Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Fólk úr fortíðinni poppar upp ofl skemmtilegt

Það hafa orðið fagnaðarfundir hjá mér og ættingjum, vinum og kunningjum sem ég hef ekki séð í mislangan tíma. Á fimmtudaginn fór ég með dóttur minni í Fjölbrautaskólann í Ármúla (skólinn minn, þaðan útskrifaðist ég sem stúdent árið 2005)

 Alltaf svo skondið augnablik þegar maður hittir einhvern sem maður hefur ekki hitt í einhver ár og veit að maður á að þekkja en .....

Þetta gerðist einmitt á leiðinni að skólanum. Tvær konur horðfust í augu, hik kom á báðar og ganga stöðvaðist, Pálína hljómaði í eyrum mér en ég þurfti aðeins lengri tíma. Ég þekki þig, ég á að vita hver þú ert ........ Stella!!!!!

Einhvern veginn svona var þetta. Stella Skaftadóttir er skyld mér í gegnum móðurlegginn og höfum við ekki hist í mörg mörg ár. Bara fyndið að við skyldum þekkja hvor aðra. Hún býr í Vestmannaeyjum. Þetta voru fagnaðarfundir. Hlín dóttir hennar er einu ári eldri en dóttir mín og hefur hún stundað ná við FÁ.

Svo var farið inn í skólann og þá rakst ég á nemanda sem sat í einhverjum áfanga með mér og svo auðvitað kennara sem gaman var að hitta á ný. á leiðinni út úr skólanum rakst ég síðan á kunningjakonu sem ég hef ekki séð til margra ára. Þetta finnst mér alltaf svo skemmtilegt :)

Í gær lögðum við aftur leið okkar upp í skóla til að fá breytingar á stundatöflu. Þá hitti ég Margréti sögukennara en hún var í miklu uppáhaldi hjá mér, lifandi og afburðahress kennari. Ég tóka trúarbragðasögu hjá henni og er það mér mjög minnistæður kúrs.

Hvað var nú fleira skemmitlegt?

Já einmitt, við mæðgur fórum síðan út í Norræna hús til þess að ég gæti kynnt mér og keypt bókina góðu sem ég var að blogga hér um um daginn. Leitin að tilgangi lífsins. Höfundurinn var í búðum nazista og lifði það af án þess að tapa skynseminni.

Ég stefni á að hefja lestur þessarar merkilegu bókar en höfundur telur að tilgangur sé með lífi hvers einstaklings og að hver einstaklingur þurfi að finna þann tilgang sjálfur. En meira um bókina síðar. 

 


Hræðilegt en...

þegar birtar eru myndir af atburðum eins og til dæmis sjálfsmorðum eða fjallað um þá í fjölmiðlum þá er það þekkt að alda sjálfsmorða gegnur yfir í kjölfarið. Það er eins og frétt af einu slíku reki aðra til framkvæmda ef þeir hafa verið að hugsa í þá áttina. 

Ég minnist þess ekki að hafa lesið um að aftaka gæti haft slíkar afleiðingar en reyndar voru þetta allt niður í 9 ára gömul börn og ekki víst að þau hafi áttað sig á að um aftöku hafi verið að ræða, en ég  veit ekki.  ég velti fyrir mér í framhaldi af þessu hvernig bíómyndir gætu haft áhrif á þá sem eru í sjálfsvígshugsunum. Gæti verið að ef þeir horfðu á slíkar myndir að það myndi ýta undir framkvæmd af þeirra hálfu? Ég hef heyrt dæmi um börn að leik sem voru að líkja eftir hengingu eftir að hafa séð hana i bíó en þar slapp aðalhetjan. Ekki urðu slýs á þessum börnum en tilhugsunin var hræðileg.

En hvernig sem á þetta er litið þá  vekur þetta ugg hjá mér, ónota tilfinningu. 


mbl.is Þrjú börn frömdu sjálfsmorð eftir að þau horfðu á aftöku Saddams í sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef til vill fundin lækning við krabbameini?

 Mikið væru það nú góðar fréttir ef að fundin er lækning við krabbameini. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að sykrur eru heillandi leið til lækninga á þessu meini. Það verður forvitnilegt að fylgjast með í náinni framtíð og sannarlega vona ég að rétta leiðin sé fundin. 

Hér er linkur á greinina og greinin sjálf án commenta. 

MECC writes "Researchers at Johns Hopkins University may have found a way to kill cancer cells without radiation or toxic chemicals. The group is taking the step of patenting the idea, as this new approach using sugars may hold real potential for the fight against cancer. This is not the first approach to use sugars, the article states, but is (by the researchers' estimation) the most successful. From the article: 'Sampathkumar and his colleagues built upon 20-year-old findings that a short-chain fatty acid called butyrate can slow the spread of cancer cells. In the 1980s, researchers discovered that butyrate, which is formed naturally at high levels in the digestive system by symbiotic bacteria that feed on fibre, can restore healthy cell functioning ... The researchers focused on a sugar called N-acetyl-D-mannosamine, or ManNAc, for short, and created a hybrid molecule by linking ManNAc with butyrate. The hybrid easily penetrates a cell's surface, then is split apart by enzymes inside the cell. Once inside the cell, ManNAc is processed into another sugar known as sialic acid that plays key roles in cancer biology, while butyrate orchestrates the expression of genes responsible for halting the uncontrolled growth of cancer cells.'"


Þroskaferli barna og unglinga

Hef verið að kíkja í eina af bókunum sem eru á leslista vorannarinnar en hún er einmitt um þorskaferli barna og unglinga. Þar sem ég er frekar rík af börnum og hef alltaf haft mikinn áhuga á þroska einstaklingsins þá fór ég að leita að frekari upplýsingum en bókin góða gaf mér.

Hér 

er ágætis síða með samantekt af upplýsingum fyrir ólík aldurskeið en kenningar Piaget eru talsvert til umfjöllunar í kennslubókinni sem ég ætla nú að fra að dífa mér í.  


Það þarf nú að ganga ansi skæð flensa til að bæði forseti og varaforseti forfallist

En það er það sem þarf til þess að fyrsta konan sem kosin er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái að sinna störfum forseta. Engu að síður þá er þetta enn eitt vígið sem fellur. Fyrir stuttu síðan las ég einmitt frétt af fyrstu konunni sem ráðinn er til starfa sem "Beefeater" við Tower of London. 

Er ekki bara við hæfi að hrópa áfram konur? 


mbl.is Kona í fyrsta skipti kjörin forseti Bandaríkjaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti endar því miður ekki á einhverjum ákveðnum aldri

Það er sorglegt til þess að hugsa að aldraðir skuli leggja aðra aldraða í einelti. En þó að árin hlaðist á okkur þá er ekki endilega samfara því vaxandi mannkærleikur, umburðarlyndi eða samúðarskilningur. Ég skil svo sem vel að fólk verði hissa þegar það fær fréttir af einelti á stofnunum aldraðra, hvað þá þegar það heyrir af kynferðisáreitni eða árasarhneigð aldraðra við starfsfólk. Mörg okkar setja = merkið á milli aldraður og skilningsríkur eða þroskaður.

Mér var einmitt innrætt þetta þegar ég var að vaxa úr grasi. Málið er að þroski er ekki sjálfsagður hlutur og margir aldraðir eru haldnir þunglyndi, vonleysi og jafnvel bitrir eftir harða lífsbaráttu. Ég hef undanfarna mánuði verið að kynna mér ýmislegt sem snýr að andlegri heilsu aldraðra og hefur  það vakið mig verulega til umhugsunar um eitt og annað sem við getum gert til þess að viðhalda því sem við höfum og jafnvel bæta það. Meira um það síðar, þarf að rjúka núna.....


mbl.is Einelti þekkt vandamál á meðal aldraðra í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkir þú bókina?

Ég var að venju að líta yfir blöðin í morgun og rakst þá á smágrein um bókina "Leitað að tilgangi lífsins" Umfjöllunin vakti verulega áhuga minn enda hafði ég ekki heyrt né lesið neitt um þann ágæta mann sem skrifaði hana. 
Nú kemur fram að bókin hafi verið uppseld hjá útgefanda en hún var þýdd 1997. Mér laikur forvitni á að heyra um þessa bók ef einhver sem les þessar línur þekkir hana.
Ég mun að sjálfsögðu skella mér í Norrænahúsið á morgun á kynninguna :)
 
"Leitað að tilgangi lífsins
Bókin Leitin að tilgangi lífsins, sem verið hefur uppseld hjá útgefanda um nokkurt skeið, hefur nú verið endurútgefin.

Bókin Leitin að tilgangi lífsins, sem verið hefur uppseld hjá útgefanda um nokkurt skeið, hefur nú verið endurútgefin. Í tilefni þessa verður efnt til stuttrar dagskrár um bókina á morgun kl. 15.30 í Norræna húsinu í Vatnsmýrinni.

Þar mun Róbert H. Haraldsson, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, halda stutt erindi um bókina sem hann nefnir "Leitin að tilgangi lífsins andspænis hinu illa". Að fyrirlestri loknum verður afhentur styrkur í minningu höfundarins Viktors E. Frankl en í útgáfusamningi óskaði höfundur eftir því að höfundarlaun hans fyrir bókina rynnu til málefnis sem snertir börn. Léttar veitingar verða í boði að dagskrá lokinni og einnig verður hægt að kaupa bókina á sérstöku kynningarverði.

Leitin að tilgangi lífsins kom út á vegum Siðfræðistofnunar og Háskólaútgáfunnar í þýðingu Hólmfríðar Gunnarsdóttur árið 1997.

Höfundur bókarinnar, Viktor E. Frankl, var austurrískur geðlæknir og upphafsmaður kenningar í sálarfræði sem nefnd er lógóþerapía eða tilgangsmeðferð. Þar er lögð áhersla á að í lífi sérhvers manns sé einstakur tilgangur sem hver og einn verði að finna fyrir sjálfan sig.

Frankl sat í fangabúðum nasista og notaði reynslu sína úr fangabúðunum sem undirstöður kenninga sinna. Frásögnin úr fangabúðunum hefur fyrst og fremst þann tilgang að sýna fram á gildi kenningarinnar en ekki að rekja hörmungar fangabúðarlífsins."

Tekið héðan (Fréttablaðið 4, jan) 


Þegar hinn eini sanni brotnaði ..........

Í dag fylltist ég af hugmyndum um meira pláss. Ég var nákvæmlega stödd í eldhúsinu þegar augun námu staðar við forláta könnu sem ég hef bara ekkert að gera með...hum???? Því næst staðnæmdist ég við einhverjar forláta desertskálar sem reyndar eru voða sætar en ég nota þær bara aldrei.

Ég fór að gæla við það hve mikið pláss myndi skapast við það að taka allt úr hillunum og skápunum sem ég nota ekki og vááááá. það runnu á mig tvær grímur. Ég sem hélt að ég lifði svo flóknu lífi, konan með flókna smekkinn en NEI aldeilis ekki ég er með þann einfaldasta smekk sem fyrir finnst. Það var nú kominn tími á að átta sig á því að þegar ég finn eitthvað sem mér líkar við þá þarf ég ekki fleiri eintök af samskonar stöffi..... ég á til dæmis bara einn fínan mannInLove

Það lá reyndar við miklum harmi hér í haust þegar eini sanni kaffibollinn minn brotnaði. Það var þessi guli með broskallinum og öllum litlu rauðu hjörtunum. Æ æ hann var svo sætur og það var svo himneskt að drekka úr honum eðalkaffið mitt.

En ég lifði þetta nú af. Fyrst var nú farið á stjá til þess að athuga hvort ekki mætti kaupa annan í staðinn en nei þeir voru ekki lengur til. Ég komst nú ótrúlega fljótt upp á lag með að drekka kaffið mitt úr örðrum bolla sem er nú hinn eini sanni kaffi-utanumhaldari. 

Nú stefni ég á einfaldara líf sem hæfir einföldum smekk mínum, veljandi bara það besta (stolið úr gamalli auglýsingu frá Sævari Karli) og nýt þess vonandi að slá um mig í öllu plássinu sem mun myndast.


Þegar maður missir minnið þá missir maður ekki bara minnið....

Samkvæmt nýrri rannsókn þá missum við líka hæfileikann til þess að dreyma dagdrauma. Væntanlega hefur það áhrif á hæfni okkar til að setja okkur markmið eða réttra sagt að ná markmiðum okkar. Ýmis konar tækni sem ég hef lært til að auðvelda sér það inniheldur meðal annars það að sjá sig vera búinn að ná markmiðunum. Samkvæmt rannsókninni sem fjallað er um í fréttinni þá virðist sá möguleiku vera úti ef að minnið fer því að sömu heilasvæði séu notuð við báðar framkvæmdirnar. 

Hér er nú væntanæega bara hálf sagan sögð því að vísindamenn eru búnir að komast að því að minnið virðist tengjast mörgum svæðum í heilanum. Spurningin er því hvaða minnissvæði er einnig tengt dagdraumahæfninni? 


mbl.is Framtíðarhugsanir byggðar á minningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband