Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
20.6.2006 | 17:08
Síþreyta dánarorsök 32ja ára konu.
Fyrsta skráða tilfellið í heiminum þar sem síþreyta var dánarorsök. Móðir ungu konunnar hafði mikið reynt til að fá það staðfest að dóttir hennar ætti við líkamlegt vandamál að stríða frekar en sálrænt. Það varð henni því huggun gegn harmi að dánarosökin væri síþreyta. Þetta myndi ef til vill verða til þess að líkamlegir þættir sjúkdómsins yrðu frekar rannsakaðir. Þessi frétt er í New Scientist hér
fyrir þá sem vilja lesa meira.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2006 | 16:45
Streita og of mikið kortisól sjaldan til bóta
Ég er ekki hissa á þessari niðurstöðu og það gleður mig að þetta hafi komið í ljós. Ófrjósemismál hafa nokkrum sinnum borist á góma í mínu lífi undanfarna áratugi. Ég veit um konur sem ekki hafa getað átt barn en hafa síðan ættleitt barn og orðið ófrískar stuttu síðar;)
Margar þeirra kvenna sem ég hef talað við hafa haldið því fram að ófrjósemin væri af völdum streitu. Ekki veit ég til þess að það hafi verið rannsakað fyrr en nú og hef heyrt og lesið um að streita hafi ekki slík áhrif heldur hafi það verið tilviljun að kona ættleiði barn og verði síðan ófrísk, enda aldrei talað um allar hinar sem ættleiða barn en verða ekki ófrískar.
Það var nú þannig í mínu lífi að ég átti mér draum um að eignast 3 börn. Þrjú ár eru á milli elsta og næst elsta barnsins. Þegar yngra barnið var 9 ára langaði mig til þess að eignast það þriðja. En vikur og mánuðir liðu án þess að ég yrði ófríks. Ég las allt sem ég komst yfir og fannst erfitt að sætta mig við það að ég væri orðin ófrjó 29 ára gömul!
Á þessum tíma starfaði ég í banka og tók starf mitt mjög alvarlega. Ég lagði alla fram og vildi ekki gera mistök. Magasýrurnar jukust og þurfti ég á endanum að drekka einhverja sýrubindandi saft eða mjólk (OJ). Lífið gekk mjög hratt og ég held að ég hafi aldrei verið eins full af streitu eins og þá.
Eftir um það bil ár gafst ég upp á því að reyna að verða ófrísk. Minn tími var greinilega búinn. ég nefndi það við minn fyrrverandi að við ættum kannski bara að safna okkur fyrir heimsreisu, það yrði þriðja barnið.
Mér tókst að hætta að hugsa um þetta og setti markið á aðra hluti í lífinu og viti menn innan við tveimur mánuðum síðar var ég orðin ófrísk af þriðja barninu sem varð ekki síðast barnið mitt heldur átti ég tvö í viðbót og var á 45. árinu þegar það yngsta fæddist.
Ég hef alltaf verið sannfærð um að streita hafi spilað inn í þetta hjá mér og smakvæmt þessari nýju rannsókn sem fréttin á mbl.is fjallar um þá gæti það bara verið rétt.
![]() |
Sálfræðimeðferð hjálpar ófrjóum "ofurkonum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2006 | 15:35
Monkey Business
Monkey Business
Ég var að lesa grein í New Scientist um rannsókn á hegðun Capuchin apa. Þegar kemur að peningamálum þá erum við og þeir meira og minna eins ;) Hagfræðingur og sálfræðingur unnu saman að rannsókninni og þeir segja að aparnir þekki góðan díl þegar þeir sjá hann!
Aparnir voru í "vinnu" hjá rannsóknaraðilunum. Verkefnið var að kaupa apli og agúrkur sem þeir þurftu að greiða fyrir með nokkurs konar pening (metal chips). Þegar eplin voru ódýrari en agúrkurnar þá völdu aparnir að kaupa þau þar sem þeir fengu meira fyrir jafn mikinn pening, svona eins og við mennirnir gerum gjarnan og ég var einmitt að blogga um tengt efni í morgun ;)
Önnur áhugaverð staðreynd sem fékk mig til að skellihlægja þó að þetta sé nú frekar sorglegt og alvarlegt mál var það að aparnir reyndur að falsa peninga. Þeir reyndu að borga með agúrkusneiðum hahahahahahaha eða kannski uhuhuhuhuhu.... :) :( en ekki nóg með það heldur földu þeir peningana sína eins og þeir vissu að þeir hefðu eitthvert gildi!
Þriðji þátturinn sem mér þótti áhugaverður í geininni var sá að ef þeir fengu ósanngjarna meðferð til dæmis einn þeirra fékk minna greitt (laun) en hinir fyrir sömu vinnu ;) þá sendi hann frá sér reiðiöskur, greinilega að mótmæla og hegðaði sér eins og hann væri að fara í verkfall!!!
Við erum ef til vill líkar þeim en við héldum? Ef til vill markar þetta ákveðið upphaf rannsókna, þar sem capuchin apar verða notaðir til þess að auðvelda okkur að skilja þá hlið manneskjunnar sem snýr að fjármálum!
Óréttlæti hefur tilhneigingu til þess að ýta undir reiði og hefnigirni og jafnvel aparnir vita að það er ekki gott fyrir viðskiptin;)
Bibliography;
NewScientist, 2005 November, Monkey business. Volume 188, no2524
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2006 | 12:40
Ætli honum hafi líkað maturinn?
Bangsi gæti alveg komið aftur í heimsókn ef honum hefur þótt haframjölið gott. Þar sem hann skemmdi ekkert nema krúsina semmjölið var í þá var hann látinn óáreittur og kláraði hann bara að gæða sér á haframjölinu og labbaði sig síðan út í skóg.
Nokkrar dýrasögur rifjast upp. Þegar ég bjó fyrir austan þá lenti ég í því oftar en einu sinni að fá mús í hús. Ég er ekkert sérlega hrifin af músum eða rottum en verð þó að viðurkenna að þær hafa vaxið í áliti hjá mér eftir að hafa lesið um ýmsar þrautir sem þær leysa af hendi á rannsóknarstofum. Þær eru til dæmis lagnar við að rata í völundarhúsi með mörgum örmum og matarbita í enda hvers arms. Það kemur ekki oft fyrir að þær fari aftur og aftur á sama staðinn.
Ég var ekki par hrifin af því að hafa mýs í húsinu mínu og vildi helst að þeim væri lógað. Maðurinn minn fyrrverandi var hins vegar mikill dýravinur og veiddi þær í kassa og henti þeim svo aftur út. En viti menn þær komu bara aftur og aftur inn. Lengi vel vissum við ekki hvar þær komust inn af því þær voru á efri hæðinni.
Þá var sett upp gildra og náðist ein af þeim þannig. Þær voru tvær eða þrjár við vissum það aldrei. Síðan fannst inngönguleiðin en hún var í kjallaranum. Þær klifruðu síðan einhvern veginn upp niðurfallsrör úr eldhúsvaskinum og komust þannig í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni. Hún var opin þar sem stóð til að setja uppþvottavél og þar klifruðu þær yfir og léku sér síðan á hæðini á meðan við sváfum.
Ég skildi líka eftir smjörlíkisbita í eldhúsinu sem þær átu. Ég var bara að fullvissa mig um að þær varu nú farnar þegar búið var að henda þeim út en alltaf hurfu bitarnir. Þær höfðu lært að fara þessa leið og sjáflsagt hafa smjörlíkisbitarnir styrkt þá hegðun þeirra ;)
Ég man líka eftir geitungum sem komu oft inn þar sem ég var að vinna. Stundum kom það fyrir að þegar ég veiddi þá í glas og fór með þá út, einhver 10-15 skref frá hurðinni að þeir urðu á undan mér inn aftur. ég gat ekki annað en hlegið að þessu þrátt fyrr að tilhugsunin um að veiða sama geitunginn aftur og aftur í glas væri svolítið óþægil
Ég vona að bjössi komi ekki aftur í heimsókn í leit að haframjöli þar sem síðasta ferðin hans hefur væntanlga slegið á hugrið.
![]() |
Svangur bangsi í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2006 | 09:24
Hugsað upphátt
Peningar eru eitt sterkasta stjórnunarafl sem maðurinn stýrist af. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna stjórnvöld nýta sér það ekki til að hvetja þjóðina til dæmis til hollari lífsstíls. Þegar ég las fréttina um að peningar fresti lífi og dauða þá lifnaði í þessum gömlu glæðum mínum.
Ég er sannfærð um að margir myndu breyta venjum sínum í smræmi við verðlagningu ýmissa vara. Ég hef áður nefnt frítt í strætó sem gæti haft margar jákvæðar afleiðingar í för með sér. Síðan mætti nefna lækkun skatta á grænmeti ( sérstaklega lífrænt ræktað), ávexti, og óunnar matvörur t.d. fisk, og kjöt.
Skatta mætti hækka verulega á hvítum sykri og þar af leiðandi á öllum vörum sem sykur er notaður í. Sælgæti myndi aftur verða munaðarvara en ekki eitthvað sem sótt er í jafnvel daglega. Vörur til íþrótta iðkana, reiðhjól, sundfatnaður ofl þess háttar mætti lækka skatta á til þess að auki ásókn fólks í þær iðkanir. Tannlæknakostnað mætti greiða niður á einhvern hátt til að tryggja tannheilsu en hún bætir meltingu fæðunnar.
Auðvitað er verið að mismuna þeim sem framleiða þær vörur sem myndu bera hærri skatta og einhverjir myndu væntanlega leggja sinn rekstur af og fara inn á aðrar brautir. Færri myndu takast á við offituvanda og alls konar heilsufarsleg vandamál sem fylgja honum.
Sala á heilsubótavörum myndi ef til vill dragast saman (vegna hollari neysluvenja), sama má segja um lyf og alls konar efni sem auka brennslu. Bensínssala myndi minnka og svona má lengi telja.
Aðrir benda mér á að þetta sé nú hálfgerður stóribróðir og yfirstjórn og það eigi að leyfa fólki að stjórna sínu eigin lífi. Fólk getur áfram gert það, það er bara dýrara. Ég væri bara þokkalega fylgjandi því að neysluhegðun fólks væri stýrt á þennan hátt. Ég sé ekkert nema gott við það, þó að ég geri mér grein fyrir því að breytingar yrðu hjá þeim sem hafa lifibrauð sitt af því að selja vörur eða þjónustu sem stíluð er inn á óhollusutulínuna.
Í stað þess að margir fórni heilsu sinni þá yrði óhollustulínunni fórnað að einhverju eða öllu leyti.
![]() |
Peningar fresta lífi og dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2006 | 17:18
Ef ég væri hissa á einhverju þá væri það helst....
að það væri ekki hærra hlutfall landsmanna fylgjandi því að varnarsamningum við Bandaríkin væri sagt upp. Til hvers að vera með her í annar vopnalausu landi (eða þannig).
Það var svo sem hægt að skilja það þegar upphaflegi samningurinn var gerður. Allar aðstæður voru aðrar og lega Íslands hernaðarlega séð mikilvæg. Í dag skiptir þetta hins vegar engu máli eftir því sem ég best fæ séð.
Mér hefði þótt líklegra að um 85% þjóðarinnar væru fylgjandi því að samningum væri sagt upp heldur en að það væri um 54% Herinn er auðvitað orðinn hluti af íslenskri menningu en.....
![]() |
54% Íslendinga hlynntir uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2006 | 16:49
Allt jókst á vorönninni
Ég skráði mig í 100% nám í sálfræðinni + 5 einingar í trúarheimspeki samtals 20 einingar. Ég hef kynnst mörgum á lífsleiðinni og hef meðal annars tekið eftir því hve mikil áhrif trú einstaklingsins hefur á líf hans. Þegar ég var í Fjölbrautaskólanum í Ármúla þá tók ég trúarbragðasögu og fannst ég hafa mjög gott af því. Svona nám eykur meðal annars víðsýni.
Nú langaði mig að kynnast mismunandi heimspeki trúarbragðanna.Þetta var mjög áhugaverður áfangi að taka með sálfræðinni. Vorönninn bauð því upp á enn meiri vinnu og góða skipulagningu. Ég kynntist fleiri nemendum og er ríkari fyrir það. Þetta eru skemmtilegir einstaklingar og gaman að spjalla við þá.
Ég var meðal annars í lífeðlislegri sálarfræði sem er einstaklega áhugaverður flötur að kynna sér. Ég varð hugfanginn af þessu námi. Ég vissi ekki að ég hefði svona mikinn áhuga á líffræði eða lífeðlisfræði. Heilinn og miðtaugakerfið er í upp á haldi hjá mér. Þór (kennarinn) er líka til fyrirmyndar. Hann notar fyrirlestratímann sinn fyrir námsefnið, er með góðar glærur sem gott er að setja viðbótarpunkta á og hefur brennandi áhuga á því sem hann er að tala um. Kennari að mínu skapi ;)
Allt lagðist á eitt að auka áhuga minn á þessu fagi. Alltaf þegar ég hafði aukatíma (sem var því miður allt of sjaldan) þá var ég að leita að vísindagreinum eða rannsóknum sem tengdust þessu. Áfanginn var samt erfiður, mikil yfirferð og fullt af nýjum hugtökum að læra. Ég hefði viljað geta eitt meiri tíma í hann.
Nú horfi ég með tilhlökkun til hraðlestrarnámskeiðsins og vona að ég geti aukið lestrarhraðan, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku svo að ég geti notið efnisins eins og ég hef þörf fyrir.
Ég tók líka virkan þátt í vísindaferðum með nemendum og var bara gaman af því. Heimsók á Stígamót, Landsnet og Bandaríska sendiráðið stóðu upp úr. Þær voru fræðandi og kom mér ýmislegt á óvart þar. Mörg andlit urðu mér kunnugri. Þetta var annars svo stór nemendahópur að í vor fannst mér eins og ég hefði aldrei séð sum andlitin sem samt voru að fara í sömu próf og ég ;)
frh..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2006 | 10:23
Umræðan er sannarlega af hinu góða
Ég hef velt þessum mámlum fyrir mér, muninum á fjölbrautakerfinu og bekkjarkerfinu sem ég þekki ekki af persónulegri reynslu heldur eingöngu af þeim sem tjáð hafa tjáð sig við mig. Auðvitað er eðlilegt að smu kjarnafög liggi til grundvallar stúndentsprófs annars væri óeðlilegt að próðið bæri sama nafn í öllum skólum.
Stúdentspróf innan ákveðinna brauta þarf að vera sambærilegt á milli skólanna. Ekki veit ég hvort til séu upplýsingar um það hvernig háskólastudentum vegnar ef skoðað er hvort þeir þreyttu stúdentspróf í bekkjakerfi eða fjölbrautakerfi. Það væri hins vegar gaman að skoða það. Ég hef reyndar heyrt undanfarin ár að nemendur sem koma frá MR og MA standi best að vígi. Ég hef ekki neinar tölur til að styðja þetta og veit ekki hvort þær hafa verið teknar saman.
það vakna margar spurningar. Eru gerðar meiri kröfur til nemenda þessara tveggja skóla? Er einkunna gjöf öðruvísi? Þegar ég byrjaði í HÍ þá tók ég fljótt eftir því að háskólanám gerir fyrst og síðast kröfur um að nemandinn sé sjálfstæður. Ég er að vísu nemandi í fjölmennri skor. Ef til vill hagar þessu öðruvísi við í smærri skorum.
Mín reynsla sýnir mér því mikilvægi þess að áherslur á sjálfstæði ættu að vera meiri á menntaskólastiginu en þær eru. Aðgangur nemenda að kennurum sínum er talsverður en þegar komið er í háskóla þá er sá aðgangur mjög takmarkaður. Þeir sem hafa verið í fjarnámi eða einhverskonar utanskólanámi hafa smá reynslu í að vera sjálfstæðir.
Hópastarf er annar mikilvægur þáttur en að honum er vel hlúð eftir því sem ég best veit. Öll umræða um uppbyggingu skóla á öllum stigum er af hinu góða. Það er eðlilegt að endurskoða áherslur á einhverra ára fresti því að samfélög breytast, áherslur breytast, tæknin breytist og við það allt saman skapast nýir möguleikar sem jafnvel gætu aukið vellíðan og hámarksgetu hvers einstaklings.
![]() |
Skólameistari MA leggur til aukið frjálsræði skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2006 | 10:00
Bíddu er ég ekki á réttum stað?
Mbl.is bleikur í dag ;) Þegar ég opnaði vefinn og ætlaði að gæða mér á nýjustu fréttunum þá greip vaninn í mig. Er ég ekki á réttum stað? Ég bakkaði um eina færslu og valdi aftur vefinn mbl.is og enn var hann bleikur.
Ég var búin að drekka Macchiatóinn (kaffið) minn og nokkur stund síðan ég vaknaði. Jú þetta var rétt hann var bleikur. hvað varð um bláa litinn? Afhverju er mogginn búinn að skipta um lit? Svona er vaninn fastur í manni. Hann getur gjörsamlega blindað mann ;)
Loksins fattaði ég bleika litinn á mbl.is og var ánægð með þá að gera þetta í tilefni dagsins. Þetta kalla ég að sýna lit! En það sem mér finnst fyndnast við þetta er að ég var búin að elsa Fréttablaðið í morgun og vissi hvaða dagur var í dag en ég gat engan veginn tengt það við breytinguna á mbl.is hahahahaha . Gaman að byrja daginn svona ;)
![]() |
Bleikur vefur í tilefni kvenréttindadags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2006 | 20:53
Being there
Ég lifi meira í fortíðinni en nútíðinni þetta sumarið. Hef verið að lesa sögu fyrstu heimsspekinganna eins og ég hef nú bloggað um áður, er byrjuð að fara yfir námsefnið í tölfræði I sem ég var að læra í fyrra og þarf að fara í upptökupróf í núna í ágúst og til að kóróna þetta þá er ég að hvíla mig með því að horfa á gamlar perlur.
Í gærkvöldi horfði ég á "Being there" með Peter Sellers í aðalhlutverki. Ég hef séð þessa mynd tvisvar áður og finnst hún alltaf jafngóð, eða ef til vill fannst mér hún fullróleg í fyrsta skiptið. Hún er mjög innihaldsrík og skilur mikið eftir. Þó að myndin sé á vissan hátt alvarleg, þá finnst mér hún líka svo brosleg. það kemur vel fram í þessari mynd hvernig fötin skapa manninn! Garðyrkjumaðurinn er misskilinn meginhluta myndarinnar. Þetta er snilldarmynd og finnst mér einna skemmtilegast við hana hvernig fyrirfram ákveðnar hugmydir fólks um aðra manneskju stjórna því hvernig hún er skilin eða misskilin ;)
Ég hvet ykkur til að sjá hana, hún er algjör perla og ekki er nú verra að fá einhverja til að horfa með sér og geta spjallað um myndina í kjölfar sýningar;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku