Leita í fréttum mbl.is

Ég verð bæði reið og sorgbitin

Að ginna 15 ára stúlku til þess að smygla kókaíni eða yfirleitt að ginna ungt fólk til þess að smygla eiturlyfjum gerir mig bæði reiða og sorgbitna. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það hefur ekkert upp á sig að reiðast en tilfinningar eru tilfinningar og erfitt að koma í veg fyrir að þær poppi upp, hins vegar er hægt að takast á við þær. 

Eiturlyfja og smyglhringir einbeita sér væntanlega að því að finna leiðir til þess að koma efninu á milli landa. Það er því til lítils að einbeita sér að þeim. Þeim verður ekki breytt nema að það sé eitthvað sem þeir velja sjálfir. En hvað ræður því að 15 ára unglingur er fáanlegur til þess að smygla efninu?

Vita unglingar ekki um áhættuna sem fylgir þeim verknaði? Ef að það er ástæðan að 15 ára unglingar geri sér ekki grein fyrir hvaða afleiðingar þeta hefur fyrir þá sjálfa og jafnvel fyrir alla væntanlega neytendur efnanna þá þarf að fræð þá. Það ættu foreldrar að gera og jafnvel ætti slík fræðsla að vera í skólum.

Þegar ég var unglingur þá var sýnd mynd sem að reyndar tengdist því að aka undir áhrifum áfengis. Myndin var blóðug eins og hún situr í minningu minni, en hún hafði áhrif á mig. Ég myndi vilja að fræðsla um allt það sem snertir ferli eiturlyfja frá ræktun til neytanda væri sýnt í skólum fyrir  14 - 16 ára ugnlinga. Unglingar er ekki minna þroskaðir í dag en 1970 og þeir horfa nú þegar á efni á DVD og í sjónvarpi eða bíóum sem er blóðugt. Því ekki að vekja þau til vitundar? Ef til vill gæti það komið í veg fyrir misnotkun manna og kvenna sem veigra sér ekki við að ginna ungt fólk til slíkra gerða.

Ég er sorgbitin vegna stúlkunnar sem nú þarf að horfast í augu við það að hafa látið ginnast eða hverngi svo sem þetta hefur atvikast. Foreldrar fræðið börnin ykkar allir aðrir sem vettlingi geta valdið. Við viljum ekki að ungt fólk hefji lífsferil sinn á þennan hátt ef hægt er að komast hjá því. 

 


mbl.is Reyndi að smygla kókaíni í leikfangabangsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband