Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
22.6.2006 | 12:04
Að setja sér markmið
Á vorönninni var ég í stöðugri endurskoðun á námstækni og námsáherslur. Eins ég bloggaði um áður þá heillaði lífeðlislega sálfræðin mig mest. Það kom fyrir að ég fylltis af eftirsjá að hafa farið í þennan áfanga á sama tíma og ég var að tækla fög sem voru forkröfufög á nám á öðru ári.
Þar sem ég var í 20 einingum og hafði ekkert á móti því að halda náminu áfram yfir sumartímann þá stefndi ég á að skrá mig úr einum áfanganum. Námsálagið óx stöðugt og ég var búin að gera mér grein fyrir að tölfræði II væri slappast hjá mér.
Ég fór í mikla naflaskoðun í mars Þá áttaði ég mig á því að ef ég næði ekki nægilegum árangri til þess að fá námslánin þá yrði ég að sleppa draumnum mínum og hætta.
Markmið eitt var því að standað lágmark 11 einingar. Ef mér tækist það þá gæti ég að minnsta kosti haldið náminu áfram.
Markmið 2 var að ná veginni meðaleinkunn 6 sem er krafa í 5 ákveðnum áföngum, ef að vegin meðaleinkunn er 5,99 þá má nemandi ekki hefja nám á öðru ári. Það var ekki vonlaust að ég næði 6+.
Markmið 3 var að hækka meðaleinkunnina í 7,25 en það er krafa til þess að hægt sé að fara í Mastersnám eða til þess að eiga möguleika á að komast í starfsréttindanám.
Ég var nú komin með áætlun sem ég ætlaði að leggja mig alla fram við að fylgja. Tölfræðina þurfti ég að taka fastari tökum. Þrátt fyrir að vera þokkalega góð í ensku þá hef ég ekki lesið neitt um tölfræði eða stærðfræði á ensku. Bókin þvældist því þó nokkuð fyrir mér og gerði þetta allt erfiðara. Maðurinn minn (sem er góður í stærðfræði ;) og algjört séní í ensku) fór með mér í tölfræðina alla laugardags og sunnudagsmorgna fram að prófum. Ég held að ég sé bara ríkasta kona íheimi eða þannig ,) Ég setti svo spólu í tækið og tók spekina sem rann af vörum hans upp svo að ég gæti lært hana betur án þess að taka meira af hans tíma. Ég var mjög happy með þetta. Smám saman síaðist þetta inn en ég var nú frekar óörugg þegar ég fór í lokaprófið.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2006 | 08:27
Gaman fyrir hann
Gaman, gaman að sjá Magna komast áfram svo er bara að sjá til hvernig honum gengur með framhaldið. Mér leist strax vel á hann. Hann hefur ákveðinn sjarma og lifir sig svo skemmtilega inn í sönginn.
Sem sagt í stuttu máli áfram Magni ;)
![]() |
Magni áfram í Rock Star: Supernova |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2006 | 20:21
Neytendur geta haft áhrif en vandinn er sá......
að þegar við erum að tala um að kaupa sér þjónustu hjá vændiskonu/manni þá eru neytendur ef til vill ekki fúsir til að koma upplýsingum áfram.
Það fer hrollur um mig að lesa að ungar stúlkur séu þvingaðar til vændis. Að selja blíðu sína ætti alltaf að vera val. Sumir sjá það sem valkost og virðast vera sáttir við það en öðrum finnst erfitt að skilja að svo geti verið. Það eru fréttir að lögreglan skuli vera að sinna þessum málum og hvetja kúnna til að gefa þeim upplýsingar svo að hægt sé að ná þeim sem standa á bak við þetta. Auðvitað ætti það ekki að vera fréttnæmt, heldur ætti sú vinna alltaf að vera í gangi. Það gefur þó von um að ef til vill sé hægt að bjarga fleiri ungum stúlkum frá því hlutverki.
Ég fór í vísindaferð í Stígamót með samnemendum mínum í vetur. Þar kom fram að engin a.m.k. þeirri kvenna sem leitaði til þeirra teldi það hafa verið gott val. Starfskonurnar sögðu að það fygldi þessu alltaf eitthvað meira.
Ég vil líka nota tækifærið og hæla þeim sem sjá um innleggin á mbl.is ég ætti nú ef til vill að skrifa sérpistil um það. Það er frábært og mjög faglegt að hafa einhverjar heimildir ef lesandi hefur áhuga fyrir að kynna sér málið frekar. Þetta er ef til vill ekki alltaf auðvelt en ég er afar þakklát fyrir þær fréttir sem vísa á uppruna fréttarinnar. Takk fyrir það ef einhver af rétta liðinu rekst á þennan pistil minn.
![]() |
Þúsundir stúlkna fluttar til Bretlands og þvingaðar til vændis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2006 | 15:15
Nokkuð ljóst að ég muni ekki geta horft á keppnina að ári :(
Ég hef alltaf farið í Eurovisíon fíling alveg síðan Pálmi og Co fóru með Gleðibankann en ég átti þá heima á Vopnafirði og Pálmi auðvitað þaðan (nema hvað) ;) Fjölskyldan safnaðist saman fyrir fram kassann eins og hann var kallaður þá en skjáinn í dag sem er auðvitað flottara enda eru þeir ákveðið stöðutákn í dag......
Nú á að halda næstu keppni 10-12 maí og ég verð þá eins og margir aðrir háskólastúdentar í prófum. Ég á ekki von á því að ég geti slitið mig frá próflestrinum til að njóta beinnar útsendingar buhuhuhuhu
Ein sem ég sé jákvætt við þetta er að fá að vita þetta svona snemma svo að ég verði ekki í fýlu á versta tíma. Ég ætla mér því bara að drífa mig í fýlu núna (svona í 5 mínútur) og svo er það bara búið.
![]() |
Evróvision 2007 á Hartwall leikvanginum í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 15:06
Forvitnin lokkar...
suma til að athuga enn frekar hvað er í gangi. Hvað rugludallar eru að senda svona og svona skilaboð. Ég vildi nota tækifærið og reyna að dra athygli fólks að þessum SMS boðum og vara við að fólk fari inn á umbeðnar síður.
Þetta er alveg eins og með tölvupóst sem stundum er sendur með það að leiðarljósi að vírussmita tölvu notanda í einum eða öðrum tilgangi. Sem sagt hafið vakandi augu.....
![]() |
Flest vírusvarnarforrit virka ekki á skilaboð frá csoft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 13:55
Tveir góðir
Það er alltaf gaman að sjá hve vel einstaklingarnir eldast. Paul Newman og Robert Redford hafa verið í uppáhaldsflokk leikara hjá mér og hef ég séð margar myndir með þeim. Ég veit nú ekki hve gamall Róbert Redford er en Paul Newman er kominn á níræðisaldur.
Hvernig ætli minnið hans sé? Ég bíð spennt eftir niðurstöðu þess eðlis að Róbert muni leika í svanasöng Pauls, síðustu mynd hans. Ef það er ný myndin á mbl.is af þeim kumpánum þá heldur Paul sig þokkalega vel, hefur sem sagt elst vel í útliti ;) þá er bara spurning hvernig heilinn hefur elst!
![]() |
Newman hyggst starfa með Redford í sinni síðustu mynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2006 | 12:40
Stefnumótasíða
Þessi ruslpóstur hefur einnig verið sendur á notendur Gsm síma hjá Símanum. Mig minnir að það séu um það bil 2 vikur síðan. Maðurinn minn fékk slík skilaboð og viku síðar komu slík skilaboð í mitt númer. Krakkarnir hafa hins vegar ekki fengið skeyti. Ég veit svo sem ekki hvað ræður því hver fær sms-ið og hver ekki.
Við hrigdum í símann og tékkuðum á þessu og fengum sömu svör og OG vodafone segir í frétt af sínum viðskiptavinum. Ég myndi nú samt fylgjast með símareikningnum því að óútskýrður kostnaður á milli 100 og 200 krónur komu á reikning mannsins míns.
![]() |
Farsímaeigendur hjá Og Vodafone fá sendar ruslsendingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 11:14
Óður ástarinnar
Ástfangnar karlmýs söngfunglar? Þeir syngja ástaróð til kvenmúsanna. Samkvæmt rannsókn sem Tim Holy og Zhongsheng Guo gerðu þá senda karlmýsnar frá sér mismunandi tóna sem líkjast setningum þegar þeir eru að koma kvenmúsinni til við sig ;) Það virðist sem karlmýsnar byrji að syngja eftir að þær finna lykt af ferómónum kvenmúsanna og kvenmýsnar virðast heillast af söngnum :) Söngurinn er flókinn eins og fulglasöngur og nota mýsnar hátíðnihljóð þegar þær syngja rómantískar ballöður sínar.
Fuglasöngur hefur verið notaður til þess að rannsaka tungumál manna. Mýs hafa annars verið miklu meira rannsóknarefni en fulglar og vitum við mun meira um erfðamengi þeirra. Vísindamennirnir gera sér vonir um að frekari rannsóknir á þessu muni leiða til meiri skilnings á heilanum og jafnvel að hægt verði að nýta þær við samskiptavandamál eins og t.d. einhverfu.
Bibliography;
NewScientist, 2005 November, Romantic rodents give secret serenades. Volume 189, no2524
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 10:32
Mikil þolraun
Það var mikil þolraun að leysa eitt af verkefnunum í áfanganum "Greining og mótun hegðunar". Kennari áfangans er ákveðinn og engar undanþágur eru veittar frá þeim reglum sem gilda í áfanganum bæði varðandi mætingu, skil á verkefnum og skilatíma.
Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir þá sem verða fyrir óvæntum áföllum í lífinu en ekki er tekið tillit til þess alveg sama hve alvarlegt það er. Það versta sem gerist í stöðunni er að nemandi nær ekki að ljúka áfanganum og þarf að taka hann aftur.
Það sem er gott við þennan áfanga er að allar línur eru skýrar. Nemandi ætti að vita nákvæmlega til hvers er af honum ætlast. Upplýsingar eru líka til staðar í upphaf annar þannig að auðvelt er að skipuleggja sig.
Ég var lánöm, lenti ekki í áföllum og aukaálagi vegna þess. Eitt af verkefnunum var flugfærninám í hugtökum. Skilin eða prófið var munnlegt tók hámark 3 mínútur (mælt með skeiðklukku) allt nákvæmt. Nemandi átti að læra utanbókar, orðrétt skilgreiningar á 20 hugtökum. Möguleg einkunn var 1,5 til 2 (sem gilti 15-20% af lokaeinkunn). Til þess að fá 1,5 þurfti nemandi að kunna reiprennandi 15 skilgreiningar og geta farið með þær á innan við 3 mínútum. Hver skilgreining umfram 15 gaf 0,1. Næði nemandi hins vegar 14 eða færri hugtökum þá var einkunnin 0.
Það var ýmislegt skondið við þetta verkefni (alla vega hjá mér). Okkur var sagt að gera línurit yfir árangur og byrja námið helst strax. Ég kveið því að ráða ekki við þetta og vor tvær ástæður fyrir því. Munnleg próf stressa mig alltaf meira en aðrar tegundir prófa. Hitt var að mér tækist ekki að gera þetta á innan við 3 mínútum.
Ég bjó til hugtakaspöldin eins og lög ;) gerðu ráð fyrir. Númer og hugtak framan á spjaldi og skilgreining aftan á því. Svo hófust tímamælinar og hönnun línurits. Fyrstu dagana náði ég bara að læra eitt af hugtökunum. Þá varð ég stressuð og fór að taka bunkann með mér í veskinu. ég var síðan lesandi hugtökin yfir hvenær sem tækifæri gafst. Þetta var svona eins og spurning upp á lif eða dauða. Ég ætlaði mér ekki að tapa 2 heilum af lokaeinkunn.
Svo allt í einu mundi ég nokkur og öryggið fór að vaxa. Eitt vandamál stóð ég þó frammi fyrir sem var mér einna erfiðast. Um áratugaskeið ( 20 ár) hafði ég tamið mér að tala hægar. Þar sem að ég var í eðli mínu frekar örari týpa en hitt og stressaðist því upp, fékk hækkaðan blóðþrýsting og þar fram eftir götunum þá valdi ég mér lífsstíl og breytti hegðun minni á þann hátt að minnsta kosti gæti það haft lækkandi áhrif á blóðþrýsting og kortisólmyndun. Fyrir bragðið átti ég erfitt með að þylja hugtökin á þessum hraða. Sumar skilgreiningarnar voru nokkuð langar, aðrar styttri.
Það var ekki að spyrja að því blóðþrystingurinn fór upp og væntanlega kortisólmyndunin líka. Mér finnst hugmyndin um utnabókarlærdóm ekki vitlaus en ég held að það geti verið heilsuspillandi að temja sér þessa ákveðnu námstækni til lengri tíma.
Þegar ég mætti í prófið þá var ég búin að sitja úti í bíl nokkra stund og gera mitt besta til að slaka á vöðvum líkamans, draga úr streitunni. Þetta tókst bærilega og var ég þokkalega yfirveguð þegar að mér kom. Ég lauk verkefninu á 2 mín og 13 sekúndum sem var rosagóður tími fyrir mig ( sumir nemendur voru að ná hraða innan við 2 mínútur ;))
Þegar ég var sennilega um það bil hálfnuð fannst mér allt í einu ég vera að gera þetta svo hægt að ég varð rosa stressuð og gaf í, orðin svo skjálfhent að ég gat næstum ekki haldið á spjaldabunkanum ( við áttum að stokka hann og þylja svo það hugtak sem efst var í honum og svo koll af kolli). ´
Ég náði öllum 20 hugtökunum réttum og innan tímamarka og var því búin að ná mér í 2 af lokaeinkunn áfangans. Það var sætur sigur og var ég stolt af sjálfri mér en svei mér þá ég held að ég hafi aldrei áður verið svona stressuð!
Það finnst mér fyndið og fáranlegt. Vá það er nú eitt og annað í reynslupoka lífs míns og af öllu því þá er það ÞETTA sem ég hef verið stressuðust yfir. ég er bara ekki búin að ná þessu enn ;)
Ég lærði hins vegar af þessari æfingu svo margt um námsgetu. Ég hefði ekki viljað (svona eftir á) að hún hefði verið öðruvísi. Samt svolítil spurning með streituna og blóðþrýstinginn, ég held að heilsusamlega sé þetta ekki gott fyrir mann. En spurningin er hefði ég lagt þetta mikið á mig og þar af leiðandi lært ýmislegt um námsgetu vegna þess að ég hafði sjálf reynslu af því, ef ekki hefði verið svona mikið í húfi? Ég lærði ýmislegt um námsgetu mina sem á eftir að nýtast mér svo lengi sem ég lifi og læri.
Þegar upp er staðið þá er ég ánægð með að hafa fengið tækifæri til þess að takast á við þetta verkefni. En það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera í sálfræðinámi, en það er sannarlega skemmtileg áskorun.
Maðurinn minn var stundum hissa á mér;) , til dæmis þegar ég sótti hann í vinnuna, afhenti honum stýrið, dróg upp hugtakaspjaldbúnkann minn og byrjaði að kyrja skilgreiningarnar hahahahaha
En svona puð breytist með tímanum í ánægjulegar minningar og ekki síst þegar allt fer vel að lokum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 08:48
Hissa á því hvað fólk er lengi að fatta..
það að þegar þú ert með bannmerkingu þá eigi ekki að hringja í þig með alls konar auglýsingar og söluvörur. Við hjónin sáum þetta sem góðan valkost að losna við allt þetta áreiti og fá tækifæri til þess að leita eftir þjónustu og vörum sjálf þegar okkur hentar.
En nei, sumir geta bara ekki virt þessar merkingar og jafnvel þó að þeim sé sagt að málið verði sent persónuvernd. Ég veit ekki um neitt kærumál vegna þessa en gaman hefði verið að frétta af því. Skyldi það hafa borið árangur?
Auðvitað ætti að samkeyra þjóðskrá og símaskrá það er kjánalegt að fólk þurfi að senda inn ósk um þetta á marga staði.
![]() |
Vill samkeyra bannmerkingar símaskrár og þjóðskrár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku