Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Stysta leið í Laugardalshöll reyndist vera annað !!

Annað hvort eru rosa MIKLAR framkvæmdir í viðgerðum á gatnakerfinu í Reykjavík eða að þeir sem sjá um að skipuleggja þær eru ekki með þeim færustu ;)

Kvart, kvart og hvína hvein hvinum !!!!!!! :(((((

Ég var stödd í Húsasmiðjunni við Vogahverfið og ók upp Skeiðarvog, ætlaði mér að fara stystu leið í Laugardalshöllina. Þegar ég kem að hringtorginu rétt hjá MS þá sé ég að Suðurlandsbraut er lokuð. ég ek þá út úr torginu og inn í Skeifu. Ætla mér síðan að taka hægri beygju in á Grænsásveg og fara þaðan niður á Suðurlandsbraut eða beint yfir hana og aka meðfram Laugardalnum.

Þegar ég kem þangað þá eru báðar þessar leiðir lokaðar. Ég þarf því að fara inn í heimana og ætla þá að krækja fyrir Glæsibæ eins og margir aðrir bjartsýnir bílstjórar. En ég og þeir komumst fljótt að því að sú leið var líka lokuð.

Það skapaðist smá bílaörtröð við planið á Glæsibæ. Mér tókst af snilld ;) að snúa mér út úr þessu og snaraðist yfir í vinstri beygju inn Álfheima (held ég) og ópk alla leið upp á Langholtsveg þar sem ég ætlaði að taka vinstri beygju svo að ég kæmist nú að Laugardalshöllinni.

En nei, nei...... #$!%###! þar var líka lokað bara hægt að fara til hægri. Ég var nánast komin langleiðina aftur að sama punkti á Skeiðarvogi. En gat farið niður einhverja götu sem ég veit ekki hvað heitir og ekið Skipasundið í þá átt sem ég ég hafði ætlað að aka Langholtsveginn, þaðan komst ég síðan upp á Langholtsveg og niður á Laugarásveg þaðan á Sundlaugarveg og þá var leiðin orðin greið.

Ég held bara að ég hefði verið fljótari að fara upp í Mosfellsbæ heldur en að aka í eintóma hringi um þetta annars ágæta hverfi eins og hver annar #$"!%/&%#" .

Ég hlakka til að ferðast örugglega og hratt um þetta vherfi að ári liðnu, væntanlega verður þá búið að fínisera það horna á milli. Ég man nú ekki eftir að neinn nýkjörinn búi á þessu svæði????

Hvað ætli valdi öllum þessum endurbótum á þessum stað? 

 

 


Þetta er auðvitað ekkert fyndið en hahahaha samgönguráðuneytið og félagsmálaráðuneytið

Ég get svo sem rétt ímyndað mér að ástandið sé ekki gott, en er það ekki svolítið kaldhæðnislegt að sambandið hafi bara rofnað við samgöngumálaráðuneytið hu...hum..... og svo er það náttúrulega félgasmálaráðuneytið sem snýst meðal annars um samskipti :)

Já hérna, hér veltist ég um af hlátri og get bara ekkert skrifað nema hahahahaha  Það er kannski ráð að ég haldi áfram að læra tölfræðina ;)


mbl.is Ekkert síma- né netsamband við tvö ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta hálfgerð vetrarlægð?

Fólk varað við að vera uppi á hálendi um miðjan júlí!!!! Hvað er eiginlega í gangi? Er ekki hásumar á Íslandi? 

Að vísu eru síðustu rigningadagar hér í Reykjavík  farnir að minna á haustið. Ég var að aka um borgina og "rak" augun í gulnaðar plöntur sem ég tók þó eiginlega ekkert sérstaklega eftir. Þegar ég kom heim seinna um daginn þá var þessi líka hellidemba. Eitthvað sló þessu nú öllu saman í kollinum á mér. Mér fannst allt í einu að það væri komið haust!!!

Sumarið hafði bara farið hjá svona í hendingskasti og eiginlega án þess að ég hefði orðið mikið vör við það. Mér til léttis áttaði ég mig á því að enn var sumarið bara rétt hálfnað enda nóg eftir að gera hjá mér aður en alvöru haust skellur á!!

En hvað er eiginlega að gerast í veðrinu. Það er bara engu orðið hægt að treysta. Látum það nú vera þó að einhver fasteignasali sé að hvetja fólk til að kaupa fasteignir, þó aðenginn heilvita maður halupi nú eftir því, en að ekki sé hægt að treysta á veðrið?????

eða þannig;) 


mbl.is Varað við stormi á miðhálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignasali hvetur fólk til að kaupa núna?

Ég var ekkert smá hissa þegar ég las frétt í einvherju fréttablaðanna í gær þar sem fasteignasali var að hvetja ungt fólk til þess að kaupa sína fyrstu íbúð núna. 

Annað hvort vinna sellurnar ekki rétt í hausnum á mér eða í kollinum á fasteignasalanum. Verðbólguspár eru upp og fasteignaverðspá er niður hvernig í ósköpunum getur þá verið snilld að fjárfesta í fyrstu eigninni sinni nú.

Ég frétti af fólki um dagin sem seldi fyrir 5 mánuðum og síðan völdu þau að fara í leiguhúsnæði um eitthvert skeið svona til að sjá hvernig fasteignaverðið þróast. Ég myndi nú ekki nenna að standa í þessu en tímakaupið gæti samt orðið gott sérstaklega ef þú nærð góðum leigusamning á biðtímanum.

Í dag ráðlegg ég mínu fólki sem hyggur á fyrstu fasteignakaup að bíða !!!! Leggja allan pening sem hægt er á verðtryggðan reikning og bíða!!!!

Mig grunar nú að fasteignsalinn sé nú bara að berjast fyrir sölulaununum sínum eins og sá sem ég heyrði af um daginn og hvatti hann einmitt ungt fólk til að ganga frá samningum á íbúð sem er í byggingu og greiða ákveðna fyrirframgreiðslu. Unga fólkið var ekki til í að gera það, þar sem að byggingaverktakinn gæti farið á hausinn og fleiri slík vandamál gætu komið upp og þá klingdi hann út með því að það væri ekkert mál, þá myndu þau bara kæra!!

Eftir alla gósentíðina í fasteignabransanum þá þurfa fasteignasalar nú ef til vill að horfast í augu við það að íbúðasala muni dragast saman. 


mbl.is KB banki spáir 7% lækkun fasteignaverðs að raunvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu

En mér líst afskaplega vel á að matvælaverð verði svipað á Íslandi einsog á hinum Norðurlöndunum. Það verður ekki bara kjarabót fyrir alla landsmenn heldur verður það líka jákvætt fyrir ferðaiðnaðinn. Ferðamenn segja jú að versti kosturinn við að ferðast til Íslands sé hátt verðlag.

Ég hefði þó viljað sjá það gerast í þessum breytingum að óhollustu varningur eins og sælgæti, gos ofl. væru ekki að lækka. Það ætti að leggja meiri þunga á að lækka almennar matvörur sem eru líkamanum hollar. 


mbl.is Ekki náðist samkomulag í matvælanefndinni um tolla- og samkeppnismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dilana er óborganleg og áfram Magni ;)

Vá!!!!! Mér leist nú ekki á blikuna þegar hún valdi Johnny Cash lag en hún er ótrúleg

Magni stóð sig líka vel. Ég var alveg viss um að hann yrði áfram, það voru margir slappir í þetta sinn. Ef til vill var úrval laganna svona tæpt. Mig minnir í fyrstu keppninni hafi verið 4 umfram lög en það var ekki tekið fram nú hvort svo hefði verið. 

 


Gott framtak þá er bara að láta í sér heyra

Að opna umræðuvef á síðu samgönguráðuneytisins er hið besta mál. Nú getum við la´tið skoðanir okkar í ljós um þau mál sem eru á dagskrá. Það kemur þá í ljós hver áhugi þeirra er sem velja að tjá sig.

Frábært framtak sem ég mun fylgjast vel með ;) 


mbl.is Umræðuvettvangur opnaður á vefsíðu samgönguráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hefði ég viljað mæta henni þessari

spurningin hvort hún hafi verið grimm? Fleiri spurningar hrannast upp
t.d. hvað ætli hafi orðið til þess að vígtennurnar hættu að þróast með
tegundinni?
mbl.is „Vígtennt vígakengúra“ og „djöfulleg dómsdagsönd" í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað er hamingja?

Er það að una sáttur við sitt? Þá er líklegt að nægjusamir séu að jafnaði hamingjusamari en aðrir. Ef til vill er það svo einfalt. Ég held reyndar að einfaldleiki auki hamingju en hæfni í mannlegum samskiptum tel ég vega þungt.

Þegar ég lít til baka yfir líf mitt og samferðafólk, þá skorar hæst í óhamingju eitthvað sem tengdist mannlegum samskiptum, eða manninum sem félagsveru.

Einfaldasta og besta raglan er sjálfsagt sú að eiga í góðum samskiptum við sjálfan sig ;) Þú getur yfirgefið allt og alla í von um betra líf en þú munt alltaf taka sjálfa/n þig með hvert sem þú ferð ;)

Mig minnir að Íslendingar hafi verið mjög ofarlega á einvherjum öðrum hamingjulista fyrir stuttu síðan en Úkraína var neðarlega þar. Tekið er tillit til annarra þátta í þessari könnum sem verður til þess að Ísland lendir um miðjuna en enn situr Úkraína næst botninum. 


mbl.is Íslendingar í meðallagi hamingjusamir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég reyni að ímynda mér lífið án tölvu og netsambands

Því meira sem ég einbeiti mér að því því erfiðara verður það. Jújú ég gæti svo sem komist af í örfáa daga en ég nota tölvuna það mikið að það liggur við að hún fylgi mér hvert sem ég fer svona eins og Gsm síminn.

Ég var fljót að tileinka mér tölvuna þegar hún kom á markað, en netið notaði ég ekki strax. Ég var líka lengur að tileinka mér tæknina t.d. að glósa ;)  það liggur nú við að ég skammist mín fyrir það. Ég var ekki alveg að fatta hvað það er miklu fljótlegra og þægilegra á allan hátt heldur en að skrifa glósur á gamla mátann.

Ég hef samt ekki nennt að  nota tölvuna í HÍ þar finnst mér Þægilegra að nota bara blað og penna. Studum hreinskrifa ég síðan glósurnar upp aftur og nota þá tölvuna við það þegar heim er komið. Tæknin hans Tony Buz.. Mind-Mapping finnst mér enn skemmtilegri svona handvirk en hægt er að fá forrit sem gerir það sama. Mér hefur ekki tekist að taka það í sátt, er allt of lengi að vinna glósurnar.

En snúum okkur aftur að tölvu og netnotkun. Þegar ég las fréttina um Frakkana og hve illa stæðar margar fjölskyldur eru þar þá varð ég hissa. Ég held að það skipti miklu máli fyrir nútímamanninn að taka þátt. Ég get ekki séð lífið samt án tölvunnar og netsins. Ég kæmist engan veginn yfir það sem ég þarf á þeim tíma sem ég hef þörf fyrir að ljúka því án tölvunnar og netsambandsins. Þó að ég líti á það sem jafnsjálfsagðan hlut að hafa netaðgang eins og að geta fengið mér vatn úr krananum, þá geri ég mér grein fyrir að svo er ekki heldur eru þetta í raun lífsgæði ;)

Topplistinn minn er Hamingja, heilbrigði, eðalkaffi á hverjum morgni og aftur um miðjan daginn, tölva og netsamband :)))))))

Ég samgleðst því með fátækari fjölskyldum Frakklands sem fá hjálp til þess að komast í samband ;) 


mbl.is Tekjulágir Frakkar fá ódýrar nettengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband