Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
12.1.2007 | 18:26
Ævintýraleg uppákoma.
Í ýmsu hef ég nú lent en það sem gerðist núna í vikunni toppar það flest. Einn af þessum köldu vetrarmorgnum ætluðum við hjónina að fara í bilinn og aka af stað til vinnu en okkur tókst ekki að opna bílinn. Greinilegt var að lásinn var frosinn og reyndum við allt án árangurs.
Við enduðum með því að fá viðbótarhjálp frá nágranna okkar (lásasprey) en þá tók nú ekki betra við. Jújú nú var hægt að hreyfa lykilinn smá og svo allt í einu senrist hann bara lettilega en eiginlega of mikið, því að hann snerist hring eftir hring. Að lokum dró ég sýlindirinn út fastann á lyklinum! Þá vissi ég að báðir sýlindrarnir voru ónýtir þ.e.a.s. bæði farþegamegin og bílstjóramegin.
Næst var hringt á verkstæðið en við þurftum að koma bílnum til þeirra svo að þeir gætu gert eitthvað fyrir okkur.Það var því ekki um annað að ræða en að hringja á neyðarþjónustuna og fá sérfræðing til að opna bílinn fyrir okkur.
Hann barðist við bílinn með alls konar græjum sem notaðar eru til þess að þvinga upp rifu á hurðarnar (hann reyndi við þrjár) en allt kom fyrir ekki. Engin leið var að toga hnappana upp. Hann var hjá mér á annan klukkutíma en ekkert gekk. Þa´þurfti hann að fara og sagðist koma aftur næsta dag.
Ég vissi nú ekki upp á hár hvenær hann kæmi en kom syni mínum inn í málið þar sem ég þurfti að bregða mér frá. Þegar ég kem heim sé ég að hann er búinn að setja bílínn í gang og gleðst verulega yfir þeim áfanga. Ég geng svo til hans tilbúin að hrósa honum þegar ég sé að billinn er enn harðlæstur!
Ég varð ekkert smá hissa hvernig í ósköpunum fór hann að þessu? Hann sagði mér að þetta væri nú bara gert í neyð en málið var að ekki er hægt að pikka hnappana upp nema að bíllinn sé í gangi. Nú gekk bíllinn fínt en ekki var enn hægt að opna hurðarnar.
Bíllinn drepur síðan á sér og þá áttaði ég mig á því að maðurinn hafði á einhvern hátt getað farið með lyklana inn um rifu á hurðinni , komið þeim í svissinn, húkkað bílinn úr gír sem hann sagði mér að hafi verið erfiðasta raunin, startað honum og gefið inn bensín.
Ég hef aldrei séð annað eins ekki einu sinni í hörðusut glæpamyndum hahaha
Á endanum opnaði hann bílinn sem nú er kominn á verkstæði. áður en ég kvaddi hann spurði ég hann að því hvort hann hafi einhverntímann þurft að láta í minni pokann fyrir læstri hurð og hann svaraði mér því til að það hafi einu sinni gerst en hurðirnar á þeim bíl voru fullar af klaka og ekkert hægt að gera nema að brjóta rúðu eða bíða eftir þíðu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.1.2007 | 19:48
Æ þvílík vonbrigði
Ég á erfitt með að sætta mig við það að Peter Jackson fái ekki að leikstýra The Hobbit. Hann er þvílíkur hæfileikamaður í þetta. Þegar ég var að klára stúdentsprófið mitt þá tók ég áfanga í vefsíðugerð og valdi einmitt Hringadróttinssögu og Peter Jackson til að fjalla um.
ég heillaðist alveg upp úr skónum. hann er vægast sagt frábær. Vonandi ná þeir saman, ég vil trúa því þar til ég tek á öðru. Lifa í heimi drauma og blekkinga og njóta á meðan hægt er!
Jackson leikstýrir ekki Hobbitanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2007 | 12:43
Ég ætlaði mér að vera viðstödd þennan merka áfanga en..
það gekk ekki upp hjá m+ér vegna annarra anna. Ég fanga þessu því hér heima og fæ mér ein :( gæða hádegissnarl. Það gleður mig að framlag ríkisins muni aukast og að fjölga eigi meistara og doktorsnemum.
Ég ber engu að síður blendnar tilfinningar til þeirrar stefnu að koma HÍ meða 100 bestu. Ég hef velt því fyrir mér hvort að hann verði þá skóli allra landsmanna. Nemandi á gamals aldri eins og ég er á ef til vill ekki eftir að eiga þess kost að gana í HÍ í framtíðinni og sérlega ef hann er ekki efnaður.
Hvað mun það þýða fyrir fólk eins og mig? Ég er auðvitað afskaplega glöð mðe það að hafa komist inn og að ég skuli ráða við þetta erfiða nám. En heilshugar myndi ég frekar að Háskóli allra landsmanna gæti tekið á mót nemendum á annan hátt en tíðkast í dag hjá þeim háskólum sem eru bestir.
Þangað er yfirleitt dýrt að sækja nám svo að eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að eiga peninga og hitt er að þeir sem eru með hæstu einkunninar ganga fyrir hinum. Ef að þannig breytingar koma inn í HÍ þá mun hann ekki lengur verða háskóli allra landsmanna heldur háskóli þeirra sem mesta velgengi hfa hlotið í áður gengnu lífi.
Börn fæðast inn í heiminn með misgóðan aðbúnað líka hér á Íslandi. Þau sem eru svo óheppinn að fæðast inn í fátækar fjölskyldur eiga því ekki eins góðan aðgang að HÍ framtíðarinnar ef að ótti minn reynist vera meira en bara ótti.
Nýr samningur skapar forsendur fyrir að HÍ komist í fremstu röð í heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.1.2007 | 22:12
Er nokkur hængur á?
Barnafartölva seld almenningi í góðgerðaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.1.2007 | 15:12
Þessari konu myndi ég vilja kynnast!
Eitthundrað ára og fór heim af elliheimilinu eftir 6 vikna dvöl. Ástæðan= allir of gamlir og með grátt hár. Ekkert smá hress og enn batnar það 17 ára gamli hundurinn hennar tók á móti henni þegar heim var komið. Ég hélt að hundar yrðu ekki svona gamlir. En ég er nú enginn sérfræðingur í því og hef reyndar aldrei átt hund.
Það væri hins vegar gaman að vita eitthvað meira um konuna og hundinn hennar og hvað veldur þessum háa aldri með viðeigandi hressleika.
Tíræð kona fékk leið á gamlingjum með grátt hár á elliheimilinu og fór heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.1.2007 | 21:00
Þetta verður forvitnilegt
Skólinn byrjar hjá mér næstkomandi mánudag eða tveimur dögum eftir að viðgerð hefst. Það mun væntanlega þýða að ekki verði hægt að nálgast upplýsingar á neti HÍ en þaðan fá nemendur flestar upplýsingar varðandi námið.
Ætli verði brugðið undir sig fornum fæti og afhentir blaðasneplar með áætlunum ofl
Viðgerð á Cantat 3 mun trufla netsamband hjá Rannsókna- og háskólaneti Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2007 | 12:29
Ég minnist þess ekki að hafa séð...
halastjörnu en nú er ég staðráðin í því að gera mitt besta til að svo megi verða. ég hef séð flottar myndir af þeim en það væri sannarlega skemmtilegt að sjá eina með berum augum. Sagt er í fréttinni að hún verði næst sólu á föstudaginn þannig að nú er um að gera að líta upp í himinninn og vona að það verði heiðskírt.
Ert þú ef til vill búinn að sjá þessa eða aðra slíka?
McNaught-halastjarnan björt á himni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2007 | 18:51
Sjáfsagt fær "fjalla bolinn" það ekki oft
Blessaður karlinn. Það eru nú ekki nýjar fréttir að kynlíf eða fulllnæging losi um spennu en vísindamenn eru að leita leiða til þess að mæla það. Það sem mér finnst fyndið í fréttinni er að niðurstöður rannsóknarinnar vour bornar undir einn mann (prófessor í sálfræði) eins og til þess að fá staðfestinu eða hönfum.
En hvernig er hægt að taka mark á mati eins manns? Hvernig lífi lifir hann? Er kynlífið hans fullnægjandi eða vantar það ef til vill alveg? "Fjalla bolinn" (Peter Bull) telur að það muni drag mest úr streitu að undirbúa sig vel kvöldið áður fyrir ræðuhöld frekar en að stunda gott kynlíf.
Ég spyr nú bara eins og fávís kona hvað ef þú gerir hvoru tveggja????
Það rifjast nú upp fyrir mér að hafa heyrt að fótboltakappar mættu ekki gera það kvöldið fyrir kappleik. Líklega er best að þeir séu hlaðnir spennu til að geta hlaupið hraðar... hum????
Kynlíf dregur úr streitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2007 | 17:38
Þetta kalla ég virka löggæslu
Drífa börn undir aldri heim til sín, koma nöktum ungum mönnum í húsaskjól og losa aðra unga menn við axir úr bíl sínum sem þeir gátu litlar skýringar gefið á.
Ég velti því reyndar aðeins fyrir mér hvort að ég vissi ekki af hverju ég væri með þrjár axir í bílnum... hum.... En mér líst bara ágætlega á þetta og vona að lögreglan haldi þessi áfram. Ég er ekki frá því nema fleiri lögreglubílar séu á ferðinni nú en áður. Ef það er ekki rétt þá hefur hitt svona skemmtilega á að óvenju margir eru að aka sömu leiðir og ég ek ;)
Eins gott að ég er komin á aldur, ekki með lausar axir í bílnum né nakinn karlmaður á gangi á víðavangi!
Nekt, útivist og vopnaburður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.1.2007 | 15:56
Góðir búningahönnuðir
á mbl.is). Þeir, þær eða þau sem hönnuðu þá eru sannkallaðir snillar!
Grímuball í Eyjum á þrettándanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku