Leita í fréttum mbl.is

Magni, Lúkas og Toby sýndu meiri hæfni í textasmíðum síðast heldur en .......

Storm og Dilan. Dilana var reyndar hörmuleg þannig að næsti þáttur þar sem reynir á þessa hæfni mun sennilega draga úr líkunum á því að Dilana verði harður keppinautur.

Verkefni keppenda (fyrir þá sem sáu ekki þáttinn) í þessari viku er að vinna að lagi með Gilby. Mér skildist að þau væru að semja texta en ef til vill eru þau að fara að semja lag meðhonum. Ef að einhver er með þetta á hreinu þá væru nú ekkert smá æðislegt að fá úr því skorið hvað hann sagði.

Hæfni keppenda til frumsaminna verka hafa ekki komið í ljós enn. Eins og í allri sköpunarvinnu þá geta sumir dregið fram lag og ljóð bara rétt sí sona á meðan aðrir þurfa daga eða vikur til sama verks. Ég hef mjög gaman af allri listsköpun og hlakka því sérlega til vikunnar.

Mig grunar nú að Lúkas muni standa sig vel enda hefur strákurinn mikla hæfileika. Í viðtalinu við Magna mig minnir að það hafi komið fram í 6 -7  þá segir hann einmitt að Lúksa sé hæfileikaríkastur af þeim og hann hældi honum á allan hátt.

Við fjölskyldan vorum að ræða um þáttinn í öllum auglýsingahléum í gær og svo héldu umræður áfram alveg inn í svefninn hahahahaha. Mér finnst svo ánægjulegt að sjá vináttuþelið og samstöðuna hjá keppendum. Ég verð að viðurkenna að ég átti von á einhverju allt öðru heldur en því að þau stæðu svona saman.

 Þar sem að sálfræðin á nú huga minn allan þá er sá þáttur keppninna ekki sá sem heillar mig síst, nema hvað. Ég hef verið að reyna að ímynda mér hvernig það er að lifa við þær aðstæður sem þau hafa þurft að lifa við, alla þessa einangrun frá netinum púff...... vinum , fjölskyldu, fréttum o.þ.h.

Mér finnst því enn merkilegra að sjá samstöðuna sem er að byggjast upp hjá þeim. Þetta væri óbærilegt ef að það væri mikið um innbyrðis átök í hópnum. Sennilega hefur það ekki verið þ´vi það hlyti að vera notað í raunverueikasápuna.

Rokkið dregur sem sagt ekki fram illskuna í þér heldur þvert á móti. Maðurinn minn kom nú reyndar með skemmtilega kenningu í gærkvöldi um að ef til vill væri þetta ekki svona gott ef að Magna væri ekki þarna. Strákurinn okkar væri svo vel gerður og manngæska hans hreinlega smitaðist yfir til þeirra hinna.

 


mbl.is Magni sá eini sem ekki var um tíma í þremur neðstu sætunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gera lag.

Það fara í Gibson gítarverksmiðjuna og í stúdíó þar til að vinna að lagi með Gilby.

magnús (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 08:40

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk Magnús, sem sagt ekki lyric. Vá hvað ég hlakka til.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 31.8.2006 kl. 09:22

3 Smámynd: Birgitta

Jú, var það ekki bara textinn? Mér fannst þeir segja að þau ættu að vinna að öðru Supernovalagi - einhverju sem er tilbúið og þau semja textann?

B

Birgitta, 31.8.2006 kl. 09:52

4 identicon

Er sammála manninum þínum. Finnst manngæskan hreinlega leka af Magna - greinilega mikið gull!

HK (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 11:53

5 Smámynd: Sigrun Helga Løve Rud

Hann Magni var meirihåttar flottur. En verst ad vid i Noregi getum ekki kosid sem er jo frekar boring...

Sigrun Helga Løve Rud, 31.8.2006 kl. 11:56

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég er ekki alveg inni í þessu hverjir geta kosið og hverjir ekki. Hvers vegna geta Norðmenn ekki kosið Sigrún Helga?

Já HK hann er algjört gull og núna gull með eyeliner :)

Birgitta ég er svolítið rugluð í þessu. Mér fannst einmitt að þau ættu að semja ljóð við lag SN en svo fannst mér ég hafa séð einhversstaðar ða þau ættu að semja lag með eða undir leiðsögn Gilby´s. Mig grunar nú að Gilby þurfi alveg jafnmikið handleiðslu í semja lag eins og þau hin. Mér líst ekkert á þessi lög SN sem við höfum fengið að heyra so far.

Josh gerði mest fyrir SN lagið sem keppendur fengu að spreyta sig á þó að Lúkas hafi líka heillað mig emð sínu ljóði. Mér fannst hins vegar ljóðið sem þeir síðan notuðu og Dilana söng alveg ömurlegt.

Ég veit eiginlega ekkert skemmtilegra en að sjá hvað einstaklingar geta gert þegar kemur að því að endurútsetja eða semja texta við ákveðið lag. Mikil tilhlökkun í gangi hjá mér.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 31.8.2006 kl. 12:10

7 Smámynd: Birgitta

Sko, ég held að þau eigi að semja "lyrics and melody" við einhvern "SN track" - eins og þau hafa gert áður.

Það hallar aðeins á Magna þar því þó hann sé flugfær í enskunni þá vantar oft hjá þeim sem hafa ensku ekki sem móðurmál svona frasa og þannig sem eru flottir í texta.

Verður rosalega spennandi að sjá hvað kemur útúr þessu, vona bara að við fáum að sjá heil lög hjá þeim öllum, ekki bara brot.

Nú liggur við að maður þurfi bara að sofa fram á þriðjudag svo maður geti nú vakað aðfararnótt miðvikudags ;).

B

Birgitta, 31.8.2006 kl. 12:42

8 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Hvað haldið þið um getu Magna til að semja á ensku? Sumir eru að hafa áhyggjur af því. Hefur hann samið eitthvað á ensku?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 31.8.2006 kl. 13:04

9 Smámynd: Birna M

Sammála Magni er sterkur lagasmiður, svokölluð "hit" maskína, Dilana er afturá móti mjög slöpp í því. Magni getur vel samið á ensku, hann hefur ekkert fyrir því er ég viss um.

Birna M, 31.8.2006 kl. 13:22

10 Smámynd: Birgitta

"Bring your lotion and your thong, bring your wine and your song"..

Hvað meiniði að Dilana sé ekki góður textahöfundur ;)???

B

Birgitta, 31.8.2006 kl. 14:02

11 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

hum hum og hó hó ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 31.8.2006 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband