Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

Mér fannst þetta einn besti raunveruleikaþátturinn enda fullt af trúðslátum :)

Gilby var lítið hrifinn af því sem Magni var að gera og er ekki viss um að hann sé skapandi og frumlegur einstaklingur. Hann sagði keppendum líka frá því að nú myndu þau flytja tvö lög og þess á milli vera áhorfendum til skemmtunar. 

Þetta gæti orðið Magna erfitt þar sem lakasta hliðin hans hefur verið performancið. Ég tók líka eftir því þegar þau voru að velja lögin að Magni var tilbúinn til þess að taka það lag sem eftir var. Ég vona sannarlega að hann meiki það í final. Ég er alls ekki viss um að Storm fari heim. Mér fannst það í síðustu viku en hún er að koma vel út miðað við það sem hægt er að sjá í raunveruleikaþættinum. Dilana er hins vegar í slappara lagi að mínu mati. 

Lagalistinn og raunveruleikaþátturinn komnir upp 

Another FANTASTIC show this week! We got a cover and an original from each Rocker – and, to a great extent, they all delivered.

Dilana
Behind Blue Eyes (The Who)
Supersoul (original)

Magni
Back in the U.S.S.R. (The Beatles)
When the Time Comes (original)

Storm
Suffragette City (David Bowie)
Ladylike (original)

Lukas
Livin’ On a Prayer (Bon Jovi)
Headspin (original)

Toby
Mr. Brightside (The Killers)
Throw It Away (original)

Raddir verða enn háværari að karl og kona eigi að verða söngvarar Supernova. ég er nú ekki viss en hver veit. 

Raunveruleikaþátturinn er líka kominn og nú sleppa þau fram af sér beislinu hahahaha


Spennandi dagur

Barnabarnið mitt að koma heim til Íslands eftir ársdvöl í útlöndum. Spennan er orðin mikil bæði hjá okkur og honum. Mamma hans var nú að hafa áhyggjur af því að honum fyndist kalt enda búið að vera um 38 stiga hita úti í nokkuð langan tíma.

En Ísland tekur aldeilis vel á móti honum. Ég held bara að þessi helgi sé með bestu sumardögunum í ár. Á hádegi í dag var t.d. 15 stiga hiti og logn! Ég settist hér út á svalir í sólina áðan og var hreint að drepast úr hita. Ég þorði nú bara ekki öðru en að drífa mig inn svo að puttarnir á mér myndu nú ekki brenna upp. Þeir verða að vera í lagi aðfaranótt miðvikudagsins ;)

Svo fann ég þessa forlátu hanska sem ég gæti nú gripið til ef að sumarið á svölunum freistar mín á ný. En fjölskyldan er sem sagt að stækka um einn í einhvern óakveðinn tíma. Þetta minnir mig á lag sem Guðfinna ofl. sungu um árið "ég vil að börnin fái að fæðast stærri ....um fermingu það gæti látið nærri..."

Nú fæ ég sem sagt að prófa það. Lífið er nú að færast í vetrarfarveginn svona smátt og smátt. Rockstar senn á enda og þá verð ég nú í rólegri kantinum eða þar til að kosningabáráttan fer á fullt hér heima í klakanum. 

Skólinn hefur auðvitað algjöran forgang og allt sem lítur að honum. Krakkarnir allir byrjaðir í skólanum og barnabarnið og ég byrjum á morgun. Ég fíla það vel því að regla og skipulag eru mínar ær og kýr. það er þó alltaf gaman að sletta aðeins úr klaufunum svona inn á milli t.d. vaka ein nótt í miðri viku eða svo :)


Stærsta símakosnig sem sést hefur

Magni fær nú enn meiri umfjöllun í Íslenskum fjölmiðlum. Það er reyndar lítið nýtt í greininni á mbl.is annað en að áhorfið á þáttinn í USA sé komið í 7 millur.

Ekki hefur verið gefið upp hve mörg sms voru send héðan en þau skipta tugum þúsunda. Mér finnst það gott mál að fjalla um Magna og frammistöðu hans eins mikið og kostur er. Hugur minn hefur leitað til Eyrúnar og gladdi það mig mikið hversu jákvæð hún er og telur það verða asuðveldara að komast í gegnum þessar vikur sem eftir eru heldur en þær fyrstu.

Nú vitum við auðvitað ekki hvað þetta þýðir fyrir Magna ef honum heldur áfram að ganga svona vel. Ég bíð því eftir að geta lesið fréttir um það á einhverjum fréttamiðlinum nú eða einhvers staðar annars staðar hahahaha.....

Ef að  þú hefur rekist á eitthvað skemmtilegt varðandi Magna endilega leyfðu mér að vita af því.


mbl.is Sjö milljónir horfðu á Rock Star: Supernova
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband