Leita í fréttum mbl.is

Þá er bara að bíða og sjá

Á morgun fáum við að vita hverjar sameiginlegar áherslur Framsóknar- og Sjálfstæðismenn hafa komist niður á. Báðir láta vel yfir viðbrögðum sinna flokksmanna þá eigum við eftir að sjá hvernig almenningi líst á.

Mér finnst þetta áhugavert og er ekki kvíðin niðurstöðu þeirra. Eins og komið hefur fram þá eru þessir flokkar vanir að vinna saman. Margir eru að tala um leikskólamálin og hafa áhyggjur af því að lítið verði úr þeim loforðum. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Ég er nú sjálf 5 barna móðir og veit hve mikil bót það hefði verið að hafa frían eða ódýran leikskóla. Ég hef því fullan skilning á afstöðu barnafólks. Ég þekki hins vegar ekki hvernig það er að vera barnlaus og jafnvel öryrki eða atvinnulaus, en ég heyrði einmitt skoðun þeirra hér um daginn. 

Þeim fannst þetta ekki vel farið með peninga borgarinnar. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig og þegar ég setti mig inn í það þá var það líka vel skiljanlegt. En svona er lífið það er aldrei ein hlið á málinu, heldur tvær eða fleiri....

Ég hefði hins vegar viljað sjá frítt í strætó þar sem ég er sérstakur áhugamaður um það að draga úr umferðarþunga, uppspændu malbiki (svifryksmengun) og útblástursmengun.


mbl.is Sjálfstæðismenn og Framsókn funduðu með flokksmönnum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 71608

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband