hressilega í Rockstar því að nú vantar mig eitthvað að gera fram að næsta þætti og svo fram að næsta þætti............. síðan þegar allt er búið þa´hef ég svo mikinn tíma fyrir námið því að ég er auðvitað hætt öllu öðru nema hefðbundnu daglegu lífi með fjölskyldu minni og hef því ekkert nema tíma sem ég þarf að nýta þegar keppninni lýkur hahahahahaha 

Nú ég hlakka síðan til að byrja að skrifa smá pistla sem tengjast námsefninu svona eftir því sem áhugi og efni standa til. 


Magni, Lúkas og Toby sýndu meiri hæfni í textasmíðum síðast heldur en .......

Storm og Dilan. Dilana var reyndar hörmuleg þannig að næsti þáttur þar sem reynir á þessa hæfni mun sennilega draga úr líkunum á því að Dilana verði harður keppinautur.

Verkefni keppenda (fyrir þá sem sáu ekki þáttinn) í þessari viku er að vinna að lagi með Gilby. Mér skildist að þau væru að semja texta en ef til vill eru þau að fara að semja lag meðhonum. Ef að einhver er með þetta á hreinu þá væru nú ekkert smá æðislegt að fá úr því skorið hvað hann sagði.

Hæfni keppenda til frumsaminna verka hafa ekki komið í ljós enn. Eins og í allri sköpunarvinnu þá geta sumir dregið fram lag og ljóð bara rétt sí sona á meðan aðrir þurfa daga eða vikur til sama verks. Ég hef mjög gaman af allri listsköpun og hlakka því sérlega til vikunnar.

Mig grunar nú að Lúkas muni standa sig vel enda hefur strákurinn mikla hæfileika. Í viðtalinu við Magna mig minnir að það hafi komið fram í 6 -7  þá segir hann einmitt að Lúksa sé hæfileikaríkastur af þeim og hann hældi honum á allan hátt.

Við fjölskyldan vorum að ræða um þáttinn í öllum auglýsingahléum í gær og svo héldu umræður áfram alveg inn í svefninn hahahahaha. Mér finnst svo ánægjulegt að sjá vináttuþelið og samstöðuna hjá keppendum. Ég verð að viðurkenna að ég átti von á einhverju allt öðru heldur en því að þau stæðu svona saman.

 Þar sem að sálfræðin á nú huga minn allan þá er sá þáttur keppninna ekki sá sem heillar mig síst, nema hvað. Ég hef verið að reyna að ímynda mér hvernig það er að lifa við þær aðstæður sem þau hafa þurft að lifa við, alla þessa einangrun frá netinum púff...... vinum , fjölskyldu, fréttum o.þ.h.

Mér finnst því enn merkilegra að sjá samstöðuna sem er að byggjast upp hjá þeim. Þetta væri óbærilegt ef að það væri mikið um innbyrðis átök í hópnum. Sennilega hefur það ekki verið þ´vi það hlyti að vera notað í raunverueikasápuna.

Rokkið dregur sem sagt ekki fram illskuna í þér heldur þvert á móti. Maðurinn minn kom nú reyndar með skemmtilega kenningu í gærkvöldi um að ef til vill væri þetta ekki svona gott ef að Magna væri ekki þarna. Strákurinn okkar væri svo vel gerður og manngæska hans hreinlega smitaðist yfir til þeirra hinna.

 


mbl.is Magni sá eini sem ekki var um tíma í þremur neðstu sætunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir á botninum á einhverjum tíma nema Magni hahahahaha

Magni fékk flest atkvæði allra keppenda ............. KÓNGURINN .............

Lúkas söng með Supernova og er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið enn eitt einkennilega lagið hó, hum... ég er ekki alveg að fatta lögin þeirra en...

Magni var í stuði þegar hann var að takast á við að svara Dave Navarro um myndatökurnar, ferlega gaman að hlusta á þá.

Toby fékk að sjálfsögðu encore enda var töffarinn megaflottur í þessu :)

Ryan og var skelfilegur greyið ég vorkenndi honum hann gjörsamlega klúðraði þessu.

 Storm var næst. Það er alltaf gaman af Storm, hún stormaði um allt :)

Dilana var sú þriðja og þar með er komin staðfesting á spoilernum . Mjög skrítið lag sem hún flutti og svipurinn á Jason. Ég held að þeim hafi bara ekkert litist á þetta hjá henni eða ef til vill verið hissa??

Spurningin er þá bara hvort Ryan fari heim. Já hann fór og salurinn púaði. SN fannst hann samt hafa þroskast mest af öllum þátttakendum.


Heimildir segja að Magni fari EKKI heim og við munum uppskera fyrir vinnuna okkar.........

Ég vil vara þá við sem vilja ekki SPOILER upplýsingar. Með því að sleppa því að lesa þá verður spennan ekki eyðilögð fyrir þér.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXX

Líklega var Magni ekki í botn þremur, ekki Lúkas heldur.

Storm, Ryan og Dilana vermdu sætin þar í þetta sinn.

Lögin sem þau flytja....

Storm/ Helter Skelter
Ryan/ Baba O'Reilly
Dilana/ Psycho Killer (Talking Heads)

Margir voru hræddir um að Storm yrði send heim en samkvæmt mínum heimildum þá var það ekki hún og ekki Dilana heldur Ryan.

Það er merkilegt að þeir sem flytja original lag hafa verið sendir heim í 3 skipti

Zayra

Patrice

og nú Ryan

Nú er best að halda áfram að vinna og ég kem svo inn um miðnættið til að staðfesta það hvort þetta er rétt fyrir þau ykkar sem ekki geta horft á þáttinn. Mér þótti svo vænt um það í síðustu viku þegar þið sem heimsækið bloggið mitt upplýstuð mig um hvað var að gerast því þá gat ég ekki horft á þáttinn.

Góða skemmtun mig grunar að þátturinn verði góður og sérlega ánægjulegur fyrir flest okkar alla vegana Magna-fans :) 

héðan eru heimildir mínar 


Atkvæðin sem ráða því hverjir lenda í "early bottom three" eru frá....................

þeim sem mæta á upptökuna á sunnudagskvöldið. Ef við spáum aðeins í þetta þá var Magni ekki í botn 3 í síðustu viku fyrr en öll atkvæði voru talin. Fólkið í salnum fílaði framlag hans. Það var síðan í höndum allra hinna sem kjósa á etinu eða með sms sem endanlega réðu niðurstöðunni.

Sagt var að þá hafi munurinn verið nokkrir tugir atkvæða. Það sama er að gerast núna. Fólkið í salnum  kaus Magna af botninum eða réttara sagt fílaði flutninginn hans og mig grunar að það hafi nú munað um atkvæðin sem aðdáendur og tryggir stuðningsmenn Magna sendu inn.

Ég var svolítið hissa á því að Lúkas væri á botninum, þar sem mér fannst þetta mjög kjarkað hjá honum og flott á sinn hátt. ég hef líka tekið eftir því að þeir sem eru mikið fyrir Nirvana eru mjög vandlátir á þá sem leyfa sér að reyna við lögin þeirra. Það gæti ef til vill útskýrt kosninguna sem Lúkas fékk, sumir hafi líklega hugsað hvernig gat hann vogað sér........ 

Það hefði verið gaman að vita þetta fyrr því að þetta segir eitthvað þó ekki sé það mikið um hvernig vinsældir flytjenda þróast. Ég hef líka verið hissa á því hve litlar breytingar hafa verið á botn 3 jafnvel þegar 5 voru á einhverjum tíma í þeim sporum.

Nú ég get svo sem dundað mér við að horfa á þetta aftur út frá þessu sjónarhorni en upplýsingar um þetta fékk ég á rockband.com umræðum um performancið. 


Magni eignast fleiri og fleiri fans

Ég er rétt að jafna mig eftir vökuna í nótt ;)

Umfjöllun um Magna er jákvætt vaxandi. Margir voru hrifnir af því sem Magni sagði áður en hann hóf sönginn þ.e.a.s. kosningaáróðurinn. Fólki fannst þetta fyndið hjá honum sérstaklega það að hann hefði lært ensku vegna þeirra hahahaha

Talað er um að hægt sé að klóna hann svo að allir geti fengið eintak.  Það var einstaklega gaman að lesa kommentin á rockband.com þar sem fjallað er um performance þáttinn.

Mikið hefði nú dóttir mín verið glöð ef að menntaskólarnir í Reykjavík hefðu gefið frí í fyrsta tímanum eins og gert var á Egilsstöðum gott hjá þeim! 


mbl.is Magna hrósað fyrir frammistöðuna í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningin er hafin og þá kjósum við og kjósum og kjósum

  • Aðalatriðið er að kjósa Magna eins oft og þú getur.
  • Kosningin stendur yfir frá 01:50 -05:50

Lukas - Lithium - Nirvana


Þetta var ótrúlegt hjá Lúkas. Hann var búinn að breyta laginu og vá hann var flottur.

 

 

 

Magni - I, Alone - Live

Magni var mjög góður ...fór niður í salinn og síðan upp á pallinn hjá Supernov.

Í lok lagsins fór hann aftur niður í salinn og öskrin í stelpunum.....................

Dómarnir voru , killer, brought that extra ... orðin sem við höfum beðið eftir.

Mér fannst líka gaman að því hvernig Magni talaði til annarra er Íslendinga sagðist þurfa að fara í kosningarbaráttu. Hann var sniðugur í þessu . Ameríkanar ættu að kjósa hann , hann hefði jú lært tungumálið þeirra ;) 

 

 

 



Ryan - Clocks - Coldplay


Ryan byrjar á að spila á píanóið, byrjar ekki nægilega vel, stekkur síðan uppá píanóið og syngur þaðan..  Langt frá flutningi Magna en perfermancið var töff hjá honum

Storm - Bring Me Back to Life - Evanescance, with special guest singer...


Storm var með hnút í maganum en mér fannst hún sterk í söngnum. Toby kom upp á sviðið og söng með henni. Gilby var ekki hrifinn af flutningnum 

Toby - Rebel Yell - Billy Idol

 


 

Toby virtist ekki þurfa að hafa mikið fyrir laginu svo kippti hann nokkrum stelpum upp á sviðið til sín og salurinn söng með honum..  FLOTTUR 

Dilana - Mother Mother - Tracy Bonham

 

Dilana er komin aftur í öllu sínu veldi. Vá rosalegt ! Flottir dómar

 

Drífa sig í að kjósa og kjósa muna Magna 

Magni var ekki í botn 3 heldur Storm, Ryan og Lúkas

kjósa og kjósa þó að kerfið ráði ekki við. Eitt og eitt atkvæði fer í gegn.

Ekki gefast upp :) 


Rosalega gott hljóð í Magna

Uppfært :)

Já strákurinn okkar er hress. Hann á von á að lenda í botn þremur en hefur ekki trú á að hann verði sendur heim. Þeyys er rétta attitjúdið ! Hann sagði að þau hefðu öll verið að standa sig svo vel og vá þetta yrði rosa rosa fínn þáttur.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX 

Þetta fann ég á rockband.com comment frá einstakling sem var á svæðinu! 

"Magni is great when he is singing, but his comments suggested to me that having been in the bottom three twice has disheartened him. Although the band’s comments make it clear they love him and respect him as an artist, he seems to have given up after being in the bottom three."

Auðvitað hlýtur það að vera taugatrekkjandi að vera kominn svona langt og hafa lent 2svar í röð í botn 3. Magni veit líka hvað klukkan er hér heima á Íslandi og að kosningin fer fram í miðri viku. Það er því ekkert skrítið við það að vera að missa bjartsýnina og baráttukraftinn.

En getur þú gert eitthað til þess að hjálpa honum?

 

 Í kvöld verður þátturinn 6-7 á skjá 1 tileinkaður Magna og keppninni.

  • Þú gætir til dæmis horft á þáttinn
  • Sagt öðrum frá þættinum
  • Horft á performance þáttinn klukkan 01:00 á skjá1 eða klukkan 02:00 skjá 1+
  • Þú gætir kosið og kosið og kosið og kosið í allt að fjóra klukkutíma ;)
  • Ef að þú ert með fartölvu og borðtölvu þá geturðu kosið á báðar í einu
  • Þú gætir smitað aðra með því að tala um eitthvað sem þér finnst hafa verið svo æðislegt í flutningi hjá Magna að.............................
  • Þú gætir minnt á kosninganóttina þegar þú kommentar hjá öðrum á bloggsíðum :)
  • Þú gætir vakið máls á þættinum í vinnunni hjá ættingjum í röðinni í Bónus :)
  • Þú gætir sent email
  • hringt í vini og vandamenn
  • Boðið fólki heim í partý í kvöld
  • kommentað hér og komið með nýjar uppástungur

Ég vil þó að gefnu tilefni taka það fram að árásir á persónuleika fólks sem kommentar eða skrifar hér á þessu bloggi verður eytt. Sama má segja um dónaskap í garð Magna. Bloggið mitt er hugsað sem stuðnigur við hann.

Ekki láta þetta gerast aftur..............................

 

Það besta sem við getum gert í stöðunni er að styðja Magna með því að kjósa hann. Ef hann sleppur við að lenda í botn þremur þá gæti honum vaxið kraftur og hugrekki og þannig fengið sem mest út úr hverjum degi sem eftir er af ævintýri hans.

Hver dagur sem Magni fær til viðbótar er auglýsing sem er margföld í gildi miðað við heila viku sem undan er gengin. Fyrir þig og mig þá er Magni að auglýsa land og þjóð. Ég vil líka benda á þá einstaklinga (Íslendinga) sem hafa verið að tjá sig á t.d. rockband.com að þeir hafa líka lagt mikið af mörkum í að koma Íslandi enn betur á kortið. Ef einhver af þeim sem þar kommenta lesa þetta hér þá langar mig að segja takk fyrir :)

 

Hann hjálpar hinum.................... Við hjálpum honum..................... Kjósa, kjósa og kjósa.......

 

 

Dave Navarro er búinn að blogga um síðasts þátt og segir m.a. þetta

"At this point, it is up to you to vote and decide who the final four will be. Someone is gone on Wednesday and someone is gone on the following Wednesday... Unless, of course, there is another dreaded double elimination."

Í eldir færslu taldi hann ekki Magna upp sem líklegan til að lenda í botn 3. 

 Svo er hér enn ein lýsingin á Magna í þættinum sem verður í nótt

 Magni looked great. He wore a long sleeved off white t-shirt with a dark gray celtic cross and jeans. I thought he was perfect with ‘I Alone’. He never falters vocally. I usually don’t find Magni all that hot, but lately he’s been bringing a little more ‘oomph’ to his performances and that is increasing his hotness factor. Tonight I thought he was pretty damn hot. Especially when he went to the stud sofa and sang right into Tommy Lee’s face. Dayum! Wait until you see that! I think Tommy was scared. Scared in a good way, not in a bad way

 

Að lokum Hollywodd slúðursíða er komin með sigurvegara keppninnar ??????

Sumir segja að Dave Navarro sé svo pissed að hann ætli að loka bloggsíðunni sinni, en þetta er að sjálfsögðu eins og annað slúður líklega lítið að marka það þó að það leynist nú væntanlega sannleikskorn í því!


 

 Nei ég held að Magni sé alls ekki búinn að gefast upp. Hann er góður strákur og það virðist hafa verið búin til sápa úr hegðun Dilönu sem mér þætti ekki ólíklegt að hafai haft áhrif a´hann.  Orð hennar ef til vill slitin úr samhegni og eitthvað fleiri miðað við það hvernig Jason tjáði sig á sunnudagskvöldið. það verður forvitnilegt að sjá þáttinn því að mér þykir líklegt að sör Jasons verði klippt úr.

Ég veit bara að mér myndi þykja það hræðilegt að horfa upp á vini mína setta upp í ýktu drama til þess að auka áhorf. Ætli realityshowið eða þau brot sem þátttakendur fá að sjá séu ekki l+íka að hafa áhrif á þau eins og þau hafa áhrif á mörg okkar?

Styrkjum Magna með því að kjósa hann !!!! 

Nýtt símanúmer 1918................... vegna lækkunar úr 99,90 krónur  í 19,90 krónur alla vegna hjá Símanum ég hef ekki séð fréttir af OgVodafone

 

 

 


Ekki missa af þættinum og muna að kjósa strax á eftir ;)

Magni er að fá þvílíku góðu dómana og þá er ég ekki bara að tala um sönghæfnina heldur er sviðsframkoman líka snilld. Stelpurnar í salnum öskrandi ofl í þeim dúr. Ef þú vilt vita meira lestu þá næstu bloggfærslu á undan þessari :)

Það er engin ástæða til að missa af þættinum þar sem hann byrjar klukkan 01:00 og kosning stendur yfir í 4 klukkutíma eftir að þætti lýkur.

Magni má ekki lenda í botn þremur því að hann er sá eini sem hefur verið þar tvisvar áður og það tvisvar í röð. Þess vegna þurfum við að muna að kjósa og kjósa og svo megum við alls ekki gleyma að KJÓSA!

Ég hef verið að lesa á netinu  um leiðangur hópsins á Citywalk. Þar var Magni að standa sig svo frábærlega. Mér fannst svo gaman að lesa þetta á rockband.com og þar finnurðu þráð sem heitir Citywalk. Linkarnir á lögin sem þátttakendur fluttu þar eru í færslu sem ég skrifaði fyrr í dag :)

 

 

Áfram Magni 


mbl.is Magni flytur lagið „I alone" annað kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband