Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

Nútímalífsstíllinn er varasamur , en er eitthvað til bóta?

Ég tel nokkuð víst að áhyggjur af heilsuspillandi lífsstíl sé svipaður í hinum vestræna heimi. Bretar gerðu könnun á því hvaða þættir voru að valda fólki mestum áhyggjum. Eftirfarandi er brot úr greininni. 

"Fólkið var m.a. beðið um að nefna nokkra heilbrigðisþætti sem höfðu valdið þeim mestum áhyggjum á undanförnum þremur mánuðum og nefndu 48% þátttakenda að þeir hreyfðu sig ekki nóg. 42% nefndu svefnleysi, 34% þreytu, 29% tannlæknaþjónustu og 27% streitu. Það vakti athygli að einungis 15% nefndu óbeinar reykingar og 12% nefndu áfengisdrykkju. Þá nefndu um 25% aukaefni í matvælum."

Það kom mér reyndar á óvart að streita væri ekki hæsti flokkurinn heldur hreyfingarleysi, svefnleysi og þreyta. Ef til vill eru þessir þættir þó innbyrðis tengdir eins og til dæmis svefnleysi gæti verið vegna timaleysis sem gæti valdið streitu ?

Ég hef stundum rennt yfir innlegndar og erlendar fréttir og tekið eftir því að mikill meirihluti frétta eru fréttir af erfiðara taginu eins og  slys, árásir, innbrot, svik, hryðpjuverk, stríð o.þ.h. Engar þessara frétta auka vellíðan, eftirvæntingu, gleði, hamingju, frið og aukin lífsgæði heldur draga þær fram kvíða, streitu, hneikslun, reiði ofl. erfiðar tilfinningar.

Hvers vegna vill markaðurinn frekar lesa efni sem hefur slík áhrif? Þetta er orðið daglegt brauð í nútímalífi eru þá ekki hinir þættirninr (gleðifréttirnar) einmitt orðið fréttnæmt? 

Fyrir nokkrum dögum fékk ég póst frá Mind and Life Instidude þar sem fjallað var um grein í  Psychology Today um áhrif hugleiðslu á líf fólks og þá ekki síst til þess að auka l+ifsgæði fólksins. Greinin er afar áhugaverð. Hér er linkur á hana í heild sinni.


mbl.is Almenningur með miklar áhyggjur af nútímalífsmátanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanir mínar um Rockstar á rússíbanaferð....

Í gær var einn af lengstu dögunum mínum í skólanum og nánast ekkert svigrúm til þess að skjótast á vefinn, en í vikunni eru tveir slíkir vinnudagar hjá mér. Ég hlýt nú að fara létt með það fyrst ég gat aðlagast svona vel að því að stunda Rockstar ;) 

Í gær var ég í félagssálfræði og í framhaldi af því fóru hugsanir mínar um Rockstar í rússíbanaferð. Til að draga það saman í sem fæst orð þá mætti segja að fólk sem umgengst mikið aðlagast hvað að öðru. Hugsaðu þér t.d. hjón hvernig þau smábreytst og taka upp eitt og annað frá hvoru öðru.

Í keppni þá er líklegast að það sem hinir fá hrós fyrir , sé það sem þú tekur upp. 

 

Ég sé ekki betur en að Magni sé kominn á flug.

En snúum okkur að strákunum þremur sem að eftir eru í keppninni. Best er auðvitað að horfa aftur á fyrstu þættina til þess að sjá hver var einstaklingurinn þegar hann mætti í keppni. Við Mæðgurnar vorum að ræða þetta í gærkvöldi. Við komumst eiginlega að þeirri niðurstöðu að Topy innihéldi orðið allan pakkann.

Talsverð breyting hefur orðið á honum frá fyrsta þætti. Séreinkenniþessara þriggja keppenda að okkar mati eru.

  • Lúkas mikið meikaður, óhefðbundin og jafnvel pínulítið pönkaður til hársins og til viðbótar með einstakan fatastíl. Sviðshreyfingar og lúkk, séreinkenni hans. 
  • Magni Söngvarinn, frammúrskarandi söngvari og sá allra besti þeirra á því sviði. 
  • Toby allt í lagi söngvari lifandi, léttur og kátur, notar stundum einskonar kengúruhopp og lafandi keðjur eða axlabönd

En hvað hefur gerst?

Magni er nokkuð fastur í sínum eigin stíl. Hann hefur þó orðið fyrir áhirfum frá Lúkasi varðandi meikið, þó að hann sé vissulega nettur í því. Ef hann væri með hár á höfðinu þá myndum við jafnvel sjá eitthvað vera að pönkast þar ;) Ég sé engan Toby í Magna nema ef til vill annars staðar en á sviðinu. Hann er farinn að sprella meira svona í Tobystíl.

Lúkas hefur líka breyst lítið en hann er þó að breytast í söngnum. Ef þú horfir á fyrstu 2-3 þættina aftur og síðan þann síðasta þá skilurðu hvað ég á við. Hann er að færa sig í áttina að Magna. Opna hálsinn og reyna að ná fram háum og tærari hljóðum.  

 Í nokkrum síðustu þáttum þá höfum við tekið eftir smábreytingum sem hafa færst í vöxt og ef til vill skotið rótum hjá Toby. Hann er meira málaður og hárið er byrjað að pönkast. Hann er að aðlagast Lúkasarstílnum og virðist byrja ofan frá ;) 

Þar að auki er söngurinn hans að þróast í áttina að Magna. Hann hefur þó haldið sínum séreinkennum. Hann notar kengúruhoppið minna en kæti hans og lífsgleði fer vaxandi. Hann hefur mikinn húmor sem víða kemur fram ef ekki alls staðar.

Það má því segja að hann sé mesta kamelljónið, hefur bestu aðlögunarhæfnina, á auðvelt með að breytast og verða hluti af nýrri heild. Það hefur líka komið í ljós að hann fellur einstaklega vel inn í Supernova verður þar strax einn afþeim. Það sama má segja um fólkið í salnum, þegar hann stigur niður af sviðinu þa´verður hann einn af þeim. 

Toby er því það sem hann var þegar hann kom + það sem hefur heillað hann í fari samkeppenda sinna. Hann hefur þvi vaxið mikið og á skemmtilegan máta. Það kom líka berlega í ljós í síðasta þætti að salurinn aðlagar sig að honum :)

Toby er því allur pakkinn, hann sjálfur, partur af Lúkasi og Magna. En er hann ef til vill of kátur fyrir Supernova sem mig minnir að ég hafi heyrt eða lesið einhvers stðar að muni heita Black Hole eða eitthvað í líkingu við það. Endilega leiðréttið mig ef að það er ekki rétt munað hjá mér. Var það ef til vill Black Void? Það var Black eitthvað og Toby er allt annað en svartur!

Ég held að það sé það eina sem kemur í veg fyrir að hann vinni þessa keppni. Ég er í ýmsum pælingum með þetta allt saman og hef hugsað mér þetta innlegg sem grunn að pælingarspjalli fram að lokakeppni.

Við eigum okkur öll uppáhaldskeppanda en mig langar líka til þess að fara í smá ímynduarleik. Ef að þú væri einn af Supernova hvaða augum myndir þú þá horfa á keppendurnar.  

Hver er bestur fyrir Supernova ?????????

Markaðslega séð

á tónleikum

á plötu

sem félagi í grúppu

sem listamaður

frumlegastur

dregur athygli án þess að hljómsveitin á bak við verði bara fyllingarefni


mbl.is Magni á siglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magni kominn í final 4

Magni hress og kátur kemur sér í stellingar til þess að syngja með SN. Enn eru lögin þeirra lítið spennandi fyrir minn smekk. Magni og Jason voru fínir saman en það var einkennilegt samband eða sambandsleysi þegar Magni var að reyna einhverskonar samspil við hinna sérstaklega Gilby.

Það var eins og þeir væru á sitt hvorri plánetunni þrátt fyrir að vera nánast ofan í hvor öðrum. Rosalegur munur að sjá Magna og HB saman. Sá sem fær Encore fær líka bíl og það var Toby sem hlaut hnossið. Toby var rosagóður en mér fannst nú samt Storm eiga að fá encorið hún var svo einstök svo stórkostleg.Toby átti hins vegar salinn og það gerðist heldur betur aftur núna.

Öll fimm voru einhvern timan í botn þremur. Storm var fyrst á sviðið, söng fallega og tárin trilluðu niður andlitið á henni. Dilana fylgdi á eftir gerði það vel en ég er bara búin að missa áhugann á henni. Það er svolítið skrítið að upplifa þetta þar sem mér fannst Dilana vera svo rosalega góð í upphafi og trúði því að hún myndi vinna keppnina. 

Þriðji þátttakandinn í botn þremur var Lúkas og flutti hann originalið sitt Head Spin. Mér fannst þetta betra hjá honum núna heldur en í gær, miklu betra.

Þegar Brooke var að búa sig undir að kalla á Lúkas þá kallaði hún fyrst á Magna og hann ætlaði bara að drífa sig upp en nei hann var kominn í final Strákurinn okkar var kominn í final!!! Toby var þá nefndur næstur og honum sagt að fara til Magna :) Þetta var sætur sigur og það munaði víst bara handful of votes.

Ég er svo stolt og ánægð með alla sem sátu og kusu og þegar þeir voru búnir að kjósa þá drifu þeir sig í að kjósa meira og meira, með uppbrettar ermar og skálmar :))))

Okkur ásamt öllum erlendum aðdáendum Magna tókst að halda honum frá botninum

Lúkas fékk að setjast niður. Storm var látin fara því miður en Dilana fór í final 4. Að sumu leyti skil ég þetta því að hún var í botni í 3ja sinn.

Hún kvaddi með stæl og var kvödd með stæl.


mbl.is Magni í úrslitaþáttinn - Storm send heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er spoiler fyrir elimination þáttinn alls ekki lesa ef þú vilt ekkert vita fyrir þáttinn.

Loksins eru komnar upplýsingar. Ég hef aldrei verið eins spennt og núna. Síðasta vika var þó rafmögnuð. Það er alltsvo maganð núna.

Þegar ég var að horfa á Magna-vökuna í gærkvöldi þá fannst mér Jakob Frímann bara fyndinn "ég ætla að biðja Eyrúnu og Magna um að ættleiða mig" Hvað var það nú sem Páll Óskar sagði...búin að gleyma því.

En hér er spoiler allar upplýsingar um Elimination þáttinn. Bara vara sig á því að lesa þetta ef þú vilt horfa á þáttinn í kvöld án þess að vita allt saman.

Everyone was in the B3 at one point or another...

'Wish You Were Here' - Pink Floyd
'I Want You to Want Me' - Cheap Trick
Original Song

Encore = Toby
SN Song = Magni

Magni var ekki í final botn 3 JibbÍ !!!!!!!!!

Það borgaði sig að kjósa alla nóttina frábært hjá okkur öllum..

 

06 September 2006 @ 03:04 pm
 
Kyuu...be prepared to cry when you watch RS: Supernova tonight...

=\


Toby got the encore.
Magni sang with Supernova.

Everyone was in the bottom three at some point or another.
But finalized, it was...

Dilana, Storm, Lukas.

Storm sang: 'Wish You Were Here' by Pink Floyd
Dilana sang: 'I Want You to Want Me' by Cheap Trick
Lukas sang: 'Headspin' again. =D

Storm went home. =(

Það verður gaman að sjá Magna fronta SN :)

Nú á ég bara eftir að fá að vita hver var sendur heim úff............ 

 Heimildin er héðan

 


Flottar myndir af Magna og Storm á meðan beðið er eftir niðurstöðum

Tvær flottar myndir af Magna á meðan við bíðum .......

 

og bíðum ............................... 

 

Ég gat nú ekki sleppt þessum eða hvað? Vá hún var svo svakalega töff í originalinu ;)

 

Ég held að Supernova ráði bara ekkert við hana. Hún TEKUR sko völdin 



og við bíðum og bíðum............................

 

Þetta léttir aðeins biðina hjá mér hahahahahahaha 


Mun Magni aftur sleppa við að lenda í botn 3?

Samkvæmt umræðunum á netinu um live þáttinn þá er líklegt að Magni verði í botn þremur þegar fyrstu tölur birtast. Við þurfum að muna það að þeir sem eru í salnum eiga þau atkvæði. Hver og einn áhorfandi hefur eitt atkvæði. Undanfarin tvö skipti lenti Magni ekki á botninum hjá salnum.

Það mun verða einstaklega gaman ef hann sleppur við það nú en almennir dómar um viðbrögðin í salnum benda til annars. Við notum það til þess að herða okkur í kosningunni. Þetta er síðasta tækifærið sem við höfum til þess að hafa áhrif. 

Jæja þá er ég tilbúin að hlusta, horfa og að sjálfsögðu að mynda mér skoðun ;) á því sem fram fer. Mig langar til þess að Magni komist í final 4 og mun kjósa hann einan í nótt. Þegar ég hlusta á tónlist eða horfi á listsköpun t.d. svioðsframkomu, svipbrigði o.þ.h. þá sitja allir við sama borð þá er ég bara eyru og augu út frá því mun ég tjá mig.

Þið munið ef til vill eftir kommentinu sem Gilby gaf Magna um ljóðið og melódíuna. Alla vegana þá fékk hann slappa dóma hjá honum. Allir hinir 4 keppendurnir voru sýndir í þættinum en ekkert kom frá Magna. Ætli það sé gott eða slæmt? 

Dilana
Behind Blue Eyes (The Who)

Allt í lagi, hún var að nota röddina sína betur en oft áður en greinilegt að hún er á niðurleið

Supersoul (original)

Ekki leist mér á lagið hennar og gat ég ekki betur heyrt en að hún sé að búa sig undir að vinna ekki keppnina.

Magni
Back in the U.S.S.R. (The Beatles)

Magni bregst ekki. Þetta er reyndar ekki neitt uppáhaldslag hjá mér en....

When the Time Comes (original)

Mér fannst þetta flott hjá honum og Dave var í háloftunum , salurinn mjög lifandi, TLee kom með enn eina hallærislegu athugasemdina " afhverju voru bæði lögin eins í flutningi?" Já ég söng þau bæði svaraði Magni þá um hæl !!! 

Þá svaraði TLee "Stupid me" og allir tóku þessu vel .....

Storm
Suffragette City (David Bowie)

Dave rokkaði með henni og þau voru rosalega töff saman, bara sniðin fyrir hvort annað.

Ladylike (original)

Algjör toppur ég er nú bara eins og TLee kem varla upp skiljanlegu orði. Það flottasta frá Storm. Algjör snilld

Lukas
Livin’ On a Prayer (Bon Jovi)

Tja ég veit ekki hvað ég á að segja en...

Headspin (original)

Lagið fjalar um móður hans. Eg  heyrði bara ekki textann og er hálf týnd í þessu hjá honum. Mér finnst mörg önnur lög sem hann hefur flutt verið betri en þessi flutningu í kvöld og var hálf hissa á því hve góða dóma hann fékk.

Mér hefur litist ágætlega á Lúkas.... Storm er best í kvöld so far....... 

Toby
Mr. Brightside (The Killers)

VEnjulegt gott

Throw It Away (original)

FRÁBÆRT hann er alltaf að vaxa ohohoho.....  flottir dómar

Storm var tvímælalaust best í kvöld og Toby fylgdi á eftir... 

RÖÐIN

  1. Toby
  2. Lúkas
  3. Magni
  4. Storm
  5. Dilana

Sem sagt á botninum voru þá Dilana, Storm og Magni

Kjósa allir alveg á fullu 


Magnavaka á Ská 1 frá 23:35 - 02:30

Þá er komið að loka átakinu hjá okkur . Í nótt ætlum við að kjósa og kjósa sem aldrei fyrr.

Sumir þora að taka þátt einu sinni en missa svo kjarkinn. Mér hefur þótt afar áhugavert að fylgjast með umfjöllun um Rock Star SN þáttinn og keppendurnar. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað fólk er þroskað í tjáningu sinni (svona yfir höfuð). Menn hafa mátt eiga sitt uppáhald án þess að aðrir séu með dónaskap eða einhverskonar skítkast og ég verð nú baraz að viðurkenna að ég átti ekki von á því.

Niðurstaða síðustu viku hefur hins vegar vakið skrímslið víða upp. Harðari skot, grimmari gagnrýni og minner bestur en þinn er verstur með alls konar flúri hefur farið vaxandi meira að segja á Rockband.com en þar hafa stjórnendur engu að síður haldið vel um taumana. 

Sama má segja um rokkarana (keppendur) þeir hafa verið góðir vinir og talsvert mál að etja þeim upp á móti hverjum öðrum. Þetta er eitthvað til að vera verulega stoltur af !

Nú skiptir miklu máli að allir sem hafa vilja til kjósi.

 Viðbót við færslu vegna Magnavöku :)

 Í kvöld verður Magnavaka á skjá 1 frá 23:35 og fram að Performance þættinum, síðan heldur vakan áfram til klukkan 02:30.  Hvet ég alla til að sameinast í henni, en byrjið samt að KJÓSA  KLUKKAN 01:50. kOSIÐ Á ROCKSTAR.MSN.COM

SIMINN FYRIR SMS ER 1918  texti í skeytið ROCK 2

Það verður farið í þetta á Magnavökunni, um ða gera að hafa stillt á Skjá 1 vera með blað og penna eða fartölvuna og ðunkta hjá sér. Það má líka henda inn spurningum hingað ég geri mitt besta til að svara og svo er fullt af góðu fólki sem kíkir hér inn og hellir úr brunni visku sinnar. Allir sem einn að styðja Magna í Final 4 

síðustu viku þá myndaðist spjallumhverfi hér á blogginu hjá mér, mér til mikillar ánægju. Ég var sú eina á heimilinu sem gat leyft mér að vaka alla nóttina og það var ótrúlega skemmtilegt að kommentast á hér á blogginu. 

Ég býð alla velkomna til að endurtaka þann leik núna í nótt. Útvarp Saga verður með einhverja umfjöllun tengda Rock Star á morgun og á ég von á símtali frá þeim upp úr 09:00 í fyrramálið. Það væri nú gaman af því ef þið fréttið af umfjöllun um keppnina hér í islenskum fjölmiðlum að þið mynduð henda hér inn smá kommenti um það. Svona eins og Sigga gerði hér í dag. Það var henniað þakka að ég náði viðtalinu á Rás 2 seinni partinn. Takk Sigga, sannur stuðningsmaður lætur ekki sitt eftir liggja ;)

En rifjum aðeins upp hvað hægt er að gera til að auka kosningaþátttöku........ 

 

  • Þú gætir til dæmis horft á þáttinn
  • Ef þú hefur ekki áhuga á því þá gætirðu lesið t.d. umfjöllun Laxguy (ein af fyrri færslum frá deginum í dag). Ef til vill færðu þá áhuga eða finnur löngun til senda einhver atkvæði til Magna.
  • Sagt öðrum frá þættinum
  • Horft á performance þáttinn klukkan 01:00 á skjá1 eða klukkan 02:00 skjá 1+
  • Þú gætir kosið og kosið og kosið og kosið í allt að fjóra klukkutíma ;)
  • Ef að þú ert með fartölvu og borðtölvu þá geturðu kosið á báðar í einu
  • Þú gætir smitað aðra með því að tala um eitthvað sem þér finnst hafa verið svo æðislegt í flutningi hjá Magna að.............................
  • Þú gætir minnt á kosninganóttina þegar þú kommentar hjá öðrum á bloggsíðum :)
  • Þú gætir sent email
  • hringt í vini og vandamenn
  • Boðið fólki heim í partý í kvöld
  • Fært helgina inn í miðja viku ;)
  • Byrgt þig upp af kaffi, ég mæli með Kaffitárs kaffi :)
  • Þú þarft á því að halda í nótt og á morgun
  • Sleppt því að borða rautt kjöt í dag og á morgun og borðað frekar fisk, kjúkling eða grænmetisrétti
  • kommentað hér og komið með nýjar uppástungur


Smá ábending varðandi kosningarnar. Til að spara þér tíma. Ef netsambandið verður erfitt strax að loknum þætti, reyndu þá að senda sms ( þú gætir ákveðið fyrir fram hvað þú ert tilbúin/n að láta mikinn pening í það) Í síðustu viku ákvað ég að senda allt að 50 sms og restina á tölvunni. 

Þegar leið á nóttina þá varð tölvusambandið svo gott að ég þurfti ekkert að bíða. Í upphafi gekk netsamband ekki eða mjög hægt og þá sendi ég sms. Þegar þú kýst á netinu, velur Magna ;) þá kemur upp gluggi með tölu- og bókstöfum sem þú stimplar inn og sendir. Þú munt fá staðfestingu en ekki bíða eftir henni farðu frekar aftur í VOTE Magni ;))))) þá opnast nýr gluggi og þú gerir það sama. Þessu heldurðu áfram þar til að þú ert komin/n með 50 glugga. Þá ferðu niður í taskbarinn og velur að loka öllum gluggum í einu.

Opnar svo bara vafrann aftur og endurtekur sama leik t.d 10 - 20 sinnum hehe.... Þetta er mikil vinna en það var svo sætur sigur að sjá Magna sitja. Hann á að mínu mati jafnmiklar líkur á því að lenda ekki í botn þremur eins og Dilana, Storm og Toby. Vonandi verður það Lúkas að gefa Magna FIVE fyrir að syngja með SN í Elimination þættinum á morgun.

 


Að lokum ....Strákurinn okkar alltaf að hjálpa öðrum... eða er hann að fikta í græjunum hum??? 

Ég kem svo með fréttir í nótt um leið og þær renna í gegnum taugafrumunetið


Seint koma sumir en koma þó "spoiler" frá Laxguy

LaxGuy hefur fallið best í kramið hjá mér varðandi spoilers. Þegar ég kom heim eftir skólann þá fór ég að leita að upplýsingum frá honum. Samkvæmt þeim þá fékk Magni fína dóma nema ef til vill frá TLee svona eins og venjulega. Kommentið frá Jason var athyglisvert.

Málið er að allir voru að standa sig vel og það er ómögulegt að segja hver fer heim. LaxGuy talar þó um að' pottþétt sé að það verði bara einn þátttakandi sendur heim og fjórir verði í final.  Hann nefnir það að Brooke hafi sérstaklega  tekið það fram.

Samkvæmt þessum heimildum og þ´vi sem áður hefur gerst þá koma allir til greina að fara heim nema Lúkas. Ég fæ ekki betur séð en að Lúkas sé búinn að vinna keppnina jafnvel þó að hann geri það að verkum að SN gaurarnir virðast miklu eldri en þeir eru í raun ;)

Mér fannst þetta bara svo fyndið, en Lúkas er svo flottur í tauinu svo nýtískulegur á meðan Toby fellur svona saman við heildina. Það sem er svo fyndið við þetta er að Lúkas og Toby eru jafngamlir (ef ég man rétt) 

En sem sagt eftirfarandi texti er af rockband.com undir spoilers 

Svo er bara að muna að kjósa eins og þið mögulega getið. Magni er sá eini sem hefur tvisvar lent á botninum og ef hann lendir þar núna þá grunar mig að hann sé farinn heim. Þetta er samt fínn árangur en ef ég væri í hans sporum þá myndi mér þykja rosa gaman að komast í final four + það að fá 500 þús frá Spron sem er ekki slæmt :)

 

 

Dilana
Behind Blue Eyes (The Who)
Supersoul (original)

As if the past couple weeks haven’t been rough enough, Dilana ran into a couple unexpected problems today. First, she tore her calf muscle during rehearsals, and had to be carried out onto the stage. (She remained seated for a lot of Behind Blue Eyes, but hopped around on one foot during her original.) Then, just as she was beginning her original song, there was a problem with the lights that required her to stop for about 5 minutes. (Fortunately during that down time, she treated us to an impromptu – and awesome - version of Mercedes Benz.) Dave thought she “sounded great” and that her voice was “beautiful” on Behind Blue Eyes, but said that her original was “not the favorite thing” he’s heard from her. Tommy disagreed, and said he might have to box Dave, as he “dug” her original, as well as loving BBE. Gilby thought the original had a “good groove”, though her lyrics were a bit too literal. He really loved BBE, though, saying that he heard part of her voice he hadn’t heard before and that it was “incredible”. Jason pontificated that a “strong will and strong effort are crucial in this business. Good on ya!”

Magni
Back in the U.S.S.R. (The Beatles)
When the Time Comes (original)

Although I was a little surprised that the Iceman didn’t play the guitar on Back in the U.S.S.R., he sounded terrific on it. And his original sounded good, too – though it did seem to go on a little too long to me. Dave thought the Beatles song was “killer” and that his original made it a “rockin’ solid set”. Tommy questioned why both performances were “the same”, feeling that Magni should’ve brought something extra to his original. (Magni responded that the performances were the same because he was the one singing them both.) Gilby praised Magni on BITUSSR, saying he was such a “strong singer” that “every time you perform, it’s great.” He also liked the original, saying that Magni got him with the opening riff and that it was a “good, solid performance.” He did say, however, that he got what Tommy was saying about Magni needing to vary his performances. Jason said that the thing that sets Magni apart is his ability to “meld” with the House Band. He also liked the energy Magni brought to both songs and, echoing Gilby, “dug” the guitar riff on his original song.

 

Storm
Suffragette City (David Bowie)
Ladylike (original)

As much as I enjoyed both Dilana and Magni, Storm managed to kick things up several notches. First, Dave made a surprise guest appearance on Suffragette City. It was the first time he’s performed all season, and Storm was at her sassy, strutting best. Then came her original – Ladylike – and the bar was definitely set for the night. Dave started the comments by saying that he has been on stage with many great singers and that this performance with Storm felt “just like that.” Even though he thought the Bowie song was “awesome”, he had even more praise for Ladylike, saying it was his “favorite original” on the whole show – calling it “totally fresh, new, and different.” He summed up his feelings by saying that he wasn’t sure about Supernova’s decision to boot Ryan last week, but that now, after hearing their respective original songs, he thought that SN made the right decision. Tommy said her original song was…. Well, you’ve got to see what Tommy said, because I don’t know how to spell the sound he made. (It was GOOD, though.) He went on to say that seeing Storm and Dave got him “fluffed” and that it was “rad”. Gilby talked of how they’ve been asking Storm for more diversity, and that she really brought it tonight. He said she & Dave were “great” on the Bowie tune, and how her original was the song that got her here (when they heard it in the auditions). All in all, the Bowie song was “great”, as was her original. Jason praised her “undeniable energy” and thought her performance was “so cool”.

Lukas
Livin’ On a Prayer (Bon Jovi)
Headspin (original)

For the first time this season, the studio audience got to see the whole Reality Episode before the taping began. So I know that Lukas was “peer-pressured” into taking this song. Even though he tried to change it up – by stripping it down to just electric guitar (which he played) and keyboard – it came off as fairly meh to me. (I kept expecting the song to suddenly ROCK OUT – a la Lithium or JD’s Come As You Are – but it never did.) His original fared much better, in my mind. Dave thought it was a “great set”, that Lukas was always “compelling to watch”. He also liked that Lukas was showing a “more emotional side” than he had earlier in the competition. Then it’s Tommy turn to speak. First, he doesn’t know what to say, as “that stuff is freakin’ [him] out”. Then, he practically hands the competition to him (yet again!) by saying that he has “always dreamed” of having a singer who looks and sounds like Lukas fronting his band. He also wanted to Thank God and Thank Fuck that Lukas rearranged “that Bon Jovi shit”. Gilby called it a “great, great performance” – Gilby’s word of the night was “great” – and said that he gets inspired just watching Lukas perform. Jason was really glad to hear that original song again, thought Lukas did a “good job”, and gave special props to the House Band.
Go to Top of Page


Toby vinnur á með hressleikanum

Hann er svo mikill sprelligosi. Lýsing Magna á keppendum er svo í takt við álit mitt á þeim að það er bara ekki fyndið ;) 

Þetta hljómar að vera hinn skemmtilegasti þáttur. Það bætti nú heldur betur gráu ofan á svart fyrir Dilönu að meiða sig á fæti nokkrum klukkutímum fyrir keppnina. Það hallar stöðugt undan fæti hjá henni, enda þurfti hún að sitja á stól allan þáttinn. Magni lét nú samt vel af því hvernig hún hefði staðið sig.

Mikið er ég feginn að hafa mikið að gera í dag.  


mbl.is Magni sáttur með eigin frammistöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gilby leist ekkert á ljóðasmíð Magna

Ég var nú bara hissa ekki endilega á því að honum litist ekki á það sem Magni var að gera heldur að hannbæri ekki Dilönu á gullstól. Gilby fær eiginlega punkt fyrir það. Ég er alveg sammála honum um Toby og Storm svona miðað við það sem við fáum að sjá í raunveruleikaþættinum.

Magni talaði nú fyrst um að hann væri auðvitað ekki að semja á móðurmálinu en fannst þetta auðveldara en hann hafi átt von á. Gilby nefndi líka að nú skipti máli að þátttakendur gætu sýnt fram á hverju þeir gætu bætt við hljómsveitina.

Ég var hissa á þessari umræðu í sambandi við ljóðagerðina því að margir góðir ljóðasmiðir eru farnir heim.  


mbl.is Magni syngur frumsamið lag og verður annar í röðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband