Leita í fréttum mbl.is

Húrra fyrir Spron og áfram Magni !

Þetta var nú aldeilis frábært hjá Spron að afhenda Eyrúnu 500 þúsund krónur í styrk. Magni er landi og þjóð til sóma. Þátturinn er orðinn vinsælasta sjónvarpsefnið sem sent er út á sama tíma í USA. Milljónir manna horfa á þáttinn og Magni er að koma vel fyrir.

Þegar hugur minn reikar til Sylvíu Nætur og stjörnustælanna hennar (Ágústa er reyndar frábær leikkona) þá finnst mér það ekki besta landkynning sem ég get hugsað mér en Magni, ætli heimurinn væri ekki betri staður að búa á ef að fleiri væru eins og hann?

 Nú ætlar Spron að styrkja Magna um önnur 500 þúsund ef hann kemst áfram í úrslitaþáttinn og enn ein 500 þúsundin ef hann vinnur keppnina.

Við munum því kjósa og kjósa og kjósa áfram í næstu viku til að styðja strákinn okkar alla leið í úrslit! 


mbl.is SPRON heitir á Magna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég ætlaði nú ekki að vaka alla nóttina í næstu viku en ef mannskapurinn verður eins hress og þú G-meistari hver veit nema að ég smitist þá af ykkur.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 31.8.2006 kl. 17:09

2 identicon

ég verð að hrósa spron fyrir þetta framtak til magna og hans fjölskildu hun á það skilið ég væri til í lega mitt að mörkum lika ég held að við íslenska þjóðin ættum að leggja okkar framtak til hans magna þetta tekur mikið á
áfram magni þú ert bestur
kveðja bangsin:)

atli bjorn bjornsson (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 17:24

3 Smámynd: Árný Sesselja

Ó já..... Ég ætla sko að sitja og kjósa fram og til baka þar til puttarnir detta af í næstu viku. Þetta er hreint út sagt frábært framlag hjá SPRON !

Ég vona að hann komist í úrslita þáttinn hann á það svo sannarlega skilið...!

Árný Sesselja, 31.8.2006 kl. 17:39

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Árný gaman að finna eldmóðinn , mig grunar nú að ég smitist af ykkur :)

Rabbar þátturinn er tekinn upp á mánudeginum en er ekki sendur út í sjónvarpi fyrr en á miðvikudegi og þá tilklipptur. Það að þeir kalla þetta beina útsendingu er að það er sent út í sjónvarpi á sama tíma hér og í USA.

Svo leka fréttirnar út hjá þeim sem voru í salnum og það dreifist um netið. Ég hef einmitt merkt þessar spoiler færslu sérstaklega til þess að skemma ekki fyrir þeim sem vilja ekki vita neitt ;)

Þannig að forðist þær færslur í næstu viku ef að þið viljið njóta þáttarins án þess að vita hverngi framvindan er.

Umræður eru alltaf skemmtilegar Galdrameistari.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 31.8.2006 kl. 22:31

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ætlaði að hafa hér með að ég var að sjálfsögðu að horfa á endursýninguna nema hvað.......

Núna fengum við að sjá viðbrögðin hjá Magna þegar kom í ljós að allir stæðu nema hann. Kommentin frá Dave Navarro að audience had spoken og TLee Icelanders are having a hell of a party. Hrikalegt að auglýsingarnar hjá Ská 1 hafi verið svo langar að við misstum af þessum gullkornum. Ég fékk sov mikið út úr því að sjá þetta og nokkur fleiri brot sem ýmist voru fremst eða aftast í hverjum hluta. Ég vona að Skjár 1 velji í næstu viku að hafa auglýsingahlé hér í sömu lengd og í USA svo að við séum ekki að missa af neinu. Líklega verður hægt að sjá þetta á laugardaginn þegar allur pakkinn verður sýndur.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 31.8.2006 kl. 22:35

6 Smámynd: Birna M

Æðislegt. Ég held ekki veiti af þessum peningum. Mér finnst þetta frábært hjá SPRON. Auðvitað vaki ég líka næst. Og það er eins gott að netið stíflist ekki.

Birna M, 31.8.2006 kl. 23:17

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Úbbs, sorry Rabbar ég hef skrifað að þátturinn sé tekinn upp á mánudegi það átti auðvitað að vera á miðvikudegi.

Ég skil svo vel að þú hafir ekki verið að skilja þetta miðað við innsláttarvilluna mína. Tja það var sannarlega eitthvað bogið við þetta...... :(

Að hægt sé að kjósa langt fram eftir degi skil ég hins vegar ekki. Ég pældi þó nokkuð í því hvernig það mætti vera og eina skýringin er líklega sú að forritið sem tekur við votes heldur utan um sendingartíma tímabeltis en ekki móttökutíma tímabeltis LA því að sjálfsögðu færi það engan veginn saman.

Talning atkvæða þarf ekki að taka langan tíma þar sem annars vegar er það fjöldi sms skeyta og hins vegar netkosning og það gæti hæglega verið innbyggt í forritið einhverskonar talningarleið.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 1.9.2006 kl. 07:32

8 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Svona er Ísland í dag Elliði. Fólk hefur einfaldlega ólíkan smekk.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 2.9.2006 kl. 17:47

9 identicon

Hvaða hvaða, fúll á móti er þetta ? !!

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 71539

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband