Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Friðgeir Grímsson "Til hamingju"

Á föstudaginn var ég í fyrsta sinn viðstödd doktorsvörn. Frændi minn var að verja ritgerðina sína en hann er á jarðfræðivsiði og sergreinin er steingervingar. 

Þetta var einkar áhugavert enda hefur hann síðastliðin ár verið að rannsaka setlög á ymsum aldri :) 15 milljón ára gömul og niður í 6 milljón ára gömul. Vestfirðirnir voru aðalstaðirnir sem hann heimsótti.

Eftir þennan atburð varð ég ekki bara fróðari um það hvernig svona vörn fer fram heldur líka að fleiri trjátegundir uxu á Íslandi fyrir 15 milljón árum síðan heldur en fyrir 6 milljón árum síðan.

Gleðin hélt síðan áfram um kvöldið þar sem ættingjar og vinir samglöddust með Friðgeiri.

Ég hafði nú verið á flugi frá því um morguninn þ.e.a.s. andlegu eða hugmyndalegu flugi enda þá búin að sitja fyrirlestur hjá henni Heiðdísi í heilsusálfræðinni. Ég má nú til að gauka því hér með í færsluna að það virðist vera hin mesta heilsubót fyrir fólk að eiga einhverja að sem hægt er að spjalla við um það sem á manni liggur. Sérstaklega á þetta við ef það er af erfiðari toganum veldur áhyggjum eða kvíða.

Gott er að eiga góðan að og gerast honum líkur segir máltækið. Ég hef nú alltaf málglöð verið og hef mikið að þakka fyrir þar sem fullt er af frábæru fólki í kringum mig sem sannarlega hefur verið til staðar ef ég þarf að tjá mig um eitthvað.

Líklega á ég eftir að blogga meira um þetta en í þessa dagana er lítill tími aflögu. 

 


Þessir ökumenn hafa líklega hvorki horft á Kastljósið né Spaugstofuna

Ég man ekki eftir slíkum fjölda ölvaðra ökumanna í fréttum. Að sjálfsögðu erum margar skýringar á því. Ég tek líklega betur eftir slíkri frétt þar sem að bjórdrykkja með tilheyrandi blástri og viðbragðsmælingum fór fram í sjónvarpi nú fyrir nokkrum dögum.

Spaugstofan virkaði síðan eins og besta glósubók og rifjaði atvikið upp á laugardagskvöldið. Nú ef til vill hafa fleiri verið að keyra undir áhrifum eða þá að löggan hafi verið í átaki um þessa helgi. 

Ekki veit ég hvað  veldur en það gleður mig hve margir voru gómaðir. Það er frekar dapurlegt að bílstjóri þurfi að valda tjóna eða jafnvel dauða til þess að standast þá freistinug að aka undir áhrifum.


mbl.is 24 ökumenn teknir ölvaðir um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta djók eða er hálkan svona mikil?

Ég var að lesa blogg hjá einum góðvini mínum

Þar er ég búin að klikka á linkinn á myndbandinu sem ég er bara ekki að fatta. Eru hjólin læst, standa bílstjorarnir á bremsunni, er brekkan svona brött eða hvað er eiginlega i gangi.

Ég var farin að halda að þetta væri bara djód, dýrt djók en svo runnu á mig tvær grímur og nú hreinlega veit ég ekki hvað er að gerast þarna... Endilega kíktu á myndskeiðið og láttu mig vita hvað er í gangi!

 linkurinn er líka hér


Hvaðan er þessi frétt?

Ég sem áhugamanneskja um einhverfu dreif mig í að lesa þessa frétt en verð að segja að ég er engu nær. Sannarlega varð ég fyrir vonbrigðum að sá sem skrifaði fréttina hefði ekki hugnast að benda á það hvaðan hún er komin. 

Ég vil mjög gjarnan lesa meria um þess að rannsókn! 


mbl.is Einhverfa algengari meðal bandarískra barna en talið hefur verið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband