Leita í fréttum mbl.is

Þvílík auglýsing

Ég er orðin svo steikt í sólinni, hálfskömmustuleg að kalla þetta skoðanakönnun eða þannig ( það sem ég setti inn í gær með Rock Star Supernova).

Málið er að ég er að undirbúa mig fyrir Tölfræðipróf og það sem ég var að lesa í dag úti í sólinni ;) var einmitt um þessir "hræðilegu" skoðanankannanir sem eru á netinu. En þetta er nú ekki eins og ég sé að gera einhverja könnun á lyfi eða einhverju þess háttar heldur er þetta bara til gamans gert. Ég mun halda áfram að setja hér inn ófagmannlegar skoðanakannanir ;) í tengslum við Rock Star Supernova.

Mér finnst þetta bara svo skemmtilegt og mér líður alveg stórkostlega. Tónlistin er bara allt!!! Ég held bara að ég hafi ekki ratað á réttu hilluna í lífinu og þð er sannarlega ekki nógu gott ef að við eigum bara eitt líf!

En nóg um það. Ég lenti sem sagt í því í gær að það var keyrt aftan á mig. Einhver vökvi sem virtist af lyktinni af dæma vera vatn rann af/úr bílnum að aftan. Ég veit bar ekki hvað þetta er. En ég hef nú keyrt bílinn og svo var ég að þvælast í dag og þá bara allt í einu fór hann í gang en drap strax á sér aftur. Mig grunar að tölvan í bílnum sé í einhverju sjokki síðan í gær. Ég þurfti því að fá mér langan göngutúr í góða veðrinu.

Tengdamóðir mín og hún er sko sú besta í heimi ,) var núbúin að hringja í mig og hún ætlar að sækja strákinn minn á leikjanámskeiðið í dag. Vá hvað ég var fegin þegar ég 40 mínútum seinna lenti í þessu með bílinn.

Í göngutúrnum á leiðinni heim fór ég að hugsa um Rock Star Supernova, Magna og alla hina. Ég gerði mér allt í einu grein fyrir því hvað þetta er góð auglýsing fyrir þátttakendur sem eru að standa sig vel.

Um þá er skrafað og skrifað á mörgum síðum í heiminum. Þetta er eiginlega alveg frábært. Hugsaðu ér ef að þú værir að taka þátt í einhverri keppni sem tengist því sem eru þínar ær og kýr ;) Hugsaðu um það að fullt af fólki alls staðar í heiminum eru að fylgjast með.

Þetta er frábær auglýsing og mér finnst gaman að eiga þátt í því hér heima á Íslandi að leggja inn eitthvað fyrir þá sem mér líst vel á. Ég hafði bara ekki pælt í þessu og ef til vill hefði mér ekki dottið þetta í hug nema bara af því að ég þurfti að skilja bílinn eftir og ganga heim í þessu líka blíðskaparveðri. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Oh, hvenær var þetta með raddkennaranum? Ég missti af því og skil ekki hvernig ég fór að því. Ég hef heyrt fólk vera að tala um þetta, ekkert smá spæld :(

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.7.2006 kl. 22:32

2 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Tja það er fjöldi fólks um allan heim sem er sannfært um að okkur öðlist fleiri en eitt líf ... svo kannski færðu annað tækifæri :-)

.... og je minn hvað ég elska þessa Rock Star þætti, Magni er ótrúlega svalur :)

Svo segi ég iðulega við systur mína (og núna þig líka)sem er annars vön að rústa öllum mínum bílum, " Bílnum má svosem redda á næsta verkstæði, bara gott að það er í lagi með þig!!!"

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 20.7.2006 kl. 23:21

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir Hulda, já það er nú þokkalegha miklu betra að tölvan í bílnum hafi eitthvað ruglast heldur en ef tölvan í hausnum á mér væri í stöppu. Ég er rosa ánægð með það ;) Bíllinn er nú kominn undir læknishendur og telur bílalæknirinn að þjófavörnin hafi farið í gang og að þessi græna elska mín þekki mig bara ekki lengur og haldi bara að ég sé að stela sér!!! Það þarf nú að kippa því hið snarasta í lag.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 21.7.2006 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 71604

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband