Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Þetta minnir mig á sumarið 2003

Þá var ég með fjölskyldu minni í Berlín. Hitinn  var svakalegur eða 40 stig á celsius. Ég man eftir því einn daginn að ætla að kæla okkur aðeins niður með því að opna gluggana en vúff það var miklu heitara úti en inni.

Við vorum ekki með loftkælingu en ég tók á það ráð einhvern daginn að standa fyrir framan ísskápinn (opinn). Samt leið okkur ágætlega þrátt fyrir allan hitann. Við vorum mikið úti, það var auðvitað drukkið mikið og svo sóttum við vatn eitt sem hafði verið útbúið eins og gerviströnd. Þar voru líka kaldar sturnur og fullt af fólki.

Ég man þó eftir því að ungabarn lést meðan við vorum þarna. Börnin eru auðvitasð svo viðkvæm fyrir hitatapi og svona ung geta þau ekki tjáð sig um hve heitt þeim er. Ekki batnar nú ástandið ef þau gráta mikið.

Ég man nú eftir því í Þýskalandi að fólk lá í sólbaði þrátt fyrir allan hitann. 


mbl.is 30 hafa látið lífið af völdum hita í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónus er með Magna á síðunni sinni ;)

Um að gera að auglýsa strákinn svolítið upp. ég hélt reyndar að eitthvað sérstakt væri í gangi hjá þeim þegar ég sá í póstinum hjá mér mail frá Bónus aðallega verið að auglýsa tilboð á hinu og þessu en nú var verið að tala um Magna í Rock Star.

Ég klikkaði auðvitasð strax á hlekkinn og þá fékk ég að heyra brot úr einu laganna. Ég tók líka eftir því að Bónus er með link á RockStarSupernova vefinn ;) Mér finnst þetta bara sniðugt hjá þeim. Fínt að koma Magna sem víðast að. Gera fólki auðvelt að fylgjast með honum. 


ja það er af það sem áður var

þegar ég var í sveit þá lifði maður eftir veðri. Lengd vinnudagsins réðist af vexti grasins og veðursins. Við vorum stundum á mega hraða að raka saman hey og setja í sátur áður en droparnir duttu úr lofti.

þar sem að ég naut þess að vera í sveit og vinna í slætti með meiru þá er mér stundum hugsað til bænda þegar veðrið er til vandræða annað hvort allt of þurrt eða allt of blautt eins og verið hefur hér fyrir sunnan í sumar.

Ég get því sannarlega samglaðst með bændum nú að geta nýtt heyið rakara en áður ;) 


mbl.is Bjart yfir bændum sunnanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta gerist ekki oft

Olíufélagið lækkar verð á bensíni. Ef til vill hefur þetta nú gerst áður þó að ég muni ekki eftir því. Væntanlega hefur þá sú lækkun staðið stutt. Ég man betur eftir hækkunum á bensíni.

Mikið hlakka ég til þess að rafmagnsbílar verði á viðráðanlegu verði. Frétti af einum flottum í gær sem eingöngu er seldur á Bandaríkjamarkaði ef ég man þetta rétt. Verðuið voru litlar 10 millur!!!

Ég gat nú ekki séð að það borgaði sig að kaupa svo dýran bíl, hann myndi ekki borga sig. Mig grunar nú að gripurinn sé í flottara lagi þannig að ef til vill er hægt að láta sig dreyma um minni lúxus í rafmagnsbílum og lægra verð.

Ég verð ein af þeim sem stilli mér upp í röðina til að kaupa þegar það verður stasðreynd. Velti reyndar fyrir mér hvað það þýðir varðandi raforkuna, því að þó að bílarnir framleiði rafmagn þegar stigið er á bremsurnar þá gefur það auga leið að ekki kemst maður langt ef maður er alltaf á bremsunni ;) 


mbl.is Olíufélagið lækkar verð á bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja nú þarf ég að sæta lagi.....

Sólinni hefur tekist að lokka fram fíkn mína í að liggja í leti og baða mig í henni. Í morgun óskaði ég þess eins að það væru svalir austan megin á húsinu þannig að ég gæti sest út með kaffibollan og fréttablaðið sem aldrei þessu vant var bara komið.

Eftir að hafa lokið venjubundnum morgunverkum og skilað bíllyklinum inn á verkstæði þannig að "bílalæknirinn " geti nú hlúð að honum og sérstaklega þá að selja bílnum hugmyndina um að það sé í lagi að treysta mér, ég sé ekki að stela honum... hahahahaha, já en hvað ætlaði ég að fara að skrifa hér????.................... já einmitt, þá dreif ég mig í að endurskipuleggja daginn svo að ég gæti leyft mér að baða mig í sólinni eftir hádegi þegar hún er mætt á suðvestursvalirnar ;)

Það verður því sett í fimmtagírinn og seinnipartsverkefnin flutt á fyrri partinn og unnin á margföldum hraða. Ég tek svo Tölfræðina bara úti í sólinni eins og í gær. Já mér líst vel á daginn. Ég er tilbúin með Lime toppinn vel kældan, jarðarber, epli, greip og gulrætur til að svala mér á. Sólkremið og derhúfan eru á sínum stað þannig að um leið og sólin kemur á svalirnar þá svíf ég inn í sælu dagsins. Það er sko ekki lítið að hlakka til.

Vonandi hrannast ekki skýin upp um hádegisbilið því þá verð ég vonsvikin yfir því að hafa breytt dagskránni á þann hátt sem ég hef verið að gera í stað þess að fara bara út að hjóla, drífa mig í Laugardalinn sem hampar oft hæsta hitastiginu hér í Reykjavík að mati fróðra manna ;) 

 

 


Fór að skoða seglskipið Sedov

Vá þetta er ekkert smáskip. Það var gaman að fara með fjölskyldunni niður á bryggju. Við drifum okkur á milli 19 og 20 og gátum bara gengið um borð. Mig hefði nú langað til að fara undir þiljar en eðlilega var það ekki hægt :(

Þetta var samt æðislegt. Möstrin svo há að þegar ég horfið upp eftir þeim þá svimaði mig...hjúkk

Þegar við vorum búin að fá okkur göngutúr fram og til baka eftir skipinu endilöngu eina 236 metra þá ákváðum við að fara heim. Vá ég var sko hissa þegar ég sá alla biðröðina við skipið. skipverjar voru farnir að hleypa fólki í hollum um borð.

Já við höfðum sko valið okkur rétta tímann. Veðrið var líka svo gott að þetta var bara eins og ég væri í utanlandsferð (Rússlandi) hef reyndar aldrei komið þangað en tungumálið hljómaði af og til í eyrum mér um borð ;)


Þvílík auglýsing

Ég er orðin svo steikt í sólinni, hálfskömmustuleg að kalla þetta skoðanakönnun eða þannig ( það sem ég setti inn í gær með Rock Star Supernova).

Málið er að ég er að undirbúa mig fyrir Tölfræðipróf og það sem ég var að lesa í dag úti í sólinni ;) var einmitt um þessir "hræðilegu" skoðanankannanir sem eru á netinu. En þetta er nú ekki eins og ég sé að gera einhverja könnun á lyfi eða einhverju þess háttar heldur er þetta bara til gamans gert. Ég mun halda áfram að setja hér inn ófagmannlegar skoðanakannanir ;) í tengslum við Rock Star Supernova.

Mér finnst þetta bara svo skemmtilegt og mér líður alveg stórkostlega. Tónlistin er bara allt!!! Ég held bara að ég hafi ekki ratað á réttu hilluna í lífinu og þð er sannarlega ekki nógu gott ef að við eigum bara eitt líf!

En nóg um það. Ég lenti sem sagt í því í gær að það var keyrt aftan á mig. Einhver vökvi sem virtist af lyktinni af dæma vera vatn rann af/úr bílnum að aftan. Ég veit bar ekki hvað þetta er. En ég hef nú keyrt bílinn og svo var ég að þvælast í dag og þá bara allt í einu fór hann í gang en drap strax á sér aftur. Mig grunar að tölvan í bílnum sé í einhverju sjokki síðan í gær. Ég þurfti því að fá mér langan göngutúr í góða veðrinu.

Tengdamóðir mín og hún er sko sú besta í heimi ,) var núbúin að hringja í mig og hún ætlar að sækja strákinn minn á leikjanámskeiðið í dag. Vá hvað ég var fegin þegar ég 40 mínútum seinna lenti í þessu með bílinn.

Í göngutúrnum á leiðinni heim fór ég að hugsa um Rock Star Supernova, Magna og alla hina. Ég gerði mér allt í einu grein fyrir því hvað þetta er góð auglýsing fyrir þátttakendur sem eru að standa sig vel.

Um þá er skrafað og skrifað á mörgum síðum í heiminum. Þetta er eiginlega alveg frábært. Hugsaðu ér ef að þú værir að taka þátt í einhverri keppni sem tengist því sem eru þínar ær og kýr ;) Hugsaðu um það að fullt af fólki alls staðar í heiminum eru að fylgjast með.

Þetta er frábær auglýsing og mér finnst gaman að eiga þátt í því hér heima á Íslandi að leggja inn eitthvað fyrir þá sem mér líst vel á. Ég hafði bara ekki pælt í þessu og ef til vill hefði mér ekki dottið þetta í hug nema bara af því að ég þurfti að skilja bílinn eftir og ganga heim í þessu líka blíðskaparveðri. 

 


Flott umsögn um Magna

Magni: episode 2 rating 9.9
Lainey Tsang´s gagnrýnin er skemmtilega unnin og hvet ég áhugasama að kíkja hingað til að fylgjast með. Henni líst mjg vel á Magna og vill sjá hann meðal 5 bestu og jafnvel sem sigurvegara keppninnar. Ég er auðvitað sammála því ;) það væri mjög gaman fyrir Magna. 

Hins vegar þá er ég hissa á því hve illa henni líst á Lúkas og Dilana. Henni vinnst þeu bara ekki hafa hæfileika né frumleika og þar er ég henni alls ekki sammála. Margir eru að spá Lúkasi sigri og ekki síst vegna þess að hann er gaur en ekki gella. Ég spái Dilana enn sigri mér finnst hún vera tónarnir sem hún syngur, hún og lagið verða eitt. Hún hefur dimma og hrjúfa rödd og það eru ekki allir að fíla það.

Röddin hennar fittar samt mjög vel við rokklög að mínu mati. Ég setti hér inn stigagjöf Lainey mér finnst sniðugt hvernig hún gefur þeim stig en það er allt útskyrt í færslunni fyrir episode 1. Tölurnar sem ég setti hér inn eru stigagjöf Magna að hennar mati. Hún valdi hann á eftir Patrice til að endurflytja lagið sitt. Magni varð síðan fyrir valinu eins og þú líklegast veist nú þegar!  

episode 1 rating: 7.05

overall rating: 8.45

1. Vocal performance: 10
2. Stage Presence: 10
3. Musicality/Professionalism: 9.75
4. Presentation: 9.33

I thought Magni should have gotten the encore, but he and Toby were both my picks for it. Magni's performance was awesome..he sounded great and sang very well...unbelievably does not imitate..I say it's unbelievable because he is foreign..you would think that he'd automatically cover a classic song as close to the way it goes as possible, to avoid sounding, well, foreign on it..but Magni does it his own way, and sounds awesome..he really is talented and I'd love to see him win this or get very far with it. He also seems to be cool as a cucumber while humble and sweet. And then his voice just roars..I dig him!

Þessi umsögn kemur frá henni um umferð númer þrjú

Magni: 9.4 Hooray for Magni the Magnificent! He was great again tonight. I could have done without the shades, which totally made me feel disconnected from Magni..but I know that underneath them he was feeling it. His vocals were awesome and he really performed well. Great song choice and again, original..he does shit his own way. Magni is my other pick for the encore under Patrice.

Hér er svo heildarstigagjöf Magna fyrir alla þrjá þættina

episode 3: 9.4
episode 2: 9.9
episode 1: 7.05
overall rating: 8.78

1. Vocal Performance: 10

2. Stage Presence: 9

3. Musicality/Professionalism: 8.75
a. originality: 9
b. song selection: 10
c. arrangement: 9
d. song interpretation: 7

Presentation: 9.3
a. appearance: 9
b. nerves/confidence: Confidence 9
c. reaction/response: 10


Er þetta vegna Spyware forrita eða hvað?

Ég frétti af pósti sem Spron sendi til viðskiptavina sem nota einkabanka þess eðlis að aðilinn gæti sótt um öryggisnúmer. Mér fannst ekki mikið öryggi í því aðilinn myndi fá númerið sent í sms eða emaili. Að vísu gilti þetta númer bara í 15 mínútur. 

Ég hef annars heyrt að email sé ekki góður valkostur til þess að senda viðkvæmar upplýsingar. Það væri fróðlegt að heyra frá ykkur sem vit hafa á þessum málum hvað þið teljið auka öryggi. Ég er nú auðvitað bara fátækur námsmaður þannig að minn reikningur myndi bara valda vonbrigðum fyrir þann sem inn á hann kæmist ;)

En hver veit ef til vill eignast ég einhverntímann sand af seðlum sem ég myndi vilja geyma á bankareikning og nota heimabanka mér til þæginda! 


mbl.is Milljónum stolið af heimabönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstöðir í samræmi við skoðanakönnunina

Magni "Iceman" Magni..........ficent var kátur og átti vel efni á því en snúum okkur að niðurstöðum skoðunarkönnunarinnar. Það var gaman af þessu. Ég mun setja inn nýja skoðanakönnun næstkomandi þriðjudag um það hver muni verða sendur heim næsta miðvikudag og hafa hana uppi til miðnættis þann dag.

Í þessari tóku alls 14 þátt (sem er auðvitað mjög lítið ;)) Flestir töldu að annað hvort Jenny eða Zayra yrðu sendar heima eða 28;6% í báðum tilfellum. Þar næst var Dana með 14;3% síðan fylgdu á eftir Toby, Ryan, Magni og Josh 

Dana 14,3%, Dilana 0,0%, Jill 0,0%,Jenny 28,6%,Josh 7,1%,Lukas 0,0%,Magni 7,1%,

Patrice 0,0%, Phil 0,0%, Ryan 7,1%, Storm 0,0%, Toby 7,1%, Zayra 28,6%

Ég var alveg hissa að einhver héldi að Magni yrði sendur heim nema ef að landar hvers söngvara kjósi bara sinn söngvara sama hvernig hann stendur sig, þá hefur Magni ærna ástæðu til þess að vera áhyggjufullur um niðurstöður kosninganna, en þetta er engin Eurovision keppni. Það er greinilegt að Lukas á stóran aðdáenda hóp það sér maður hér 

Vinstra megin á síðunni eru nöfn söngvaranna og umræður almennings um þá.  Ég hafði áhyggjur af því að það yrði Magna eða Iceman eins og hann er kallaður núna, ekki til tekna að koma frá lítilli þjóð. En það eru áreiðanelga fleiri en Íslendingar að kjósa hann og gaman að lesa það sem um hann er skrifað.

Eftirtaldir fimm söngvarar lentu í botn þremur einhvern tímann  á talningatímanum. Þeir voru Jenni, Josh, Dana, Ryan og Zayra. Þetta eru einmitt nöfnin sem áheyrendum fannst standa sig lakast. Þannig að þeir sem eru að blogga og spjalla um þetta spegla væntanlega niðurstöðu Það verður spennandi að fylgjast áfram með því, sama má segja um spá mína hér.

En þau þrjú sem enduðu í botn þremur voru einmitt Dana, Jenny og Josh.

Þrátt fyrir að vera lélegasti söngvarinn þá var Zayra ekki send heim í þetta sinn. Mér fannst hún líka standa sig betur en Jenny aðalkvöldið og engin spurning hún stóð sig mun betur í gærkvöldi við endurflutninginn. Það var líka ótrúlegur kraftur í söng Dönu. ef hún breytir sviðsframkomunni og lúkkinu þá á hún möguleika á að komast lengra áfram. Það sem ég er að segja er að hún ætti ekki að þurfa að falla á röddinni. Stelpan getur sannarlega sungið en hún virðist ekki vera "rokkari"

Jenny var alveg flöt , hún ætti líklega betur heima í þjóðlagasöng, minnir mig á Joan Bayes. Það er að koma enn betur í ljós að söngurinn fer batnandi, sviðsframkoma og lúkkið er það sem þátttakendur þurfa að bæta sig í ef þeir ætla að eiga séns.


mbl.is Magni í stuði í Rockstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband