Leita í fréttum mbl.is

Ég varð fyrir vonbrigðum þegar...

ég heyrði dóma um nýjustu Pixar myndina "Cars" Pixar hafa verið að gera stórfínar myndir en svo koma þessir hræðilegu dómar. Myndin allt of löng, takmörk fyrir því hve marga bílabrandara er hægt að segja í einni og sömu myndinni o.s.frv.

Ég hef greinilega gleypt við þessu því að helgaraðsókn myndarinnar í USA kom mér skemmtilega á óvart. Ég hef greinilega tekið mark á gagnrýnandanum sem ég var að lesa um daginn.  Ég er nú von að lesa svona pistla með gagnrýnu hugarfari en ég hef greinilega sofið á þeim verði um daginn.

Það verður gaman að berja myndina augum með syni mínum þegar þar að kemur :) 


mbl.is Bílarnir brunuðu á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magni hefur ákveðinn sjarma

Magni hefur sérstaka persónulega útgeislun. Ég væri ekkert hissa þó að
hann stæði eftir sem sigurvegari. Þetta er spennandi tækifæri og óska
ég honum bestu mögulegu velgengni. Það klæðir hann best að vera bara
hann sjálfur og lifa sig inn í það sem hann er að takast á við á
hverjum tíma.
mbl.is Magni næstum kominn í Rock Star: Supernova
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland góður staður til að fjalla um loftslagsbreytingar

Ég hlakka til að skreppa upp í HÍ á miðvikudaginn. fá tækifæri til þess að hlusta á vísindamennina ræða málin. Mér finnst Ísland fín staðsetning fyrir slíkan fund þar sem að við búum við tiltölulega hreint loft ef við berum okkur saman við önnur lönd. 

Ástandið hefur þó farið versnandi hér eins og annars staðar. Það verður áhugavert að fylgjast með því sem kemur fram á samráðsþinginu. 


mbl.is Samráðsþing um loftslagsbreytingar hefst í Reykjavík á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hægja á beinþynningu

Ég er búin að vera í lífsstíls og heilsubótarstuði í dag. Google sjóðheitt af leit að bætandi áhrifum greips. Ég fann upplýsingar um að fræin ( steinarnir) væru afar hollir og að greipávöxturinn væri góður fyrir sýkingar í munni t.d. sár eða aumir gómar. Greipið á líka að vinna vel á magabólgum og magasárum ofl.ofl.

Síðan rakst ég á þessa síðu hér 

Ég á nú erfitt með að trúa þessu en hver veit, ef til vill eru það andoxunarefnin sem koma í veg fyrir beinþynningu. Sem sagt um að gera að fá sér ferskan greipsafa á fastandi maga á morgnana eða appelsínusafa ( á að gera sama gagn varðandi beinþéttni).  Rannsóknirnar hafa einungis verið gerðar á rottum og skila góðum árangri þar. Gæti bara vel verið að safinn virki líka vel á okkur mennina ,)


Eitthvað fyrir konur sem vilja virka yngri en þær eru ;)

Var að leita að áhrifum greips á líkamann og fann þá eitthvað allt annað hér

Hver veit ef til vill dembi ég mér nú út í tilraunir ;) 


Eftirhermun, speglunarfrumur heilans

Ég var að lesa eitt af uppáhaldstímaritunum mínum Scientific American Mind (vol 13 no 3). Það er ekki annað hægt en að brosa og jafnvel skella uppúr. Hver kannast ekki við að einhver geispi og fleiri fara að geispa? Ég var nú bara að skoða myndirnar og þegar ég sá myndina af konunum tveimur , báðum geispandi þá þurfti ég að geispa í gegnum brosið. Síðan tók við mikill hlátur þegar ég kláraði mig í gegnum greinina. Mirror neurons sem við getum kallað spglunarfrumur eru víða í heilanum. Vísindamenn hafa verið að rannsaka eftirhermuhæfni mannsins út frá sjónarhorninu námshæfileikar. Þessar taugafrumur verða virkar þegar einstaklingur veitir athöfnum annarrar manneskju athygli og frumurnar eru á mismunandi stöðum í heilanum.

Ég velti fyrir mér þeim þætti að læra af velgengni annarra, en margar bækur hafa verið ritaðar með það í huga. Ég hef lesið nokkrar slíkar og hugsað, það sem færir einum árangur gæti ef til vil lað einhverju leyti fært mér árangur. Svo hef ég þreifað mig áfram og vinsað úr það sem hentar mínum persónuleika en sleppt hinu.

Faðir segir frá fæðingu sonar síns í greininni. Faðirinn hafði heyrt að ungbörn hermdu eftir þeim fullorðnu t.d. ef þú rekur út úr þér tunguna. Strax eftir fæðingu byrjar faðirinn að reka út úr sér tunguna ( hann hafði ekki heyrt um þetta áður), líklega vildi hann testa þetta sjálfur. Eftir nokkur skipti rekur litli snáðinn út úr sér tunguna. Faðirinn hló þar til hann grét af hlátri. Ég gat svo sannarlega hlegið með honum því ég var svo sem búin að gretta mig á alla vegu fyrir framan börnin mín en ég vissi samt ekki um þetta. Ég var auðvitað búin að læra þetta þar sem speglunarfrumurnar í hausnum á mér hafa afritað þetta eftir hinum ;)

Ég hef líka lesið bækur um líkamstjáningu fólks sem mér finnst mjög skemmtileg og einstaklega áhugaverð. Í partýum er gaman að fylgjast með þessari tjáningu og reyndar líka bara alls staðar annars staðar. Verst er að geta ekki sagt frá því sem gerist því fólk er oft viðkvæmt fyrir því að aðrir séu að fylgjast með þeim.  Ég man svo vel eftir því þegar ég var í FÁ þá var ég einmitt nýbuin að elsa eina bókin um líkamstjáningu. 

þar var talað um að þegar fólk sýndi vinsemd eða að það vildi kynnast betur, viðkomandi væri bara allt í lagi eða jafnvel áhugaverður...

Þá hermdi sá aðili eftir líkamshreyfingum hins. Ég mana þig í að prófa þetta ef að þú þorir;) Ég stóðst ekki freistinguna og þegar tækifæri gafst þá greip ég það. Nemendur þurftu að vinna tvier og tveir saman. Ég sat annars ein í þessum tímum. Þegar nemandinn setti sig í sömu líkamstellingu og ég sat í á studdi ég hinni höndinni undir kinn og hallaði mér aðeins fram a borðið. Það liðu nokkrar sekúndur áður en sessunautur minn hermdi þetta eftir mér. þá rétti ég mig upp og strauk hendinni upp ennið og yfir hárið og hugsaði með mér ef að viðkomandi gerir þetta líka þá er hann að herma eftir. Viti menn sömu hreyfingar voru framkvæmdar. Ég var nú alveg að springa úr hlátri og reyndi að hugsa um eitthvað annað en líkamstjáningu vandamálið var bara það að viðkomandi hermdi alltaf eftir mér. Ég tók á það ráð að halda sömu stellingu lengi svo að ég kæmist yfir þetta. 

Greinin fjallar um hæfni okkar til þess að læra af öðrum og í henni eru ýmsar vangaveltur um það hvort að menning þróist út frá þessum þáttum. Mjög skemmtileg grein og yfir höfuð áhugvert blað fyrir þá sem heillast af hegðun fólks og dýra ekki síst séð með augum lífeðlisfræðinga. 

Ef þú vilt líta á heimasíðu blaðsins þá er hún hér 


Sumarskólinn og 12 einingarnar

Höfuðið var lagt í bleyti en ekki var langur tími til stefnu. Sumarskólinn er frekar dýr og ef ég myndi velja hann og falla í einhverju eða eða jafnvel fleiru en einu fagi þá þyrfti ég líka að greiða fyrir sömu einingar í fjarnámi í FÁ. Næði ég ekki að láta dæmið ganga upp þá gætiég ekki treyst því ( bara 1% líkur á að komast inn í HÍ á undanþágu) að ég gæti hafið nám í september sama ár. Við vorum að glíma við fjárhagslega erfiðleika þegar á þessu stóð og samviskan var að naga mig. Var þetta eigingirni? hvað ef ég næði ekki árangri? Fjarnámið og Sumarskólinn kostuðu mikla peninga. Skólabækur eru alltaf dýrar. Ég hafði vanið mig á að kaupa allar bækur notaðar. Ég fór líka í almenningsbókasöfnin og fékk sumt lánað þar. Þetta nám var ekki lánshæft. ég kveið ekki fyrir því að fara í dýrt háskólanám því að í rauninni myndi það verða ódýrara heldur en það sem ég þurfti að greiða fyrir stúdentseiningarnar. Ég hélt aldrei utan um þann kostnað, líklega hefði ég hætt ef ég hefði gert það.

Ákvörðunin var erfið. Ég átti eftir að ljúka þremur náttúrufræðiáföngum ( líffræði, jarðfræði og eðlisfræði eða 103,113 og 123) og til viðbótar íslensku 503. Ég hafði aldrei tekið þá áður en nokkuð er um það að nemendur taki upp falláfanga í sumarskólanum. Þar að auki hafði ég enga undirstöðu í jarðfræði og eðlisfræði, en ég hafði alltaf haft áhuga á líffræði þannig að ég bjó yfir einhverri þekkingu þar.

Eins og ég hef sagt áður þá á ég mikilli gæfu að fagna vegna barnanna minna, eiginmanns og ég er sannfærð um að tengdaforeldrar mínir slái flesta aðra tengdaforeldra út. Þau eru alveg einstaklega hjálpsöm og hafa verið mér mikil hjálparhella varðanda yngsta son minn sem er 8 ára.

Velferð barna skipta mig miklu máli Hjálp þeirra hefur því létt af mér samviskubiti sem ég hefði haft ef að mér findist ég ekki vera til staðar þegar þess er þörf. Maðurinn minn er líka mjög fróður um allt milli himins og jarðar og lætur vel yfir því að styðja mig og hjálpa á allan þann hátt sem að hann getur.

Ég minnist þess ekki að hafa fengið eins mikinn og einlægan stuðning frá mínu fólki, systkinum, vinkonum og öðrum sem ég kannast við. Slíkur stuðningur er ómetanlegur þó að ég hafi stundum orðið hálfvandræðaleg og feimin og fannst fólk jafnvel hafa fullmikla trú á mér. 

Allir voru tilbúnir til að leggjast á eitt. Ég skráði mig því í Sumarskólann í þessa 4 áfanga. Það vildi nú ekki betur til en að tveir og tveir áfangar rákust á. Uppbygging og skipulag námsins miðast við að nemendur séu að taka 1-2 áfanga þó að fleiri en ég hafi skráð sig í 3 eða 4.

Ég þurfti að velja á milli í hvaða áföngum ég ætti að sitja í tímum og nýta mér þekkingu kennarans. Hvað átti ég til bragðs að taka? Eg notaði útilokunaraðferðina. Eðlisfræðiáfangann varð ég að sitja og gat þá ekki setið í jarðfræðitímum. Ég mætti í fyrsta tímann þar og tilkynnti kennaranum að ég myndi ekki sitja tímana. Ekki var krafist neinnar skyldumætingar. Ég sat síðan alla eðlisfræðitímana nema einn en þá var hlutapróf í jarðfræðinni sem ég varð að taka.

Eftir miklar vangaveltur valdi ég síðan að sitja í líffræðinni en mætti í einn íslenskutíma og ákvað að treysta því að ég gæti höndlað efnið á eigin spýtur. Líffræðin var verulega skemmtileg og kennarinn átti líka sinn þátt í því. Hún var kennari í MR. Hinir voru frá MK og MS allt saman mjög fínir kennarar.

Þessi mánuður var algjör kleppur. Ég lærði í 11 - 13 klukkutíma á sólahring. Maðruinn minn sá um allt sem tengdist heimilinu og börnunum og tengdaforeldrar mínir voru iðnir í að bjóða syni mínum í sumarbústaðsferð um helgar. Ég mæli ekki með því að fólk taki svona mikið nám í einu nema bara í stuttan tíma og með góðum stuðningi fjölskyldunnar. Allt er hægt ef góð samvinna og skilpulagning á tíma er til staðar.

Ég hef oft fengið þá spurningu hvernig ég fari að þessu og þá ekki síst hvaðan ég fái tíma? Ég hef ekki bara verið að ná aföngunum heldur hef ég líka verið að fá frábærar einkunnir. Ég á aðallega eitt svar við þessum spurningum. Ég hugleiði. Þegar mikið álag er á mér og ég er orðin þreytt þá hugleiði ég. Ég hvílist mikið við það. Enda er það góð leið til að hvíla heilann. Jafnvel að loka aðeins augunum og einbeita sér bara að önduninni eða hjartslættinum hvílir hugann. Að leggjast út af eða setjast og góða stellingu og meðvitað að slaka á flestum vöðvum líkamans hvílir hann vel á stuttum tíma. Skipulagning á tíma er auðvitað grundvallaratriði. Þegar þú skráir niður í hvað tíminn fer hjá þér t.d. tekur eina viku ( þetta er mikil vinna) þá sérðu hve mikið af tíma þínum fer í ekki neitt. 

Þegar kom að prófum þá rákust þau auðvitað á líka. Prófdagar voru þrír og ég gat fengið einu prófinu hliðrað yfir á þriðja daginn, en þurfti að taka tvö próf sama dag. ég hafði svo sem gert það nokkrum sinnum í FÁ.

Ég náði öllum prófunum og með góðum árangri. Ég var svo happy að þá lá við að ég gréti. Ég var búin með allar einingarnar og nú átti ég bara eftir að fá undirritað staðfestingarskírteini til þess að geta hafið nám við HÍ.

frh. 

 


Erfitt að spá um hver þróunin er .

Ja nú er ég aldeilis hlessa. Ég er svona miðlungs fréttafíkill og hef meðal annars áhuga á að fylgjast með þróun á fasteignaviðskiptum. Það er nú eiginlega svolítið skrítið þar sem að ég hef komið mér þokkalega fyrir og fjölskyldan öll ánægð á þeim stað. En það er ekki ýkja langt síðan að ég las í fréttum að líklega væri fasteignaverð að lækka eða hið minnsta að ákveðinn stöðugleiki væri að nást.

Fasteignasala hefði verið að dragast saman og hafa menn veriðað vænta þess þar sem að talsvert framboð er af eignum. Í maí var hins vegar aukning á sölu eigna sem nemur u.þ.b. 7% fleiri samningum en í maí fyrir ári síðan.

Það virðist því vera að fólk sé ekki að halda að sér höndum og sjá hvernig verðbólgan þróast. Líklega eru menn bjartsýnir á að hægt verði að ná henni niður eða hið minnsta að hún standi í stað. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig júnímánuður kemur út. 


mbl.is Fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæði fjölgaði um 26% í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóð ekki til að þarna yrði heilsuparadís?

Ef til vill man ég þetta ekki rétt, en mig minnir að þegar húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar var selt þá hafi staðið til að koma á fót heilsuparadís þar í staðinn. Líkamsrækt, heilsufæði, nudd, slökun ofl. Mér fannst það sniðug hugmynd en þó er ef til vill vandamál með bílastæði þar eins og víða annars staðar í gamla miðbænum. 

Ég velti því nú samt fyrir mér hvort að þetta húsnæði væri ekki oheppilega byggt fyrir nútíma heilsuparadís. Hugmyndin engu að síður sniðug vegna sögu hússins. Þetta er gömul bygging og þyrfti væntanlega að brjóta niður marga veggi og opna rýmið.

Ef einhver man eftir þessu þá þætti mér vænt um að fá komment til staðfestingar. Ef til vill fór það þannig að þeir aðilar sem áttu þessu hugmynd voru síðan ekki þeir sem keyptu húsið ;)

Ein að hugsa upphátt. 


mbl.is Heilsuverndarstöðin auglýst til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér verður kalt af tilhugsuninni um árlega hjóladaginn 10. júní

Í fimmtíu borgum um heim allan hjólaði fólk nakið í dag úffffff kalt kalt..... hér heima á Íslandi enda veit ég ekki til þess að þetta hafi verið gert hér.

Ég er samt mjög fylgjandi málefninu að minnka mengun. Ég hef áður bloggað um það að frítt ætti að vera fyrir alla í strætó. Svifrik mældist langt fyrir ofan æskileg mörk oftar en einum sinni í Vogunum en þar fóru mælingar fram. Svifriksaukning er væntanlega mest á veturnar eða á meðan margir aka um á nagladekkjum. 

Fyrir stuttu las ég fréttir af heilsuspillandi áhrifum mengunar í Kína en loftmengun þar er mikið og vaxandi vandamál. þegar talað er um svifrik þá hugsa margir til þeirra sem eru með ofnæmi, en þeir sem eru viðkvæmari í lungunum sýna auðvitað fyrr einkenni en þeir sem hraustari eru.

En hvað þarf til þess að breytingar verði á menningunni eða lífstílnum? Þurfa einstaklingar að veikjast í stórum stíl? Þetta minnir mig á sumarið 2003 þegar ég var í Berlín í sumarleyfi. Þar las ég um ungan dreng sem hafði slasað sig á biluðu leiktæki á  einhverskonar opnum róluvelli. Mynd var af barninu og vildu foreldrar þess benda á hættuna. 

Ekkert var að gert. Tveimur dögum síðan kemur í frétt í einu af morgunblöðunum um annað barn sem slasaðist í sama leiktæki og er það einnig tekið fram í fréttinni að blaðið hafi verið búið að birta myndir og viðtal af fyrra slysinu. En nei það var ekki hægt að loka vellinum eða gera við tækið.

Nokkrum dögum síðar deyr barn sem var að leika sér í tækinu. Þá var vellinum lokað. Er það ekki einkennilegt að það skuli svo oft þurfa svona mikið til að eitthvað sé gert til þess að koma í veg fyrir slys, veikindi ( mengunin, lugnasjúkdómar) eða jafnvel dauða.

Ekki veit ég nú hvort Íslendingar fara nú að hjóla naktir 10. júní , nema þá ef til vill á Akureyri eða fyrir austan þegar veðrið er eins got eins og spáin var fyrir daginn í dag 17 stig er nú kannski allt ílagi, en 10 eða lægra úff það er kalt ;)


mbl.is Bensíneyðslu mótmælt á hinum alþjóðlega Hjólaðu nakinn degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg hugmynd hjá Eyjakonum

Sniðugt hjá þeim að missa ekki af kvennahlaupinu þó þær sé ekki staddar
á Íslandi. Algjör snilld hjá þeim og auðvitað allar í einkennisbolum
hlaupsins. Já Íslendingar í útlöndum kalla sko ekki allt ömmu sína.
Drífa sig bara með brot af hlaupinu til Úkraínu hahahahahaha Frábært!!!
mbl.is Kvennahlaupið teygir anga sína til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig gat ég lokið stúdentsprófi fyrir haustið?

Þar sem námið hafði gengið svo vel þá var kominn tími til að leggja höfuðið í bleyti. Hvernig gat ég lokið stúdentsprófi fyrir haustið? Var það yfir höfuð möguleiki? Ég tók til alla pappíra yfir þau próf sem ég hafði tekið annars staðar og fór á fund námsráðgjafa í FÁ. Það var hægt að fá fyrra nám metið. Ég beið spennt eftir því að fá niðurstöðu um það hve mörgum einingum ég ætti ólokið. 

Niðurstaðan var sú að ég ætti eftir 44 einingar. Mér fannst tíminn dýrmætur þar sem ég fæddist ekki í gær. Við fórum yfir þetta í sameiningu og niðurstaðan varð á endanum sú að ég tæki 32 einingar á vorönn því að mér leist ekki á að taka meira en 14 á sumarönn. Þetta var mögulegt en nokkuð ljóst að ég þyrfti að vera vel öguð til þess að ná árangri.

Á þessari önn var ég í einum íslensku- og dönskuáfanga, tveimur sögu, sálfræði og enskuáföngum, þremur þýskuáföngum. Þetta var mikil törn og aðeins 9 einingar í fjarnámi. Enn kom ég sjálfri mér á óvart. Mér gekk vel að vinna undir álagi og eftir því sem fleiri krefjandi verkefni biðu mín þá gekk mér betur.

Allan tíma þurfti að skipuleggja til þess að þessi mikla vinna kæmi ekki niður á fjölskyldulífinu. Fjölskyldan er samhent og voru málin rædd Við skiptum með okkur verkum og ég valdi að eiga samskiptatíma með fjölskyldunni frá 17-20 ( enginn heimalærdómur á þeim tíma ;)) Ég ræddi það líka við börnin mín að svona mikið álag væri aðeins tímabundið á meðan ég væri að ljúka stúdentsprófinu.

Þetta gekk eins og í lygasögu. Ég náði virkilega góðum árangri í öllum prófunum, en ég get ekki neitað því að það hafi orðið spennufall hjá mér tvær vikur eftir próflok. Þrjátíu og tvær einingar voru nú í höfn og aðeins 12 eftir. Það ætti að vera leikur einn fyrir mig að ljúka þeim í fjarnáminu um sumarið.

Engin áföll voru á vorönninni en þó voru miklar truflanir heima vegna endurnýjunar á dren- og  skolplögnum með tilheyrandi múrbroti og hávaða. Ég lærði því ekki mikið heima og það hefði verið vonlaust fyrir mig að stunda mikið fjarnám á vorönn. Það gladdi mig líka mikið að kynnast því hvað ungt fólk er fordómaminna en ég kynntist hjá mínum jafnöldrum fyrir rúmum 30 árum síðan. Mér finnst þetta góð þróun. Talsverð samvinna var í sumum áföngunum og fann ég aldrei fyrir því að ég væri óæskileg í hóp nema síður sé. Ég fylltist af stolti yfir unga fólkinu í dag.

Eg man eftir einu atriði sem vakti þó undrun mína. Ég var þá í sögutíma og kennarinn spurði okkur þessarar spurningar "Er maðurinn í eðli sínu góður eða illur?" Ég trúi því að maðurinn sé í eðli sínu góður og að atburðir sem verða á vegi hans eigi síðan þátt í því að viðhalda þeirri góðmennsku eða breyta manninum yfir í eitthvað annað en góðan mann. En þeir nemendur sem tjáðu sig voru allir sammála um að maðurinn væri í eðli sínu illur. 

Ég man ekki eftir að þessari spurningu hafi verið varpað fram þegar ég var yngri en gaman væri að vita það hvort að breytingar hafi einnig orðið á þessu viðhorfi. 

Nú átti ég aðeins eftir lokasprettinn til að ljúka stúdentsprófi og þá þurfti ég ekki einu sinni að reyna við 1% líkurnar á því að komast inn í HÍ heldur væri ég örugg inn. Ég ætlaði að skrá mig í fjarnámið í FÁ en námsráðgjafinn ráðlegði mér að fara í Sumarskólann og ljúka þessu í júní. Þá væri ég örugg með að fá skírteinið fyrir haustið og allt væri í goody.... ég þurfti nú aðeins að velta því fyrir mér hvort að ég gæti lokið 12 einingum á einum mánuði. Var það ekki aðeins of mikið?

frh..... 


Gárinn Pési og rauðvínið

Fréttin af kettinum Jack minnti mig á Pésa. Hann var bara lítill venjulegur gári. Stærðin skipti hann ekki máli. Hann eignaði sér staði og þegar hann fann mat á disk þá varði hann diskinn með kjafti og klóm ( eða þannig). Kvöld eitt sat ég í mestu makindum með ost og rauðvínsglas. Honum þótti ostar góðir og gaf ég honum smá bita. Ég var síðan ekkert að fylgjast með honum en þegar ég ætla að teygja mig eftir glasinu þá situr hann á glasbrúninni og svolgrar í sig vínið. 

Mér var illa brugðið og husaði um litla heilann hans, hann myndi sjálfsagt lognast út af. Hann var vel taminn og mikil félagsvera. Hann brást hinn versti við þegar ég myndaðist við að taka hann af glasinu. Goggaði ákafur til mín og sýndi mér að honum var virkilega alvara með það að hann ætti þetta glas og að hollast væri fyrir mig að halda mig fjarri því.

Ég var undrandi á því hvað hann varð árásargjarn, fannst að vínið ætti nú frekar að róa hann niður. En það var engum blöðum um það að fletta honum þótti vínið gott.

Við vorum búin að sjá það áður að hann hafði eignað sér húsið og Dísan ( mun stærri páfagaukstegnud en hann) var hrædd við hann og lúffaði alltaf fyrir honum. Það varð talsverð breyting á henni eftir að Pési dó. En að hann myndi sýna okkur enn stærri lífverum sömu hegðun og Dísunni þá var ég nú hissa. Mér fannst þetta auðvitað fyndið og tók hann af glasinu en hann barðist fyrir vali sínu.

Síðar skyldi ég þetta betur þegar ég var að lesa lífeðlislegu sálfræðina. Margar tilraunir hafa verið gerðar á dýrum m.a. með áfengi, LSD ofl. Þau sækja öll í að fá meira og meira af efnunum til að framkalla nautnina.

En greinilegt er af fight and/or flight viðbrögðunum þá eru fight viðbrögðin ráðandi til þess að verja umráðasvæðið sitt hjá kettinum Jakc sem lét sér ekki muna um að hrekja svartbjörn upp í tré og hjá Pésa sem lifði eftir "stærðin skiptir ekki máli" lögmálinu;)


mbl.is Heimaríkur köttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf gleðiefni þegar óskir fólks eru virtar

Ég samgleðst svo innilega með Pitt og Jolie að hafa fengið það næði í
Namibíu sem þau óskuðu eftir. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað
ræður hegðun fólks þegar átrúnaðargoð eða aðrir þekktir einstaklingar
eru annars vegar. Ekki er fólk þá að hugsa um goðið sitt og hvernig því
líkar öll athyglin. Ég held að allt fjölmiðlafárið sem smýgur inn í
hverja glufu einkalífsins sé ömurlegasti þátt lífs þeirra sem fyrir því
verða. Fólkið fær ekki frelsi til að lifa lífi sínu. Það eru því
sannkallaðar gleðifrétti þegar borin er virðing fyrir óskum og þörfum
fólksins.
mbl.is Jolie og Pitt þakka Namibíumönnum gestrisnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú var ég komin á skrið

Næsta skref var að skrá sig í 20 einingar á haustönninni strax í kjölfar sumarnámsins. 15 einingar voru tekar í fjarnámi en 5 í dagskólanum þar sem ekki var boðið upp á þær í fjarnáminu eða að mér þótti ég fá meira út úr því að hafa kennarann með mér, þetta var enskuáfangi og tölfræðiáfangi kenndur á exel. 

Það sló nú hraðar í mér hjartað þegar ég settist á skólabekkinn í dagskólanum með 17-18 ára unglingum. En ég rifjaði upp reynsluna mína þegar ég gekk inn ganginn í MA og ég hafði komist að því þar að þetta var eitthvað sem var hægt að lifa af ;)

Ég varð aldrei fyrir neinni neikvæðni eða fordómum. ef að einhver var haldin þeim þá bárust þeir mér ekki til eyrna. Ég féll fljótlega inn í hópinn hversu ótrúlegt sem það nú er og á góðar minningar úr FÁ bæði hvað varðar samnemendur og kennara.

Í upphaf annarinnar gerðust tveir atburðir sem reyndu á mig. Þeir gerðust sama dag 14. september. Gleðiatburðurinn var sá að ég var útskrifuð með pompi og prakt sem "giraffe midwife" eins og kennarinn min kallaði það. Ég fékk afhent diploma og var þetta hin ágætasta stund nema að móðir mín sem líka var ein af bestu vinkonum mínum dó um hádegisbil. Við höfðum alltaf verið mjög nánar. Hún varð orðin fullorðin kona 89 ára og hafði verið talsvert lasin síðasta árið sem hún lifði.

Æskuvinkona mín og skólasystir lést síðan 22. september og hitti ég hana 3 dögum áður en hún dó. Þetta tímabil tók talsvert á, en álag eykur getu mína frekar en að draga úr henni. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að einbeita mér og taka már ákveðinn tíma á dag ef með þyrfti til að syrgja.

Ég hef bæði stundað og kennt hugleiðsur og þær notaði ég til þess að byggja upp jafnvægi og innri ró. Áfram hélt skólinn og næg verkefni sem þurfti að leysa af hendi. Mér gekk vel með alla áfangana nema tölfræðina en þar gerði ég ekki meira en rétt að skríða. Um jólin var ég ánægð og stolt með árangur minn ;)

meira seinna... 


Athyglisverðar breytingar hjá ungu fólki

Ég var að koma heim af fyrirlestrinum.Leit hvað þið misstuð mörg af honum. Dr. J.J. Arnett vitnaði mikið í kenningar Eriks Erikssonar nánar um kenningar hans hér

Kenningar Eriks eru að mörgu leyti úr sér gengnar. Það er samt svo skemmtilegt með manneskjuna að ef hún hefur áhuga á efninu þá leggur hún sig ómeðvitað fram við að sjá hvað passar en ef hún er ekki fylgjandi efninu þá sér hún allt sem passar ekki.

Dr. Arnett hefur einbeitt sér að hegðun fólks á aldrinum 18 - 30ára. Hann hefur ekki gert rannsóknir þar sem Íslendingar hafa verið þátttakendur en USA og Danmörk ásamt ýmsu sem hann hefur skoðað í "litteratúrnum" hjá kollegum sínum. Nú sletti ég alveg á fullu ( skamm,skamm) , en ég er eiginlega enn að hugsa á ensku.

Nú skulum við sjá hvað ég man af aðalpunktunum, var ekki svo forsjál að hafa með mér glósubók eða fartölvuna. Ef að þú sem ert að lesa þetta varst á fyrirlestrinum og sérð hér eitthvað sem er ekki rétt eða eitthvað sem vantar endilega kommenta ;).

Í rannsóknum sínum spurði hann fólk m.a. að því hvað segði því til um að það væri orðið fullorðið (adult). Hér hafa orðið talsverðar viðhorfsbreytingar frá því ég var 1970 jafnvel síðar.

  1. Að taka ábyrgð á sjálfum sér, lífi sínu og gerðum
  2. að taka sjálfstæðar ákvarðanir
  3. að vera fjárhagslega sjálfstæður

Ekkert var minnst á að eiga þak yfir höfðuðið, flytja að heiman, fá framtíðarstarf, stofna fjölskyldu, gifta sig, en þetta voru allt þættir sem áður fyrr vru nefndir í tengslum við það að vera orðinn fullorðinn.

18-30 ára giftast síðar, ljúka námi síðar, eignast barn síðar og eru ekki að leita að lífstíðarstarfi fyrr en mun síðar.

Ég á nú eftir að melta þetta. Ég vissi að orðið höfðu breytingar og á því láni að fagna að umgangast jafnmikið ungt fólk sem jafnaldra. Ég á nú ef til vill eftir að bauna einhverjum spurningum um þetta efni þegar ég hitti rétta aldurshópinn, svo vinir og vandamenn veriði nú í viðbragðsstöðu. 


Vel að heiðrinum kominn

Minn maður Sean Connery ( vilja ekki allar konur eiga hann ,))
Stórkostlegur leikari og ekki skemmir nú að hann leikur oftast persónur
sem áhorfendur standa með. Svo er karlinn hinn mesti sjarmur og ekki
síst á efri árunum. Hann er eins og gæðavín sem batnar með aldrinum.
Til hamingju Sean
mbl.is Sean Connery heiðraður fyrir ævistarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi fyrirlestur

Ég hlakka mikið til að fara á fyrirlesturinn Að komast 
í fullorðinna manna tölu á 21. öldinni eða Ný og lengri
leið til fullorðinsára ( kannski kominn tími tilfyrir mig ;))
hjá Dr. Jeffrey J. Arnett rannsóknaprófessor við Clark 
University í Bandaríkjunum.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum rannsóknasetursins
"Lífshættir barna og ngmenna" við Félagsvísindastofnun 
Háskóla Íslands og uppeldis- og menntunarfræði við 
Félagsvísindadeild HÍ. Allir eru velkomnir á yrirlesturinn 
sem hefst kl. 12:15 í Odda, stofu 101 við Háskóla Íslands.

Um heim allan er skólaganga ungs fólks að lengjast, það
giftist síðar og er eldra þegar það eignast börn sín en 
fyrir 50 árum. Í fyrirlestri sínum greinir Dr. Arnett frá 
því að "nýtt aldurskeið" (18-29 ára) sem hann efnir á ensku 
"emerging adulthood" hafi þróast milli unglingsára og fyrri
hluta fullorðinsára. Hann skýrir hvers vegna þetta tímabil
hefur myndast em sérstakt æviskeið og leitar svara við spurningunum: 
Hvers vegna tekur að ungt fólk lengri tíma að "fullorðnast" 
og við hvað fæst það á þessum árum frá síðari hluta unglingsáranna
fram til þrítugs?

Dr. Arnett er rannsóknaprófessor við sálfræðideild Clark
University í Massachusettsríki í Bandaríkjunum. Skólaárið 
2005-2006 hefur hann verið Fulbright vísindamaður við 
Kaupmannahafnarháskóla. Fræðaáhugasvið hans er hvaðeina sem
viðkemur því að fullorðnast (aldurskeiðið 18-29 ára) og mun
hann vera fyrstur til að tefla fram hugtakinu "emerging adulthood".
Önnur áhugasvið eru fjölmiðlanotkun á unglingsárum, viðbrögð við
tókbaksauglýsingum og það sem hann kallar "the psychology of
globalization".


Nánari upplýsingar um dr. Arnett og rannsóknir hans hér
Fyrir nokkru síðan þá kynnti ég mér kenningar Eriks Eriksson 
um þroskaskeið mannsins og þótti ýmislegt þar áhugavert þó þær 
séu svolítið opnar. Ef þú ert forvitin/n þá geturðu lesið meira hér 

 

Einn þokkalega stoltur af sjálfum sér

Ég reyndi nú aðeins að lifa mig inn í heim Alexanders. Hum ég myndi kaupa mér eitt stykki þorp í Búlgaríu og skýra það Pálínu Ernu, mér hefur nú reyndar alltaf langað í Porce en nei ekki marga flotta bíla ........hugs, hugs, hugs.....

Ég kæmist ekki út því að ég gæti ekki ákveðið á hvaða bíl ég ætti að sporta mig á.  Nei ég myndi ekki ráða við þetta. Það væri nú fróðlegt að spjalla við gaurinn og sjá hvort hægt sé að ræða um eitthvað annað en hann sjálfan. Hver veit hann hefur ef til vill líka áhuga á öðru fólki til dæmis fátækum börnum í heiminum. það hefur vonandi gleymst að minnast á það... hver veit

Ég ræð ekki einu sinni að blogga um þetta ahahahahahahahahaha ég vona bara að maðurinn sé hamingjusamur og ánægður með lífið sitt. Hann ræður jú hvernig hann ver tíma sínum og fjármunum. 


mbl.is Mesti hégóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú get ég sofið róleg alla vegana þegar ég er í USA á bílnum mínum ;)

Aldrei hefði mér dottið í hug að Cadillac jeppinn væri vinsælasti bíllin til að stela og Fordinn sá sísti.

Ég hefði getið sofið róleg með gamla Volkswagen bílinn minn. Mér hefur fundist hann svo vinalegur og fallegur að ég hef varla sofið rótt síðan ég fékk hann. Sjálfsagt sér hann bara enginn. Það er svo einkennilegt að eftir að ég fékk hann þá hef ég séð svo marga Volkswagen bíla á götum borgarinnar sem ég hafði bara ekki séð fyrr hum.......

Ætli það hafi allir rokið til og keypt sér einn á sama tíma og ég????   Nei þetta var nú bara smá djók. Ég hafði vara ekki tekið eftir þessum eðalbílum nema þegar ég mætti gamalli ekta Bjöllu. Nú anda ég rólega og hlakka til að sofa á græna eyranu mínu í nótt ;) 

Ég man nú reyndar ekki eftir að hafa séð Cadillac Jeppa á Íslandi en eru Íslendingar ekki svo líkir Bandaríkjamönnum? Þetta er víst vinsæll bíll í Hollywoo,  kvikmyndastjörnurnar aka væntanlega á þeim og svo eru þeir vinsælir hjá tískufríkum ;)

Eigum við ekki svona stjörnur hér heima á klakanum? 


mbl.is Bílþjófar vilja helst Cadillac
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband