Leita í fréttum mbl.is

Ég ætlaði mér að vera viðstödd þennan merka áfanga en..

það gekk ekki upp hjá m+ér vegna annarra anna. Ég fanga þessu því hér heima og fæ mér ein :( gæða hádegissnarl. Það gleður mig að framlag ríkisins muni aukast og að fjölga eigi meistara og doktorsnemum.

Ég ber engu að síður blendnar tilfinningar til þeirrar stefnu að koma HÍ meða 100 bestu. Ég hef velt því fyrir mér hvort að hann verði þá skóli allra landsmanna. Nemandi á gamals aldri eins og ég er á ef til vill ekki eftir að eiga þess kost að gana í HÍ í framtíðinni og sérlega ef hann er ekki efnaður.

Hvað mun það þýða fyrir fólk eins og mig? Ég er auðvitað afskaplega glöð mðe það að hafa komist inn og að ég skuli ráða við þetta erfiða nám. En heilshugar myndi ég frekar að Háskóli allra landsmanna gæti tekið á mót nemendum á annan hátt en tíðkast í dag hjá þeim háskólum sem eru bestir.

Þangað er yfirleitt dýrt að sækja nám svo að eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að eiga peninga og hitt er að þeir sem eru með hæstu einkunninar ganga fyrir hinum. Ef að þannig breytingar koma inn í HÍ þá mun hann ekki lengur verða háskóli allra landsmanna heldur háskóli þeirra sem mesta velgengi hfa hlotið í áður gengnu lífi.

Börn fæðast inn í heiminn með misgóðan aðbúnað líka hér á Íslandi. Þau sem eru svo óheppinn að fæðast inn í fátækar fjölskyldur eiga því ekki eins góðan aðgang að HÍ framtíðarinnar ef að ótti minn reynist vera meira en bara ótti. 

 


mbl.is Nýr samningur skapar forsendur fyrir að HÍ komist í fremstu röð í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitta

Ólafur fannberg, 11.1.2007 kl. 13:33

2 identicon

Mig langar að setja spurningarmerki við að "þau sem eru svo óheppinn að fæðast inn í fátækar fjölskyldur eiga því ekki eins góðan aðgang að HÍ framtíðarinnar". Ég held að þessi ótti sé óþarfur vegna þess að þegar á háskólastig er komið er fólk venjulega orðið fjárhagslega sjálfstætt, a.m.k. að mestu, og því greiða flestir háskólanemar fyrir námið úr eigin vasa (eða með láni á eigin nafni sem kemur á sama stað niður) en ekki með framlögum frá foreldrum. Nú þegar eru til staðar dýrari háskólar á landinu heldur en H.Í. og það er af og frá að segja að foreldrar nema t.d. á Bifröst séu endilega efnaðari heldur en þeirra í H.Í. Nemendur velja það nám sem þeim hentar og ef þeim líst betur á einn skóla en annan velja þeir væntanlega þann betri án (of mikils) tillits til kostnaðar. Það er örugglega leitun á háskólanemum sem stunda nám sitt á kostnað foreldra. Í þessu þarf líka að hafa í huga að langstærstur hluti námsins í H.Í. er ekki í boði í öðrum háskólum landsins. Það að Háskólinn setji sér háleitt markmið er einungis af hinu góða, það myndi ekki útiloka "börn fátækari foreldra" af ástæðum nefndum að ofan. Það myndi hins vegar leiða til strangari krafna til einkunna eins og réttilega er bent á. En hversu slæmt er það? Alls ekki slæmt, held ég. Virtir og góðir háskólar státa af bestu nemendunum og allir nemendur hafa jöfn tækifæri til að sanna sig í framhaldsskólum (ef við gefum okkur að einkunn á stúdentsprófi hafi mest áhrif á meðferð háskólaumsóknar).

Arnar Þór (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 14:51

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Arnar þór takk fyrir innihaldsríkt innlegg. Ég áttaði mig ekki á því að æskilegt væri hjá mér að útskýra hvers vegna ég liti á það sem óheppni að fæðast inn í fátæka fjölskyldu í samhengi við það að eiga möguleika til að stunda nám við HÍ sem "einn af 100 bestu". 

Málið er að vandræðin byrja auðvitað strax að loknu grunnskólanámi. Það kostar mikið að hafa barnið sitt í menntaskóla. Börn fátækra foreldra fara  því síður í  menntaskóla eða fjölbrautaskóla fyrr en þeir geta kostað það sjálfir. Sumir taka jafnvel meirihlutann í fjarnámi. Fólk vinnur þá gjarnan með náminu og er afnvel komið með fjölskyldu.

Allt þetta getur haft áhrif á námslengd og einkunnir. Margir þessara einstaklinga hafa svo í framhaldi stundað nám við HÍ. Eins og þú réttilega segir þá býður HÍ upp á nám sem aðrir bjóða jafnvel ekki upp á. Það gæti einmitt verið námið sem viðkomandi hafði dreymt um að stunda.

Þetta er einmitt grunnur óttans hjá mér. Ég er stolt af því að stunda mitt nám við HÍ og hef síður en svo eitthvað á móti því að hann sé góður. 

Í umræðunni um háskóla sem á sæti í hópi 100 bestu þá hefði ég samt líklega glaðst enn meir ef að um annan háskóla á Íslandi væri að ræða en HÍ. HÍ er styrktur af ríkinu og ég myndi áfram vilja sjá hann sem háskóla sem allir landsmenn gætu dreymt um að komast í jafnvel þó að sá draumur rættist ekki fyrr en á efri árum.Það mun sannarlega verða mér mikið gleðiefni í framtíðinni ef að ótti minn er bara ástæðulaus

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 11.1.2007 kl. 17:51

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Segji bara kvitt Pálína mín og ég vona það besta fyrir HÍ.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.1.2007 kl. 19:09

5 identicon

Það að Háskólinn sé styrktur af ríkinu er einmitt annar vinkill sem hægt er taka á málið. Nú þætti mér gaman að vita (sjá jafnvel í fréttum!) hvernig eignarhaldi er háttað í þessum "100 bestu" og hvernig þeir eru reknir (aftur má, til "gamans", nefna það sem fram kom í sjónvarpsfréttum í gær, að Háskólinn hefur á ekki einu sinni sæti á listanum yfir topp 500 háskóla heimsins). Ég er þér að nokkru leyti sammála um það að hugsanlega er varhugavert að háskóli sem er að miklu leyti rekinn af ríkinu setji sér slíkt heimsklassamarkmið og sérstaklega þegar hann er eini möguleiki landsmanna til að ná sér í menntun á þónokkrum sviðum.

Við verðum bara að vona að jafnvel þó þetta markmið náist hafi það ekki í för með sér stjarnfræðilega hækkun skólagjalda (eða innritunargjalda eins og það heitir víst á pappírunum! ). Ég neita að trúa því að nauðsynlegt sé að hækka skólagjöldin bara ef skólinn kemst á lista yfir 100 eða jafnvel 500 bestu háskóla heims. Sérstaklega þar sem þessi hugmynd stefnir í að virðist vera styrkt af ríkinu. Ríkið hlýtur þá líka að ætla sér að sjá um að veita skólanum nægilegt fjármagn þegar takmarkinu er náð til að hann geti áfram verið "skóli allra landsmanna" en einnig skóli í heimsklassa.

 Bíðum og sjáum :)

Arnar Þór (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 22:13

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir þessa áhugaverðu viðbót Arnar Þór  

Við bíðum og sjáum. 

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.1.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 71531

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband