Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Einhvern tímann hefðu menn talið fiskana koma frá Guði

En það er annars ekki amalegt fyrir matargerðarmenn að það rigni fiski í héraðinu þeirra. Fiskurinn virðist ekkert skemmast við þetta. Sogast bara upp með hvirfilvindum og snúast í þeim þar til þeir eyðast og lognið tekur við.

Þá er ekki að spyrja að leikslokum. Þegar lognið er komið þá togar jörðin aftur til sín það sem áður var frá henni tekið! Ekki vildi ég nú vera vitni af því þegar rignir tómötum!!! 


mbl.is Fiskum rigndi á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar í ósköpunum er Krepputunga?

það væri nú ánægjulegt ef einhver gæti nú frætt mig um það hvar Krepputunga er. Hvers vegna ætli staðurinn hafi fengið þetta nafn?

Gott að heyra að það viðri vel þar, því að nafnið færir manni ekki beint vellíðan! 


mbl.is Landsmönnum launuð þolinmæðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef til vill reddar ævintýrið á Grænlandi einhverju?

Það er ekki hægt að segja annað en að það séu góðar fréttir að olíuævintýri sé að öllum líkindum í uppsiglingu á Grænlandi. Ég var að lesa grein eftir Dag Gunnarsson um olíukreppuna. Í framhaldi af því fór ég að veltas fyrir mér því sem er að gerast á Grænlandi, en Danir eru komnir í samkomulagsstellingar vegna væntanlegs ævintýris.

Ég veit ekki hve hátt hlutfall af heildarolíubirgðum heimsins eru samtals í Danmörku, Noregi og í Bretlandi en gaman væri að fá fræðsluskot um það ;) Ef til vill er þetta bara dropi í hafið og þá munasr auðvitað ósköp lítið um annars ágætis ævintýri í uppsiglingu hjá Grænlendingum 


mbl.is Olíuævintýri hugsanlega í uppsiglingu á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa áhyggjur af Keith Richard

Ég var að lesa það í blöðunum í morgun að aðstandendur þriðju sjóræningjamyndarinnar hefðu áhyggjur af því að Keith Richard myndi slasa sig í myndatökum. Kappinn hefur samþykkt að leika sjóræningjapabbann og þarf meðal annars að klifra upp í siglutré. Þar sem kappinn datt úr pálmatré í fríinu sínu þá líst þeim ekki á blikuna. 

Keith er nú samt harður á því að hann höndli þetta nú. spurningin er hvort hann þurfi ekki bara að snúa sér að heilbrigðum lífsháttum, fara að æfa lyftingar og klif svo gamlinginn ráði nú við hlutverkið ;) 


mbl.is Sjóræningarnir verja enn efsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glataði einu sinni öllum gögnunum mínum

Svona er að búa í mötunarsamfélagi, nota imbakerfi og þurfa sem minnst að eiga frumkvæði. Enign furða að ég sé á móti þessu og í hlutastarfi við það að lifa sem frumkvæður einstaklingur;)

þegar ég las um Tivoli þá glaðnaði nú samt yfir mér. Hér er enn ein leiðin til þess að lifa áhyggjulausu lífi (eða þannig). Tívoli sér nefnilega um að taka afrit af gögnunum þínum alltaf þegar þú gerir breytingar á þeim.

Það er skelfileg lífsreynsla að missa gögnin sín. Ég hef einu sinnu lent í því en það stóð nú sem betur fer bara yfir í tvo sólarhringa. Þannig var mál með vexti að ég hafði ekki frekar en venjulega tekið afrit af gögnunum mínum. Sum þessara gagna er hluti af handriti sem ég hef verið að vinna að um langt skeið.

Ég keypti mér nýja tölvu og spurði að því hvort þeir gætu afritað harða diskinn yfir á nýju tölvuna sem þeir voru að setja upp fyrir mig. Þeir játuðu því þannig að ég tók ekkert afrit. Þegar ég fæ síðan tölvuna og er að tékka á því að allt sé til staðar sem ég hafði beðið um þá finn ég hvergi neitt af gamla disknum.

Skelfingin helltist yfir mig, það er jafnvel hræðilegt að rifja þetta upp. En þeim sem sagt tókst að kippa þessu í liðinn þó að það tæki marga klukkutíma. Ég lofaði sjálfri mér bót og betrum og eftirleiðis ætlaði ég alltaf að taka afrit af gögnunum.

Tíminn leið og ég lifi lífinu frekar hratt, nema á meðan ég hugleiði og slaka á en er þá upptekin við það ;), ég vista gögnin mín en tek ekki afrit. Nú þegar ég las um Tivoli þá hrkk ég upp við það að enn er ég að taka sénsinn á því að glata allri vinnunni minni, hjúkk......

Ég ætti auðvitað að vista allar mínar upplýsingar á lokuðu svæði á vefnum. Ég held bara að ég óttist að einhver muni hakka sig inn á það svæði og það er ekki gott ef að þú ert með bitastætt efni sem þú vilt ekki að aðrir komist í og geri að sínu ;)

þannig að nú þarf ég aðeins að pæla í Tivoli og sjá hvort það er lausn fyrir mig. 


mbl.is Afritunarvaki kemur í veg fyrir gagnatap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara komin með mar :(

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Kannski að ég brosi bara í gegnum tárin ,) Málið er að ég brá mér í Útilíf í gær, en þar var boðið upp á hlaupagreiningu. Ég setti mig í stellingar og tók sprettinn í búðinni ekki minna en tvisvar sinnum.

Þetta var þræl sniðugt. Mynd af fótstiginu birtist á tölvuskjánum og þar kom vel fram hvar mesti þunginn lenti. Ég varð sannarlega hissa. Málið er að fæturnir á mér eru ekki alveg eins flestir fætur;) tábergsig, ilsig og skakkir hælar hahahaha ..... þetta er nú frekar ófögur lýsing. Ég reyni bara að brosa fallega þá tekur enginn eftir fótaburðinum hahaha

fótstigið hjá mér var samt aðallega á jarkann og það hefði mér aldrei dottið í hug. Maðurinn sagði líka við mig að ég mætti alls ekki nota innlegg hum.... þá varð verulega hissa því að það er einmitt það sem ég átti alltaf að gera en var frekar óþekk við sem krakki (geymdi þau bara í vasanum) Í dag dauðskammast ég mín fyrir þennan kjánaskap og ekki síst að hafa svarað mömmu játandi þegar hún oft kallaði á eftir mér "ertu með innleggin"?

Ég var nú fróðari og veit nú hvernig skór henta mér best. Ég keypti mér síðan töff adidas bol á útsölunni hjá þeim og þegar ég var að borga hann rek ég augun í bolta í hillunni hinu megin við' búðarborðið (þau standa stundum langt út úr höfðinu á mér;)

Þessi forláta bolti er líkur gaddakylfu en rosa fallega blár á litinn. Þetta er víst einhverskonar nuddtæki, ekkert rafmagn eða batterí. Ég skellti mér á einn í orðsins fyllstu merkinu. Loksins var ég komin í boltann! Ég hamaðist með hann um kvöldið á meðan ég var að horfa á mynd.

Hvað heldurðu að hafi gerst? Þegar ég vaknaði í morgun þá var ég bara kolblá við annað hnéð en ég var einmitt svo aum þar. Ég hélt nú samt áfram af og til í dag. ég hef nú tekið upp sið hrossa nema hvað ég legg gaddaboltan á milli baksins og veggjarins og svo nudda ég mér bara upp og niður þar til hnén á mér þola bara ekki meir. Þa tók nú ekki betra við nú er ég komin með harðsperrur í lærir ....... hihiihihihihi

Ja margur er knár þó hann sé smár. Lófastór bolti í fallegum lit á innan við 500 kall ..... 


Magni á toppnum grunsamleg kosninganiðurstaða eða hvað?

þegar ég var að gleypa fréttablöðin í mig í morgun (að sjálfsögðu að æfa mig í hraðlestrinum) þá datt ég niður á smágrein í Fréttablaðinu (Magni slær öllum við í Rockstar). Ég varð auðvitað hissa, næst ánægð og svo efins?????

Ég skellti mér síðan inn á heimasíðuna sem þeir vitnuðu í og er svo ánægð þegar pistalhöfundar hafa þetta með í greinum sínum. Ég sá fljótlega að þessi síða er lík rockband síðunni. Ég birti hér nýjustu niðurstöður kosninga um hvaða söngvari verði á endanum söngvari grúppunnar. 

 

Which rocker will front Supernova?

Dana Andrews0 %0 %0 % 0.20% (14)

 

Dilana Robichaux

11 %11 %11 % 11.10% (784)
Jill Gioia0 %0 %0 % 0.18% (13)
Josh Logan0 %0 %0 % 0.55% (39)
Lukas Rossi6 %6 %6 % 6.03% (426)
Magni Asgeirsson77 %77 %77 % 77.58% (5478)
Patrice Pike0 %0 %0 % 0.37% (26)
Phil Ritchie0 %0 %0 % 0.75% (53)
Ryan Star0 %0 %0 % 0.35% (25)
Storm Large1 %1 %1 % 1.15% (81)
Toby Rand1 %1 %1 % 1.73% (122)
Zayra Alvarez0 %0 %0 % 0.41% (29)

Total Votes: 7061 

 
Ég tek undir orð sumra á síðunni þess eðlis að eitthvað sé óeðlilegt við þessa kosningu. Því miður þá er í sumum tilvikum og ef til vill þarna hægt að kjósa aftur og aftur. það eyðileggur auðvitað hið raunverulega landslag skoðana þátttakenda sem er leiðinlegt.  Magni er samt alltaf að verða betri og betri. Enn finnst mér Dilana líklegust, Storm kemur líka sterklega til greina þ.e.a.s. ef grúppan er tilbúin til að velja konu sem söngvara. Ég óttast að það sé hins vegar ekki staðreynd en vona að ég hafi rangt fyrir mér.
Magni er að mínu mati pottþéttur í eitt af 5 efstu sætunum, jafnvel eitt af 3 efstu sætunum. Röddin er fín, hann skilar tilfinningunni vel í gegn en það er eins og það nái ekki alveg til limaburðarins. Mig grunar að ef hann geti sleppt líkamanum inn í hljómfallið og leyft hreyfingunum bara að koma og rokkað aðeins upp klæðnaðinn þá á hann enn eftir að toppa það álit sem fólk hefur á honum nú þegar;)  
Á rockband síðunni fengu Dilana og Lukas lélega dóma frá Tsung (skrifar annars ágæta dóma), þegar ég las að Dilana fengi lága einkunn fyrir frumleika þá var mér allri lokið. Frumleiki er einmitt það sem Dilana hefur mikið af. Mig grunar að hrjúfa röddin hennar fari eitthvað illa í Tsung og að pönkaða lookið á Lukas og Dilana verði til þess að einkunnir þeirra verði lakari.Það er einkennilegt að sá almenningur sem hefur áhuga á að fylgjast með þessu og er væntalega líka efnilegir viskiptavinir rokkara hafi svona ólikan smekk og Tsung sem er raddkennari eða raddgreinir.
Væntanlegar vinsældir hljómsveitarinnar fylgja líklega skoðunum "fans" frekar en t.d. Tsung. Lukas fellur þó væntanlega vegna þess hve erfitt hann á með að taka leiðsögn. Svolítið upptekinn af sjálfum sér og ekki víst að gott sé að vinna með honum. Rockbandið hlýtur að spá talsvert í það. 

Fyrir og eftir ;)

Það ætti nú bara að birta hverfamyndir tengdar hreinsunarátakinu "Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík" Við fengjum þá á sjá mynd fyrir hreinsun og síðan eftir hreinsun. Það myndi ef til vill vera hvetjandi ;)

Hver vill ekki búa í fallegu og hreinu hverfi? Hver myndi ekki gleðjast yfir góðri breytingu?  Flestir krakkar sem ég hef kynnst hafa gaman af því að sjá myndir af sér eða vinum sínum eða ættingjum, því ekki að taka myndir af þeim sem eru að taka upp hanskann fyrir Reykjavík.

Þetta kostar auðvitað tíma og einhvern pening en þetta gæti skilað meiri þáttöku og aukagleði fyrir þá sem taka þátt.

Bara smá uppástunga. 


mbl.is Hreinsunarátak hófst í Breiðholti í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nokkur tilbúinn að kaupa svona dýrt vín?

flaskan á 16 milljónir króna!!!!! Ég get bara ekki ímyndað mér að nokkur sé tilbúinn að setja pening í þetta. Mér er nú bara hugsað til allra munaðarleysingja hér og þar í heiminum, eða fátækra, sjúkra, menntalausra, utangarðsfólks ofl.

Ef einhver er tilbúinn til að borga 16 milljónir króna fyrir eina tequila flösku, þá gæti sá sami hjápað ótrúlegum fjölda fólks.

 


mbl.is Dýrir dropar af Tequila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það sama eigi við um íslenska menn?

Mikið er ég fegin að maðurinn minn er ekki breskur, eða ætti ég kannski frekar að segja mikið er ég fegin að maðurinn minn er ekki með veiðidellu, jafnvel laxveiðidellu! Mér þætti það nú #$"!!(/&% hart að þurfa að setja í minni pokann fyrir laxi!!!

Að maðurinn minn vildi frekar renna fyrir lax en spreyta sig í spennandi ástarleik. Já það er svo margt sem maður getur þakkað fyrir og það verð ég að segja umbúðalaust að fyrr ætti ég nú von á dauða mínum en að þurfa að láta í minni pokann fyrir laxi. Að vera laxaekkja ;) eða þannig.

Það hefði nú verið gaman að fá að vita á hvaða aldri þessir bresku einginmenn voru og hversu lengi höfðu þeir verið giftir? Oft hef ég svo sem heyrt fregnir af því að ástalífið hnigni með aldrinum og að menn missi áhugann á konum sínum , en að þeir hafi ekki áhuga á því að eyða tíma með súpermódeli heldur vilji frekar renna fyrir lax hum.... það hef ég ekki heyrt áður.

En nú ætla ég að fá mér kaffibolla og þakka manninum mínum fyrir að vera ekki breskur laxveiðikall ;) 


mbl.is Taka veiðina fram yfir ástarleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 71893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband