Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Vel við hæfi að byrja þar

Það er um að gera að fá borgarbúa með í að týna upp rusl og fegra hverfið sitt. Mér líst vel á þessa hugmynd. Það þótti fréttnæmt þegar íbúi í vesturbænum rölti um hvrfið og týndi upp rusl, enda hef ég hvorki tekið til í nágrenninu né lengra frá mér nema í algjörum undantekningartilfellum. Ég hef heldur ekki séð fólk vera að gera þetta. Ég hef hins vegar séð fólk sitja á bekk og við hliðina á bekknum var ruslatunna en samt var ruslinu laumað niður með bekknum. 

Fólk virðist ekkert vera að pæla í því hvernig þetta liti út ef allir gerðu sem þeir. Það var nú sagt við mig þegar ég var lítil stelpa " hvernig myndirðu hegða þér ef að allir myndu gera eins og  þú?" Ja það væri nú aldeilis skemmtilegt ef að fyrirmyndar hegðun væri smitandi og helst bráðsmitandi ;)

Það er líka viðeigandi að byrja í Breiðholtinu því að borgarstórinn býr þar og getur þá gengið fram með góðu fordæmi fyrir okkur sem búum í hinum hverfunum ;) 


mbl.is Virkja á almenning og fyrirtæki til að taka þátt í hreinsunarátaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ætli hann lesi sögurnar fyrir þau;)

Fyrst Johnny Depp skiptir um rödd eftir því hvaða persónuleika Barbie hefur þegar hann er að leika sér með börnunum sínum þá velti ég fyrir mér hvernig hann les sögur fyrir þau. Ætli hann leiki alla karakterana og þá að sjálfsöðgðu sitt með hverri röddinni?

Hvernig ætli krakkarnir hans fíli það? Þau vilja nú helst að hann tali bara með sinni rödd í Barbí leiknum hahahaha... ég hefðu nú ekkert á móti því að heyra raddprufu úr Barbí leiknum. Hann er skondinn karakter skýrði til dæmis börnin sín eftir aðalpersónunum í Legend sjá meira hér 


mbl.is Johnny Depp skemmtir sér konunglega í dúkkuleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar einn vandi leysist þá skapast annar

Komið er í ljós að hægt er að einrækta sáðfrumur úr stofnfumum fósturvísa.  Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir ófrjóa karlmenn en þarna skapast tækifæri fyrir þá til þess að eignast börn á "eðlilegan" hátt. En að nota stofnfrumur úr fósturvísi skapar ef til vill siðferðisleg vandamál.

"Theoretically, the process also means that a baby could be created without the need for a man or a sperm donor"

Hver væri faðir barnsins? Fósturvísinn? Mér finnst það alltaf jafnskrítið að þegar ég les um nýjar uppgötvanir í heimi vísindanna (sérstaklega þó á sviði líffræðinnar) þá gleðst ég , verð spennt og svo fylgir smá óróleiki á eftir... hvað ef..... hvað ef ?????

Ætli ég hafi ekki bara horft á of margar bíómyndir þar sem vísindamenn eru að fikta ;) með alls konar efni og blandanir :)

Verð að bæta því hér við að þó að samantekt mbl.is sé góð þá er líka mjög gaman að lesa greinina og sá sem skrifaði pistilinn setti linkinn með. Ég er ekkert smá happy með það. Þetta eru pennar að mínu skapi sem benda á uppruna fréttarinnar fyrir mega forvitið fólk sem fær ekki nóg af því að lesa samantektina. Hvet þig til að lesa greinina alla ;) 


mbl.is Sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum leiddu til þungunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætis hugmynd í glósutækni

Ég hitti vinkonur mínar um daginn og hraðlesturinn barst í tal. Við pældum aðeins í því hvers vegna þetta ætti að virka eða þannig ;) Málið er að efnið er lesið hraðar og oftar. Endurtekning auðveldar minnisfestingu. Ég veit svo sem ekki hvort að ég verði miklu fljótari að ljúka námsbókinni endanlega af því að ég er að lesa hana alla svona þrisvar sinnum og svo enn meir fyrir próf ;)

Mér líst þokkalega á þetta og hlakka til að fara í næsta tíma sem er á morgun. Ég hef nú verið á óþekktarskónum undanfarna daga þar sem að ég á að vera að lesa á íslensku en allt efni sem ég er að læra er á ensku. Þannig að ég æfi mig meira á ensku en íslensku og hana nú !!!

Ég tók mig til og reiknaði út meðallengd línunnar í tölfræðibókinni. Þegar ég var með það á hreinu taldi ég fjölda lína á hverri blaðsíðu svona til að auðvelda mér að fylgjst með vaxandi hraða. Það er auðvitað talsverður munur að hraðlesa kennsluefni á erlendu tungumáli eða að lesa skáldsögu á íslensku. Hjá mér munaði þetta heilum 300 orðum á mínútu.... púff. 

Ég hlakka sannarlega til að auka hraðann í kennslubókunum. Ég fékk hins vegar ágætis hugmynd í glósutækni. Ég hef notað mind-mapping sem Tony Buz.... skrifaði um fyrir einhverjum áratugum síðan. Nú er ég að glósa öðruvísi. Ég hraðles einn kafla og glósa það sem ég man. Svo hraðles ég sama kafla aftur og bæti við glósurnar (nota þá annan lit) síðan hraðles ég kaflann í þriðja sinn og glósa (enn í öðrum lit). Það er mjög áhugavert að  sjá í hvaða skipti ég er að glósa mest og það kemur vel í ljós með mismunandi litum.

Ég hef alltaf glósað hugkort strax eftir fyrsta lestur en nú glósa ég það í lokin til þess að stytta glósurnar enn frekar og gera þær myndrænni. Mér finnst frábært að leika mér að þessu og ná upp hraða áður en að skólinn byrjar í haust. Vonandi verð ég orðin fim í fingrunum þá og hætt að fá harðsperrur í handleggina af því að lesa hratt og fletta hratt hahahahah 

ég hef nú frekar talist skipulögð í námi og starfi en ég held að það keyri nú um þverbak þegar ég ætla líka að nota liti t.d. glósa einhverja kenningu og nota þá blátt með en rautt á móti ;) 


Mjórra mitti

 Nú hefur komið í ljós að fylgni sé á milli ristilkrabbameins og kviðfitu. Ég hef alltaf heyrt að fitan sem karlmenn safna framan á sig sé hættulegri heilsunni en fita sem konur safna framan á sig. Hér er þessu öfugt farið. Hættan er meiri hjá konum en körlum en er þó talsverð hjá báðum kynjum. 

Það er því enn betri ástæða til þess að auka brennslu, taka út úr fitubankanum og herða mittisólina. Meiri upplýsingar hér


mbl.is Kviðfita eykur hættu á ristilkrabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarsmellurinn

Er það ekki bara ljóst nú þegar að "sjóræninginn" verður sumarsmellu ársins. Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa þegar þeim datt í huga að "súperman" mundi slá hann út ???

Ekkert smá sem ég hlakka til að drífa mig í bíó ;) ég horfði á fyrri myndina fyrir stuttu síðan svona bara til að hita upp og hafði bera enn þó nokkuð gaman af henni. 


mbl.is Sjóræninginn Johnny Depp malar gull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

How evil are you?

Var að koma úr heimsókn á síðu sem ég kíki reglulega inn á (fíkillinn)

Þarna er skemmtileg samantekt um ýmsa kunnulega listamenn ;). áðan rakst ég einnig á linka neðarlega til vinstri á síðunni og ákvað að tékka nú á því hve evil ég væri, ég hef nú alltaf vitað að ég er enginn engill en viti menn..... hér fyrir neðan sérðu niðurstöðuna hahahahaha Viltu prófa ?


Engillinn

Heima er best

Nú er ég að hvíla mig á sólinni ;) Mér finnst nú eiginlega hræðinlegt að þurfa þess þar sem að ég lærði á Vopnafirði hér um árið að dýrka sólina. En svona er lífið. Ég fæddist rauðhærð og er frekknótt í ofanálag þannig að húðin mín byrjar yfirleitt á því að verða rauð og svo smá brúnkar hún allt eftir því hve oft og lengi ég og sólin hittumst ;)

Ég nýtti mér hvern sólargeisla í gær og núna í dag enn meira. Þrátt fyrir alla sólarvörn þá er ég orðin ansi heit og skaust því inn til þess að kæla mig aðeins niður. Í svettinu á föstudaginn var ég svo hissa á því hvað Kjartan var orðinn útitekinn. Hann hefur bara verið hér í Reykjavík, en er að vinna úti alla daga. Þarna sér maður með eigin augum hve birtan er sterk á Íslandi og hve lítil loftmengun er hér.

Stóru krakkarnir mínir 22ja og 16 ára voru úti í garði í gær að leika sér í einhverskonar boltaleikjum og  hahahahhaha eru að drepast í harðsperrum í dag. Ég stakk auðvitað upp á því að fara og kaupa handa þeim almennilegan bolta og badminton svo að þau gætu náð harðsperrunum úr sér ;) Ég fékk nú svo sem ekkert góðar undirtektir en þau brostu nú samt í gegnum verkina..... þessar elskur hahahahaha

Já svona get ég látið þegar ég er ekki sjálf með harðsperrur og þessi yngsti 8 ára skilur bara ekkert í þessu, þar sem hann finnur sko ekkert til og er bara ekki að fatta það afhverju þau eru bara ekki komin aftur út að leika. Það var svo gaman hjá honum ;)

Við töluðum um utanlandsferðir en mér finnst bara svo frábært að vera heima. Að horfa út um gluggan eða ofan af svölum á krakkana leika sér úti í garði fyllti hjarta mitt...vá hvað ég er rík.....


Hefur þetta nokkurn tímann gerst áður ;)

Tuttugu og þrír umsækjendur um bæjarstjórastól og það ekki í einu af stærstu bæjum landsins.

Þeir sem standa að hinu endanlega vali hafa sannarlega úr nógu að moða! Ég man ekki eftir öðru eins dæmi en þætti vænt um að vera minnt á það ef að slæða gleymskunnar hefur lagst yfir þann hluta minningasafn míns ;)

 


mbl.is 23 sækja um bæjarstjórastólinn í Grundarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ert þú skynsamur einstaklingur?

Í fréttunum í kvöld var umfjöllun um förgun á rafhlöðum. Þar kom fram að talið sé að mikill hluti rafhlaðna lendi í ruslatunnunni heima við hús. Það gengur auðvitað ekki þar sem að sumar þeirra innihaldi efni sem eru mjög skaðleg.

Svo skaðleg að sumar tengundir rafhlaðna eru sendar til útlanda til förgunar. En ég og þú þurfum ekki að hafa áhyggjur af hvaða rafhlaða er skaðleg. Það eina sem við þurfum að gera er að finna bensínstöð eða fara á sorpu með kassann okkar sem við höfum safnað rafhlöðunum í, þeir sjá svo um að flokka þær.

Skynsamur einstaklingur leggur sitt af mörkum til að viðhalda náttúrunni, halda henni hreinni og ómengaðri.

Ert þú skynsamur einstaklingur? Vilt þú hreint land og sem minnst mengaða náttúru? Láttu þá þitt ekki eftir liggja, safnaðu rafhlöðunum þínum saman og skilaðu þeim af þér á réttan förgunarstað. 

Láttu þetta ganga, segðu öðrum frá, virkjaðu mátt eigin atkvæðis með því að nota skynsemina og gera hana smitandi ;) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband