Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
28.1.2007 | 12:55
Ekki er ég nú viss um það
Ég gerði ásamt samnemanda mínum smá tilraun síðatliðið haust og gekk hún út á skoðanakannanir, kvarða og áhrif þeirra á mat fólks en spurningin okkar var hversu ánægð/ur eða óángð/ur ertu með störf íslensku ráðherranna.
Algengasti aldur þátttakenda var 22ja ára en breiddin var frá 19 til 69 ára. Ótrúlega margir þátttakenda þekktu ekki til langflestra ráðherranna hvað þá ef við hefðum verið að spyrja um þingmenn.
Ég er því ekki viss um að sá áherslupunktur að leggja meiri ábyrgð á 16 ára en nú er sé endilega fýsilegt heldur grunar mig að þarna sé verið að spá í hvort ekki sé hægt að veiða fleiri atkvæði. Talsverður hópur yngra fólks sem á annað borð kýs, kýs það sem mamma og pabbi kjósa, eða bróðir, systir eða einhver annar sem getur haft áhrif.
Ég held að almennt séu 16 ára unglingar að hugsa um aðra hluti en pólitík þrátt fyrir að ég hafi 17 ára verið mjög áhugasöm. Er ekki 18 ár bara fín viðmið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2007 | 11:20
The Amish people og maðurinn minn
Í gær var þorrablót ársins. Það er skömm frá að segja en ég hef ekki borðað almennilegan þorramat síðastliðin 13 ár eða síðan ég flutti frá Vopnafirði. Þá fór ég alltaf á þorrablót og var það hin besta skemmtun. Húmor mannsins í hávegum hafður með hákarli og fleira góðgæti.
Í gær tókum við hjónin þátt í fjölskyldu Þorrablóti (ætt tengdamömmu) Um miðjan daginn í gær fékk ég þær fregnir að það væri hattaþema úbs!!!! Ég á ekki einn einast hatt. Maðurinn minn var heppinn hann gat fengið lánaðan hatt hjá pabba sínum en fyrir mig voru góð ráð dýr.
Ég ætlaði nú ekki að fara að rjúka í að kaupa mér hatt til að nota einu sinni. Þannig að ég ákvað að breyta hárinu á mér með hjálp einnar eða fleiri slæða í hatt. Það voru auðvitað hin mestu mistök að taka ekki mynd af herlegheitunum en það fattaði ég að sjálfsögðu ekki.
Við hjónin vorum nú ekki í samstæðum pælingum þannig að þetta varð nú svolítið skoplegt þegar á heildina er litið. Hann mætti í flottum svörtum fötum prúðbúinn og fínn og fékk svo lánaðan svartan hatt sem gaf honum look Amish fólksins eða rétttrúnaðarkirkjunnar hehe ekki alveg besta lýsing á manninum mínu m en allir voru sammála um þetta. Síðan kom ég kona þessa virðulega manns eins og drauamdís klippt út úr ævintýri með himinbláan undrahatt umvafðan fléttum og slör lafandi niður á aðra öxlina og seyðandi topp og gallabuxum svo ég tali nú ekki um flottu ljósbláu leðurstígvélin mín.
Já ætli við höfum ekki verið ósamstæðasta parið á svæðinu hóst hóst *****
Þetta var annars hin besta skemmtun. Frábært að upplifa þorrablótsstemmninguna á ný.Hákarlinn var fínn með klakaköldu brennivíninu og það eina sem vantaði var annállinn ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.1.2007 | 16:53
Einmitt það sem mig vantaði
Mér finnst gaman að spóka mig á erlendri grund en ferðirnar fram og til baka hafa frekar dregið úr mér. Þessi frétt hljómar því heillandi fyrir mig. Ég tala nú ekki um ef ég gæti bloggað svolítið en það er reyndar ekkert minnst á það.
Ég bíð því pennt eftir frekari upplýsingum um það hvernig og hvar ég geti nú eytt öllum peningunum mínum á sama tíma og ég fell fyrir því að heimsækja önnur lönd mér til fórðleiks taktu eftir ...til fróðleiks og skemmtunar hehe
Allir farþegar fá sinn eigin skjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2007 | 13:08
Er uppbygging stundatöflu ef til vill líka ólík?
Fyrir nokkru síðan las ég grein í New Scientist um starf kennara sem hafi mikinn áhuga á því hve setlpur og strákar eru ólík. Í þeirri grein kom meðal annars fram að strákar hefðu meiri hreyfiþörf en stelpur og að stelpur hefðu meiri þörf á að spjalla saman en strákar.
Ég var einmitt að ræða þennan mun við einn samnemanda minn í gær í kjölfar fyrirslesturs í þroskasálfræði. Því hefur oft verið fleygt fram að skólarnir í dag séu frekar sniðnir að þörfum stelpna en stráka. Hér er sérstaklega verið að tala um grunnskólabörn en ef til vill nær þetta lengra fram eftir aldri :)
Strákarnir þyrftu í raun styttri tíma og tækifæri til að hlaupa, hoppa eða hreyfa sig almennt í frímínútum á meðan stelpurnar hefðiu meiri þörf fyrir mjúkt og fallegt sófaskot til að hreiðra um sig í og spjalla.
Nú leikur mér forvitni á að vita hvernig þetta er í þessum kynjaskiptu skólum í USA hvort að verið sé að tqka tillit til þessara þarfa eða er bara verið að aðskilja kynin?
Fyrir rúmlega 30 árum síðan var rekinn leikskóli á vegum KFUKogM við Réttarholtsveg/Langagerði
Þar var kynjaskipting og var þetta mjög sérstakt að því er mér fannst. Eldri dóttir mín var í þessum leikskóla í nokkra mánuði. Það sem kom mér mest á óvart var hve lítill hávaði var í leikskólanum. Það var eins og það væru engin börn þar inni. Börnin léku sér svo saman þegar þau voru úti.
Börnunum leið greinilega vel í þessum leikskóla en ég var ekki hrifin af því að stelpur mættu ekki leika sér með bíla og strákar ekki með potta og eldavélar. Leikföngin voru hefðbundin stelpu eða strákaleikföng.
Ef einhver sem les þetta þekkir eitthvað til þessara skóla í USA þá þætti mér afar gaman að fá fregnir af þessu.
Sífellt fleiri bandarískir skólar kynjaskipta bekkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2007 | 09:30
Ég skil bara ekki hvað dagarnir eru stuttir
Mikið er gaman að vera í skóla tralalalala
Þessar tvær vikur sem liðnar eru hafa bókstaflega flogið. Ríjúníon-fílingur í loftinu enda var fríið nánast mánuður og lengri hjá sumum nemum. Siðust tvo dagana hitti ég sögukennarann minn úr FÁ og góða vinkonu mína sem er í mastersnámi. Þetta var ánægjupunktur dagsins enda langt síðan að ég hafð'i séð þær.
Minnigarnar spruttu fram og þegar ég var að hugsa um þetta í gærkvöldi þá rann upp fyrir mér ljós, dauft ljós hehe. Það er þetta með minnið og upprifjunina. Líklega hegðar minnið sér á líkan hátt og það er eðlilegt að þeir vinir manns sem maður hittir oftast verði manni minnisstæðari, endurtekning, endurtekning, skilningur......
Ég áttaði mig líka á því að nú eru tvær vikur liðnar síðan skólinn byrjaði og sannarlega kominn tími til þess að vera komin í fullan gang. Ég sá fyrir mér námsgreinarnar sem vini og hugsaði með tillhlökkun til þess að skreppa með þeim á kaffihús eða eyða góðri kvöldstund með þeim, sem oftast.
Eitt vantar þó uppá en það er að getað hitt þessa nýju vini mína svona án þess að ég hafi planað það. Já það væri nú meiri snilldin ef að hægt væri að smella glósunum sínum í flottan robot sem rækist svo á mann svona fyrir tilviljun hér og þar. Þá væri nú ekki málið að smella þekkingunni í minnið hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2007 | 14:49
Ég hef trú að að Hillary nái árangri
Það kemur mér ekki á óvænt að Hillary Clinton gefi kost á sér til forseta. Oft heyrði ég því fleygt að ræður Clintons fyrrverandi forseta væru skrifaðar af henni en ég hef svo sem engar sannanir fyrir því. En Hillary er skörp og það kæmi mér sannarlega marg meira á óvænt að að hún næði árangir í báráttusinni.
ég hef reyndar eins og svo ótrúlega margir aðrir sem ég hef rætt við undrast það að Bush hafi yfirleitt náð kjöri. Vinsældir hans hafa dvínað og hvern undrar það svo sem!
Ég hlakka til að fylgjast með Hillary og vona að greindasti og skynsamlegasti frambjóðandinn sigri í næstu kosningum.
Hillary Clinton hyggur á forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2007 | 13:30
Afmælistilboð
Það vill nú svo til að eg hef einmitt verið í afmælisveislu-hugleiðingum. Ég háskólaneminn hef nú ekki efni á 80. þús til 1,7 millur per/ mann veislu eða þannig hehe
Hvað eru menn að hugsa?
Yngri dóttir mín varð 17 ára núna 18. janúar og yngsti sonur minn verður 9 ára núna 23. janúar. Strákurinn er enn fyrir veislur og á síðasta ári komu bekkjafélagar hans heim til okkar. Það var fjör já það var fjör :)
Í ár er planið að halda upp á fmælið hans í Keiluhöllinni enda strákurinn að stækka og mikilvægt að fá smá útrás fyrir "að hitta í mark" þörfina. Ég hringdi því um daginn í starfsmenn Keiluhallarinnar og þar var ekki málið að panta afmælisveislu sem stendur í tvo klukkutíma, innifalið er keila, pitza og afmælisgjöf, jeyjjjj ekkert mál að ganga frá þessu og kostnaðurinn 1.290 kr per mann.
Þegar ég las greinina á mbl.is um afmælisveislur unglinga í USA og þann mega kostnað sem foreldrar leggja út í þá datt mér í hug hvers vegna íþróttafélög byðu ekki upp á einhverja pakka og svo fengi hvert barn afsláttarkort á eitthvert námskeið næsta sumar. Þetta gæti ef til vill orðið til þess að fleiri börn fengju áhuga á að taka þátt og einnig yrði það freisting fyrir efnaminni foreldra að drífa börnin sína f stað.
Herferð gegn ofdekri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.1.2007 | 13:52
Hvað er veggjakrot og hvernig væri hægt að uppræta það?
Hvers vegna veggjakrot?
Er veggjakrot útrás fyrir listræna sköpun eða skemmdarfýsnar? Hvaða leiðir væri hægt að fara til þess að komast að því? Ætli það myndi breyta einhverju ef að listamönnunum yrði úthlutað ákvæðið svæði þar sem þeir mættu njóta þess að tjá sig á þennan hátt?
Fyrir 1 eða 2 árum síðan kom hingað til lands erlendur sérfræðingur í veggjakroti og vildi hann meina að veggjakrot hér væri farið að þróast yfir í það sem sést í erlendum stórborgum. Þá átti hann við að m.a. væru glæpaklíkur að láta vita af sér, koma skilaboðum áfram o.þ.h.
Ég varð eins og margir fleiri hissa og vantrúuð á að svo gæti verið hér heima á saklausa Íslandi, en er ef til vill eitthvað til í því?
Hér er linkur á síðuna hiphop.is og bréfið sem sent var til borgarstjórnar
Bloggar | Breytt 20.1.2007 kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.1.2007 | 13:50
Áhrif hita og kulda
Þetta passar svo sem alveg miðað við þær fréttir sem að við fáum á heitum sumardögu, en þá flykkist fólk í bæinn og dvelur þar alla nóttina. Ekki nóg með það heldur virðist það svo vera að ef að það er heitt þá eru menn og konur almennt æstari.
Hjartslátur er auðvitað meiri í hitanum en kuldanum en það væri nú sannarlega praktískara að hafa þetta öfugt. Mönnum myndi hitna í hamsi þegar þeim er kalt . Ég var alveg með eindæmum róleg og reyndar líka löt í gær. Þetta var svona dagur sem gott var að nota til að lesa bók, horfa á mynd og eiga góða stund HEIMA með fjölskyldunni
Einmuna rólegt í miðborginni í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2007 | 13:47
Fræðslu um getnaðarvarnir takk!
Ég fæ ekki betur séð að en það sé þörf á að kynna hina ýmsu möguleika á getnaðarvörnum fyrir norsk ungmenni. Það er sannarlega sorgleg þróun að fóstureyðing sé notuð sem getnaðarvörn ef hægt er að leyfa sér að taka þannig til máls.
Ekki veit ég hvernig ungar norskar konur fara í gegnum þetta ferli en þær konur sem ég þekki og hafa tekið ákvörðun um að láta eyða fóstri hafa allar farið í gegnum tilfinningalegt álagstímabil í kjölfarið að undantekinni einni ungri konu.
Einu sinni þurfti ég að fara i aðgerð á kvennadeild Landsspítalans og lá þá á stofu með nokkrum konum. Ein þeirra var 18 ára og var að koma úr sinni 3ju fóstureyðingu. Gestur hennar var að spyrja hana hvort henni liði ekki illa og þetta hlyti að vera henni mjög erfitt en þá svaraði hún um hæl. "Nei nei þetta er svo sem ekkert , þetta er nú í þriðja sinn hjá mér".
Mér þótti tilhugsunin óþægileg að það væri hægt að venjast þessu þar sem ég hafði heyrt nokkrar reynslusögur annarra kvenna sem báru sig illa.
Ég er alls ekki á móti fóstureyðingum en ég vildi frekar lifa í þeim heimi þar sem að konur sem ekki vilja verða ófrískar velji að nota getnaðarvarnir frekar en að taka sénsinn og ef svo illa vill til að getnaður eigi sér stað að fara þá bara í fóstureyðingu. Í heimi þar sem að fóstureyðingar eru neyðarlausnir þegar allt annað þrýtur.
Ungar konur í Noregi kjósa fóstureyðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku