Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Salmonella í súkkulaðistykki?

Það hefði mér aldrei dottið í hug. Í fyrsta lagi tengdi ég salmonellu
við kjúklinga og ef til vill egg. Ég vissi ekki að kjúklinugur ;) eða
egg væru í súkulaði. Það lýtur því út fyrir að annað hvort sé
kjúklingur ;) hahahahaha í Cadbury súkkulaði eða egg hum, eða að
salmonella leynis í einvherju öðru en ég hefði heyrt um sem getur svo
sem vel verið ,)
mbl.is Cadbury súkkulaðistykki tekin úr umferð af ótta við salmonellusýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er þá hættulegra að keyra jeppa?

Leikur að orðum er skemmtilegur leikur. Ég var að lesa um rannsóknina á þeim sem annar vegar keyra jeppa og hins vegar þeim sem keyra fólksbíl. Þar er tekið fram að fólk sé líklegra til að brjóta lög t.d. vera óspenntur og tala í Gsm ef að það keyrir jeppa.

Klikkt er út með að fólk sé sem sagt tilbúnara til að taka meiri áhættu ef það keyrir jeppa. En er það þannig? Er ekki einmitt málið að það skynjar ekki hættu eins og hinir á litlu bílunum? Væri ekki réttar að segja að fólk sem keyrir jeppa sé í meiri hættu vegna þess að það skynjar sig svo öruggt?

Ekki það að auviðtað skilst fréttin vel, það er bara gaman að leika sér að orðum svona í gúrkutíðinni eða var það annars í tómatatíðinni? ;) 


mbl.is Jeppaeigendur eru líklegri til þess að brjóta umferðarreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmið um vald neytenda

Neytendur ættu að sjá af því sem er að gerast á Pirate Bay að vald neytenda getur verið mikið. Hvort það dugir til þess að einkaleyfi verði afnumið og öllum sé frjálst að niðurhala efni á eftir að koma í ljós. Neytendur geta hins vegar haft áhrif þegar þeir sameinast um það hvort heldur sem er að kaupa ekki DV þegar fréttaflutningur þeirra er á svo lágu plani að flestir lesendur hveykslist, eins ogég hef áður bloggað um eða hætta að styðja eða styrkja aðra vöru og þjónustu. 

Ég var svolítið hissa á að þeir ætluðu sér að stofna pólitíska hreyfingu um málið en ef til vill að eitthvart vit í því. Mér finnst áhugavert að fylgjast með mætti einstaklingsins jafnvel líka þegar um hálfgerða uppreisn er að ræða. Hvað er rétt eða sanngjarnt í málinu er svo allt önnur saga. 


mbl.is Aðsókn að Sjóræningjaflóa hefur tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarheimspeki, ráðstefna Star Trek ;)

Þetta var áhugaverður áfangi. Nemendahópurinn skiptist í tvennt, guðfræðinema og heimspekinema. Það var gaman að kynnast þeim og ólíkum sjónarhornum þeirra. Ég átti auðvitað ekki heima þarna en samt var áfanginn opinn fyrir hvern sem vill. Mér finnst trúmál hafa heilmikil áhrif á hegðun fólks og jafnvel í mörgum tilvikum hægt að segja að sú trúarleið sem einstaklingur velur sér stjórni stundum lífi hans á margan hátt.

Trú vekur upp hjá einstaklingum alls konar tilfinningar, von, virðingu, frið, kærleika, fegurð, hlýðni, ótta, reiði og jafnvel fordóma, hatur og hefnd. Mér fannst þessi áfangi því eiga vel heima í sálfræðinámi. Við lásum bækur og greinar eftir guðfræðinga og heimspekinga. Skoðanir sem leitast við að sanna tilvist Guðs voru lesnar í fyrri hluta áfangans en í þeim síðari voru skoðanir sem leitast við að sýna fram á að ekki sé hægt að sanna tilvist Guðs og jafnvel að enginn Guð sé til.

Þátttaka mín i áfanganum setti af stað miklar pælingar hjá mér. Ég fór í enn eina nafnlaskoðunina. Margt sem ég las veitti mér nýja sýn á þann þátt hvernig trú hefur verið notuð til þess að stjórna fólki. Ég þekki líka dæmi þar sem trú veitti einstaklingnum þann mátt og von sem viðkomandi þurfti til að ná árangri.

Þörf mín á meiri víðsýni jókst. Mig lagnaði að lesa meira og lifa mig inn í ólík sjónarmið. Ég frétti af því hjá öðrum kennara mínum (heimspekikennaranum ;)) að félag trúleysingja stæði fyrir ráðstefnu sem hefst í kvöld g er alla helgina. Þar koma fram margir þekktir einstaklignar sem eru að fjalla um lífið án Guðs. Þar sem að ég hafði aldrei pælt neitt sérstaklega í þeirri hlið en hafði samt nokkuð gaman af Star Trek ( einn handritaföfunda þess þáttar er með fyrirlestur á ráðstefnunni) þá ákvað ég að taka þátt í ráðstefnunni.

Ég er spennt og mun væntanlega tjá mig eitthvað hér um viðburði helgarinnar. Ef einvher hefur áhuga á að kynna sér þetta þá eru upplýsingar hér 

Ég veit ekki hvort enn eru lausir miðar . 


Vinnsluminnið eða skammtímaminnið ;)


Ég var að lesa grein um vinnsluminnið eða skammtímaminnið eins og það var oft kallað. Vísindamenn eru auðvitað að reyna að átta sig á því hvað hjálpar okkur til þess að læra, muna o.s.frv.  Altaf gaman að lesa um það ;)

Þeir skoðuðu bæði það sem einstaklingar læra ósjálfrátt og einnig þegar þeir eru að læra meðvitað,  það er þegar markmiðið er að læra. Spurnigalisti var lagður fyrir væntanlega þátttakendur og þeir sem skoruðu hæst og lægst voru síðan rannsakaðir. Tilgátan var að þeir sem skoruðu hærra hefðu meira vinnsluminni. 

Enginn munur var á ósjálfráða náminu en greinilegur á hinu meðvitaða. Það sem kom á óvart var að það hafði ekkert með hærri greindarvisitölu að gera, heldur var það spurning um einbeitingarhæfni. Mikilvægast í þessu var að geta útilokað áreiti bæði hljóð og hreyfingu í umhverfinu. Þegar niðurstöður spurningalistanna voru skoðaðar þá kom í ljós að þeir sem höfðu  skorað hátt en átti erfitt með að einbeita sér í umhverfi þar sem hljóð og umgangur var höfðu minna vinnsluminni, en hinir sem skoruðu lágt en áttu auðvelt með að útiloka umhverfisáhrif og gátu því betur einbeitt sér höfðu meira vinnsluminni.

það er því aðalmálið til að auka vinnsluminnið að þjálfa sig í einbeitingarhæfni og að auka getu sína til að útiloka umhverfistruflanir. Það gefur auga leið að ef við lærum alltaf í mikilli kyrrð þá þjálfum við ekki hæfni til þess að einbeita okkur þegar áreiti er til staðar. Enn aftur þá held ég að hinn gullni meðalvegur reynist flestum best;)

Bibliography:

Memory and Cognition, 2005 Mars, Individual differences in working memory capacity and learning. Volume 33, no2,


5. júlí í beinni

Var að horfa á Kastljósið en þar var Magni í viðtali. Hann var hress að vanda g tók það sérstaklega fram að keppendur ættu að leggja áherslu á að vera þeir sjálfir. Það er einmitt það sem mér finnst sjarmerandi við hann þ.e.a.s. útgeislunin þegar hann syngur.

Ég vissi ekki að keppninni yrði sjónvarpað beint en 5. júli á miðnætti á skjá einum og Íslendingar fá tækifæri til að kjósa. Ég var líka hissa á vinsældum keppninnar en Magni sagði að hún væri að slá Ameríska Idolið út, það er nú bara þó nokkuð!

 


Hjúkk rosa léttir

Mikið er það ánægjulegt að samkomulag hafi náðst um kjarasamningana. Ég hef sjaldan verið ánægðari. Ég fyllist af trú og öryggi, yfir því að menn eru að takast á við vandann. Það er mikilvægast af öllu mikilvægu að missa ekki þann árangur út úr höndunum sem náðst hefur með verðbólguna. 

Vonandi munu allir finna sig knúna til þess að takast á við hana. Ég hef velt því svolítið fyrir mér af hverju ekki er gerð alvarleg tilraun til þess að launa fólki það að spara. Auðvitað hefur mér þótt gott að fá vaxtabæturnar en það væir ef til vill hægt að hanna kerfi sem virkaði hvetjandi á fólk til þess að hefja og stunda markvissan sparnað.

Það þyrfti áreiðanlega að markaðsetja það vel þar sem að við lifum í þvílíka mötunarsamfélaginu. Það liggur við að sumir bíði eftir því að þeim verði sagt hvað þeir eiga að gera og hvernig ;)  Ég er því miður áreiðanlega líka þátttakandi þar eins og aðrir. Ég trúi því að það sé hægt að breyta um áherslur. Það þarf bara að taka sér tíma í það og hlúa að uppbyggingunni á meða fólk er að átta sig á því hve mikil áhrif og hve mikla vellíðan það getur veitt svo ég tali nú ekki um sjálfstæði og frelsi.

þegar ég hugsa um lánastofnanir eins og ég gerði þegar verst stóð á hjá mér. Ég var skuldunum vafin og átti í raun ekki tímann minn. Íbúðalánasjóður átti X marga klukkutíma á mánuði, Landsbankin átti x marga aðra klukkutíma á mánuði og Verslunarmannafélag Reykjavíkur átti x marga klukkutíma á mánuði.

Sjálf hafði ég valið að fara í þær þrælabúðir, að hlekkja mig þar fasta og eiga ekki lengur neitt af tíma mínum. Í tólf ár hafði ekki tekið mér meira en 3 - 10 daga í sumarfrí og það ekki einu sinni á hverju ári. Ég hef stundum gert að gamni mínu þó að djúp alvara liggi þar á bak við að skuldsetning okkar séu þrælabúðir nútímamannsins í neyslusamfélaginu ,)

Að komast úr þeim hlekkjum, að finna að það er leiðin sem ég er byrjuð að ganga fyllir mig af eldmóði og kjarki og hlakka ég til þess að eiga þó ekki væri nema 1/2 sólarhringinn sjálf og getað ráðstafað honum af hjartans lyst! 


mbl.is Samkomulagi náð um kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki eitthvað sem ég vildi fá að prófa!

  

 Líf án lyktar- og bragðskyns!!! Oh my God! Mér finnst dagurinn ekki byrja fyrr en ég finn ilmandi lyktina af macchiatóinum mínum, hinum himneska kaffibolla dagsins. Maðurinn sem ég var að lesa um í New Scientist vaknaði einn daginn án lyktar- og bragðskyns. Það gerðist bara just like that.

 Aumingja maðurinn var félagi í ýmsum matar og vínklúbbum. Nú gat hann aðeins notið áferðar og litar matarins og vínsins. Matar og kaffihlé voru með reglulegu millibili 5 sinnum á dag honum til mikillar armæðu.

Ekki var undankomu auðið, hann varð jú að borða og drekka til þess að geta lifað. Lækinirinn hans sagði honum þær fréttir að stundum væri þetta ólæknanlegt! Til allrar hamingju fyrir manninn þá frétti hann af Thomas nokkrum sem var á annarri skoðun um skaðann sem vírusinn olli. Maðurinn ákvað að fara í meðferð hjá Thomas og viti menn....

Fjórum mánuðum síðar fann hann lyktina af kaffinu sínu. Vá en hvað ég skil hann án þess þó að hafa verið í hans sporum. Hann fann líka lyktina af götum London og þótti það bara góð tilfinning. Í dag nýtur hann allrar lyktar hvort sem hún flokkast sem góð eða slæm.

Já góðir hálsar ( eða kannski nef ;)) njótið ný þess að vera með lyktarskynið og bragðlaukana í lagi jafnvel þó að sumt skynjun veiti meiri vellíðan en önnur ;) 

Bibliography;

NewScientist, 2005 September, The unbearable absence of smelling. Volume 187, no2518


Hvað með stelpurnar, hvaða flæði eykst hjá þeim?

Ég er svo sem ekki hissa á því að testósteronflæði aukist hjá leikmönnum á heimavelli. En nú væri gaman að vita hvort það eigi líka við um stelpurnar. Ef að testósterónflæði er meira á heimavelli en útivelli og það að leikmenn séu að verja yfirráðasvæðið sitt (kemur nú enn í ljós hvað við erum lík dýrunum;)) en einnig að testósterónflæði sé meira eftir sigra. Hvað þá með stelpurnar? Eru sigursæl kvennalið með meira testósterónmagn en hinar sem ekki eru eins sigursælar?

Ætli það komi eitthvað niður á því hve kvenlegar Þær eru?  Eykst testósterónflæði ef til vill alltaf í öllum sigrum eða er það aðallega þegar lið eru að leika en síður í einstaklingskeppni? ég gæti lengi haldið svona áfram eins og venjulega þegar nýjar niðurstöður komast í hendurnar á mér, ja þá verð ég eins og 5 ára afvherju? en? daddadadadadadadadraddara.....


mbl.is Heimavöllurinn eykur testósterónflæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála síðasta ræðumanni

Allir tapa þegar ekki er hægt að koma sér saman um stefnuna sem á að fylgja. Tíma og orka fara í að ná samkomulagi í stað þess að fara í að skapa ný tækifæri. Þetta á ekki bara við í stórum rekstrareiningum heldur alls staðar í lífinu þar sem fleiri en einn standa að málum.

Mér finnst alltaf gaman af því að skoða málin í mismunandi stærðum eða mismunandi ljósi. Þetta er svona í pólitíkinni líka. Oft fara margar stundir í stríð um samkomulag. Þó að það sé ef til vill ekki fýsilegur kostur í augum margra að einn eða tveir flokkar sitji í ríkisstjórn þá ætti sú myndun að gefa meiri möguleika á sókn og minni sóun á tíma vegna sáttafunda og leitar að samkomulagi.

Þegar margir sterkir einstaklingar koma saman, allir rökfastir og sannfærandi þá geta tekist á stálin stinn. Ef að tvær fylkingar takast á og eru jafnvel á öndverðum meiði um stefnu þá gerist auðvitað ekki mikið. það verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu.


mbl.is Snýst um stefnu og strauma segir stjórnarformaður Straums
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband