23.9.2006 | 11:51
Efni sem hægt væri að gera mikið úr
Ég er viss um að ef það verður gerð mynd um reynslu Kampusch þá mun hún fá mikla aðsókn. Ætli þetta hafi gerst áður, að barni sé rænt og það sleppur svo úr prísundinni mörgum árum síðar? Ég man ekki eftir því.
Nú hlýtur stúlkan að bera þess merki hverngi líf ehnnar hefur verið síðustu átta árin. Jafnvel þó að það væri rétt að foreldrar hennar hafi hugsað illa um hana áður en henni var rænt, þá er eins og börn bregðist við því á annan hátt heldur en þegar ókunnugir koma illa fram við það.
Við vitum heldur ekki hvað hún hefur mátt þola allan þennan tíma. Hversu mikið mun hún treysta sér til þess að tjá sig um það? Fyrir okkur hin sem lifum okkar venjubundna lífi án slíkra áfalla þá er erfitt að átta sig á því að svona nokkuð geti gerst, eða yfirleitt hvað getur gerst.
Myndin gæti haft mikið gildi til að vekja fólk til umhugsunar. Sjúkt fólk er til staðar í öllum þjóðfélögum. þAÐ ER EITTHVAÐ AÐ HJÁ ÞEIM SEM RÆNA BÖRNUM OG LOKA ÞAU INNI TIL MARGARA ÁRA. En er það ekki skrítið að það skuli oft þurfa svo mikið til þess að átta sig á því hve mikilvægt það er að hægt sé að greina eistaklinga sem haldnir eru einhverskonar sálrænum eða geðrænum sjúkdómum sem fyrst. Að hægt sé að koma til hjálpar áður en líf og limir annarra heilbrigðra einstaklinga hanga á bláþræði.
En ef ég sný mér aftur að myndinni þá velti ég fyrir mér hvor kosturinn væri betri fyrir stúlkuna að öðlast fjárhagslegt öryggi og tryggja framtíð sína þannig en hafa minninguna bundna í kvikmyndahandrit eða að fá hjálp til þess að vinna úr þeim sálrænu erfiðleikum sem fangavistin hefur skapað og fengið frið fyrir heiminum?
Þetta eru töff valkostir fyrir 18 ára gamla stúlku og á þessari stundu er ég langt frá því að vita rétta svarið. ég myndi hins vegar eins og svo margir aðrir fara að sjá myndina um reynslu hennar ef hún verður gerð.
Ýmsar spurningar hafa vaknað um fangavist Kampusch | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.9.2006 | 17:57
Þessi frétt er ekki í samræmi við frétt á heimasíðu Broadway
Ég vildi bara benda fólki á þetta sem les mbl.is að það er ósamræmi á milli upplýsinga á heimsíðu Broadway en þar fara tónleikarnir fram. Þar er annars vegar talað um fjölskylduhátíð og hins vegar um ball á laugardagskvöldinu 30. sept.
En það er nú ágætt að þeim ber saman um hvenær miðasala hefst eða á mánudaginn ;)
Söngkonan Dilana til Íslands í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.9.2006 | 13:18
Magni og Dilana á Broadway 30. sept
Jæja þá er það staðfest að dansleikur og fjölskylduhátið verða haldin á Broadway 30. sept. Þetta verður áreiðanlega hin besta skemmtun ég tala nú ekki um fyrirRockstar-fans ;)
Aldrei að vita nema að maður skelli sér.
Dansleikur með Á móti Sól með Magna ásamt Dilönu
MAGNAður dansleikur með the Rockstar stjörnunum Magna og Dilönu verður á Broadway þann 30. september 2006.
Fjölskylduskemmtun fyrr um daginn kl. 15.
Miðasalan hefst á mánudaginn kl. 13:00. Aldurstakmark á ballið um kvöldið er 18 ára.
Miðaverð er 2.500 kr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.9.2006 | 08:44
Gat ég sleppt þessu?
Ég stóðst ekki freistinguna. Það er alltaf svo gott að brosa svo ég tali nú ekki um hve gaman er af því ;) Ég fékk þennan skondna lista héðan
Vonandi dregur hann bros fram á andlit þitt eins og mitt.
|
Það ætti nú einhver snillingurinn að safna svona skemmtilegheitum í bók og gefa út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.9.2006 | 08:32
9.000 manna vinnustaður!
Suma daga getur maður hlegið meira að sjálfum sér en aðra daga. Ég hitti tvo samnemendur mína úr FÁ upp í HÍ og tókum við tal saman. Við fórum síðan að velta fyrir okkur hvað við hefðum hitt fáa FÁ-inga síðan við byrjuðum í skólanum, þau byrjuðu nú bara í haust ;), en ég er búin að vera þarna í eitt ár.
Við komumst nú að hinum ýmsu niðurstöðum í þessu mikilvæga umræðuefni hehe. Nú áðan þegar ég var að ljúka við að renna niður síðasta kaffisopanum í kaffiumferð númer eitt þá áttaði ég mig skyndilega á því að það vinna u.þ.b. 9.000 manns í HÍ, nemendur og starfsmenn skólans.
Ég bjó í 700 manna þorpi í 17 ár og man nú ekki eftir einum degi þar sem ég hitti þá alla sama daginn. Ég kom nokkrum sinnum til Húsavíkur og stundaði P-nám við Menntaskólann á Akureyri og aldrei hefði látið mér detta í hug að það væri eitthvað athugavert við það þó að ég hitti ekki Sigga og Stínu í heila viku.
Jú jú fólkið er auðvitað dreifðara, en það er samt bráðfindið hvað ég finn fyrir mikilli nálægð í HÍ því það hefur sannarlega vikið mig til umhugsunar afhverju þessi og hinn eru ekki á staðnum hahahaha. Mér líður einfaldlega svo vel í þessu samfélagi. Þjóðarbókhlaðan, Oddi, Háskólabíó og svo auðvitað kaffistofa Kaffitárs í þjóðminjasafni eru eins og mitt annað heimili.
Þessa staði sækja í meirihluta sömu nemendur sem ég er auðvitað alltaf að hitta. Ég ætti ef til vill að skjótast út í Lögberg, Nýjagarð, Öskju eða á aðra staði ef til vill eru þeir sem ég sakna að sjá bara þar öllum stundum.
Ég hitti einmitt tvo nemendur úr FÁ í aðalbyggingu HÍ í vor þegar ég steig út fyrir Sálfræðiskorina og tók tvo valáfanga við Heimspekiskor. Þau voru bæði í guðfræðideildinnin :)
Jæja búin með kaffið og pásuna þá er best að setja í iðjusama gírinn í von um að vera ekki gripin fyrir of hraðann akstur. Ég þarf að komast yfir 3 stór verkefni í dag og virkilega ná tökum á próffræðinni og svo er undirbún ingur fyrir próf í hugfræði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.9.2006 | 19:41
Þvílíkar annir
Ég get nú ekki annað en hlegið. Ég sem hélt að þegar Rockstar væri búið þá myndi bara allt falla í ljúfa löð og ég hefði þá ekkert nema tíma. Svei mér þá, ég hef nú bara ekki þurft að sinna eins mörgum málum á einni viku eins og þessari sem er að líða.
Ég hef varla fylgst með fréttum. Stóra verkefni vikunnar er óútskýranleg yfirlið sem dóttir mín er að fá af og til. Enn hefur ekkert komið í ljós hjá lækninum en við bíðum eftir tíma hjá sérfræðingi. Það sem ég er mest hissa á er að þar sem ég hef tjáð mig um þetta þá hef ég heyrt af álíka dæmum og jafnvel 2ja ára rannsóknum sem enn eru ekki að skila neinum jákvæðum niðurstöðum.
Ég vona nú að þetta sé ekkert alvarlegt. Skólinn er auðvi8tað kominn á fullt og lifi ég í voninnium að vera kominn í námsmegagírinn minn ekki seinna en á sunnudaginn ;) Ég er nú að gera það sem ég get en finn að þetta er ekki alveg komið hjá mér.
Prófin fara nú að hellast yfir eitt af öðru sem er bara hið besta mál því að þá er ekki hægt að skorast undan því að læra á fullu.
Ég var í hugfræði í gær og þar vorum við látin gera stórsniðuga æfingu. Við vorum auðvitað hálfhlæjandi í þessu nema hvað, enda alltaf gaman að prófa sjálfur hvernig heilinn í manni virkar eða þannig ;)
Ég mana þig bara í að prófa þetta ef til vinn sendi ég einhver komment inn til að útskýra það betur hvað veldur því hversu auðvelt eða erfitt er að leysa þetta litla verkefni.
Lestu textann í hljóði en segðu
jafnframt lalalalalalalala... upphátt
Svo sé ég hvað það er sko, hvað maður
getur spilað inn á þessa kalla sko, maður
bíður þeim í kaffi sko, þú veist, maður þarf
ekki að eyða nema 500 kallinum í það sko,
og maður kannski kemur út með 23
milljónir, það er alveg frábært að nota
sálfræðina soldið
($órhallur Sign"jarson í kvikmyndinni Íslenski draumurinn)
Telji! bókstafina í huganum en segi!
jafnframt lalalalalalalalala...
En kæri vinur, kenning öll er grá, og grænt
er lífsins gullna tré.
(Úr Fást eftir Goethe)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.9.2006 | 12:37
Fyrsta hugsun mín. Hvað ætli margir hafi látist?
Ég ók í austur eftir Miklubraut og þegar ég kom að gatnamótunum við Grensásveg þá tók ég eftir lögreglubíl á gatnamótunum og einnig því að ég kæmist ekki lengra eftir fyrirhugaðri leið minni þessa stundina.
Fyrsta hugsunin var, nú hefur orðið slys. Hvað ætli margir hafi látist. Ég ók síðan heilmikla krókaleiðir til þess að komast á áfangastað og velti þá í framhaldi fyrir mér hvað ég er orðin vanaföst. Ætli maður keyri ekki svolítið á autopilotinum þegar maður venur sig á að fara yfirleitt sömu leið á sömu áfangastaði?
Nú þurfti ég að breyta til og þekkti mig frekar lítið en þetta tókst nú allt að lokum. Það er annars að segja af Miklubrautinni að á álagstímum þá er hún ansi seinfarin. ég var ekki lítið fegin þegar ég las fréttina um slysið í Ártúnsbrekkunni. Þvílíkt lán að ekki var mikil umferð á þeim tíma sem þetta gerðist. Það hefurauðvitað orðið mikið tjón en stærsta tjónið sem verður í umferðinni er þegar það kostar mannslíf.
Samkvæmt fréttum þá verður Miklubraut frá Grensásvegi og upp fyrir Ártúnsbrekku lokuð til klukkan 13:00 á meðan verið er að hreinsa glerbrotin af götunni.
Ártúnsbrekkan lokuð eftir að vörubíll með glerfarm valt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2006 | 20:37
Magni í Smáralind og Dilana væntanleg til landsins
Ég var í Smáralindinni í dag þegar þúsundir Íslendinga tóku á móti honum. Við mæðgurnar mættum um þrjúleytið og hittum Siggu yfir kaffibolla á Te og Kaffi. Takk fyrir samverustundina Sigga mín það var einstaklega gaman að hitta þig. Þetta er nú fyrsta reynsla mín af því að kynnast mannenskju í gegnum netið og hitta hana svo læf ;)
(Ég fékk þesssa mynd lánað af rockband.com :))
Ég er sannarlega ríkar eftir en áður. Ef til vill voru fleiri mbl.is bloggarar á svæðinu. Mér fannst hugmyndin um að bloggarar af mbl.is myndu fylkjast saman á tónleikana algjör snilldarhugmynd eftir að ég hitti Siggu. Þetta var rosa spes.
Það var engin smá stemning á svæðinu og fólk á aldrinum 2ja til sirka 80 ára. Magni og Á móti sól tóku Hendrix Fire ásamt nokkrum öðrum lögum og síðan tók Magni Dolphins Cry einn og sér. Hér er linkur á nfs beinu útsendinguna
Það var eitthvað svo spes að sjá hann með Á móti sól. Þeir hafa auðvitað ekkert verið að spila í 3 mánuði en það kom að sjálfsögðu ekki að sök. Magni sagði okkur að Dilana væri væntanleg til Íslands og er stefnt að tónleikum á Broadway 30. sept. Svo nú að bara að drífa sig ;)
Magni mætti líka í Kastljósið áðan hjá Evu Maríu og var einstaklega gaman að horfa og hlusta á það sem þar fór fram. Þar var rætt um samskipti Magna og Jasons og sagðist Magni vera með símanúmerið hans. Þeir hefðu samið nokkur lög saman og tekið upp. Hver veit ef til vill eiga þeir eftir að gera eitthvað meira saman. Það væri held ég frábært, enda er ég hrifin af Jason.
Ég óska Magna velkominn heim og allrar þeirrar velgengi sem hann er tilbúinn að taka á móti í framtíðinni. Það er svo frábært að hugsa til þess að einn Íslendingur fer og gerir eitthvað, sem að fjölmiðlar gera mér og fleirum kleift að fylgjast með og spennu og gleðistundir læðast inn í líf mitt, ég kynnist nýju fólki og og og.....
Takk Magni, Skjár einn, mbl.is, bloggarar þar, Supernova, Dave Navarro og Mark Burnett og allir hinir sem ég man ekki eftir sem gerðu þetta kleift. Broadway 30. sept. er næst á dagskrá og jibbý ekkert próf um það leyti í skólanum hjá mér. Jabb ég er búin að tékka á því!
Ég gleymdi nú alveg spaugstofunni en í henni er gert grín að Magnaæðinu hahahaha
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.9.2006 | 21:13
Karlar vilja Barbí fyrir eiginkonu en konur vilja....
Já hvað vilja konur?
Nú er ég komin á kaf í félagslegu sálfræðina. Kannanir hafa synt það að konur vilja mann sem er hærri , eldri og gáfaðri en þær! Ég velti nú fyrir mér hvað verður um hávaxnar konur sem eru læknar eða lögfræðingar? Búa þær flestar einar?
Svo er auðvitað hitt að þó að konur vilji þetta þá þarf það kannski ekki að þýða að þær fái það. Þetta var annars skondinn spurningalisti sem kynin þurftu að svara á þann hátt að flokka það sem væri efsta á listanum og svo það sem minnstu máli skipti.
Það sem var allra allra fyndnast af þessu var það að samstíga pólitískar skoðanir voru í neðsta sæti hvað varaðaði mikilvaæi og trúarskoðanir í næst neðsta og neðsta sætinu. Ég hef sjálf verið í þeirri stöðu að sitja í sveitarstjórn og vera tilnefnd í ýmsar nefndir og á þeim tíma var ég gift manni sem var í framboði á öðrum lista og þurfti að velja á milli okkar til setu í nefnd því ekki máttu hjónin hafa of mikið vald!
Sumir voru hissa á því að við værum ekki í sama flokknum. Ég hef nú ekki hitt neinn sem hefur svarað mér játandi þegar ég spyr " spurðir þú kærustuna /kærastann þína/þinn har viðkomandi væri í pólitík?"
En þetta er mjög skiljanlegt samkvæmt þessum könnunum.Svo er nú þetta með barbí og karlmennina. Samkvæmt þessum könnunum þá hljóta allar lágvaxnar barbí með meðalgreind eða minna og sem eru ungar að ganga fljótt út hehe
En snúm okkur aftur að pólitík og trú
En þetta er ekkerk smá furðulegt að tvö heitusut umræðefni sem menn takast á um eru neðsta eða mjög neðarlega á lista þeirra sem eru að leita sér að maka! Ég verð samt að viðurkenna að ég spurði ekki um pólitískar skoðanir né hvort væntanlegir eiginmenn tryðu eða tryðu ekki og ef þeir tryðu þá á hvað?
Það vantaði hins vegar alveg á þennan lista hvað húmor er mikilvægur. Ég held að það væri nú í fyrsta sæti hjá mér. Þeir sem hafa mikinn húmor eru líka væntanlega vel greindir því það þarf talsverða greind til þess að fatta suma brandara..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.9.2006 | 19:05
Ábending til ALLRA bílstjóra
Í dag varð ég vitni að því að nokkrir strákar 10-11 ára gamlir komu brunandi niður gangstíg og einn þeirra fór beint af augum yfir aðra akrein Skeiðarvogs þaðan upp á umferðareyju með runnaplöntum, rétt nær að hemla áður en hjólið veður út á hina akreinina en bílar voru að koma úr þeirri átt.
Allir hinir strákarnir 5-6 biðu og horfðu á. Bílstjórinn sem var fremstur snögg hemlaði, næsti bíll á eftir náði líka að stoppa. Ökumaður fyrsta bílsins talaði eitthvað til stráksins og ók síðan á brott. Þá gerðist það. Bílstjórinn í næsta bíl gerir það sem við ættum aldrei að gera hann gefur stráknum merki um að hann megi fara yfir.
Hvað gerist næst. Jú annar strákur leggur nú af stað á hjólinu sínu yfir götuna og bílar sem voru að koma stoppuðu og hleyptu honum yfir. Hvað gerist þá ? Einmitt restin af strákunum hjóla nú yfir götuna og næstu bílstjórar stoppa fyrir þeim og hleypa þeim yfir.
Hvað voru þessir bílstjórar að kenna þessum strákum?
Með því að stoppa og hleypa þeim yfir götuna þá eru þeir að kenna þeim að það sé allt í fínu lagi að hjóla þarna yfir jafnvel þó að ekki væri nein gangbraut þar en það eru tvær gangbrautir við Skeiðarvog á þessum stað önnur í 100 metra fjarlægð og hin í 25 metra fjarlægð.
Í félagssálfræði hefur þessi hegðun verið rannsökuð og það var eins og ég væri að horfa á kennslu efni. Það var ekki nóg að strákurinn sem braut hina almennu reglu og hjólaði yfir umferðargötuna þar sem ekki var gangbraut og meira að segja hjólar upp á kanntstein, yfir runnabeð og svo niður af katnsteininum hinu megin sem síðan varð til þess að allir hinir strákarnir fylgdu á eftir heldur gerir ökumaður bíls númer tvö villu sem síðan er endurtekin af tveimur öðrum bílstjórum sem koma á eftir að stoppa fyrir strákunum og hleypa þeim yfir.
Nú vil ég með þessum orðum hvetja alla ábyrga bílstjóra til þess að stoppa ekki fyrir börnum á leið yfir götu nema að þau fari yfir þar sem gangbraut er. Þannig verða börnin öruggari. Bílstjórar eru meira vakandi fyrir því að börn séu á leið yfir götu þar sem gangbrautir eru.
Þau börn sem velja að fara yfir götu annarsstaðar læra mest af því að það sé erfitt og tímafrekt. Ef þau hafa valkost um að labba eða hjóla yfit hvar sem er þá velja þau þa´leið sem styst er á staðinn sem þau eru að fara á. Það þýðir oft að valinn er hættuleg leið á áfangastað.
Ég er fimm barna móðir og lít upp til bílstjóra sem tryggja öryggi allra barna með því að sýna þeim hegðun sem hvetur þau til að ganga eða hjóla yfir gangrautir.
Komum í veg fyrir slys. Stoppum bara fyrir börnum sem ætla yfir umferðargötur þar sem gangbrautir eru!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.9.2006 | 21:15
Húsbandið kemur í desember og Magni túrar með því í janúar
Ekkert smá góðar fréttir. Takk Sigrún. ég dreif mig á ruv.is og sá að þar var Lokastundin með viðtölum og fleiru í Kastljósinu. Jason vildi að Magni frontaði bandið, Gilby vildi Dilönu og Tommy vildi Lúkas. Magna var svo hamingjusamur með hvernig þetta fór. Lúkas þarf svo mikið á þessu að halda, svo miklu meira en ég. Ég lifi fullkomnu lífi og held því áfram sagði öðlingurinn okkar.
Endilega farið á Ruv og hlustið á þetta það er vel þess virði. Þar er talað við TLee, Jason, Lúkas, Dilönu og auðvitað Magna og fjölskyldu.
Já þá er bara að vera viðbúin um leið og miðasala hefst á hljómleika hjá HB með Magna í desember. Vá jólin, jólin........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
14.9.2006 | 12:51
En hvað stendur upp úr?
Ég er enn undir áhrifum RockStar. Að sumu leyti er ég fegin að keppnin er búin og ég get nú hft helgi um helgar en ekki í miðri viku ;)
Að öðru leyti þá er einkennilegt að allt í einu (eftir allar þessar vikur hum..) þá er þetta búið, enginn vikuskammtur fyrir mig á skjá 1. Ég er ekki mikil sjónvarpsmanneskaj vil ehldur velja mér það efni sem vekur áhuga minn á þeim tíma sem hentar mér.
Ég fílaði þetta samt vel með öllu tilheyrandi. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessu með mér hér og einnig þeim sem hafa bloggað um keppnina á sínum síðum því að sjálfsögðu las ég allt sem ég komst yfir ...nema hvað?????
En Magni er á leiðinni heim, hamingjusamur í sál og sinni vænti ég. Til hamingju Magni. Ég hlakka nú til að frétta af 6 vikna túrnum með bandinu, vonandi verða einhverjir fréttamenn til í að miðla þeim til okkar.
En hvað stendur upp úr?
Þessi mikla vinátta og það hvað einstaklingar geta breytt milu á stuttum tíma. Ég er ekki að segja að það sé endilega kostur að breyta sér, heldur að draga það fram að einstaklingurinn getur gert ótrúlega hluti á tiltölulega stuttum tíma ef nægjanleg hvatning er til staðar.
Við sáum þetta á nokkrum keppendum t.d. Dönu og Toby sem eru mér minnistæðust hvað þetta varðar. Þeir sem þekkja til Magna segja að hann hafi alltaf verið sjálfum sér samkvæmur og ekkert hafi komið þeim á óvart. Ég fékk hins vegar tækifæri til að kynnast honum og heyr heyr það var frábært.
Storm, Lúkas og Toby voru einstaklingarnir sem ég fílaði best fyrir utan Magna. Josh var líka næs en ég hefði viljað kynnast honum betur.
Josh og Ryan áttu erfiðast með að taka ósigrinum en annars vr ég svo yfir mig hrifin af þvi hvernig þátttakendur tóku því þegar þeir voru sendir heim (alla vegana það sem við fengum að sjá)
Þannig að nú gengur Magni á Móti Sól í ljóma "frægðar sinnar" ;)
Á Íslandi er fjölskyldan og þar er hjartað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.9.2006 | 19:14
Magni til hamingju með 4 sætið !
Já Magni, Toby og Lúkas voru á einhverjum tímapunkti í botn 2. 'Eg var ekkert smá hissa á því að Dilana væri bara örugg. En á endanum voru það Magni og Toby, en Lúkas var öruggur.
Magni flutti Fire og gerði það enn betur en síðast og HB voru ótrúlega flottir með honum. Það var gaman að sjá hve vel hann naut sín með þeim. Hann var látinn fara með Þeim orðum að þeir sæju hann ekki fronta hann væri til dæmis frekar einn af HB frekar en að fronta þá. Magni sagðist einmitt vilja það.
Hann kvaddi með stæl vá hvað ég var stolt af honum :)
Þau þrjú sem eftir voru léku á léttum nótum þau eru öll frábær. Það kom mér svo verulega á óvænt hve skondin þau eru gagnvart hvoru öðru, bara að allar keppnir hefðu keppendur sem þessa.
Þau voru öll frábær í flutningi sínum en mér fannst Lúkas þó flottastur af þeim, röddin bjartari en í upphafi. Mér fannst Dilana líka örlítið breytt í Zombie ekki viss hvort var betra en Toby bara léttur, lifandi og kátur að vanda.
Þá eru komnar niðurstöður úr lokaþættinum. Fyrst vil ég segja hve stolt ég er af íslensku þjóðinni, þeirri samstöðu sem hún kann að sýna þegar eitthvað mikið er í húfi.
Það hefur ekki verið minnsta gaman af þessu öllu saman. Ég er miklu fróðari um hæfileika Magna eins og væntanlega flestir landsmenn. Ég vil líka nota þessa færslu til þess að þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessu RoksSTar ævintýri með mér með kommentum og fyrir innlegginn á þeirra eigin bloggum.
Mér hefur þótt þetta einstaklega skemmtilegur tíma og frábært bloggsamfélag.
En hér eru þá hin endanlega niðurstaða fengin af sömu síðu og í síðasta miðvikudag.
LUKAS IS THE FREAKING WINNER!
The bottom two was Toby and Magni. Magni was cut first.
Then Toby was cut. =\ I didn't get my moment.
BUT THEN! THEY FREAKING AXED DILANA!"
Okkur tókst sem sagt ekki að halda Magna frá botninum en við getum engu að síður verið mjög stolt af honum. Ég var búin að fara í ótal hringi með þetta. Hélt orðið að Toby myndi vinna og Magni að sjálfsögðu númer tvö, svo í dag datt mér í hug að auðvitað myndi Dilana vinna og Magni að sjálfsögðu vera númer tvö en innst inni var það auðvitað alltaf Lúkas því að þó að SN séu þrír þá held ég að TLee ráði meiru en 1/3 um það hver verður með þeim og hann var alltaf veikur fyrir honum.
Ég óska Lúkasi til hamingju með sigurinn. Þau voru öll mjög frambærileg hvert á sinn mátann. Ég á nú eftir að horfa á þáttinn í kvöld og sjá hvað þau eru að flytja en það fylgdi ekki spoilernum.
Bloggar | Breytt 14.9.2006 kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
13.9.2006 | 08:57
Enginn af fjórmenningunum mun syngja með Supernova
Hum????????????????????????????
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
Aha Supernova er ekki að leita sér að söngvara. TLee, Gilby og Jason eru hins vegar að leita sér að söngvara fyrir hljómsveitina sína sem enginn veit með vissu hvað mun heita. Dómur hefur verið kveðinn upp og öll markaðssetningin á nafninu Supernova unnin fyrir gíg eða hvað?
Ég var nú búin að lesa eða heyra það einhvers staðar að grúppan myndi heita Black eitthvað. Þetta mun væntanlega skýrast í kvöld. Mér þykir nú líkelgt að þeir reyni að koma nýja nafninu á framfæri í síðasta þættinum enda ekki seinna vænna fyrst svona klaufalega vildi til að þeir völdu sér upphaflega nafn sem önnur hljómsveit á og notar !
Supernova gert að breyta nafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2006 | 08:51
Skrítið, salurinn tók mest undir hjá Magna en samt kaus hann þannig að Magni var neðstur
Ég vil bara minna á að niðurstaða fyrstu talna eru atkvæði þeirra sem í salnum voru. Það var augljóst að mikið af Toby-fans voru á svæðinu (öll spjöldin) og Dilönu-fans. Mun minna bar á spjöldum frá Lúkasar-fans og ekki sá ég neitt sem minnti á Magna eða Ísland.
Salurinn var hins vegar í mesta stuðinu þegar að Magni flutti lagið sitt. Eitthvað virðist TLee ekki vera að fíla Magna nema þegar hann kallaði hann Magnificent. ég vildi að ég vissi hvað réði þessu en þetta hefur verið áberandi eins og þættirnir eru klipptir til.
Það var gott að sá þáttur þar sem TLee svarar púi salarins með því að segja salnum að syngja þá brot úr lagi Magni sem salurinn gat ekki hafi verið klippt út. Þetta er frekar leiðinlegt að fá framan í sig svona á síðasta kvöldinu.
Það er nú svo skrítið að þó að keppandi vilji ekki detta snemma úr keppni þá sviður manni mest undan því að lenda í 2 sæti. Þá er maður svo nálægt því að vinna og öll efin sem skjótast upp í kollinum á manni (já ég þekki það af eigin reynslu)
Þegar ég vaknaði eftir stuttan blund þá hljómaði lagið hans Magna (gítarstefið) í kollinum á mér. Fyrst var ég ekki viss um hvaða lag þetta var og hélt áfram að raula mig inn í daginn og þa´allt í einu vá......... þetta er lagið hans!!!
Lagið venst vel og eldist áreiðanlega einna best af þeim. Mér finnst Head spin Lúkasar líka venjast vel.
Nú er bara að sjá hvað gerist í nótt
Skemmtilegur lokasprettur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2006 | 01:12
Loka kosningaþátturinn, hver lendir í botn 2 ?
Kjósa og kjósa eins mikið og þú getur..
Jæja þá erum við komin í loka kosningaþáttinn með final four. Ryan varð hlutskarpastur í endurkomunni með frumsamda lagið sitt. Ryan var ekki að gera það gott bara meh... ér fannst salurinn ekkert sérstaklega lifandi á meðan hann var að syngja. Hann fékk svo að launum Hondu eins og Toby!
Ég var nú svolítið spæld þar vegna þess að ég gat hvergi fundið hvenær var hægt að kjósa þann sem við vildum fá í lokaþáttinn.Á rockband umræðunum var einhver að tjá sig um þetta og taldi að það hefði bara verið hægt að kjósa á sama tíma og við vorum að kjósa Magna. Ef svo er þá er ég alveg sátt því að ég hefði ekki viljað skipta tímanum á milli hans og einhvers annars ;)
En snúum okkur þá að flytjendum kvöldsins. Ég mun senda upplýsingarnar inn í auglýsingapásunum því ekki má ég vera að því að skrifa eftir að kosningatíminn byrjar!
Toby
Karma Police (Radiohead)
Æj,æj þetta var ekki nógu gott hjá honum, hann er miklu betri í hröðu lögunum
Throw It Away (original)
Toby var flottur í þessu en Magni spilaði með honum og var alveg stórkostlegur með honum. Toby skrifaði EVS á hnakkann á Magna og þeir léku á alls oddi. Ef þú sást þetta ekki þá máttu bara ekki missa af endursýningunni :)
Fullt af spjöldum með EVS í salnum en salurinn heldur rólegri en venjulega
Lukas
Fix You (Coldplay)
Allt í lagi en þó ég ræð ekki alveg við hann þegar röddin er svona mjóróma
Headspin (original) {acoustic}
Lúkas spilaði orginalið sitt einn og óstuddur það var sérstakt Ég held að mér hafi fundist það flottara en síðast en þarf að hlusta á það aftur.
Dilana
Roxanne (The Police)
Það sem hún söng úr laginu var mjög vel gert. Það sem ég hjó sérstaklega eftir var hve falleg og tær röddin hennar var í upphafi lagsins. Hún söng ein, engin hljóðfæri í upphafi og röddin var æðisleg, bara eins og Magni væri að syngja. Strákarnir sungu allir með henni sem bakraddir :)
Supersoul (original)
svipað og síðast ekkert sérstakt lag en gott svo langt sem það náði
Magni
Hush (Deep Purple)
Algjör snilld.. vá að sjá hann og Rafe spila saman og syngja saman. Magni naut sín í ræmur. Það var gaman hjá honum og hann söng frábærlega eins og alltaf.
En hann og húsbandið, jabb þeir eru bara sniðnir saman.
When the Time Comes(original)
Lagið hans venst vel en síðan ég las spoilerinn og það sem TLee sagði þá hef ég verið að reyna að læra eitthvað úr textanum og það hefur ekki gengið hratt fyrir sig.
Hefði verið gott að hafa stutt viðlag með grípandi texta en....
Mjög gott lag með innihaldsríkum texta.
Magni fékk mestu viðbrögðin hjá salnum en þegar fyrstu tölur voru komnar þá hafði Dilana fengið mest næst kom Toby svo Lúkas og Magni var á botninum
Nú er bara að kjósa og kjósa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.9.2006 | 22:11
Vá þetta er aldeilis góður dómur á hæfni Magna
Ég er búin að vera að vafra og hita upp fyrir kvöldið/nóttina :) Á ferð minni rakst ég á eftirfarandi, en á sömu síðu er umfjöllun um keppnina og hina 3 keppendurnar endilega kíkið og lesið. Ég fæ ekki betur séð en að þessi einstaklingur sé á sama máli og ég og fleiri
"The Immigrant Song", from Led Zepplin III ran through my mind as I reviewed past performances of Magni. Magni comes from Iceland, and the lyrics, "We come from the land of the ice and snow, From the midnight sun where the hot springs blow", are a fitting theme for this man. (I love the song anyway.)
Nicknamed The Iceman, Magni has remained cool under pressure, composed in his dealings with everyone on the show. But beneath the cool exterior flows a river of molten fire. Magni began his journey on Rock Star tentatively, with his first night debut performance of the Rolling Stones, "Satisfaction". Since then, he has solidly and consistently upped the ante. Magni delivers charismatic, incredible vocals, full and powerful. He retains tonality no matter the force of the vocals, never breaking note or screaming the lyrics. He can deliver softness one moment, the next infuse his delivery with intensity and emotion that permeate the studio rafters.
Magni is a performer in the style of Bono of U2, and Robert Plant of Led Zeppelin. He's been criticized for his stage presence. He eschews trite glam rock antics, instead he prowls the stage, fluid personification of a powerful cat. He draws on the strength of his magnificent vocal prowess to engulf the audience. Magni has stood true to himself and what he's about as an artist and musician through criticisms of his performances. He exudes an aura of knowing exactly who he is. He's not threatened by critiques into being anyone's puppet or dancing to anyone's organ grinder's box.
His amazing vocal abilities are highlighted in his performance of "I Alone", a song by Live. Magni's vocals swamped Ed Kowalczyk's, dampening the original song. Magni gives the song increased value and depth, reverberating with more emotion, making it fuller. His confidence was not destroyed when he landed in the bottom three during weeks 7 and 8; he had quite the opposite response. Week 7 he gave a mesmerizing performance of "Creep" that took my breath away, Week 8, during the elimination performance, he came out fighting, guitar in hand and sparks flying during his performance of Jimi Hendrix's, "Fire". A killer performance, he effortlessly melded with the House band and created a massive on-line buzz.
In Magni there simmers greatness, and thanks to Mark Burnett, we've been introduced to a real rock star with talent assimilating to the level of a man I've admired since the '80's from Ireland. Bono came on the music scene with a little band called U2 and has made history with his sound. Rock Star: Supernova has been an excellent venue to serve as an introduction to the incredible talent of Magni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2006 | 09:12
Snilldar hugmynd frá Magna-fan
Hvort sem hugmyndin kom fram sem jók eða alvara er aukaatriði. Það er ekkert smá gaman að lesa og heyra um það sem fólki dettur í hug. Magni er að fá gífurlega mikla umfjöllun á spjallþráðunum.
Nánast allir virðast líta svo á að hann detti næst út. Einn og einn harður aðdáandi lætur sig dreyma um að hann muni vinna því að það verði mesta surpræsið :) Snjónvarpsþættir MB eru ekki alveg þekktir fyrir það að vera fyrirsjáanlegair nema þá helst á þann hátt að þar er endirinn surprise.
Alls konar kenningar eru á flugi. Lúkas vinnur það var ljóst í vku 1! Lúkas getur ekki unnið því þá er þetta lélegur sjónvarpsþáttur, það hefur verið of augljóst allan tímann.
Dramað hjá Dilönu er framreitt til þess að allir vilji að hún fari og það muni hún gera. Toby vinnur, happy, happy, joy, joy SURPRICE !
Magni fer næstur heim. Mjög fyrirsjáanlegt. Hann er góði gæinn eða the underdog. Allir munu gleðjast í hjarta sínu ef hann kemst í final þrjá. Líkurnar á því eru því miklar þar sem þetta er sjónvarpsþáttur. En afhverju fær hann minni umfjöllun í raunveruleikaþættinum en hinir?
Það kom t.d. ekki einu sinni fram hvaða lag hann myndi flytja, hvð þá að við fengjum að heyra smá sýnishorn úr því...hum ?????
Mesta Surpræsið er því Magni áfram !!!! En nóg um þessar pælingar og smábrot úr öllum áttum. Ég ætla að láta fylgja hér með smábrot af rockband.com um hugmynd sem Magna-fan fékk
Snilldar hugmynd sem myndi gera þáttinn ógleymanlegan, já ég held bara fyrir alla og líka TLee ;)
quote:Originally posted by dislande
quote:Originally posted by pennyquote:Originally posted by Archon
So, okay, everyone should be voting for a single Rocker at this point. Even if you are voting in an attempt to *deny* a Rocker because they make your teeth itch when they perform, you should still pick the most palatable one and concentrate all your votes on them. Don't vote for someone just to annoy/frustrate a SN member. Voting is your way to send a message to SN on who you prefer, or at least dislike the least.
That said, I had a marvelous fantasy hit me this morning as I was catching up. TLee called Magni's original "not memorable," the audience didn't like that commentary, TLee challenged the audience to sing a part of the song, apparently no one could...yet.
My fantasy is, when Magni's name is called out the first time by SN on Wednesday, people in the audience begin spontaneously singing the refrain from his original:
I know/
that the time will come when you look back and see/
so clear/
all the bridges that you burned in front of me/
Shows love to Magni, and a subtextual poke at SN. We'll show you, Tommy Lee!
I don't remember the melody, but those are great, GREAT lyrics!
Hope this turns out to become something more than a fantasy! The audience singing this part of Magni's original for TL on Wednesday - if Magni's name gets called out - would be priceless!
I agree, that's a grand idea. You'll just have to figure out a cue of some sort. Somebody to start singing loudly or something. Or maybe you could get the house band in on the act?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.9.2006 | 16:22
Er þetta ekki útpælt hjá Magna ? ;)
Allt í einu þá rifjaðist upp fyrir mér setning sem Magni sagði fyrir 2-3 vikum síðan. Mig minnir að þetta hafi verið í útvarpinu hér heima á klakanum. Fyrst þegar ég las lagalistann þeirra í morgun þá kviknaði nú ekki strax á perunni enda ég enn hálfsofandi hahaha
Síðan er ég búin að sitja í nokkrum fyrirlestrum, fá mér nokkra kaffibolla og þá allt í einu gerðist það....
Í viðtali við Magna segir hann að ef hann lendi í botn 3 í þriðja sinnið í röð, sem hann átti alveg eins von á, þá ætlaði hann að syngja Deep Purples Hush. Sjálfsagt hefur hann æft þetta lag fyrir tvo síðustu þætti en eins og þú manst þá lenti hann ekki í botn 3.
Það er þvílíka snilldin að flytja þetta lag núna í mikilvægasta þættinum ( en ég er nú reyndar búin að vera að segja þetta síðustu tvær vikurnar). Hann fær frábæra dóma fyrir flutning sinn á þessu lagi. fólk er svo sannarlega að fíla flutning Magna með HB í Hush að ég á nú bara verulega erfitt með að bíða eftir þættinum.
Ég er nú ekki viss um hvernig þetta kemur út svona þegar á heildina er litið en síðast þegar þau fluttu frumsamið lag þá fékk Magni athugasemd um að lögin sem hann væri að flytja veru eiginlega eins. TLee er auðvitað alltaf með einhverja svona athugasemdir í hans garð.
Ætli við fáum ekki líka að sjá það núna þar sem Hush er nú þokkalega rokkað , en það er fumsamda lagið hans líka.
Deep Purple Lyrics - Hush Lyrics
Artist: Deep Purple Lyrics
Song: Hush Lyrics
I got a certan little girl she's on my mind
No doubt about it she looks so fine
She's the best girl that I ever had
Sometimes she's gonna make me feel so bad
Hush, hush
I thought I heard her calling my name now
Hush, hush
She broke my heart but I love her just the same now
Hush, hush
Thought I heard her calling my name now
Hush, hush
I need her loving and I'm not to blame now
(Love, love)
They got it early in the morning
(Love, love)
They got it late in the evening
(Love, love)
Well, I want that, need it
(Love, love)
Oh, I gotta gotta have it
She's got loving like quicksand
Only took one touch of her hand
To blow my mind and I'm in so deep
That I can't eat and I can't sleep
Listen
Hush, hush
Thought I heard her calling my name now
Hush, hush
She broke my heart but I love her just the same now
Hush, hush
Thought I heard her calling my name now
Hush, hush
I need her loving and I'm not to blame now
(Love, love)
They got it early in the morning
(Love, love)
They got it late in the evening
(Love, love)
Well, I want that, need it
(Love, love)
Oh, I gotta gotta have it
Ef þig langar að hlusta á cover of Deep Purples Hush
Pældu aðeins í því hve flottur Magni verður í þessu lagi !!!!
Magni syngur síðastur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.9.2006 | 11:14
Spoiler...ekki lesa ef þú vilt ekki láta spilla fyrir þér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku