Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006
7.7.2006 | 11:11
Magni komst áfram
Þetta er nú ekkert smáskrítið. Annað hvort er ég ekki enn vöknuð, fréttin af Magna farin út af mbl.is eða ja ég veit ekki hvað. En sem sagt ég last frétt í morgun á mbl.is (eftir því sem ég best veit) um að Magni hefði komist áfram og "Matti" hefði fallið út. Chris sem var með hinn hræðilega flutning á Roxanne var að sjálfsögðu einn af þremur neðstu en reddaði sér þegar hann fékk að velja sér annað lag og flytja það fyrir grúppuna. Matti hins vegar valdi Duran Duran og lagavalið hans féll ekki í kramið hjá grúppunni.
Svona er þetta, mér datt ekki í hug að hann dytti út. Ég set hér inn link á heimasíðu Rock Star Supernova. Gaman fyrir áhugasama að kíkja hér inn;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2006 | 23:46
Þú getur aldrei orðið meira en næst bestur ef þú reynir að vera annað en þú sjálfur
Hún minnti mig á Tínu Turner flotta söngkonan frá Afríku. Ég var að horfa á Rock Supernova og er ekki enn búin að ná mér eftir söng hennar. Hún hafði allt, frábæra sviðsframkomu, leikræn og röddin alveg ótrúleg.
Mér fannst Magni ekki náð því að vera hann sjálfur. Hann skilaði laginu vel og ég er viss um að hann verður áfram með. Gaurinn sem tók Roxanne var með það ljótasta klúður sem ég hef heyrt. Ef hann dettur ekki út ja þá er ekki í lagi hjá fólki.
Verst að ég verð ekki heima annað kvöld til að sjá næsta þátt en ég vona að þetta sé endursýnt. Ég fylgist ekki nógu vel með. Mér finnst svo þægilegt að velja bara sjálf þegar mér hentar að horfa á eitthvað þannig að sjónvarpið er ekki eitt af mínu uppáhaldi. En ég hafði svo gaman af þessu og er alvæg æst í að sjá eða aðallega heyra meira.
Magni þarf að vera hann sjálfur hann er númer eitt í því eins við öll hin ;) Ég vona að hann haldi áfram og fá lag sem sýnir betur hvað í honum býr en I cant get enough gerði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2006 | 13:31
Við hjónin fengum bæði svona sms
Hvorugt okkar fór þó inn á umbeðna síðu heldur hringdi maðurinn minn vegna SMS skeytisins og fékk þær upplýsingar að við ættum ekkert að aðhafast. Enginn skuldfærsla yrði færð á reikninginn ef við létum þetta eiga sig.
Ekki vantar útsjónasemina hjá þeim sem hafa það að atvinnu að stela frá öðrum. Það er eins gott að vera í meðallagi eða jafnvel meira var um sig eða meira.
Ég velti því fyrir mér hvort að heimsóknir á ókunnar heimasíður geti komist inn bakdyramegin hjá manni? Því að ef svo er þá er heimabankinn ekki góður kostur fyri þá sem hann nota nema ekki séu heimsóttar ókunnar heimasíður.
Já það er vandlifað í honum heimi!
![]() |
Tölvuveiru lætt inn í tölvur með aðstoð SMS-skilaboða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.7.2006 | 12:28
Ertu "hedgehog" eða "fox"?
Ég er að pæla í mismuninum á hedgehog og fox. Rambaði á skemmtilega grein sem ég skelli hér
ég hef nú ekki fundið neitt á íslensku um þetta en ef einhver veit um eitthvað þá þygg ég alla hjálp;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2006 | 11:09
Ekki er þetta ný mynd? Það getur bara ekki verið eða hvað?
Ef að þetta er ný mynd af Soffíu Lórens þá er þetta dæmi um velheppnaðar lýtalækningar. Ég hef ekki séð 71 árs gamala konu líta svona vel út!!!
Sjáiði brosið, ég get ekki séð að það sé eitthvað þvingað eins og svo oft vill verða eftir andlitsstrekkingar.
![]() |
Sophia Loren sat fyrir á myndum fyrir Pirelli-dagatalið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2006 | 10:08
Nú get ég bara litið til vinstri :(
Var með hálfgerðan hálsríg í gærmorgun en lagaðist með deginum. Það var samt erfitt að bakka bílnum þar sem ég á erfitt meða að líta til hægri. Mér finnst það alveg óþolandi að vakna með líkamann hálf frosinn!!!
Ástandið á mér var hræðilegt í morgun. Það er eins gott að ekkert forvitnilegt sé að gerast hægra megin við mig í dag því að ég myndi einfaldlega missa af því. Ég var búin að plana daginn (eins og venjulega) en þau plön fóru fyrir ofan garð og neðan strax og ég vaknaði.
Því að þá komst ég að því að ég gat ekki snúið höfðinu og það var jafnvel erfitt að snúa líkamanum og þá höfðinu með ;) en þannig hef ég verið að hegða mér síðan ég vaknaði í morgun. Ég er nú búin að vera að hlæja að þessu svona í einrúmi, er auðvitað að vona að sá hlátur setji af stað einhverja endorfínframleiðslu þannig að ég fái svona náttúruleg verkjalyf sem redda mér í gegnum daginn.
En það mætti halda ég ég skynjaði mikla ógn hægra megin við mig því að í hvert sinn sem ég hreyfi mig í þá át þá er það gert mjööööööögggggghhhh hægt.
Ef þú át gott ráð til að losna við hálsríg annað en að fara til hnykkjara sem ég veit að virkar hratt og vel þá er ég ekki hæg í að taka á móti þeim ráðum.
Ég hlakka reyndar til að fara í sund seinni partinn í dag, er að vonast til að sólin haldi svo að ég geti bara steikt mig í henni og síðan ætla ég í svett á morgun sem að hlýtur að gera útslagið á hálsrígnum eða þannig;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2006 | 08:46
Þetta er góð hugmynd
Hugmynd Runólfs Ólafssonar um að ríkið lækki skatta á eldsneyti er góð. Það er alltaf gaman þegar maður er að pæla í einhverju eins og ég hef verið að pæla í þessum verðbólgudraug undanfarnar vikur þegar einhverjum dettur eitthvað í hug sem maður hafði ekki pælt í;)
Mér finnst rökstuðningur hans líka snilld. Ríkið hefur stungið upp á því að draga saman m.a. í vegaframkvæmdum en ákveðinn hluti af bensínskattinum fer einmitt í þær. Það er því algjör snilld að lækka skattinn, ekki sama þörf fyrir tekjurnar það eina sem gæti verið slæmt við þetta er að þegar almenningur, ég og þú þurfum að borga minna fyrir það sama eða minna fyrir meira ;) þá er alltaf hætta á meiri neyslu annars staðar.
Það þyrfti því samfara þeirri skattalækkun að verðlauna landann fyrir það að spara, hvernig svo sem það er nú hægt ;)
Ég vildi nú gjarnan heyra af slíkum uppástungum, hugmyndum og væri meira en til í að taka þátt í þeim leik (alvöru)
![]() |
Lækkun bensínverðs getur verið hagstjórnartæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2006 | 17:17
Einn af 100 bestu Háskólunum????
Hvað þýðir það? Þýðir það ef til vill að sá sem hefur gráðu frá þeim háskóla standi betur en þeir sem hafa gráðu frá háskóla em ekki er á meðal 100 bestu?
ég hef velt þessu svolítið fyrir mér. Ég hef svo sem ekkert á móti því að Háskóli Íslands raði sér með 100 bestu háskólunum en hvað felst í því. hverju er verið að fórna. Mig minnir að ég hafi heyrt Háskóli Íslands skóli allra landsmanna! Allir eiga sama rétt til náms!!!
Ég hef vegna fjárhagslegra aðstæðna og félagslegra (5 barna móðir) ekki geta hafið háskólanám fyrr en á síðasta ári. Ef að HÍ væri á meðal 100 bestu hefði það þá þýtt að fólk eins og ég ætti ekki séns?
Væri skólinn þá ekki lengur skóli allra landsmanna og sami réttur fyrir alla til náms? Ja ég velti þessu óneytanlega fyrir mér hvað felist í því að skólinn sé einn af 100 bestu? Vonandi er það þess virði. Einhver annar bloggari hér, ég er því miður búin að týna honum, var að tjá sig um muninn á skólagjöldunum í HR og HÍ 45.000 og 450.000 sem er þó nokkuð. Það er alla vegana ljóst að ég hefði ekki getað látið drauminn minn rætast. Ég gæti ekki í dag stundað nám við skóla þar sem að skólagjöldin væru svo há.
En þú lesandi góður, veist þú hvað felst í því að vera 1 af 100 bestu háskólunum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2006 | 14:40
Kannski ætti maður á hætta á hverju kvöldi?
Sagði BB King þegar hann kvaddi í Sviss. Já það hefði nú verið næs að vera hátíðargestur. en þetta er Ísland í dag :(
Jazz og blues eru ofarlega á lista hjá mér yfir tónlist þó að mér líki mikil breidd þar. Það er fátt sem ég fíla ekki en helst svona bílskúrstónlist. Það er þó gaman að rifja það upp þar sem ég hef haft mjög gaman af því að dansa að ég er ekki endilega að njóta þeirrar tónlistar sem ég dansa við.
Þegar ég hlusta á jazz eða blues þá virkilega nýt ég tónlistarinnar. Stundum rísa hárin í hnakkanum á mér. Ef ég væri broddgöltur þá myndu þau öll rísa þegar ég heyri sum lög ;)
![]() |
BB King kvaddi Montreux-djasshátíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2006 | 10:28
Ætli þetta séu mistök? Ekki sagði Siggi stormur þetta.
Ég horfi hér út um gluggan og hugsa til litlu rafmagnssláttuvélarinnar sem er svo tilbúin að naga grasið af flötinni hjá mér. En það rignir og rignir og svo rignir enn meir. ég var nú svo sem ekki bjartsýn á að einhverra breytinga væri að vænta. Las grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem rætt var um veðurhorfur við Sigga storm. Hann lofaði einum sólardegi;)
Ég veit nú ekki af hverju mér datt í hug að rýna í veðrið á fréttatengli hjá mbl.is. en kíktu hingað
og þá sérðu að það gæti séð til sólar í nokkra daga í röð og þða núna í vikunni ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku