17.6.2006 | 11:40
Að hita upp fyrir sumarsmellinn í ár ;)
Í gærkvöldi barði ég augum myndina "Pirates of the Caribbian " og hafði svo gaman af henni.Snilldarmyndir sem vefja bröndurum inn í annars þokkalegan spuna. Ég ætla mér sannarlega að sjá mynd númer tvö í sumar og hlakka til að komast að því svona fyrir mig hvort hún verði ekki besti smellur sumarsins. Johnny Depp leikur svo skemmtilega ævintýralegan karakter.
Það er ágætis samantekt um hann hér
Þessi mynd inniheldur svo margt, spennu, grín, ævintýramennsku, rómantík, klógindi ofl. ofl. Ég var undrandi á því hvað ég hafði gaman af því að horfa á hana aftur. Er ekki mikið fyrir að horfa oft á sömu myndina nema þær sem eru þess eðlis að erfitt er að ná innihaldinu í einu áhorfi.
Þá dettur mér í hug myndin "What the Bleeb Know" sem er eins konar viðtalsmynd ( ekki handrit) en ég þarf einmitt að horfa á hana aftur áður en ég fjalla um hana hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2006 | 11:27
Gott gæti orðið mun betra
Ég er mjög hrifin af mbl.is Þar get ég lesið fréttirnar þegar mér hentar. Viðmótið er þægilegt og fljótlegt að velja það sem ég legg áherslu á eða hef mestan áhuga á þá stundina. Það kemur því ekki á óvænta að heimsóknum á mbl.is hafi fjölgað.
Ég hef rekið mig á það þá daga sem ég nota tölvuna mikið að það er tiltölulega lítið nýtt í öðrum fréttamiðlum. Yfirleitt er ég búin að lesa um þær á mbl.is
Eitt myndi nú samt auka gleði mína enn frekar og það væri ef erlendum fréttum og alls konar könnunum fylgdu heimildir. Oft langar mig til að lesa meira, stundum á ég erfitt með að trúa því sem ég er að lesa t.d. um kannanir og þá myndi ég vilja geta átt þess kost að skoða tölulegar upplýsingar eða myndrit enn frekar.
Ég er því afar glöð þá sjaldan gefinn er kostur á því að linka sig inn á aðra síðu þar sem hægt er að fræðast meira um málið. Yfir höfuð er ég samt ánægð. Ég er frekar fréttafíkill en hitt. Sjónvarpsfréttir hafa verið ofarlega á lista hjá mér þar til ég fór nýverið að nota mbl.is. Mér finnst gaman að fylgjast með og það hentar mér vel að geta gert það eins og boðið er upp á á mbl.is
![]() |
Heimsóknum á mbl hefur fjölgað frá síðustu fjölmiðlakönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2006 | 07:53
Gangi honum vel með ritgerðina sína
Það er nefnilega ótrúlega mikil spenna og áreiti frá huganum sem fylgir því að vinna stóra upphæð og alveg sérstaklega ef að þú ert vanur eða vön að hafa lítið.
Ég fékk nú bara (;)) eina milljón í vinning í apríl síðastliðnum þá á þröngum fjárhagslegum tímamótum. Ég varð auðvitað rosglöð með vinninginn og ætlaði bara að verja honum í skynsamlega hluti og þyrfit því ekkert að vera að hugasa um hann. Gerði heiðarlega tilraun til þess að læra enda stutt í prófatíð, en viti menn það voru bara í tíma og ótíma alls konar draumar og pælingar að skjótast upp í huga mér. Mér gekk erfiðlega að halda einbeitingu í þrjá daga. ég gekk því frá niðurgreiðslu skulda og gat þá einbeitt mér aftur. En eitt var ég meira þakklát fyrir en annað og það var að hafa ekki dottið í lukkupottinn daginn fyrir próf hjúkk....
Ég samgleðst með námsmanninum með 14 millurnar sínar og vona að hann geti einbeitt sér að ritgerðinni sinni.
![]() |
Blankur námsmaður vann 14 milljónir á skafmiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2006 | 07:39
Snilldarkerfi
Enn ein staðfestingin á því hve vel líkaminn er gerður til þess að lifa af. Því meira sem ég les um starfsemi líkamans þeim mun hrifnari verð ég. Mér fannst getnaðurinn og vöxtur og þroski fóstursins alveg þvílíka kraftaverkið. Mér fannst nú bara mesta furða hve mörg börn verða til og það fullsköpuð. Þetta kerfi er stórkostlegt eða kraftaverk eins og ég var vön að kalla það.
En nú í vetur þegar ég var að læra lífeðlislegu sálfræðina þá heillaðist ég nú alveg upp úr skónum af heilanum og taugakerfinu. Það er ótrúlegt hve vel heilinn er varinn. Að vísu velti ég nú fyrir mér hversu gott það er í sumum tilfellum eins og Þegar fólk neytir áfengis. Þá fækkar upptökustöðvum (til að vernda heilann fyrir víninu) þess vegna þarf fólk alltaf meira og meira vín til þess að finna á sér.
Vínmagnið verður samt alltaf meira og meira í líkamanum og það fer auðvitað illa með annað t.d. lifrina. Það tekur lifrina langan tíma að losa sig við áfengið, sem er einn af orsökum skorpulifrar. Heilinn er hins vegar varinn fyrir eiturefnum eins lengi og hægt er.
En talandi um þörfina að leggja sig eftir matinn tengist afkomugetunni. Ég hef líka tekið eftir því þegar ég er að fara í próf að það borgar sig ekki fyrr mig að borða áður en ég fer. Það þarf að gerast minnsta kosti 2 klukkustundum fyrir próf. Mér finnst það koma niður á einbeitingunni enda tekur meltingin til sín gífurlega orku þegar verið er að melta fæðuna.
Já mér finnst alltaf gaman af pælingum um manneskjuna ( eiginlega á öllum sviðum) ;)
![]() |
Síðdegisblundurinn útskýrður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2006 | 23:10
Skyldi hún hafa játast honum?
Ja hérna sá tók aldeilis áhættu. Hann hefur nú varla reiknað með að lenda í þessum ævintýrum. Ég hef nú lesið um það einvhers staðar að þegar fólk er ástfangið þá er það ekki með sjálfu sér (nokkurs konar geðveila eða þannig;))
Hann biðlar til hennar en hún er ekki viss um að hún sé tilbúin til að fara út í bindinguna. Vinurinn drífur sig þá bara úr öllum fötunum og hleypur nakinn um hverfið. Auðvitað þurfti eitthað að gerast. Þar kemur par og hann stingur sér inn í runna til að fela sig.
Parið var vart um sig þegar það sér í bera leggina í runnanum og er nakta biðlinum skipað að koma fram. Skotið er að honum og átti hann fótum fjör að launa..
Samkvæmt sálfræðinni þá hefur daman hans sennilega orðið meira hrifin af honum og hitt parið sem lendir þarna líka í tilfinnaþrungnu augnabliki sömuleiðis orðið meira ástfangið hvort af öðru, svo ég tali nú ekki um nakta biðilinn.
![]() |
Nakinn biðill í skothríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2006 | 23:01
Góð dæla
Ég var nú bara farin að sakna bloggsins. Mikið að gera hjá mér núna og rétt tími til að lesa fréttir en enginn tími til að blogga. En ég stóðst nú ekki fréttina af dælunni okkar "hjartanu" . Ég var virkilega hissa á því að eldri hjörtu væru bara nokkuð jafn góð þeim yngri ( sem gjafahjörtu). Reyndar mun meiri líkur á dauða í kjölfarið, en þeir sem lifa ígræðsluna af og lifa í 10 ár + standa vara eins að vígi hvort sem þeir fengu hjarta úr 20-30 ára eða 50 ára.
Eldir hjörtu verða því líklega meira notuð í framtíðinni. Ég velti samt fyrir mér afhverju þessi minnkandi munur kemur fram eftir þetta langan tíma. Það er sem sagt meiri hætta fyrstu mánuðina sem síðan minnkar og minnkar. Ætli aðlögunartíminn sé lengri fyrir eldra líffæri?
Mér finnst allt svo áhugavert sem snertir heilsu og vellíðan að þetta vakti auðvitað upp spurningar hjá mér. En ég hef ekki enn fundið nein svör :(
![]() |
Eldri hjörtu jafn góð og ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2006 | 17:58
Sálfræðinemar, Anima félag þeirra og fleira áhugavert
Vá enginn smá áhugi á náminu. Hátt á þriðja hundrað nemendur hófu nám. Ég kynntist fljótlega nokkrum nemendum ( eitthvað sem ég átti alls ekki von á). Eftir því sem leið á námið þá áttaði ég mig á því hve fordómafull ég í rauninni var. Ég var eiginlega búin, alveg ómeðvitað að ákveða það að ungu fólki fyndist asnalegt af eldra fólki að hefja háskólanám. En það var nú alls ekki reyndin.
Ef að einhverjum hefur fundist það, yfirleitt verið eitthvað að pæla í því þá barst mér það aldrei til eyrna. Ég átti auðvelt með að spjalla við þá nemendur sem sýndu áhuga. Ég rakst líka á nemendur á þriðja ári sem ég þekkti svolítið til. Það var gaman að spjalla við þá og ekki var nú verra að fá tækifæri til að fræðast um tilhögun námsins.
Ég vissi að námið væri krefjandi, þar sem ég þekkti konur sem höfðu stundað það. Ég held meira að segja að kröfurnar hafi minnkað. Ein af þeim sagði mér að það hefðu verið 30 nemendur í sálfræðinni þegar hún stundaði nám þar fyrir u.þ.b. 20 árum síðan :)
Áherslur hafa breyst og andleg/sálfræn vandamál heldur að aukast. Það er því ekki skrítið að þessu námi sé sýndur áhugi.
Ég hef alltaf verið mikil félagsvera og mér líkar vel við félagsstarf. Ég ákvað því að styrkja Animu félag sálfræðinema. Það stóð nú svo sem ekkert sérstaklega til að stunda félagslífið með unga fólkinu en ég vildi styrkja félagið. Ég er sannfærð um að það er gott fyrir nemendur að hittast og alveg sérstaklega fyrir unga fólkið sem á alla framtíðina fyrir sér.
Hver veit ef til vill eiga einhverjir þessara nemenda eftir að vinna saman jafnvel í mörg ár ;)
Þetta lagðist allt vel í mig. Ég var í fullu námi + enskri málfærni sem mér fannst sniðugt að taka þar sem það er mikið að lesa og mest allt á ensku. Ef til vill á líka eftir að fara út og þá skiptir miklu máli að viðhalda tungumálafærninni eða helst auka hana.
I was happy as a Clown :)))
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2006 | 12:43
Fyrir áhugasama
Ég var að lesa skemmtilega samantekt um Tomma og fleiri stjörnur hér
Held að fyrsta myndin þar sé af Tomma þegar hann lék í Vannilla Sky en það er stutt síðan ég sá hana. Ég fór ryst að sjá hana í bíó en mundi ekki svo mikið eftir henni. Svolítið skrýtin mynd en klassaleikarar. Það er alltaf gaman að sjá góðan leik þó auðvitað sé það best þegar söguþráðurinn hentar manni líka.
![]() |
Sýnishornið úr Mission Impossible III valið það besta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2006 | 12:32
Sniðug hugmynd
Ég velti því fyrir mér hvort að foreldrar eigi frumkvæðið um að kaupa bókina handa krökkunum sínum eða hvort breskir krakkar séu svona áhugasamir um leiki fortíðarinnar hahahaha ( þegar ég var lítil;))
Svo margir krakkar í dag hafa meiri áhuga á öðrum hlutum en pappírsskutlum, skordýrum, veit ekki með að klifra í tré hum, ætli það sé ekki enn áhugavert. Ég var eiginlega "tomboy" þetta var allt spennandi fyrir mig þegar ég var lítil svo ég tali nú ekki um fótsýrðu kassabílana sem þurfti að hlaupa með upp í brekku og bremsurnar voru bara fæturnir í jörðina hahahahaha
Í dag finnst mér þetta svolítið hættulegt en aldrei slasaði ég mig neitt á þessu. Ég átti nú aldrei svona kassabíl, en ef ég átti kringlu eða kex þá gat ég leigt mér nokkrar salibunur hjá strákunum í hverfinu.
Það er rosalega gaman að rifja þetta upp hér sit ég nú fyrir framan tölvuna með þvílíka brosið allan hringinn og væntanleg líka smá ævintýraglampa í augunum.
![]() |
Hættulega strákabókin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2006 | 11:07
Neytendavaldið
Ég furða mig á því aftur og aftur afhverju neytendur nota ekki vald sitt. Taka saman höndum og versla ekki vörur eins og til dæmis iTunes frá Apple. Ég er ekki sérstaklega að taka Apple fyrirtækið fyrir heldur er verið að fjalla um vörufrá þeim í frétt mbl.is sem ég er að blogga út frá.
Átta neytendur sig virkilega ekki á því að sameiginlegt vald þeirra virkar? Ef að vara selst ekki þá er enginn tilgangur að framleiða hana. Ef að nógu margir sniðganga fyrirtæki sem býður upp á ósanngjarna skilmála þá er það tilneytt til þess að breyta þeim ellegar illa fer fyrir rekstrargrunni fyrirtækisins.
Mötunarsamfélög eru hættuleg þegnum þeirra á vissan hátt. Sköpunarkraftur, frumkvæði og fleira í þeim dúr dofnar. Þegnarnir kaupa það sem auglýst er. Trúa því sem sagt er við þá og lifa svo jafnvel ósáttir.
Þetta er svona svipað og með atkvæðisréttinn. Þegar ég spyr fólk afhverju það kjósi ekki þá fæ ég oft svarið eitt atkvæði breytir engu. Ef ég svara því til að ef allir hugsuðu svona þá myndi bara þeir sem í framboði væru kjósa sjálfan sig. Mikilir öfgar og fáir tilbúnir til að hlusta á þá, en auðvitað skiptir hvert atkvæði máli.
Þetta á líka við um neyslusamfélagið. Neytendur velja hverjir komast af, hverjum gengur vel. Þeir eru að greiða atkvæði með rekstri í hvert sinn sem þeir kaupa eitthvað. Margir er bara að hugsa um peningana sína "ég versla í Bónus af því að þá fæ ég fleiri vörur fyrir sama pening" eða tímann sinn " þægilegt að versla á horninu" o.s.frv. en auðvitað eru neytendur líka að segja ég vil að þessi þjónusta verði hér áfram.
Ég ímynda mér að það geti verið spennandi að lifa í samfélagi virkra neytenda. Þá væri lífið auðvitað ekki eins fyrirsjáanlegt, þar sem að fumkvæði, sköpun og hugsjónir væru stærri þáttur en í dag.
![]() |
Neytendasamtök á Norðurlöndum vilja skýringar frá Apple |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2006 | 08:35
Nú var ég orðin vel vopnuð
Fyrsti dagurinn í draumanáminu mínu runninn upp. Nú var ég vel vopnuð öllum þeim græjum sem myndu gera mér kleift að ná árangri. Alveg er þetta týpískt. Þegar ég ætla að setja nýja (gamla) bílinn okkar í gang þá bara drepur hann á sér jafnhraðan. Ég stressast auðvitað aðeins upp, leiðinlegt að geta ekki komið tímanlega í fyrsta fyrirlesturinn. Ég hafði aldrei áður verið í HÍ og vissi því ekkert hvernig þetta væri. En ég átti að mæta klukkan 8:05
Ég var ekki vön að nota strætó en sé vagninn koma og tek til fótanna, mig minnti að ég hefði einhvern tímann séð númer 14 stoppa hjá bóksölu stúdenta. Það var rétt munað, þaðan þurfti ég síðan að labba upp í Háskólabíó. Hjartað barðist í brjósti mér, ég var orðin aðeins of sein. ég læddist inn og fann mér sæti á 4 bekk.
Ég hafði nú svo sem ekki misst af neinu og gat bara slakað á. Ég þreyttist auðvitað fljótt í augunum og átti eftir að venjast nýju gleraugunum. Hljómgæði í salnum voru góð og enginn kennaranna verulega djúpraddaður en það hefði verið hið versta mál fyrir mig. Það var dálítið skondin tilfinning að sitja í bíósalnum sem ég hafði svo oft setið í áður mér til afþreyingar og að afþreyingin nú væri draumanámið.
Næstu daga myndi ég sjá hvernig þessu væri háttað og hvernig best væri fyrir mig að nálgast það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2006 | 23:05
Take the Lead
Skrapp í bíó í kvöld með yngri dóttu minni. Myndin er byggða að sannsögulegum atburðum og er um danskennara sem Antonio Banderas leikur. Hann kennir vandræða unglingum samkvæmisdansa með ívafi. Skemmtileg blanda tónlistar í myndinni ;)
Banderas fer vel með hæutverkið og lifði ég mig vel inn í myndina. Ekki laust við að eitt og eitt tár væri að mynda sig við að brjótast út úr augum mínum. Fín afþreying, enda alltaf gaman af dans og/eða söngvamyndum. Ég hugsa bara að ég eigi eftir að sjá hana einhverntímann aftur. Hún minnti mig á margan hátt á "Save the Last Dance" þó þær séu á margan hátt ólíkar.
Þá er bara að drífa sig í bíó. Önnur forsýning verður á fimmtudaginn og ekki er nú verra að Masterkorthafar frá frían miða ;)
Takk fyrir mig Mastercard eða þannig :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2006 | 22:38
Eina pillu af bjór takk
krabbameini. Mörgum finnst nú kannski lítið til þess koma að innbyrða
bjór í pilluformi, en því miður, ef tilgangurinn er sá að koma í veg
fyrir blöðruhálskrabbamein þá duga ekki færri en 17 glös af bjór á dag.
Hum ég gæti nú trúað að þegar til lengdar lætur þá muni allur sá bjór
skapa ýmiskonar annarar tegundar vanda ;)
![]() |
Efni í bjór virðist draga úr hættunni á blöðruhálskirtilskrabba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2006 | 19:25
Þingkona veðjar rassinum á sér ;)
Sennilega hefur finnska þingkonan MaaritFeldt-Ranta ekki mikla trú á að þjóðverjar verði heimsmeistarar í knattspyrnu. Konur virðast hafa talsverðan áhuga á nákvæmlega því hvort þjóðverjar vinni eða ekki. Fyrir nokkrum dögum hætti 94 ára kona við að deyja. Hún ætlaði fyrst að vita hvort þjóðverjar yrðu heimsmeistarar, fyrr færi hún ekki!
En finnska þingkonan veðjaði annarri rasskinninni þ.e.a.s. hún ætlar að láta tattóvera þýsa fánann á hana ef þeir verða heimsmeistarar. Jahérnaja... heehehehee
![]() |
Veðjaði rassinum á þýskan sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2006 | 13:30
Nú styttist í að ég myndi hefja draumanámið mitt :)
Ég leiddi nú hugann að skynfærunum. Málið er að þegar ég var 22ja þá þurfti ég gleraugu vegna litilsháttar nærsýni. Ég fékk síðan ofnæmi fyrir umgjörðunum og hætti að nota gleraugun. Ætlunin var alltaf að fá sér ný og betri en það voru aldrei til peningar fyrir þeim. Ég komst af án þeirra (sjónin ekki svo slæm). Heimurinn varð að vísu loðnari með tímanum en ég vandist því.
Ég hafði tekið eftir því þegar ég fór í bíó að ég gæti ekki lesið textann, en það kom svo sem aldrei að sök. Nú hins vegar runnu á mig tvær grímur. Myndi ég sjá glærur og þá punkta sem sumir kennarar veldu að skrifa á töflu. Ég óttaðist að svo væri ekki. Nú var ráð að leita til sérfræðings og láta mæla sjónina og fjárfesta síðan í gleraugum.
Þetta gekk allt vel. Ég fékk tíma nokkrum dögum síðar og þær fréttir að sjónin hefði versnað og ég þyrfti í rauninni tvískipt gleraugu. Málið var að styrkleikinn var orðinn það mikill að ég gat ekki lesið (eða glósað hjá mér) með sömu gleuraugum og ég þyrfti til þess að sjá skýrt frá mér.
Augnlæknirinn sagði mér líka að margir þyrftu nokkurn tíma til að venjast gleraugunum. Það var kominn september og skólinn rétt að byrja. Ég var ekki í góðum málum. Að ég skyldi nú ekki hafa hugsað fyrir þessu. Ég ákvað engu að síður að fá mér tvískipt gleraugu ég yrði að takast á við það ef það tæki mig langan tíma að venjast þeim. Vegna nikklesofnæmisins þá varð ég á fá mér Títan gjarðir. Úff þetta myndi sko kosta...
En þetta var nú ekki allt. Þegar ég var 17 ára varð ég fyrir skaða á heyrn. Það hafði bara verið skoðað einu sinni og ekkert hægt að gera. Heyrnin var heldur að versna. Ég pantaði því tíma hjá sérfræðing og vildi vita hver staðan mín væri og hvort eitthvað væri hægt að gera. Loksins var ég tilbúin til þess að láta þessi mál ganga fyrir ýmsu öðru, en það hafði ég aldrei áður getað gert.
Fréttirnar þar voru ekki góðar. Heyrnin hafði versnað og ekkert hægt að gera við því, eða það var mér alla vegana sagt. Hún var þó ekki svo slæm að ég þyrfti heyrnartæki, nema ef ég sæti í stórum sal og hljóðið bærist illa.
Ég stefndi þá á að kaupa mér gleraugu og velja mér síðan sæti framarlega í salnum þannig að öruggt væri að ég myndi heyra ef kennari notaði ekki míkrafón. Gleraugun kostuðu tæp 70 þúsund, samt bara einföld ( þó þau væru tvöföld) gleraugu. Það var sem sagt enginn mega stíll á þeim.
Ég var líka komin með bókalistaog gat farið og verlsað skólabækurnar. Vááááá´mikið hlakkaði ég nú til að fara að byrja. Skyldi ég ráða við þetta, eða var ég að hætta mér út í eitthvað miklu meira en ég gæti ráðið við?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2006 | 09:07
Enn einu sinni spyr ég ......
hver segir sannleikann? Alveg er það með eindæmum hve ríkt það er í manneskjunni að segja ekki sannleikann. Svo mikið ber þeim í milli Þorsteini Pálssyni og Jóhanni Haukssyni og Hallgrími Helgasyni að ég get bara hrist höfuðið.
Allir hljóma þeir svo sem trúverðugir en hvað veldur því að þeir sjá málið á svo ólíkan hátt. ég hef svo sem lesið um þá tilhneigingu fólks að sjá og túlka hluti í takt við það sem passar þeim sjálfum.Manneskjan getur verið ótrúlega blind á það sem ekki passar inn í hennar heim.
Alvarlegar ásakanir ganga í rauninni í báðar áttir. Þorsteinn segir frá hinu rétta í Fréttablaðinu í dag. sé það raunin þá er Jóhann Haukss. frekar ódrengilegur í sínum pistlum og Hallgrímur greinilega hlynntari Jóhanni (Fréttablaðið í gær)því að hann sér það rétta hjá honum. Þorsteinn vitnar í grein Hallgríms og segir að hann verði síðan sjálfur að standa fyrir sínu.
En hvað veit ég? Mér fannst eiginlega ég hafa sóað tíma mínum í að lesa pistla sem greinilega eru ekki byggðir á traustum grunni, þar sem að mönnum ber talsvert mikið á milli. Eini tilgangurinn væri þá sá að vekja máls á þessu hér í blogginu. Ég hef staðið mig að því, stundum þegar ég les blöðin að ég tek mark á því sem ar stendur. Samt veit ég um mörg mál, sem hafa birst á síðum blaðanna þar sem farið er með rangt mál eða mistúlkanir, jafnvel rangtúlkanir ( fréttin selur betur) hafa átt sér stað.
Ég hef samt það mikla þörf til að fylgjast með samfélaginu og því hvernig menning okkar breytist smátt og smátt með hegðun fólksins. Mikið vildi ég nú óska þess að einn af þeim þáttum væri meiri hreinskiptni að fólk einfaldlega segði satt frá og myndi draga úr þeirri þörf að vera alltaf að túlka orösk orða annarra. En þetta er nú auðvitað fjarlægur draumur sem er því miður ekki líklegur til þess að rætast.
Mér er því nær að láta mig dreyma um mína þátttöku (hegðun) í samfélaginu því að það er víst eini vettvangurinn sem ég get haft áhrif á ( mín eigin hegðuð) ;)
![]() |
Unnið að starfslokasamningi Jóhanns Haukssonar við Fréttablaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2006 | 22:12
Þá er bara að bíða og sjá
Á morgun fáum við að vita hverjar sameiginlegar áherslur Framsóknar- og Sjálfstæðismenn hafa komist niður á. Báðir láta vel yfir viðbrögðum sinna flokksmanna þá eigum við eftir að sjá hvernig almenningi líst á.
Mér finnst þetta áhugavert og er ekki kvíðin niðurstöðu þeirra. Eins og komið hefur fram þá eru þessir flokkar vanir að vinna saman. Margir eru að tala um leikskólamálin og hafa áhyggjur af því að lítið verði úr þeim loforðum. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Ég er nú sjálf 5 barna móðir og veit hve mikil bót það hefði verið að hafa frían eða ódýran leikskóla. Ég hef því fullan skilning á afstöðu barnafólks. Ég þekki hins vegar ekki hvernig það er að vera barnlaus og jafnvel öryrki eða atvinnulaus, en ég heyrði einmitt skoðun þeirra hér um daginn.
Þeim fannst þetta ekki vel farið með peninga borgarinnar. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig og þegar ég setti mig inn í það þá var það líka vel skiljanlegt. En svona er lífið það er aldrei ein hlið á málinu, heldur tvær eða fleiri....
Ég hefði hins vegar viljað sjá frítt í strætó þar sem ég er sérstakur áhugamaður um það að draga úr umferðarþunga, uppspændu malbiki (svifryksmengun) og útblástursmengun.
![]() |
Sjálfstæðismenn og Framsókn funduðu með flokksmönnum í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2006 | 16:39
Ekkert smá hvað HM er ómissandi fyrir suma ;)
Enginn púls fannst á Maríu gömlu 94 ára, en sonur hennar og læknir höfðu báðir gengið úr skugga um það. Hún var látin. Allt í einu rís hún upp og sðyr hvenær næsti leikur Þjóðverja sé. Líklega hefur nú fólki verið nett brugðið og fræddi læknirinn hennar hana um það að hún hafi verið látin, en nei, nei hún tók það nú ekki í mál. Fyrst ætlaði hún að sjá hvort Þjóðverjar yrðu heimsmeistarar.
Það lítur bara út fyrir að gamlar konur lifi lífinu lifandi, ein 102ja að taka þátt í kvennahlaupinu á Íslandi og önnur 94 að fylgjast með boltanum. Ekki öll nótt úti enn :)
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.6.2006 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2006 | 11:49
Svona eiga konur að vera!
vera. Heilsan er auðvitað mikilvægasti þátturinn þarna eins og svo víða
annars staðar. Þetta hlýtur að hafa verið gaman fyrir hana Torfhildi.
Ég samgleðst með henni, það hefði verið gaman að vera á staðnum og
getað óskað henni til hamingju í eigin persónu. Ef að einhver
aðstandandi hennar les þetta þá bið ég viðkomandi um að koma
heillaóskum til skila ;)
![]() |
Elsti þátttakandinn í kvennahlaupinu var 102 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2006 | 11:35
Stúdentsskírteinið
Jæja það var nú ekki allt búið, þó að öllum einingum væri lokið þá var ég auðvitað að gera þett á óhefðbundnum tíma. Engar útskriftir frá Sumarskólanum og ekki nema í maí og desember í FÁ.
Ég hafði sótt um skólavist í HÍ fyrir 5 júní með fyrirvara um að ég næði prófunum. En til þess að hægt væri að samþykkja mig inn í skólann þá þurfti ég stúdentsskírteini eða a.m.k. afrit af slíku. Sumarskólinn hefur þann sið að senda einkunnir rafrænt til þeirra skóla sem nemendur stunda nám við.
Þegar Sumarskólinn hafði skilað af sér einkunnum þá voru allir farnir í sumarleyfi í FÁ. Ekki var þeirra að vænta aftur fyrr en um prófatíma fjarnámsnemenda eða eftir verslunarmannahelgina. Ég var nú orðin frekar óörugg þar sem að það þurfti að vísa nemendum frá Háskólunum vegna mikillar aukningar á aðsókn. Ekki yrði tekið við neinum undanþágum þannig að ég varð að fá skírteinið.
Ég mætti upp í FÁ um leið og opnað var fyrsta dag eftir sumarleyfi. Þá voru menn og konur auðvitað rétt aðhita upp og ekkert nema eðlilegt við það. Iðnaðarmenn voru þar að störfum og skrítið að koma þarna aftur við þessar aðstæður. Ég sagði afgreiðslustúlkunum á skrifstofunni ( frábærar konur) raunir mínar og allt var gert til þess að hjálpa mér að leysa úr þessum vanda.
Fyrst þurfti að finna Kristján Thorlasíus en hann sá um frágang á bráðabirgðaskírteini, staðfestingu um að ég hefði lokið námi þó að formleg útskrift færi ekki fram fyrr en í desember. Þegar hann var búinn að þessu þá þurft að finna skólameistara til þess að undirrita skjalið. Upphófust nú hlaup um skólann upp og niður stiga og úr vesturálmu yfir í austurálmu.
skólameistari hafði skilið símann sinn eftir á skrifstofunni sinni þannig að við gátum ekki nýtt okkur tæknina. að lokum fundum við hann og undirritaði hann nú skírteinið með bros á vör.
Loftið var örlítið spennuþrungið og hugsaði ég með mér "alltaf þarf ég nú að gera hlutina aðeins öðruvísi en venja er til"
Ég dreif mig síðan beinustu leið upp í nemendaskráningu HÍ LOKSINS.....LOKSINS eftir öll þessi ár var ég á leiðinni í draumanámið mitt!!!
Vegna fjárhagserfiðleika okkar þá hafði geymt pening fyrir skólagjöldunum á sérreikning sem ég annars notaði ekkert. Ég var búin að vera með hann þar síðan í maí. Þegar búið var að lagfæra skráningu mína og samþykkja mig inn, ég búin að velja áfangana sem ég ætlaði að ástunda á haustönn og vorönn eins og alltaf er gert (þó ég hafi ekki vitað það), þá var komið að því að greiða skólagjöldin. Það var lokaskrefið í þessu ferli til þess að skránig mín væri fullgild.
Þá tekur ekki betra við en að kortinu mínu er hafnað. Ég botna bara ekkert í þessu. Spennan hjá mér var það mikil að ég fattaði ekki strax að ég væri ekki með rétt kort! Ekki nóg með það, því þegar ég áttaði mig á því þá vissi ég að ég gæti auðvitað millifært en ég mundi bara ekki eftir því að til væru símar þannig að ég ók út Eiðistorg og millifærði þar í bankanum, fattaði þá að auðvitað hefði ég getað hringt og hahahahahahaha gat nú sem betur fer bara gert nett grín að sjálfri mér.
Jæja en nú gat ég sett punktinn fyrir ofan i-ið og byrjað að hlakka til septembermánaðar. Þá myndi væntanlega hefjast nýtt tímabil í lífi mínu :))))
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku