2.6.2006 | 16:15
Komin upp á lag með kerfið
Nú er ég komin vel upp á lag með kerfið. Hér hef ég notið þess að verja svolitlu af tíma tíma mínum síðan ég komst í kosningahaminn.Ég er sem sagt búin að hita upp. Mér finnst gaman að fylgjast með og les að sjálfsögðu fréttir á hverjum degi. Mbl.is er í uppáhaldi hjá mér en ekki eini fréttamiðillinn sem ég sæki í. Ég hef oft verið spurð að því hvernig ég fari að því að gera það sem ég geri á hverjum tíma. Ekki veit hvort ég lít út fyrir að geta áorkað miklu minna en ég síðan geri eða hvort það er eitthvað annað;)
Í u.þ.b. 30 ár hef ég átt mér draum sem ég er nú að leggja mikið á mig til að gera að veruleika. það er gaman að lifa drauminn sinn jafnvel þó að hann sé enn í fæðingu. Manneskjan hefur átt minn hug allan svo lengi sem ég man eftir mér. alt sem tengist henni, bæði líkamlega heilsa, andlega heilsa, næring beggja þessara þátta og hegðun einstaklingsins. Í dag heillar þetta mig enn allt en hegðunin er mjög framalega.
Námið mitt gengur einmitt út á það að reyna að skilja hegðun. Námið er erfitt, krefjandi og afar skemmtilegt. Ég hef því nokkrum sinnum spurt sjálfa mig hvers ég sé megnug. Er þetta meira en ég ræð við? Draumurinn minn er að ljúka þessu námi og nota svo það sem eftir er af lífinu til þess að gera góða hluti fyrir mig og mína og vonandi einhverja fleiri með þeirri þekkingu sem ég mun afla mér á leiðinni í gegnum það. Að hámarka getu sína er aðaláhugamálið.
Flokkurinn "leiðin að markmiðinu" mun innihalda blogg um það að gera draum sinn að veruleika. Þetta er fyrsta innleggið sem ég set þar inn. Ég vona svo bara að vinir, vandamenn og aðrir gestir hafi gaman eða gagn af ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2006 | 12:44
Það er töggur í þeim
Já gömlu naglarnir standa fyrir sínu eða á ég ef til vill að segja að Keith Richards standi fyrir sínum. Stundum setur maður markið of hátt ( kókoshnetan) og fellur til jarðar, en fall getur líka verið fararheill.
Aðdáendur Rollinganna kætast líklega og myndi ég gera það ef ferð þeirra lægi til Íslands. Þegar ég las fréttin aum fallið þá hafði ég verulegar áhyggjur um að aldurinn yrði honum til trafala. Alltaf skjótast nú fordómarnir upp hjá manni. En hann slapp bara vel og sagt er að hann sé orðinn heill heilsu. Húrra fyrir því.
Alltaf gaman að sjá gamla snillinga halda snilldi sinni áfram og áfram og áfram........
![]() |
Rolling Stones tilkynna um hljómleikaferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2006 | 12:24
Leggjumst öll á eitt
Það er ánægjulegt að sjá að menn og konur eru að vinna í því að stöðva verðbólguna. Ég vona sannarlega að samkomulag náist um hugmynd frá Samtökum atvinnulífsins. Mér finnst líka sanngjarnt hvernig þetta er sett fram hjá þeim. En Samtök atvinnulífsins eru ekki þeir einu sem eru að gera eitthvað í málunum.
Í Fréttablaðinu í morgun sá ég auglýsingu frá Kb banka um hækkun innlánsvaxta. Það væri vit í því að bankarnir tækju saman höndum allir sem einn og hækkuðu innlánsvexti til þess að hvetja fólk til sparnaðar. Fyrir stuttu síðan sá ég auglýsingu frá S24 einnig um hækkun innlánsvaxta. Nú er bara að biða og sjá hvað setur.
Íbúðaverð hefur reyndar enn verið að hækka þó að það sé nú lítið miðað við það sem gerðist á síðasta ári. Það er von til þess að stöðugleiki komist á það, en þær hækkanir hafa haft talsverð áhrif á verðbólguna.
Þegar velmegun eykst og fólk kemst í betri stöðu þá er auðvitað mikilvægt að reyna að halda þeirri stöðu. Til þess þurfa allir að leggjast á eitt. Margt smátt gerir eitt stórt segir máltækið. Þetta er svona eins og með gróðurhúsaáhrifin, sumum einstaklingum finnst ekki taka því að taka þátt vegna þess hve litlu máli framlag hans er. Ef allir hins vegar myndu hugsa svona þá fer það að skipta máli ekki satt?
Leggjumst því öll á eitt, sýnum lit, styðjum þá sem að koma með leið til lausnar með þvi að vera virkir þátttakendur.
![]() |
Bjóða 12 þúsund króna hækkun á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2006 | 10:10
Einhver komst í feitt þegar hann fór á klósettið ;)
Aumingja skattheimtumaðurinn sem þurfti að leggja frá sér skjalatöskuna með u.þ.b. 2 milljónum króna í seðlum þegar hann var að athafan sig á klósettinu. Ætli það sé mikil von um að sá næsti sem náttúran kallaði á á sama svæði steig þar inn og fann töskuna. Sannarlega væri það fréttnæmt. Mig rekur nú ekki í minni að hafa lesið margar fréttir um fundvísa einstaklinga sem hafa lagt það á sig að skila fund sínum.
Eru menn enn að innheimta skatta í beinhörðum peningum í Austurríki. Ég viðurkenni hér með fávisku mína en ég hélt bara að seðlar væru komnir úr tísku. Seðlar eru greinilega stór þáttur í menningu Austurríkismanna þega skattheimtumenn innheimta eftir þeirri leið.
![]() |
Skattarnir gleymdust á klósettinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2006 | 08:39
Hvað veldur?
Mér varð orðfall. Rúmlega tvítug stúlka búin að vera á götunni í 6 ár. Hún hefur því verið 14-17 ára og samkvæmt frásögn hennar þá er ungum stúlkum að fjölga á götunni. Hvernig má þetta vera í vaxandi velmegun á Íslandi? Hvað veldur því að svo ungar konur og reyndar menn líka ef að þeir eru jafnungir að lenda á götunni, velji sér þá lífsbraut?
Er það eiturlyfjanotkun eða eitthvað annað? Er ekki hægt á einhvern hátt að sporna við slíkri þróun? Í dag er ég ekkert nema margar stórar spurnignar. Ég gæti ekki hugsað mér það hlutverk að þurfa að vera útigangsmanneskja. Ég spjallaði eitt sinn við konu á mínum aldri sem sagði mér sögu sína. Hún hafði verið lengi á götunni, hafði gefist upp um árið engin af þeim leiðum sem hún reyndi hafði leyst vanda hennar. Um árið fór ég í gegnum talsverða fjárhagslega erfiðleika sem að leiddu huga minn að því að ef ég ekki gæti leyst mín mál þá gæti þetta ef til vill orðið mitt hlutskipti. Bara tilhugsunin var hræðileg. Hún gaf mér þann viðbótarstyrk sem ég þurfti til þess að gefast ekki upp og berjast til lausnar. Þjáning konunnar og opin tjáning hennar varð bjargráð mitt.
Enginn veit hvað í annars manns garði býr
Margir eru fullir af fordómum í garð utangarðsfólks. Auðvitað eru einstaklingarnir mislitir þar en það eru þeir í öllum stigum samfélagsins. Ég starfaði við verslunarstörf í miðbæ borgarinnar og nokkrum sinnum komu útigangsmenn til mín og við tókum þá tal saman. Þá áttaði ég mig á því að þetta er fólk eins og ég og þú sem á einhverjum tímapunkti í lífi sínu gefst upp, getur ekki meir eða leiðist út í þetta vegna eiturlyfjaneyslu og allra þeirra fylgifiska sem henni fylgja og festist síðan þar. Mér fannst á þeim tíma það skiljanlegri ástæða heldur en að fólk geti bara ekki höndlað líf sitt vegna fátæktar eða áfalla.
Utangarðsmenn eiga alla mína samúð, þó að ég eigi engar lausnir til handa þeim frekar en aðrir. En að horfa á eftir svo ungu fólki inn á þessa lífsbraut, það hljóta að vera til einhver úrræði. Eitthvert bjargráð sem hægt er að gefa ungu fólki til þess að taka með sér inn í framtíðina og grípa til ef að erfiðleikar steðja að svo að ekkert ungmenni þurfi að velja sér það hlutskipti að fara á götuna.
![]() |
Konum hefur fjölgað á götunni" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2006 | 22:01
Horfnir spekingar
Nú veltist ég um í heimi fortíðarinnar eða á tímum Aristótelesar um 300 árum fyrir Krist. Mér finnst einstaklega áhugavert að sjá hverngi menn höfðu og hafa auðvitað enn mikil áhrif hvor á annan. Sókrates ræðuskörungurinn var kennari Platós sem var kennari Aristótelesar sem var kennari Alexanders mikla.
Síðast liðið ár hef ég lagt nám á sálfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og hafa þessir vitringar fortíðarinnar heillað mig alveg upp úr bæði skóm og sokkum. Það hefur þurft mikið hugrekki að vera það sem þeir voru en galt Sókrates með lífi sínu þar sem hann var talinn spilla æskunni. Hann var því dæmdur til þess að taka inn eitur.
Aristóteles og Plató voru andstæður má líkja þeim á vissann hátt við efnið og andann. Þeir eru hinir tveir pólar heimspekinnar. Aristóteles var sakaður um trúleysi og yfirgaf Aþenu og dó ári síðar.
Þar sem pólitíksar glæður mínar loga enn síðan um síðustu helgi þá hoppa á mig setningar sem endurspegla á einhvern hátt það sem verið hefur að gerast. Mér eru þá ofarlega í huga ásakanir og leit þeirra tapsáru að blórabögglum. Nú leyfi ég Aristótelusi að mæla til okkar " Hinum veiku er alltaf mjög umhugað um réttlæti og jafnrétti. Hinum sterku er sama um hvort tveggja"(Magee B. Saga heimspekinnar).
Menn munu vonandi alltaf hafa ólíkar skoðanir og getu til þess að skiptast á þeim. Lánist þeim að vera málefnalegir í stað þess að ráðast á persónur hvors annars þá munu þeir verða móttækilegri fyrir þeim gullkornum sem falla á sameiginlegri lífsleið þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2006 | 11:26
Eitthvað fyrir konur til að hugsa um
Pabbar með háskólagráðu eru líklegri til þess að hugsa um börnin sín en þeir sem eru minna menntaðir. Þeir eru líklegri til þess að leika við þau, baða þau o.þ.h. Konur sem hugsa sér að eignast barn eða börn ættu ef til vill að velta þessu fyrir sér.
Nú var ég að lesa það hér um daginn að konum fjölgar ört í háskólanámi á Íslandi og eru fleiri konur við nám en karlar. Ég vona nú fyrir hönd allra þeirra kvenna sem huga að barneignum að körlum muni fjölga verulega í háskólanámi.
Sjálf er ég fimm barna móðir og hef alltaf fyllst af stolti þegar faðirinn sýndi áhuga í verki til þess að vera með og hugsa um barnið sitt.
Ég velti fyrir mér orsökinni. Er það ef til vill það að margir sýna stelpum meiri umhyggju en strákum þegar börnin eru ung. Þannig læra strákarnir ef til vill það að ekki er endilega eðlilegt að veita umrædda umhyggju. Umhyggja er því bæði í eðli konunnar en jafnvel líka ræktuð í uppeldinu. Þegar karlar fara í háskólanám þá læra þeir felstir meira um einstaklinginn. Það gæi verið þeim hvatning til að hugsa um börnin sín. En þetta eru bara pælingar mínar á rigningarfrídegi í Reykjavík.
![]() |
Bandarísk rannsókn: Menntaðir pabbar hugsa meira um börnin sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2006 | 10:23
Gunso the Love Guide
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2006 | 09:51
Klassa lag
Lagið Time of our Lives sem er samið af Svíanum Jörgen Elofsson er klassa lag, enda valið sem opinbert lag heimsmeistarakeppninnar í fótbolta.
Jörgen segir að fótbolti sé draumur um velgengni, sigra já draumurinn um að draumar þínir rætist! Vel til orða tekið og lagið að mínu mati hljómar eins og sigurvegari sé að tjá sig.
![]() |
HM-lagið frumflutt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2006 | 09:27
1000$ gjöf, eitthvað til að hugsa um?
Ég myndi fá mér nýjan bíl, ef að bílaumboðin á Íslandi byðu svona rausnarlega eins og bílasmiðjur Fordí Bandaríkjunum gera. Já þá myndi ég alvarlega hugsa um að kaupa mér nýjan bíl! Bensin fyrir 1000$ í gjöf með nýjum bíl og vaxtalaus lán. Það gerist nú ekki betra.
Í gærkvöldi vorum við hjónin einmitt að ræða möguleikana á því að fá okkur nýrri bíl. Nú er bara að bíða og sjá. Ætli þessi tilboð nái eitthvað út fyrir Bandaríkin?
![]() |
Ford gefur bensín með nýjum bílum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2006 | 08:53
Lífstíll kvenna ;)
Veski, töskur, tuðrur, koffort ( þegar kona gengur alveg gjörsamlega fram af karlmanni vegna stærðar handtöskunnar þá kallar hann hana koffort), umslög eru orð sem notuð hafa verið um handtöskur kvenna. Margar konur geta ekkert farið án handtöskunnar. Hún hefur breytt um stærð og snið í gegnum tíðina.
Ég er ein þeirra kvenna sem fer helst ekkert nema ef til vill út í garð án handtöskunnar. Versta minning mín er þegar stóru tuðrurnar fóru úr tísku og í stað þeirra komu lítil nett umslög. Ég gat engan vegin komið öllu því lífsnauðsynlega sem ég var vön að bera með mér hvert sem ég fór í þessi litlu umslög. Það fór því svo að ég var tilneydd til þess að hafa með mér plastpoka undir allt það sem ekki komst í umslagið. Ég þreyttist fljótt á plastpokanum og dreif fram gömlu tuðruna mína, ég hef aldrei verið föst í því að tolla í tískunni ;).
Þrátt fyrir að hafa dregið gömlu tuðruna mína fram þá var ég orðin vön umslaginu mínu þannig að það endaði með því að ég stakk því eins og hverri annarra smáaurabuddu ofan í almennilegu stóru tuðruna mína. Nú ferðaðist ég um ekki aðeins með eina handtösku heldur tvær.
Um mig fór hrollur þegar ég las fréttablaðið snemma í morgun og sá mér til mikillar skelfingar að handtöskur kvenna eru enn að minnka. Hvað er nú til ráða. Á nú sagan eftir að endurtaka sig mér sýndist þessi litla taska vera um það bil 1/3 af þeirri stærð sem mér hefur loksins lært að bera. Ég sé ekki að mér muni takast að koma mínum lífsnausynjum sem ég þarf að hafa með mér hvert sem ég fer og svo óttast ég verulega að ég myndi týna svo litlu veski.
Já nú eru góð ráð dýr!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2006 | 08:24
Gott að vera á Vopnafirði
Ég bjó í 17 ár á Vopnafirði og þar komst ég upp á lagið að fylgjast ítarlega með veðri og veðurspám. Það var meira að segja svo mikið að stundum dreymdi mgi drauma sem ég hafði gaman af að spá í og túlka se veðurspár ;)
Á Vopnafirði er líka hægt að tala um veður. Mikill munur er á veðrabreytingum þar heldur en hér í Reykjavík. Það skondnasta við þetta er að mér hefur tekist á þessum 17 árum að festa háar hitatölur við Vopnafjörð. Mér hlýnar því yfirleitt um hjartaræturnar þegar ég sé að við Íslendingar megum vænta þess að hitinn fari upp í eða yfir 20 stig vegna þess að þá poppa upp góðar minningar frá Vopnafirði.
Þetta er skemmtileg pæling þar sem að veðrabreytingar hafa átt sér stað og það sem ég man eftir sem ekta Reykjavíkurveður sem sagt ekkert veður, rigning eða súld sem er þó ekki saðreynd nema kannski í dag. Það er gamaldags ekta Reykjavíkurveður í dag.Oft er afskaplega gott veður í borginni og þá er ég alltaf jafn hissa. Það virðist ekki auðvelt að breyta þessu í minningabanka mínum þar sem að það eru heil 12 ár síðan ég flutti frá Vopnafirði.
Það situr fast í langtímaminni mínu að háar hitatölur á Íslandi séu tengdar Vopnafirði ;)
![]() |
Allt að 20 stiga hiti í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 19:05
Mál til komið
Rétt hjá Valgerði. Fólk á að vera málefnalegt, alveg sama hverju verið er að mótmæla. Mótmæli eiga fyllilega rétt á sér, en þegar ráðist er að persónunni þá á að taka á því. Það mætti halda að Valgerður ein hafi haft valdið en ekki allir 44 þingmennirnir, þingmennirnir sem voru lýðræðislega kosnir af Íslendingum til þess að taka ákvarðanir.
![]() |
Valgerður kærir hótanir á mótmælaspjaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 17:18
Hvernig lík eru lögð til
Ég fór að þjóminjasafnið fyrir stuttu og bloggaði einmitt um það hér. Þar skoðaði ég meðal annar mjög heillega beinagrind ( mér leið eins og ég væri að ganga á gröf). Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvernig líkið hafði verið lagt til. Ég reikna með því að fornleifafræðingar leggi beinagrindurnar til eins og þær fundust. Get mér þess til. Líkið hafði sem sagt verið lagt í fósturstellingu. Lá á hlið með bogin hnén. Umræða skapaðist um þetta og þótti þeim sem þátt tóku líklegt að þetta kæmi til vegna þess að Íslendingar sváfu í litlum rúmum með bogin hnén.
Nú var ég að lesa grein um fornleifafund í Forum Romanum í Rómaborg og tók eftir að líkið sem þar hafði verið lagt til fyrir u.þ.b. 3000 árum síðan, sem reyndar er forvitnileg vitneskja þar sem kenningar hafa verið uppi um upphaf Rómarbyggðar fyrir u.þ.b. 2700 árum, lá á bakinu með hendur niður með síðum.
Þekkir þú ástæðuna fyrir ólíkum aðferðum við að leggja til lík?
![]() |
Formóðir fornra Rómverja fannst í Forum Romanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 17:01
Allt hefur sína kosti og galla
Vísindaskáldskapur að verða að veruleika? Ég hef verið aðdáandi vísindaskáldskapar. Það er heillandi að hvíla sig á raunveruleikanum og lifa sig inn í ævintýri skáldskaparins. En brátt gætu myndir um huliðshjálma ekki talist til skáldskapar. Ég ætla nú ekki að örvænta því það er til svo margir snilldar rithöfundar að þeir skálda bara einvherja nýja snilld sem vísindamenn glíma síðan við að gera að veruleika í ókominni framtíð. Það væri nú ef til vill ráð að líta á gömlu sögurnar og spá í hverju hægt er að eiga von á í framtíðinni ;)
En óneitanlega opnast ýmsar leiðir með huliðshjálm úr efni sem leiðir ljósið hjá sér. Þá er ég ekki bara að tala um í hernaði en líklega verður það fyrst notað þar ( ef til vill því miður) en svona er lífið í dag, en hugurinn fór á flug hjá mér, hvað með rannsókaraðila, einkaspæjara svo eitthvað sé nefnt.
Þó að mig hrylli að vissu marki við tilhugsuninni að "stóri bróðir" eigi enn hægara um vik þá get ég ekki annað en samglaðst með vísindamönnunum. Það hlýtur að ver gaman að glíma við sl+ikar þrautir og lenda svo viðunandi lausn. Það er með þetta eins og flest annað í lífi okkar, allt hefur sína kosti og galla.
![]() |
Vísindamenn hanna huliðshjálm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 14:33
Ég verð bæði reið og sorgbitin
Að ginna 15 ára stúlku til þess að smygla kókaíni eða yfirleitt að ginna ungt fólk til þess að smygla eiturlyfjum gerir mig bæði reiða og sorgbitna. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það hefur ekkert upp á sig að reiðast en tilfinningar eru tilfinningar og erfitt að koma í veg fyrir að þær poppi upp, hins vegar er hægt að takast á við þær.
Eiturlyfja og smyglhringir einbeita sér væntanlega að því að finna leiðir til þess að koma efninu á milli landa. Það er því til lítils að einbeita sér að þeim. Þeim verður ekki breytt nema að það sé eitthvað sem þeir velja sjálfir. En hvað ræður því að 15 ára unglingur er fáanlegur til þess að smygla efninu?
Vita unglingar ekki um áhættuna sem fylgir þeim verknaði? Ef að það er ástæðan að 15 ára unglingar geri sér ekki grein fyrir hvaða afleiðingar þeta hefur fyrir þá sjálfa og jafnvel fyrir alla væntanlega neytendur efnanna þá þarf að fræð þá. Það ættu foreldrar að gera og jafnvel ætti slík fræðsla að vera í skólum.
Þegar ég var unglingur þá var sýnd mynd sem að reyndar tengdist því að aka undir áhrifum áfengis. Myndin var blóðug eins og hún situr í minningu minni, en hún hafði áhrif á mig. Ég myndi vilja að fræðsla um allt það sem snertir ferli eiturlyfja frá ræktun til neytanda væri sýnt í skólum fyrir 14 - 16 ára ugnlinga. Unglingar er ekki minna þroskaðir í dag en 1970 og þeir horfa nú þegar á efni á DVD og í sjónvarpi eða bíóum sem er blóðugt. Því ekki að vekja þau til vitundar? Ef til vill gæti það komið í veg fyrir misnotkun manna og kvenna sem veigra sér ekki við að ginna ungt fólk til slíkra gerða.
Ég er sorgbitin vegna stúlkunnar sem nú þarf að horfast í augu við það að hafa látið ginnast eða hverngi svo sem þetta hefur atvikast. Foreldrar fræðið börnin ykkar allir aðrir sem vettlingi geta valdið. Við viljum ekki að ungt fólk hefji lífsferil sinn á þennan hátt ef hægt er að komast hjá því.
![]() |
Reyndi að smygla kókaíni í leikfangabangsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 12:53
Maðurinn hefur alltaf haft gaman af því að skilja umhverfi sitt
Einu sinni hélt maðurinn að jörðin væri flöt og að Guðirnir sýndu reiði sína með því að skekja landið og láta fjöllin spúa eldi. Vísindin hafa svo í aldanna rás sýnt okkur og sannað á margan hvernig efnis heimurinn er og hvað veldur þessu og hinu. Ég las í fréttunum ekki bara eina heldur tvær greinar sem tengjast nýjum upplýsingum sem breyta þeirri vitneskju sem við áður höfðum. Eins og að á Norðurpólnum hafi ríkt hitabeltislofslag fyrir u.þ.b. 55 milljónum ára og að meðalhiti þar hafi verið mun meiri en áður var haldið. Aðalástæðan hafi verið gróðurhúsaáhrif sem hafði hækkað hitastig jarðar.
Þetta er áhyggjuefni vísindamanna í dag að hitastig sem einmitt að hækka á jörðinni vegna gróðurhúsaáhrif. Vonandi hreyfa svona fréttir við einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum og öllum þeim sem taka þátt í því að auka loftmengun. Grænt er vænt. Það er einmitt það sem talið er að hafi gerst að ákveðin burknategund hafi breitt úr sér og unnið gegn koltvísýringnum þar til að hitastig fór að lækka aftur. Nú er um að gera að hvetja alla til enn frekari ræktunar.
![]() |
Hitabeltisloftslag ríkti á norðurskauti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 10:41
Kærleikurinn sýndur í verki
Fæðing Shiloh Nouvel dóttur Angelina Jolie og Brad Pitt´s gæfa fyrir börn í Namibíu. Það er gaman að lesa fréttir af fólki sem leggur sig fram við að hjálpa náunganum ekki síst minnstu bræðrum sínum og systrum, börnum heimsins. Það hlýtur að verða góð tilfinning fyrir Shiloh Nouvel þegar hún eldist að vita til þess að fæðing hennar hafi bætt aðstöðu margra fátækra barna í Namibíu.
Já þau eru töff karakterar Brad Pitt og Angelia Jolie og sýna kærleikann í verki. Ég er stolt af þeim.
![]() |
Jolie og Pitt styrkja fátæk börn í Namibíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2006 | 17:28
Ábending til lagahöfunda að semja ekki væmin og vinsæl lög í Bretlandi
Ef lagahöfundi tekst að semja vinsælt lag og það er einnig væmið þá á hann það á hættu að það verði bannað í útvarpsflutningi. Þetta á alla vegana við í Bretlandi nánar tiltekið á útvarpsstöðinni Essex FM og sérstaklega ef lögin eru falleg eða væmin eins og fram kemur í fréttinni.
Það er þokkalegt eða hitt þó heldur að það að vera of geðþekkur geti komið þér á bannlista. Fólk er bara búið að fá nóg.
![]() |
Lög James Blunt bönnuð á breskri útvarpsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2006 | 16:52
Mér hlýnar um hjartaræturnar
Oft hef ég dáðst að björgunarsveitamönnum enda full ástæða til. Þeir leggja sig oft í mikla hættu og gera alltaf allt það sem mannlegur máttur leyfir þeim. Nú hef ég verið að fylgjast með hvernig fimmenningunum reiðir af sem lentu í snjóflóðinu á Hvannadalshnjúk.
Þyrlunni tókst ekki að lenda vegna lélegs skyggnis. Í fyrsta sinn sem vitað er stökkva björgunarmenn úr þyrlu til þess að sinna björgunarstörfunum. Já við getum svo sannarlega verið stolt af björgunarsveitarmönnum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma hinum slasaða eða týnda til hjálpar.
Þökk sé þeim öllum
![]() |
Björgunarmenn stukku í fallhlífum á Hvannadalshnjúk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af mbl.is
Innlent
- Grindvíkingur: Leyfið okkur að fara heim
- Íbúar í Reykjanesbæ loki gluggum í nótt
- Áfram gýs úr einum gíg
- Kári: Talaði óvarlega um meinta njósnagetu
- Útlendingur handtekinn grunaður um mansal
- Miklum verðmætum stolið úr verslun í miðbænum
- Betra að sleppa tíu sekum en að dæma einn saklausan
- Tölvur sem geta njósnað um starfsfólkið
- Ók á mann og beitti foreldra sína ofbeldi
- Langtímaverkefni að bæta stöðu fangelsismála
Erlent
- Kveður forsetafrúna hafa verið mann
- Erik Menendez með alvarlegan heilsubrest
- Úkraínumenn mótmæla: Kusum ekki einræði
- Tilkynntu Trump að nafn hans væri í skjölunum
- Eitt lykilorð kostaði 700 manns vinnuna
- Dúsir í fangelsi til æviloka eftir Idaho-morðin
- Sérkennilegt njósnamál í Ósló
- Segir aðgerðir Ísraels í samræmi við alþjóðalög
- Hungursneyðin af mannavöldum
- Grípa til refsiaðgerða vegna flóttamannastraums
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku